Bæjarstjórn

2. apríl 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1722

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
  • Hörður Þorsteinsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 05.03.14 og 12.03.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1310317 – Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi

      Tekinn fyrir að nýju 2.liður úr fundargerð SBH frá 11.mars sl. sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 19. mars sl.$line$ Tekin fyrir að nýju tillaga VA-arkitekta dags. 25.11.2013 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Selhraun Norður. Mörk norðurhluta svæðisins eru færð til austurs og ný lóð stofnuð. Stefna og almennir skilmálar fyrir Selhraun Norður gilda fyrir sækkun svæðisins. Kynningarfundur var haldinn 18.11.13. Skipulagstillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust. Frestað á síðasta fundi.$line$ $line$ Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar, sem verði tekin á dagskrá þegar staðfesting aðalskipulags hefur verið birt í b-deild Stjórnartíðinda:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu deiliskipulags fyrir Selhraun norður dags. 25.11.2013 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1403586 – Sýslumannsembættin

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum af fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í frumvarpi innanríkisráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi og gera ráð fyrir fækkun sýslumannsembætta. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að fella eigi niður sýslumannsembættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi og stofn þess í stað eitt embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.$line$Sýslumannsembættið í Kópavogi og Hafnarfirði er gjörólík sýslumannsembættinu í Reykjavík. Embættið í Kópavogi og Hafnarfirði fer með mun fleiri málaflokka og alla þjónustu sem þá varðar s.s. innheimtu opinberra gjalda, umboðsstörf fyrir Tryggingastofnun ríkisins og útgáfu ökuskírteina og vegabréfa. Í Reykjavík sinna þrjú embætti þessum málaflokkum sem öll eru staðsett í miðbæ Reykjavíkur.$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallar eftir samráði við sveitarfélögin höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga sem gera ráð fyrir fækkun sýslumannsembætta.

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Helga Ingólfsdóttir, síðan bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.$line$Þá tók Gunnar Axel Axelsson til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi ályktun með 11 atkvæðum.

    • 1403588 – Átak gegn heimilisofbeldi

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að beita sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi. Í því skyni verði óskað eftir samstarfi við sveitarfélög og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögregluskólann, grasrótar- og stuðningssamtök til að stuðla að auknu samstarfi, þekkingarmiðlun og bættu verklagi til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma. Sérstaklega verði horft til þess árangurs sem náðst hefur á Suðurnesjum og víða á Norðurlöndum með breyttu og bættu verklagi.

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Geir Jónsson, síðan Gunnar Axel Axelsson, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.$line$$line$Kristinn Andersen tók þessu næst til máls, síðan bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem lagði til svohljóðandi breytingartillögu: í stað orðanna “beita sér fyrir” komi “fela fjölskylduráði að undirbúa” átak gegn heimilisofbeldi.$line$Guðfinna Guðmundsdóttir tók þá til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu með þeirri breytingu sem bæjarstjóri lagði fram.

    • 1309562 – Flugvellir 1, lóðarumsókn

      15.liður úr fundargerð BÆJH frá 27.mars sl.$line$Tekin fyrir að nýju umsókn Icelandair ehf um lóðina Flugvellir 1.$line$Einnig lagt fram erindi Icelandair dags 26. mars 2014 þar sem óskað er eftir að lóðaumsókn þeirra frá 24. september 2013 verði skráð á nafn Iceigna ehf en allar fasteignir félagsins eru skráðar þar.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Iceeignum, dótturfélagi Icelandair, lóðinni Flugvöllum 1 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa. $line$$line$Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að ganga frá samningum við væntanlegan lóðarhafa í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar frá 2. október og 16. október sl.”$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggajndi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar,

      Kjörstjórn vegna alþingis- og sveitarstjórnarkosninga:$line$Kosning varamanns.$line$

      Fram kom tillaga um Helgu Sigmundsdóttur, kt. 210787-2249, Ölduslóð 14, 220 Hafnarfjörður.$line$$line$Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún rétt kjörin.

    Fundargerðir

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fræðsluráðs frá 24.mars sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26.mars sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 27.mars sl.$line$a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.mars sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.mars sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 26.mars sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17.mars sl.

      Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjarráðs frá 27. mars sl. 1.liðar Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur og 7. liðar Endurfjármögnun lána, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls vegna fundargerðar bæjarráðs frá 27. mars sl. 7. liðar Endurfjármögnun lána, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Hörður Þorsteinsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26. mars sl. 2. liðar Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði.$line$$line$

Ábendingagátt