Bæjarstjórn

21. ágúst 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1708

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
  • Hörður Þorsteinsson varamaður
  • Ragnheiður Ólafsdóttir varamaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 26.6.13, 3.7.13, 10.7.13, 17.7.13, 24.7.13, 31.7.13 og 7.8.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.$line$$line$Lagt fram.

    • 1306167 – Arnarhraun 50, lóðarumsókn

      6. liður úr fundargerð BÆJH frá 15. ág. sl.$line$Tekið fyrir að nýju. $line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs.$line$$line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Styrktarfélaginu Ás lóðinni Arnarhraun 50 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa”.

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson, Helga Ingólfsdóttir. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Geir Jónsson og Lúðvík Geirsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

    • 1306165 – Klukkuvellir 23-27, lóðarumsókn

      7. liður úr fundargerð BÆJH frá 15. ág. sl.$line$Tekið fyrir að nýju. $line$Lögð fram jákvæð umsögn sviðsstjóra skipulags- og byggingarmála.$line$$line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Styrktarfélaginu Ás lóðinni Klukkuvellir 23-27 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

    • 1304444 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting Mjósund 10

      2. liður úr fundargerð SBH frá 13. ág. sl.$line$Mjósund 10 ehf sækir 19.04.13 um að aðalskipulagi fyrir lóðina Mjósund 10 verði breytt þannig að hún verði á íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir stofnanir. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að aðalskipulagsbreytingu dags. 13.08.13.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að hér sé um óverulega breytingu að ræða, sem falli undir 2. mgr. 26. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2015 dags. 13.08.13 hvað varðar stofnanasvæði Gamla Lækjarskóla og Mjósunds 10, þannig að notkun lóðarinnar Mjósund 10 breytist í íbúðarsvæði til samræmis við aðliggjandi íbúðarbyggð. Bæjarstjórn telur að breytingin sé óveruleg, þar sem um lítið svæði er að ræða, breytingin snertir fáa og áhrif hennar teljast vera fremur jákvæð, og að farið verði með breytinguna skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

    • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 14. ág. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 19. ág. sl.$line$Fundargerð umhv.-& framkvæmdaráðs frá 14. ág. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 15. ág. sl.$line$a.Fundargerð hafnarstjórnar frá 13. ág. sl.$line$b.Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 28. júní sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 13. ágúst sl.

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir 12. lið – Hreinsunarátak iðnaðarsvæða 2013 – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 13. ágúst sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 5. lið – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013 – í fundargerð fræðsluráðs frá 19. ágúst sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 3. lið – Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur) – í fundargerð bæjarráðs frá 15. ágúst sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls öðru sinni undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 15. ágúst sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 15. ágúst sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 15. ágúst sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 15. ágúst sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 15. ágúst sl. Lúðvík Geirsson tók til máls undir sama lið. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir fyrrnefndum 3. lið í fundargerð bæjarráðs. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.

Ábendingagátt