Bæjarstjórn

28. maí 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1726

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
  • Hörður Þorsteinsson varamaður
  • Ragnheiður Ólafsdóttir varamaður

Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjóndóttir ritari bæjarráðs

Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 07.05.14, 14.05.14 og 21.05.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.
      Lagt fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1310316 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2014

      2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 20.maí sl.
      Lögð fram tillaga að viðauka I við fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2014.
      Hafnarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun hafnarinnar 2014, samanber bókun liðar 1 í fundargerð.

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi viðauka I við fjárhagsáætlun hafnarinnar 2014 með 6 atkvæðum, 5 bæjarfulltrúar sátu hjá.

    • 1311187 – Strandgata 28, deiliskipulag Miðbæjar

      5. liður úr fundargerð SBH frá 23.maí sl.
      Tekin fyrir að nýju endurskoðuð tillaga KRARK arkitekta að deiliskipulagi lóðanna þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar skipulags- og byggingarráðs. áður lögð fram viljayfirlýsing lóðarhafa og húsfélags Fjarðar um framkvæmd skipulagsins. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Framlengdum athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 31.03.14. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomum athugasemdum ásamt tillögu að svörum við þeim. Frestað á síðasta fundi.

      Skipulags – og byggingarráð samþykkir breytingu deiliskipulags og gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. Komið hefur verið til móts við athugasemdir varðandi útfærslu byggingar og að teknu tilliti til gildandi deiliskipulags frá árinu 2004. SBH leggur þá áherslu á að þegar teikningar komi til formlegrar meðferðar verði sérstaklega horft til atriða eins og samræmis og þess að skipta byggingunni upp í 3 mismunandi einingar frá Strandgötu. Jafnframt lögð áhersla á góða tengingu við verslunarmiðstöðina Fjörð.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytingu fyrir Strandgötu 26 – 30 og að málinu verði lokið samkvæmt 43. gr. laga nr. 123/2010.”

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls, einnig Rósa Guðbjartsdóttir.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag

      11.liður úr fundargerð SBH frá 23.maí sl.
      Skipulags- og byggingarsvið kynnir tillögu að deiliskipulagi. Fulltrúi Byggðasafns Hafnarfjarðar kynnti husaskráningu fyrir svæðið. Kynningarfundur var haldinn 22.10.2013 og farið var yfir innkomnar ábendingar við vinnslu tillögunnar. Deiliskipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarráð gerir svar skipulags- og byggingarsviðs við athugasemd sem barst að sínu. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu Suðurbær sunnan Hamars í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.
      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir Suðurbæ sunnan Hamars og að skipulaginu verði lokið í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.”

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

      18.liður úr fundargerð SBH frá 23.maí sl.
      Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Umsagnir til stjórna Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar hafa borist. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar 1. hluti. Erindið var sent til umsagnar Grindavíkurbæjar.

      Skipulags- og byggingarráð minnir á mikilvægi þess að verktakar séu meðvitaðir um staðsetningu fornleifa svo þær raskist ekki af vangá.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagskipulag fyrir Seltún í Krýsuvík dags. 16.12.2013 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1405412 – Húsverndunarsjóður

      Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga:
      “Settur verði á stofn Húsverndunarsjóður Hafnarfjaðar sem hafi það hlutverk að veita styrki til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Hafnarfirði sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss og í samræmi við sjónarmið minjavörslu.
      Markmið með stofnun sjóðsins er að styðja við almenn markmið um verndun þess verðmæta menningararfs sem felst í gömlumhúsum og mannvirkjum í bænum, og eru í góð samræmi við áherslu og markmið sem sett eru fram í nýsamþykktu aðalskiplagi fyrir Hafnarfjörð 2013-2025.
      Ráðstöfunarfé sjóðsins skal ákveða í fjárhagsáætlun ár hvert og skal því varið í samræmi
      við tilgang sjóðsins. Nánari tilhögun og úthlutunarreglur verið unnar í samvinnu Skipulags- og byggingarsviðs og Byggðasafns Hafnarfjarðra fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 og verði horft til sambærilegra sjóða varðandi verklagsreglur og faglega úthlutun.”

      Greinagerð:
      Í anda nýsamþykkts aðalskipulags fyrir Hafnarfjörð 2013-2025 er lagt til að stofnaður verði Húsverndunarsjóður Hafnarfjarðar. Sjóðnum er ætlað að styrkja við og hvetja almenning og framkvæmdaaðila í bænum til að vinna að verndun menningarminja í bænum, einkum byggingaraarfsins sem um leið getur haft jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnulífs, hvort sem um er að ræða menningartengda ferðaþjónustu eða þá vinnu sem felst í faglegri endurgerð gamalla húsa og handverki því tengdu. Mikilvægt er að stjórnun sjóðsins sé þverfagleg og samsett fulltrúum sem hafa þekkingu á skipulagsmálum, sögu og menningu svæðisins ásamt þekkingu á gömlu handverki og aðferðum við endurgerð ? og viðgerð gamalla húsa. Reynslan hefur sýnt að gamlir miðbæjir þar sem rækt er lögð við gömul hús og umhverfi þeirra geta haft afar jákvæð áhrif á uppbyggingu svæða m.a. fasteignaverð. Áhersla á húsverndun og menningararf geta því verið mikil lyftistöng fyrir Hafnarfjörð og styrkt bæði atvinnu- og menningarlíf á svæðinu.

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu: Í stað “Settur verður á stofn..” komi “Endurvakinn verði Húsverndunarsjóður Hafnarfjarðar frá árinu 2002 sem…”
      Jafnframt lagði hún til að tillögunni yrði vísað til nánari útfærslu í bæjarráði auk þess sem greinargerðin yrði uppfærð miðað við fyrirliggjandi breytingartillögu.

      Þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls og þá Sigríður Björk Jónsdóttir aftur.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa fyrirliggjandi tillögu ásamt breytingartillögu til bæjarráðs.

    • 0903127 – Bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Hrafnistu

      4.liður úr fundargerð SBH frá 23.maí sl.
      Lagt fram samkomulag um staðarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar ásamt skýringaruppdrætti í samræmi við fyrri samþykktir bæjarstjórna Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir Samkomulag um staðarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar ásamt skýringaruppdrætti og felur bæjarstjóra undirritun samningsins f.h. Hafnarfjarðar.”

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.maí sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.maí sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 22.maí sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 20.maí sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 19.maí sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12.maí sl.
      d. Fundargerð stjórnar STRÆTÓ bs. frá 2.maí sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 21.maí sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12.maí sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 19.maí sl.

      Geir Jónsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 21. maí sl. 4. liðar Hjúkrunarheimili Skarðshlíð. Jafnframt þakkaði hann bæjarfulltrúum samstarfið á kjörtímabilinu.

      Sigríðu Björk Jónsdóttir tók einnig til máls og þakkaði samstarfið.

      Hörður Þorsteinsson kvaddi sér hljóð vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21. maí sl. 10. liðar Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði. Einnig vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 21.maí sl. 6. liðar Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Hörður þakkaði jafnframt samstarfið.

      Valdimar Svavarsson tók þessu næst til máls, þakkaði samstarfið á kjörtímabilinu og óskaði nýrri bæjarstjórn velfarnaðar í störfum. Jafnframt þakkaði hann bæjarstjórum, forsetum og starfsmönnum bæjarins samstarfið.

      Bæjarstóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir tóku einnig til máls og tóku undir þær þakkir sem fram hafa komið.

      Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tók einnig undir framkomnar þakkir og þakkaði sérstaklega þeim bæjarfulltrúum sem ekki hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn.

Ábendingagátt