Bæjarstjórn

15. maí 2013 kl. 14:30

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1704

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar
  1. Almenn erindi

    • 1302233 – Ársreikningar bæjarsjóðs 2012 - síðari umræða

      5. liður úr fundargerð BÆJH frá 2.maí sl.$line$Fjármálastjóri gerð grein fyrir stöðunni. Endanlega niðurstaða varaðndi lífeyrisskuldbindingu liggur ekki fyrir.$line$$line$Til upplýsinga.$line$ $line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Valdimar Svavarsson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa Ársreikningi bæjarsjóðs 2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn.$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir.$line$$line$Kristinn Andersen mætti til fundar kl. 14:55. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson tók til máls.$line$$line$Eyjólfur Sæmundsson og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tóku sæti á fundinum kl. 15:40. Gunnar Axel Axelsson og Gestur Svavarsson véku af fundi á sama tíma. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Þá Geir Jónsson. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd. Lúðvík Geirsson kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Lúðvík Geirsson kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Forseti bar upp ársreikning 2012. Bæjarstjórn samþykkti ársreikning 2012 með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$$line$”Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2012 sýnir glöggt hve íþyngjandi og grafalvarleg fjárhagsstaða bæjarins er þótt ljóst sé að starfsmenn og íbúar bæjarins hafa lagt mikið á sig í hagræðingu og niðurskurði á sl. árum. $line$ $line$- Þriggja milljarða rekstrartap blasir við og er því rekstrartap síðustu tveggja ára samtals fjórir milljarðar króna. $line$ $line$ $line$- Skuldir hækka um þrjá milljarða á milli ára og eru nú alls um 42 milljarðar króna enda voru tekin ný lán að upphæð 700 milljónir króna á sl. ári. $line$ $line$ $line$- Fjármagnskostnaður er enn að sliga bæjarfélagið en á sl. ári nam hann um þremur milljörðum króna. Gengisáhætta er gríðarleg. Á árinu voru 120 þúsund krónur á hvern íbúa greiddar í vexti og afborganir, eða hátt í hálfa milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. $line$ $line$ $line$- Viðmið um 150% skuldahlutfall sveitarfélaga er engan veginn að nást og ekkert sem gefur til kynna að það náist á næstu árum þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Skuldahlutfallið er nú 248% $line$ $line$ $line$- Uppsöfnuð fjárþörf vegna aðkallandi viðhalds sem hefur verið í lágmarki undanfarin ár nemur mörg hundruð miljónum króna ef hefðbundin viðmið eru notuð um nauðsynlegt viðhald eigna. Miðað við fyrirliggjandi áætlun um nauðsynlegar nýfjárfestingar vantar 4 milljarða króna til að mæta einungis uppsöfnuðum vanda síðustu ára og má þar nefna brýn verkefni eins og t.d. skólauppbyggingu í nýjum hverfum, Ásvallabraut og frágangur frjálsíþróttahúss. Óljóst er hvernig mæta á brýnni þörf á auknu skólahúsnæði í nýjustu hverfum bæjarins og eru óábyrg loforð meirihlutans í þeim efnum dæmi um þá afneitun sem ríkt hefur í herbúðum vinstri manna í bæjarstjórn.$line$ $line$- Skattgreiðendur í Hafnarfirði súpa nú seyðið af því að meirihluti Samfylkingar og VG var ekki til viðræðu um að leita samninga við lánveitendur bæjarins og gera heildstæða endurskipulagningu á skuldum bæjarins svo raunhæf lausn á vandanum fengist. Ekki síst við erlenda kröfuhafa, eins og slitastjórn Defpabanka og hugsanlega afskriftir lánsins sem nú stendur í hátt í 14 milljörðum króna. Þess í stað var staða lánveitandans styrkt með því að veita slitastjórninni veð í öllum lóðum bæjarins. Meirihlutanum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var meira í mun að ,,halda pólitísku andliti sínu?? en að leita samninga. $line$- $line$- Slælegur rekstur og umsýsla á Eftirlaunasjóði Hafnarfjarðarbæjar er nú að koma af fullum þunga í bakið á bæjarfélaginu. Því auk niðurstöðu vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindingar fyrrum starfsmanna Byrs gagnvart Hafnarfjarðarbæ, þar sem skuldbinding að 1.6 milljarði króna er ekki viðurkennd sem forgangskrafa, hækka lífeyrisskuldbindingar bæjarins um 350 milljónir króna umfram áætlun á árinu. Þá hækkun má að miklu leyti rekja til þess hve skráning á lífeyrisþegum var ábótavant en hefur nú verið lagfærð. Samfylkingin ber fulla ábyrgð á hvernig málum var þar fyrirkomið.$line$ $line$- Fyrirliggjandi ársreikningur sýnir að uppsöfnuð skuldastaða bæjarins einkennist af þeirri staðreynd að meirihluti Samfylkingar og VG sló því á frest að taka á fjárhagsvandanum af raunsæi og ýtti vandanum yfir á næsta kjörtímabil. Það hefur því miður komið niður á þjónustu og uppbyggingu í bæjarfélaginu.”$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), $line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Valdimar Svavarsson og Helga Ingólfsdóttir véku af fundi kl. 17:50.$line$$line$Forseti bar upp að nýju ársreikning 2012 með svohljóðandi tillögum:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samantekinn ársreikning ársins 2012 fyrir A-hluta, þ.e. ársreikning Aðalsjóðs, ársreikning Eignasjóðs og ársreikning GN-eigna ehf.” $line$$line$Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 6 atkvæðum, 3 sátu hjá.$line$ $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samantekinn ársreikning ársins 2012 fyrir A- og B-hluta sem er ársreikningur A hluta og B hluta sem samanstendur af ársreikningi Hafnarfjarðarhafnar, ársreikningi Húsnæðisskrifstofu, ársreikningi Fráveitu og ársreikningi Vatnsveitu”. $line$$line$Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 6 atkvæðum, 3 sátu hjá.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$$line$”Rekstur Hafnarfjarðarbæjar á réttri leið $line$- Besti árangur í grunnrekstri frá árinu 2002 $line$Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2012 sýnir þann mikla árangur sem náðst hefur í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og sést í þeim tölum sem fram koma í ársreikningnum. Þennan árangur má ekki síst þakka starfsfólki bæjarins. Þessi árangur í grunnrekstri er sá besti frá árinu 2002. Óreglulegir reiknaðir liðir, eins og hækkun lífeyrisskuldbindinga og verðlags- og gengisbreytingar hafa veruleg neikvæð áhrif á heildarniðurstöðuna. Gengisstyrking íslensku krónunnar hefur hins vegar breytt þeirri mynd verulega bæjarsjóði í hag. Verkefnið framundan er að styrkja fjárhagsstöðuna enn frekar og byggja á þeim góða grunni sem hefur verið myndaður á undanförnum árum. $line$Það sætir furðu að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins velji að horfa framhjá þeim mikla og ánægjulega árangri í rekstri bæjarfélagsins sem sannarlega sést í þeim ársreikningi sem hér er lagður fram, en kjósa þess í stað að kasta rírð á stöðu sveitarfélagsins með ómaklegum hætti. Því er sérstaklega vísað á bug að endurfjármögnun bæjarins árið 2011 hafi reynst bæjarfélaginu óhagstæði ? heldur þvert á móti. $line$Reksturinn jákvæður fyrir fjármagnsliði $line$Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði í A hluta er jákvæð um 1.138 millj.kr. og A og B hluta jákvæð um 1.844 millj.kr. Framlegð í A hluta eða EBITDA er 1.753 millj.kr. eða 11,4% af tekjum og framlegð í A og B hluta er 2. 707 millj.kr. eða um 16%.$line$Rekstrarniðurstaða ársins fyrir óvenjulega liði í A hluta er neikvæð um 1.143 millj.kr. og er neikvæð í A og B hluta um 1.211 millj.kr. en hækkun á lífeyrisskuldbindingu og fjármagnsliðir vega þungt í rekstri sveitarfélagsins. Gjaldfærsla á lífeyrisskuldbindingu var um 700 millj.kr. á árinu og fjármagnsliðir ársins nema 3.055 millj.kr. en þar af eru áfallnar verðbætur og gengismunur 1.664 millj.kr. $line$Lífeyrisskuldbinding vegna starfsmanna Sparisjóðs Hafnarfjarðar/Byrs $line$Á árinu 2012 er gjaldfærð áfallin lífeyrisskuldbinding vegna starfsmanna Sparisjóðs Hafnarfjarðar/ Byrs að fjárhæð 1587,4 millj.kr. Sparisjóður Hafnarfjarðar fékk á árinu 1973 aðild að sjóðnum fyrir starfsfólk sitt og ábyrgðist lífeyrisgreiðslur til þeirra í samræmi við samþykktir eftirlaunasjóðsins. Við sameiningu sparisjóða gekk Sparisjóður Hafnarfjarðar inn í Byr sparisjóð sem er í slitameðferð. Þann 2. nóvember 2012 gekk dómur í hæstarétti í máli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gegn SPRON sem hefur afgerandi áhrif á ágreining eftirlaunasjóðsins við þrotabú Byrs sparisjóðs. Samkvæmt dómnum er lífeyrisskuldbinding ekki viðurkennd sem forgangskrafa en slitastjórn sparisjóðsins hefur samþykkt kröfu eftirlaunasjóðsins sem almenna kröfu. Óvissa ríkir um hversu hátt hlutfall greiðist upp í almennar kröfur sparisjóðsins en Hafnarfjarðarbær mun leita allra hugsanlegra leiða til að kanna réttarstöðu sína gagnvart þrotabúinu og ábyrgðinni á skuldbindingunni. $line$Aukið veltufé frá rekstri$line$Þrátt fyrir rekstrarhalla hefur veltufé frá rekstri hækkað á milli ára, bæði í A hluta og A og B hluta og var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé í A hluta var á árinu 1.379 millj.kr. og veltufé í A og B hluta var á árinu 2.018 millj.kr. og nemur veltufé frá rekstri um 12% af tekjum. $line$Heildareignir A og B hluta námu í árslok 48.204 millj.kr. og hækka á milli ára aðallega vegna endurmats lóða. Fjárfestingar ársins námu 868 millj.kr. Skuldir og skuldbindingar námu 41.836 millj.kr og hækka um 2.815 millj.kr. á árinu þrátt fyrir greiðslu langtímaskulda um 1.596 millj.kr. Skuldbindingar hækka um 2.008 millj.kr. á árinu vegna hækkunar á lífeyrisskuldbindingu, tekin voru ný lán að fjárhæð 470 millj.kr. og þá hækkuðu lánin um 1.664 millj.kr. vegna áfallinna verðbóta og gengismunar. Eigið fé í árslok nam 6.367 millj.kr.”$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), $line$Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Lúðvík Geirsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).$line$$line$$line$$line$$line$

Ábendingagátt