Bæjarstjórn

19. mars 2014 kl. 15:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1721

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður

Áður en gengið var til dagskrár voru haldnir 2 kynningarfundir annars vegar um Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði og hins vegar endurfjármögnun lána.

Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Eyjólfi Þór Sæmu

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Áður en gengið var til dagskrár voru haldnir 2 kynningarfundir annars vegar um Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði og hins vegar endurfjármögnun lána.

Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Eyjólfi Þór Sæmu

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 26.02.14 og 05.03.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401769 – Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði.

      1. liður úr fundargerð FJÖH frá 12.mars sl.$line$Runólfur Ágústsson ráðgjafi og Sveina María Másdóttir mættu til fundarins og kynntu skýrslu um verkefnið “Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði”$line$ $line$Verkefnið “Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði” hefur það að markmiði að bæta þjónustu við notendur Fjölskylduþjónustu, skapa þeim raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað og stuðla að betri nýtingu á því fjármagni sem varið er til fjárhagsstuðnings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. $line$$line$Tillögurnar skiptast í eftirfarandi þætti:$line$$line$1) Tillögur um breytingar á skipulagi Fjölskylduþjónustu.$line$2) Tillögur um vinnu- og virkniúrræði.$line$3) Tillögur um breytingar á greiðslum til þeirra sem hafna þátttöku í vinnu eða virkni. $line$$line$Tillögunum fylgir framkvæmdaáætlun með tímasetningu einstakra þátta og markmiðssetningu um árangur, fjárhagsáætlun og skipulagsskjöl um eftirfarandi þætti:$line$$line$4) Tillögur til breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ.$line$5) Tillögur að verkferlum fyrir Fjölskylduþjónustu varðandi fjárhagsaðstoð.$line$6) Tillaga um árangurs- og gæðamat á verkefninu.$line$$line$Fjölskylduráð samþykkir þessar tillögur fyrir sitt leyti og vísar til samþykktar í bæjarstjórn. 1., 2., 3., 5., 8. og 11.gr. reglna Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar taka breytingum samkvæmt þeim tillögum sem fram koma í meðfylgjandi skýrslu um verkefnið og öðlast gildi við samþykkt bæjarstjórnar. Reglurnar taka gildi þann 3. apríl n.k. þegar verkefnið “Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði” fer í gang.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka jákvætt í þessar tillögur og að þeim verði vísað til samþykktar í bæjarstjórn.$line$

      Varaforseti Kristinn Andersen tók við stjórn fundarins.$line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls, þá Geir Jónsson, síðan Gunnar Axel Axelsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum tillögur 1-6 eins og þær liggja fyrir í skýrslunni “Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði.”$line$$line$Gunnar Axel Axelsson koma að eftirfarandi bókun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:$line$”Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur Fjölskylduráði frekari úrvinnslu þess. Beinir bæjarstjórn því til ráðsins að tryggja kynningu verkefnisins fyrir velferðarráðuneytinu.”$line$$line$Geir Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að leitað verði nýrra leiða til að virkja fólk til vinnu og endurhæfingar eins og kostur er, enda í samræmi við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft um langan tíma. Mikilvægt er að unnið verði að verkefninu í samræmi við lög og rétt einstaklinganna sem það snertir.”$line$Geir Jónsson$line$Valdimar Svavarsson $line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Kristinn Andersen$line$Ólafur Ingi Tómasson$line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      6.liður úr fundargerð BÆJH frá 13.mars sl.$line$Lagður fram viðauki II við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2014.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka II við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar 2014.”$line$

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdótir tók til máls, þá Valdimar Svavarsson sem lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er sammála um að forgangsatriði næstu ára er lækkun skulda sveitarfélagsins. Framundan er endurfjámögnun lána sveitarfélagsins sem byggir á því að áætlanir um rekstur og afkomu sveitarfélagsins standist til að standa undir krefjandi endurgreiðslubyrði lána. Þó svo að ekki sé krafa um það frá hendi lánastofnanna að greiðslur vegna sölu lóða fari til niðurgreiðslu lána þá eru bæjarfulltrúar sammála um eftirfarandi viðmið um ráðstöfun tekna vegna sölu lóða:$line$ $line$ 90% af andvirði sölu atvinnulóða verði varið til niðurgreiðslu langtímaskulda.$line$ $line$ 50% af andvirði sölu íbúðalóða verið varið til niðurgreiðslu langtímaskulda.”$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu að viðauka II með 6 atkvæðum gegn 5.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum að vísa tillögu þeirri sem Valdimar Svavarsson kynnti til bæjarráðs.

    • 1403012 – Endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á lífeyri 2014

      11.liður úr fundargerð BÆJH frá 13.mars sl.$line$Lagt fram erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) dags. 30. desember 2013 varðandi endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri lífeyrisþega í fyrrum Eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar. $line$Stjórn sjóðisins samþykkti á fundi þann 18. desember að hlutfallið skyldi vera óbreytt.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddan lífeyrir Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar árið 2014 verði 66%.”$line$

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1310317 – Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi

      2.liður úr fundargerð SBH frá 11.mars sl.$line$ Tekin fyrir að nýju tillaga VA-arkitekta dags. 25.11.2013 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Selhraun Norður. Mörk norðurhluta svæðisins eru færð til austurs og ný lóð stofnuð. Stefna og almennir skilmálar fyrir Selhraun Norður gilda fyrir sækkun svæðisins. Kynningarfundur var haldinn 18.11.13. Skipulagstillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust. Frestað á síðasta fundi.$line$ $line$ Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar, sem verði tekin á dagskrá þegar staðfesting aðalskipulags hefur verið birt í b-deild Stjórnartíðinda:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu deiliskipulags fyrir Selhraun norður dags. 25.11.2013 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði til að þessum dagskrárlið yrði frestað, Kristinn Andersen kom að andsvari, Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andisvari.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum að fresta afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      4. liður úr fundargerð SBH frá 11.mars sl.$line$Stefán Veturliðason VSB kynnti grófhönnun brautarinnar.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning deiliskipulags fyrir brautina. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir Ásvallabraut milli Skarðshlíðar og Áslands 3.$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls, þá Ólafur Ingi Tómasson, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari og tók varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, síðan tók Margrét Gauja Magnúsdóttir við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls,síðan Geir Jónsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1402287 – Herjólfsgata 30 - 34, deiliskipulag

      8.liður úr fundargerð SBH frá 11.mars sl.$line$Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt Hornsteinum ehf f.h. Laxamýri ehf leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum fyrir lóðirnar Herjólfsgötu 30 – 34 skv. meðfylgjandi gögnum dags. 03.03.14.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$ $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulagstillaga fyrir lóðirnar Herjólfsgötu 30-34 dags. 03.03. 14 verði auglýst skv. 41. gr. skipulagsslaga 123/2010.” $line$Jafnframt vísar skipulags- og byggingarráð tillögunni til afgreiðslu skipulagsyfirvalda og bæjarstjórnar Garðabæjar, þar sem lóðirnar eru hluti af deiliskipulagi fyrir Hleinar-Langeyrarmalir sem er sameiginlegt deiliskipulag Hafnarfjarðar og Garðabæjar.$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag.

      9.liður úr fundargerð SBH frá 11.mars sl.$line$Skipulags- og byggingarsvið kynnti tillögu að deiliskipulagi. Fulltrúi Byggðasafns Hafnarfjarðar kynnti husaskráningu fyrir svæðið. Kynningarfundur var haldinn 22.10.2013 og farið var yfir innkomnar ábendingar við vinnslu tillögunnar.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagið með áorðnum breytingum verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi Suðurbæjar dags. 05.03.14 verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1403203 – Kjaradeila ríkisins og félags framhaldsskólakennara, tillaga

      Forseti kynnti eftirfarandi tillögu:$line$$line$”Í ljósi aðstæðna og óvissu um framhald kjaradeilu ríkisins og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum beinir bæjarstjórn því til Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að sett verði á fót verkefnastjórn sem fái það hlutverkað meta þörf fyrir og hrinda í framkvæmd viðeigandi úrræðum til stuðning þess hóps sem hætta er á að flosni upp úr námi eða verði fyrir öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum verkfalls ef það dregst á langinn.”

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls, Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen tók þá til máls, Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni,einnig kom Margrét Gauja Magnúsdóttir að andsvari og tók Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Margrét Gauja Magnúsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1403130 – ESB-viðræður, áskorun

      1.liður úr fundargerð BÆJH frá 13.mars sl.$line$Lögð fram eftirfarandi tillaga um áskorun bæjarstjórnar til Alþingis um að tryggja aðkomu þjóðarinnar um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu.$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Í samræmi við gefin fyrirheit verði dregin til baka tillaga um að viðræðum verði slitið og ákvörðun um framhald þeirra sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig getur ríkisstjórnin lagt sitt af mörkum til þess að skapa sátt í samfélaginu, unnið gegn sundurlyndi og tortryggni um leið og dregið er úr pólitískri óvissu í íslensku þjóðlífi. Sömuleiðis tekur bæjarstjórn undir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar sl. þar sem stjórnin hvetur til þess að Alþingi tryggi sveitarfélögunum í landinu ráðrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna málsins”.$line$$line$Greinargerð:$line$$line$Eins og fram kemur í greinargerð sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga um áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenska sveitarstjórnarstigið er ljóst er að áhrif aðildar á íslensk sveitarfélög yrðu umtalsverð. Þó er ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um heildarávinning sveitarfélaga fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Þá hafa íslensk sveitarfélög, meðal annars Hafnarfjarðarbær, verið í forystu um aukið lýðræði og beina þátttöku kjósenda í stórum og mikilvægum ákvörðunum sem varða samfélagið í heild og hagsmuni þess. Þannig tryggði bæjarstjórn Hafnarfjarðar á sínum tíma íbúum bæjarins beint og milliliðalaust lýðræði með því að setja inn í samþykktir bæjarins heimild til að setja þýðingarmikil mál í dóm kjósenda. Að baki þeim breytingum lá það grundvallarsjónarmið að undirstaða trausts sambands almennings og stjórnmála væri gagnkvæmni, að forsenda trausts almennings til stjórnmálanna sé að stjórnmálin treysti fólkinu. Telur bæjarstjórn að hér sé um svo stórt hagsmunamál að ræða að eðlilegt sé að þjóðin fái aðkomu að ákvörðun um framhald þess.$line$$line$$line$ $line$Bæjarráð vísar fyrirliggandi tillögu til bæjarstjórnar.$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls,þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Rósa Guðbjartsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:$line$$line$”Mikilvægt er að sem breiðust sátt verði um næstu skref í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillagan um að slíta aðildarviðræðum er hins vegar ekki verkefni sveitarstjórnarstigsins heldur viðfangsefni Alþingis og ríkisstjórnar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á og treysta því að kjörnir fulltrúar á þeim vettvangi leiði málið til lykta svo sátt megi nást um.”$line$Valdimar Svavarsson$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Kristinn Andersen $line$Geir Jónsson$line$Helga Ingólfsdóttir$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum en 5 sitja hjá.

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 13.mars sl.$line$Gerð grein fyrir endurfjármögnun lána bæjarsjóðs.$line$Fulltrúar HF verðbréfa, ráðgjafar bæjarins við endurfjármögnunina, mættu til fundarins.$line$ $line$Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tilboði Íslandsbanka um endurfjármögnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.$line$

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, síðan Rósa Guðbjartsdóttir og lagði fram svohljóðandi tillögu um að vísa málinu til bæjarráðs:$line$$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að þessum dagskrárlið Endurfjármöngun lána, verði vísað aftur í bæjarráð. Mikilvægt er að 13 ma endurfjármögnun fái eins vandaða og faglega umfjöllun kjörinna fulltrúa og hægt er áður en til afgreiðslu kemur. Óskað er eftir því að í millitíðinni verði lagðar fram mismunandi næmnigreiningar og sviðsmyndir, yfirlit yfir greiðsluflæði miðað við fyrirhugaða lánsfjárhæð, gjaldeyrisgreiningu og tilboð frá öðrum lánastofnunum.”$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Rósu Gjuðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd.$line$Lúðvík Geirsson kom einnig að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Lúðvík Geirsson kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Lúðvík Geirsson kom að stuttri athugasemd, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd.$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd.$line$$line$Kristinn Andersen tók þá til máls, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Kristinn Andersen svaraði andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Kristinn Andsersen svaraði andsvari öðru sinni.$line$Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Kristins Andersen, Kristinn Andersen svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók þessu næst til máls, Gunnar Axel Axelsson koma að andsvari.$line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir tók þessu næst til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari,$line$$line$Varaforseti Kristinn Andsesen tók við stjórn fundarins.$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Geir Jónsson tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Geir Jónsson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Valdimar Svavarson tók þessu næst til máls.$line$$line$Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd, Gunnar Axel Axelssn kom einnig að suttri athugasemd. Geir Jónsson kom einnig að andsvari.$line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls og lagði fram eftirfarandi viðaukatillögu: $line$”Jafnframt er bæjarráði falið að vinna að frekari útfærslu endurfjármögnunarinnar.”$line$ $line$Valdimar Svavarsson kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom einnig að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Geir Jónsson kom einnig að andsvari.$line$$line$Gert var fundarhlé. $line$$line$Fundi var framhaldið kl. 20:50.$line$$line$Bæjarstjóri tók þá til máls og lagði til að fundi yrði frestað til föstudagsins 21. mars nk, klukkan 16:30$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að fresta fundi með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Þegar fundi var fram haldið tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls, þá Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvar, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson bar síðan af sér ámæli, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Kristinn Andersen tók síðan til máls, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Kristinn Andersen svaraði andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Kristinn svaraði andsvari öðru sinni, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri atugasemd, Kristinn Andersen kom einnig að stuttri athugasemd.$line$$line$Þá tók Ólafur Ingi Tómasson til máls, síðan Sigríður Björk Jónsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Sigríður Bjarkar Jónsdóttur, Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd,Sigríður Björk Jónsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd.$line$$line$Geir Jónsson tók þessu næst til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Geir Jónsson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd, Geir Jónsson kom einnig að stuttri athugasemd. Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Geirs Jónssonar, Geir Jónsson svaraði andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Guðfinna Guðmundsdóttir tók þá til máls, síðan Valdimar Svavarsson, bæjarsjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Valdimars Svavarssonar, Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. $line$$line$Lúðvík Geirsson tók þessu næst til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, jafnframt dró hún til baka tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrr á fundinum um að vísa dagskrárliðnum aftur til bæjarráðs, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd, Lúðvík Geirsson kom einnig að stuttri athugasemd.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé og var síðan gengið til afgreiðslu. Óskað var eftir nafnakalli.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir situr hjá$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segir já$line$Gunnar Axel Axelsson segir já$line$Kristinn Andersen situr hjá$line$Geir Jónsson situr hjá$line$Sigríður Björk Jónsdóttir segir já$line$Lúðvík Geirsson segir já$line$Ólafur Ingi Tómason situr hjá$line$Guðfinna Guðmundsdóttir segir já$line$Valdimar Svavarsson situr hjá$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir segir já $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir þannig með 6 atkvæðum að taka lán hjá Íslandsbanka hf. fyrir Hafnarfjarðarhöfn allt að 1 milljarður króna til allt að 20 ára sbr. tilboð bankans dagsett 10.mars 2014. Tilgangur lánsins er endurfjármögnun erlends láns við FMS. $line$$line$Jafnframt er bæjarstjóra, Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt.121066-4919 ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Íslandsbanka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir þannig með 6 atkvæðum að taka lán hjá Íslandsbanka hf. allt að 12,1 milljarð króna til allt að 30 ára sbr. tilboð bankans dagsett 12.mars 2014. Tilgangur lánsins er endurfjármögnun erlends láns við FMS fjármögnun yfirdráttar og útistandandi skammtímaskulda. $line$$line$Jafnframt er bæjarstjóra, Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt.121066-4919 ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Íslandsbanka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.$line$$line$Eftirfarandi viðaukatillaga sem áður var kynnt tekin til afgreiðslu:$line$”Jafnframt er bæjarráði falið að vinna að frekari útfærslu endurfjármögnunarinnar.”$line$ $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi viðaukatillögu með 11 atkvæðum.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Í þeim samningum sem gerðir voru við erlenda lánadrottna í árslok 2011 tókst með tímabundinni lánafyrirgreiðslu að skapa nauðsynlegar forsendur og dýrmætt svigrúm til að leggja drög að hagstæðari langtímafjármögnun sveitarfélagsins innanlands. Tíminn hefur verið vel nýttur og markvisst hefur verið unnið að því að styrkja rekstrarforsendur sveitarfélagsins samhliða því sem undirbúningur að endurfjármögnun hefur farið fram.$line$ $line$Árangur hagræðingaraðgerða auk hagstæðari skilyrða í ytra umhverfi hafa orðið til þess að Hafnarfjörður getur nú endurfjármagnað erlendar skuldir að fullu á innlendum markaði og er lánsloforð Íslandsbanka mikilvægur áfangi í því ferli. Möguleiki er að nýta til þess ólíka fjármögnunarkosti sem taka mið af kjörum og aðstæðum á hverjum tíma, meðal annars skuldabréfaútboð og fyrirgreiðslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Með þessu er staðfestur sá árangur sem náðst hefur á síðustu árum, greiðslubyrði lána mun lækka og svigrúm til nýrra og breyttra tækifæra eykst verulega.$line$Þessi árangur er sömuleiðis staðfestur í nýju lánshæfismati en umrætt tilboð og sú viðurkenning sem í því felst er ein af grundvallarforsendum þess að Hafnarfjarðarbær nú skráður í lánshæfisflokk i.BBB1 með stöðugum horfum, sem er sama flokkun og m.a. Arion Banki og Kópavogsbær hafa nýlega hlotið.$line$$line$Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í því að ljúka endurjármögnun bæjarins, mikilvægt er að ganga frá þessum áfanga hið fyrsta svo bæjarstjórnin öll geti komið saman að lokafrágangi málsins á næstu vikum. $line$Eins og fram kemur í tilboðinu er Hafnarfjarðarbær ekki skuldbundinn til að nýta lánsloforð Íslandsbanka til fulls heldur getur fjármögnun bæjarins orðið með fjölbreyttari hætti, t.d. með þátttöku Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) og með sölu skuldabréfa til lífeyrissjóða. Afgreiðsla tilboðsins er því fyrst og fremst mikilvægur liður í þeirri vinnu sem nú stendur yfir og framundan er. Í framhaldi af samþykkt tilboðsins um aðkomu Íslandsbanka að endurfjármögnun langtímaskulda er bæjarráði falin endanleg útfærsla samnings þar um.”$line$Gunnar Axel Axelsson$line$Guðfinna Guðmundsdóttir$line$Sigríður Björk Jónsdóttir $line$Lúðvík Geirsson$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því tækifæri sem felst í þessu tilboði en sitja hjá við afgreiðsluna vegna takmarkaðrar aðkomu við undirbúning málsins og óvissu um framhald þess og útfærslu. Jafnframt lýsa þeir sig reiðubúna til að koma frekar að framhaldi málsins með beinum hætti. $line$ $line$Greinargerð:$line$Fyrirhuguð endurfjármögnun gengur út á að framlengja í lánum sem hlaðist hafa upp á undanförnum árum í valdatíð vinstri manna. Skuldir bæjarfélagsins standa í um 40 milljörðum króna eða 1,6 milljón króna á hvern íbúa og endurfjármögnun mun ekki breyta þeirri stöðu. Þar af er um 10 milljarða króna lán hjá slitastjórn Depfa en það hefur reynst bæjarfélaginu mjög kostnaðarsamt að semja við slitastjórnina með þeim hætti sem gert var í stað þess að leita leiða með lánadrottnum um að taka heildstætt á skuldavandanum til framtíðar. $line$Með fyrirliggjandi tilboði býður Íslandsbanki Hafnarfjarðarbæ að framlengja erlend lán með allt að 30 ára láni í verðtryggðum íslenskum krónum sem getur orðið til þess að minnka eða eyða gengisáhættu, en óvíst er um það meðan ekki liggur fyrir áætlun um endanlega fjármögnun og heimildir frá Seðlabanka til greiðslna til kröfuhafa erlendis. $line$Það er hins vegar til marks um batnandi stöðu á fjármálamörkuðum að Hafnarfjarðarbær skuli nú eiga kost á endurfjármögnun erlendra skulda sinna til að allt að 30 ára. Leiðir til ávöxtunar hérlendis eru ennþá takmarkaðar vegna gjaldeyrishafta og því hljóta bæjarfélög eins og Hafnarfjarðarbær að vera þar álitlegir kostir.$line$ $line$Það tilboð sem nú liggur fyrir um endurfjármögnun skulda bæjarins frá Íslandsbanka er um margt ágætt. Tilboðið minnkar óvissu um að geta fjármagnað lokagjalddaga um 10 milljarða króna láns frá FMS í lok ársins 2015 þó það eyði henni ekki sökum þess að enn er alls óvíst um stöðu krónunar á þeim tíma sem leyfi fæst til að greiða lánið upp, en óvíst er enn hvenær það mun liggja fyrir. Tilboðið býður jafnframt upp á þann sveigjanleika að geta leitað annarra fjármögnunarmöguleika samhliða. Það gefur tækifæri til betri kjara á fjármögnun bæjarins verði þau í boði. Vaxtakjör eru ásættanleg miðað við umfang endurfjármögnunarinnar og markaðsaðstæður þó svo að vaxtagreiðslur þyngist all nokkuð frá því sem nú er auk þess sem verðtrygging bætist við. Stífar kvaðir um að ná skuldahlutfalli verulega niður hafa áfram íþyngjandi áhrif á sveitarfélagið. $line$ $line$Í tilboðinu er einnig gert ráð fyrir því að skammtímaskuldir upp á 1500 milljónir séu endurfjármagnaðar. Þar er ekki um að ræða erlend lán heldur yfirdrátt og aðrar skammtímaskuldir sem eru dýrar fyrir bæjarfélagið. Að mati okkar sjálfstæðismanna er upplagt tækifæri fyrir bæinn að losna við þessar skammtímaskuldir með því að selja eignir og sýna meira aðhald í rekstri og fjárfestingum til skamms tíma í stað þess að endurfjármagna þær og lengja í þeim eins og hér er lagt upp með. Er það í fullkomnu samræmi við tillögur okkar sem lagðar voru fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014. Með því mætti lækka skuldir um liðlega 2 milljarða króna og spara jafnframt um 140 milljónir á ári í vexti og verðbætur. Tillögu í þá átt munu sjálfstæðismenn leggja fram síðar á þessum fundi. $line$ $line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fordæma hins vegar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda og við afgreiðslu þessa máls. Það er óásættanlegt að mál af þessari stærðargráðu fái ekki lengri efnislega umfjöllun en raun ber vitni. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins var algjörlega haldið utan við endurfjármögnunarferlið og allan undirbúning þess. Þeim var síðan kynnt munnlega niðurstaðan á fundi bæjarráðs 13. mars sl. og fengu engin gögn í hendur um málið, hvorki fyrir hann né á fundinum sjálfum. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar og var sá fundur 19. mars eða sex dögum síðar. Eftir ítrekaðar óskir í kjölfar bæjarráðsfundar um að fá afhent gögn var það ekki fyrr en farið var í hart að fyrstu gögn voru send bæjarfulltrúum. Af framvindu málsins má ráða að embættismenn, ráðgjafar, erlendir sem innlendir, fulltrúar í ráðuneytum og auglýsingagerðarfólk hafi allir fengið meiri upplýsingar og gögn í hendur á undan kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Á það skal bent að kjörnir fulltrúar eiga skýlausan rétt á því að fá afhent öll gögn er varða þau mál sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Einnig er mikill réttur þeirra til að fá málum frestað milli funda ef svo ber undir og engar málefnalegar ástæður hafa verið gegn því í þessu tilviki. Ítrekuðum óskum og tillögum um að fresta afgreiðslu þessa máls, til að bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vandlega, hefur hins vegar jafnan verið hafnað. Sú synjun og málsmeðferð öll ber með sér valdníðslu og yfirgang af hálfu meirihluta í garð minnihluta bæjarstjórnar og gengur þvert gegn fjálglegum yfirlýsingum um samráð þegar það hefur hentað. Sá gríðarlegi þrýstingur sem var á að keyra málið í gegn á fáeinum dögum er óskiljanlegur en kannski skýrist að hluta þegar í ljós kom að viðamikið og kostnaðarsamt kynningarferli var farið af stað um kosti væntanlegrar fjármögnunar og það áður en málið hafði verið afgreitt úr bæjarstjórn. $line$Vert er að minna á að kjörnir bæjarfulltrúar bera að lokum einir ábyrgð á fjármálum sveitarfélagsins ? þeir eru hin eina og sanna stjórn bæjarfélagsins og eiga að sitja þar allir við sama borð, hvar í flokki sem þeir standa.”$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Valdimar Svavarsson$line$Kristinn Andersen$line$Geir Jónsson$line$Ólafur Ingi Tómasson$line$

    Fundargerðir

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12.mars sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 3.mars sl.$line$b. Fundargerð stjórnar STRÆTÓ bs. frá 28.febr. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 13.mars sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 11.mars sl. og 19. mars sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 3.mars sl.$line$c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 30.des. sl.$line$d. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.mars sl.$line$e. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18.febr. sl.$line$f. Fundargerðir stjórnar STRÆTÓ bs. frá 31.jan., og 21.febr. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.mars sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 12.mars sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 3.mars sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 10.mars sl.$line$

      Enginn kvaddi stjórn.

Ábendingagátt