Bæjarstjórn

5. febrúar 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1718

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Hörður Þorsteinsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 15.01.14 og 23.01.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401685 – Hlíðarþúfur, deiliskipulag

      11.liður úr fundargerð SBH frá 28.jan. sl$line$Skipulags- og byggingarráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulag hestasvæðisins Hlíðarþúfur þannig að hægt verð að ganga frá lóðasamningum þar. Jafnframt verði staða húsanna á Hlíðarenda skoðuð. Hugsanlegt væri að þau hús væru með í deiliskipulaginu með ákvæði um að þau víki þegar Ofanbyggðavegur verði lagður.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir Hlíðarþúfur og Hlíðarenda. Vinnan verði unnin á Skipulags- og byggingarsviði. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinna við deiliskipulag fyrir hesthúsasvæðið Hlóðarþúfur ásamt Hlíðarenda.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      2.liður úr fundargerð UMFRAM frá 29.jan.sl.$line$Lagðar fram fundargerðir Bygginganefndar nr. 111 og 112. Annar liður fundargerðar nr. 112, það er samþykkt Bygginganefndar er vísað til Umhverfis- og framkvæmdarráðs. Á fundinn mætir Erlendur Árni Hjálmarsson og fer yfir málið.$line$$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við Sport-Tæki um gólfefni í frjálsíþróttahús FH.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og vísa til bókunar sinnar við samþykkt fjárhagsáætlunar 2014.$line$

      Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og tók varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins. Þá tók Helga Ingólfsdóttir til máls, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari.$line$Gunnar Axel Axelsson tók síðan til mál, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar,Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$Lúðvík Geirsson tók þá til máls, síðan Valdimar Svavarsson, þá Helga Ingólfsdóttir.$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þessu næst til máls$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum að gengið yrði til samninga við Sport-Tæki um gólfenfi í frjálsíþróttahús FH.$line$$line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og kom Helga Ingólfsdóttir að svohljóðandi bókun f.h. þeirra:$line$”Varðandi Frjálsíþrótthús FH er það tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að orðið verði við óskum forsvarsmanna félagsins um viðræður varðandi aðkomu félagsins að lokafrágangi hússins m.a. til að styrkja rekstrargrundvöll og nýtingu þess til framtíðar.$line$Að öðru leyti vísast til tillagna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2014.”$line$Valdimar Svavarsson $line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Kristinn Andersen$line$Geir Jónsson$line$Helga Ingólfsdóttir$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar vekja athygli á því að fulltrúar FH hafa aðkomu að verkefninu með þátttöku í bygginganefnd, þar sem jafnframt situr fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og liggur fyrir samhljóða niðurstaða hennar um að ráðast í þennan mikilvæga áfanga svo hægt sé að taka húsnæðið í notkun sem fyrst.”$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir$line$Gunnar Axel Axelsson$line$Sigríður Björk Jónsdóttir$line$Lúðvík Geirsson$line$Hörður Þorsteinsson$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 29.jan. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 20.jan. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 27.jan. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29.jan.sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 30.jan. sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 28.jan. sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.jan. sl.$line$c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20.jan. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.jan. sl.

      Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. janúar sl. 3. liðar Snjómokstur og hálkueyðing.$line$Þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls varðandi sama lið og einnig vegna fundargerðar bæjarráðs frá 30. janúar sl. 4. liðar Sjúkraflutningar, samningur.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

    • 1212080 – Framtíðarnýting St.Jósefsspítala

      Lögð fram eftirfarandi tillaga.$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að kalla eftir því að heilbrigðisráðherra taki ábyrgð á framtíð bygginga St. Jósepsspítala og undirbúi hið fyrsta og hrindi í framkvæmd forvalsferli þar sem áhugasömum aðilum verði gefið tækifæri til að leggja fram hugmyndir sínar að framtíðarnýtingu fasteignanna.”$line$ $line$ $line$Geinargerð:$line$Hingað til hefur öllum hugmyndum og tillögum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um mögulega nýtingu á húsnæði St. Jósepsspítala verið hafnað. Hafa byggingarnar verið látnar standa auðar allt frá því að starfsemi St. Jósepsspítala var lögð niður í kjölfar sameiningar við Landsspítala Háskólasjúkrahúsi.$line$ $line$Með bréfi dagsettu 14. mars 2013 kynntu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ríkinu tillögur og hugmyndir um með hvaða hætti nýta mætti húsnæði St. Jósefsspítala í þágu nærsamfélagsins í bænum. Í tillögunum fólst að ríkið afsalaði sér eignarhlut sínum í fasteignunum en Hafnarfjarðarbær tryggði húsnæðinu verðugt hlutverk í almannaþágu, fjármagnaði endurbætur þess og breytingar og stæði undir rekstri þeirrar starfsemi sem þar yrði. Óskuðu bæjaryfirvöld samhliða eftir viðræðum við ríkið vegna málsins.$line$ $line$Í yfirlýsingu sem núverandi heilbrigðisráðherra birti 4. júní 2013 kom fram að á því rúma ári sem húsnæðið hefði staðið autt hefðu verið unnin skemmdarverk á byggingunum, rúður brotnar og krotað á veggi. Þar kom einnig fram að ráðast þyrfti í umtalsverðar breytingar og endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala óháð því hvaða starfsemi myndi verða þar. Ráðherra lýsti því einnig yfir að hann teldi æskilegt að viðræður við bæjaryfirvöld vegna málsins gætu hafist sem fyrst.$line$ $line$Á fundi bæjarráðs þann 18. júli 2013 var lagt fram svar heilbrigðisráðherra við fyrrnefndu erindi bæjarins. Í erindinu var tillögu bæjarins hafnað. Á grundvelli þeirra viðbragða ráðherra samþykkti bæjarráð að senda ráðherra annað erindi þar sem kallað væri eftir fyrirætlunum ríkisins varðandi fasteignir St. Jósepsspítala, hvort til stæði að nýta þær undir starfsemi á sviði heilbrigðismála, aðra starfsemi á vegum ríkisins eða setja þær í söluferli. Því erindi sem sent var um miðjan júlí 2013 hefur enn ekki verið svarað.$line$ $line$Fyrirspurnum bæjaryfirvalda til Fasteigna ríkisins, m.a. í tengslum við mögulega nýtingu húsnæðisins undir aðstöðu fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki hefur ekki verið svarað formlega.$line$

      Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir kynnti fyrirliggjandi tillögu. $line$Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Geir Jónsson, síðan Rósa Guðbjartsdóttir og bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Ábendingagátt