Bæjarstjórn

2. október 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1711

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Ragnheiður Ólafsdóttir varamaður
  • Guðjón Sveinsson varamaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Eyjólfur Sæmundsson og Lúðvík Geirsson. Í þeirra stað mættu Guðjón Sveinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir boðaði seinkun á fundinn. Forseti bar upp tillögu um

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Eyjólfur Sæmundsson og Lúðvík Geirsson. Í þeirra stað mættu Guðjón Sveinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir boðaði seinkun á fundinn. Forseti bar upp tillögu um

  1. Almenn erindi

    • 1304525 – Umhverfi og framkvæmdir, sviðsstjóri

      Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram niðurstöðu starfshóps vegna ráðningar í starf sviðsstjóra Umhverfis og framkvæmda auk tillögu um ráðningu:$line$”Niðurstaða starfshópsins vegna ráðningar í starf sviðsstjóra Umhverfis og framkvæmda, að undangengnu ítarlegu ráðningarferli og mati á þeim 71 umsækjanda sem sóttu um starfið, er að Sigurður Haraldsson, verkfræðingur og settur sviðsstjóri, sé hæfastur til starfans.” $line$$line$Í samræmi við þá niðurstöðu leggur starfshópurinn eftirfarandi til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Sigurð Haraldsson, verkfræðing, í stöðu sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmda og er bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Sigurð.”$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu um ráðningu Sigurðar Haraldssonar með 10 samhljóða atkvæðum.

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 11.09.13, 18.09.13 og 25.09.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

    • 1309506 – Eskivellir 11, tilboð

      9. liður úr fundargerð BÆJH frá 26.sept. sl.$line$Lagður fram tövlupóstur Haghúsa ehf frá 16. september sl. þar sem gert er tilboð í ofangreinda lóð.$line$ $line$Bæjarráð samþykkir fyirliggjandi tilboð og felur bæjarstjóra að ganga frá sölu lóðarinnar á grundvelli tilboðsins.$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Haghúsum ehf, kt. 560903-3320, lóðinni Eskivellir 11 í samræmi við fyrirliggjandi tilboð og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum

    • 1309562 – Tjarnarvellir óskilgreint, lóðarumsókn

      10.liður úr fundargerð BÆJH frá 26.sept. sl.$line$Lagt fram erindi Icelandair ehf dags. 24. september 2013 þar sem sótt er um lóð milli Selhellu 1 og Tjarnarvalla 15.$line$ $line$Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- og byggingarráði úrvinnslu skipulagsþátta umsóknarinnar. Jafnframt vísar bæjarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Icelandair ehf, kt. 4612023490, vilyrði fyrir lóð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari útfærslu í deiliskipulagi. Jafnframt heimilar bæjarstjórn bæjarráði að beita 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald um sérstaka lækkunarheimild vegna lóðarinnar þar sem um sérstaka atvinnuuppbyggingu er að ræða.”$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls. $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók sæti á fundinum kl. 14:25. $line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1305185 – Austurgata 22 og Strandgata 19, deiliskipulagsbreyting

      2.liður úr fundargerð SBH frá 27.sept.sl.$line$Costa Invest 520412-0260 sækja 17.05.13 um breytingu á deiliskipulagi samkv teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 03.04.13.Skipulags- og byggingarráð samþykkti að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við þeim. Skipulags- og byggingarráð fól Skipulags- og byggingarsviði að afla frekari gagna. Lögð fram breytt skipulagstillaga dags. x þar sem komið er á móts við athugasemdir.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum, og að málinu verði lokið skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs með áorðnum breytingum og gerir þau að sínum. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir lóðirnar Austurgötu 22 og Strandgötu 19 og málinu verði lokið skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Kristinn Andersen. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

    • 1309562 – Tjarnarvellir óskilgreint, lóðarumsókn

      9.liður úr fundargerð SBH frá 27.sept. sl.$line$Tekin til umfjöllunar umsókn Icelandair um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 ásamt gerð deiliskipulags fyrir lóð milli Tjarnarvalla 15 og Selhellu 1. Svæðið er skilgreint sem blanda af stofnanasvæði og opnu svæði til sérstakra nota.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi, þannig að svæðið verði skilgreint sem athafnasvæði. Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samráði við skipulags- og byggingarsvið. $line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla 15 og Selhellu 1, þannig að svæðið verði skilgreint sem athafnasvæði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir svæðið.”$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Sigríður Björk Jónsdóttir. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1309642 – Tillaga um uppbyggingu og samstarf grunnskóla í Hafnarfirði

      Sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.

      Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:$line$$line$”Tillaga að uppbyggingu og samvinnu skóla í Hafnarfirði.$line$ $line$Undirbúin verði frekari samvinna efsta stigs grunnskóla á nýbyggingarsvæðum hvort sem er sín á milli og við eldri skóla bæjarins. Markmið með aukinni samvinnu verði tvíþætt: Annars vegar að auka val sérgreina og hins vegar að nýta húsnæði og aðbúnað í skólum betur.$line$ $line$Greinargerð: $line$Við blasir húsnæðisvandi skóla í nýjustu hverfum bæjarins og afar takmarkað fjármagn er til framkvæmda og nýfjárfestinga. Því er lagt til að skólastjórnendur í samráði við fræðsluráð auki samstarf í elstu bekkjum grunnskólanna í því skyni að nýta betur húsnæði og aðbúnað skólanna og auka valmöguleika nemenda. Í þessu skyni kæmi einnig til greina að taka tímabundið í notkun annað laust húsnæði í eigu bæjarins. Myndaður verði sérstakur fjárhagspottur og úthlutað úr honum til skóla sem taka upp samstarf sín á milli. Mikilvægt er að uppbygging í skólakerfinu taki mið af þörfum íbúa og sé í samræmi við getu sveitarfélagsins til fjárfestinga. Ennfremur að fagfólk og foreldrar fái aðkomu að tillögum á frumstigi til að samvinna sé best tryggð.”$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign). $line$ $line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tilvísunartillögu:$line$,,Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu án frekari umræðu til Fræðsluráðs, til umfjöllunar.”$line$$line$(Sigriður Björk Jónsdóttir)$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, vék af fundi kl. 15:30. Gestur Svavarsson tók sæti á fundinum. $line$$line$$line$Kristinn Andersen tók til máls. Þá Geir Jónsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu með áorðnum breytingum forseta um að vísa málinu til frekar umfjöllunar í fræðsluráði.

    Fundargerðir

    • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.sept.sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 23.sept. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 26.sept. sl.$line$a. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.ágúst sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.sept. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.sept. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 25.sept. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16.sept. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 23. sept. sl.

      Geir Jónsson tók til máls undir 1. lið – Málefni fatlaðs fólks – í fundargerð fjölskylduráðs frá 25. september sl. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 1. lið – Námsflokkar Hafnarfjarðar – miðstöð símenntunar – í fundargerð fræðsluráðs frá 23. september sl.

Ábendingagátt