Bæjarstjórn

30. október 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1713

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Axel Guðmundsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 09.10.13 og 16.10.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1310308 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á svæði við Ásbraut

      3. liður úr fundargerð SBH frá 22.okt. sl.$line$Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu. Lagt er til að landnotkun verði breytt úr blandaðri notkun opinberar stofnanir og opið svæði til sérstakra nota í athafnasvæði, og tengist það þá svæðinu Selhraun norður.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að aðalskipulagsbreytingunni verði auglýst með áorðnum breytingum skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu verði auglýst samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Fleiri tók ekki til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

      11. liður úr fundargerð SBH frá 22.okt. sl.$line$Kynnt staða vinnu við matslýsingu og deiliskipulag svæðisins. Yngvi Þór Loftsson fulltrúi Landmótunar mætir á fundinn.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir að senda framlagða matslýsingu til auglýsingar og umsagnar. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að matslýsing fyrir deiliskipulags Seltúns verði send til auglýsingar og umsagnar skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$Geir Jónsson tók þessu næst til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að ansvari við ræðu Geirs Jónssonar. $line$Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls. Fleiri tóku ekki til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1310363 – Sorpa eigendasamkomulag

      8.liður úr fundargerð BÆJH frá 24.okt. sl$line$Lögð fram tillag stjórnar SSH send í tölvupósti 21. október 2013 varðandi eigendasamkomulag Sorpu bs.$line$ $line$Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið með fyrirvara um samþykkit bæjarstjórnar og vísar jafnframt eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar.$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að eigendasamkomulagi Sorpu bs.”$line$

      Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og tók Kristinn Andersen við stjórn fundarins við umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar. $line$Fleiri tóku ekki til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi eigendasamkomulag með 11 atkvæðum. $line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

    • 1310300 – Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði

      1.liður úr fundargerð UMFRAM frá 23.okt og 1.liður úr fundargerð BÆJH frá 24.okt. sl.$line$Lögð fram skýrsla Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um Þungmálma og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990-2010: Áhrif iðjuvera. Á fundinn mæta Páll Stefánsson og Guðmundur Einarsson frá Heilbrigðiseftirliti.$line$$line$Umhverfis og framkvæmdarráð tekur niðurstöðu skýrslunnar alvarlega og leggur til eftirfarandi:$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir að kannað verði hvort þörf sé á fleiri sýnitöku á mosa og jarðvegi, bæði innan iðnaðarsvæðisins og innanbyggðar á Völlum, til að fá fleiri mælingar þar sem framkomin rannsókn sýnir að veruleg mengun fannst í 2 sýnum af 11, með mjög afmarkaða staðsetningu.$line$Umhverfis og framkvæmdarráð vill benda á loftmælingarstöðina sem staðsett er í dag á Hvaleyrarholti og hægt er að nálgast niðurstöður í rauntíma frá henni á heimasíður bæjarins, www.hafnarfjordur.is. Að auki verði komið verður upp loftmælistöð til að mæla loftgæði innan Vallarsvæðins. Mælingarnar verða framkvæmdar eins fljótt og mögulegt er og niðurstöður birtar opinberlega. $line$Umhverfis ? og framkvæmdarráð óskar eftir frekari skoðun á svæðinu og að kortlagt verði hvaða mengunarvarnir fyrirtækin á svæðinu eru með og með hvaða hætti við getum unnið að því að draga úr mengun á iðnaðarsvæðinu.$line$Strax verður hafist við aðgerðir til að bæta mengunarvarnir í samráði við Heilbrigðiseftirlitið og fyrirtækin á svæðinu. Það verður farið í þá vinnu algjörlega óháð því hvaða niðurstöður koma úr mælingunum. Verkefnastjóri verður Guðmundur Einarsson.$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir áfangaskýrslu innan 3ja mánaða frá Heilbrigðiseftirlitinu.$line$

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Eyjólfur Sæmundsson, undir ræðu Eyjólfs tók Sigríður Björk Jónsdóttir við stjórn fundarins. $line$Þessu næst tók Kristinn Andersen til máls og lagði fram svohljóðandi bókun: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðisins að fara yfir áherslur og verklag eftirlitsins með það að markmiði að tryggja forgang þeirra verkefna sem brýnust eru hverju sinni.” $line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir við stjórn fundarins að nýju undir ræðu Kristins Anderen. $line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Kristins Andersen, Helga Ingólfsdóttir tók þessu næst til máls, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur.$line$Geir Jónsson tók síðan til máls,.$line$Fleiri tóku ekki til máls.

    • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 23.okt.sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.okt.sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 21.okt. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 23.okt. sl.$line$a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13., 23.sept. og 11.okt.sl.$line$b. Fundargerð SORPU bs. frá 14.okt. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 24.okt. sl.$line$a.Fundargerðir hafnarstjórnar frá 15.,18. og 22.okt. sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 5.sept. sl.$line$c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.okt. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.okt. sl.

      Geir Jónsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 23.10., 9. liðar, fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari.$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2024, fyrri umræða.

      5. liður úr fundargerð BÆJH frá 24.okt. sl.$line$Fjármálastjóri kynnti áætlun fyrir stjórnsýslu og fór yfir ramma fyrir fjárhagsáætlun 2014.$line$$line$Fyrri umræða í bæjarstjórn verður 30. október nk.$line$ $line$Lagt fram.$line$

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þessu næst Rósa Guðbjartsdóttir.$line$Fleiri tóku ekki til máls.$line$$line$Bæjarsjórn Hafnafjarðar samþykkti að vísa fjárhagsáætlunin bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017 til síðari umræðu.

    • 1310090 – Móttökuskemmur fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, lánasamningur

      Áður frestað á fundi bæjarstjórnar 16.okt sl. Tekið fyrir að nýju.$line$11. liður úr fundargerð BÆJH frá 14.okt. sl.$line$2.liður úr fundargerð UMFRAM frá 23.okt. sl.$line$Lagt fram erindi stjórnar Sorpu bs. dags. 2. október 2013 þar sem óskað er eftir staðfestingu á lántöku fyrirtækisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna byggingar á móttökuskemmum vegna móttöku á skilagjaldsskyuldum umbúðum.$line$$line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að veita Sorpu bs, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 31. dese,ber 2012 í Sorpu bs. vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 160.000.000 kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og veitir bæjarstjórn Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar ofangreindri ábyrgð skv. heimild í 2. mgr. 68. greinar sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við endurvinnslustöðvar Sorpu bs., sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn eigenda Sorpu bs. til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila.$line$Fari svo að Hafnarfjarðarbær selji eignarhlut í Sorpu bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta. $line$Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessar.”$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.$line$$line$Varaforseti las upp tillögu um að málinu yrði vísað til frekari skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og afgreiðslu því frestað í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.$line$

      Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og tók Kristinn Andersen við stjórn fundarins við umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar. $line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 10 samhljóða atkvæðum. $line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

Ábendingagátt