Bæjarstjórn

3. september 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1729

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.
Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Áður en gengið var til dagskrá óskað bæjarstjóri Haraldur Líndal Haraldsson eftir að ávarpa fundinn.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Rósa Gu

Ritari

  • Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.
Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Áður en gengið var til dagskrá óskað bæjarstjóri Haraldur Líndal Haraldsson eftir að ávarpa fundinn.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Rósa Gu

  1. Almenn erindi

    • 1311213 – Gjaldskrár 2014

      3.liður úr fundargerð BÆJH frá 28.ágúst sl.$line$Farið yfir forsendur gildandi gjaldskrá leikskólagjalda. $line$Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu gerði grein fyrir breytingum á tekjuviððmiði vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda.$line$ Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytt tekjuviðmið viðbótarafsláttar í gjaldskrá leikskóla.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Fulltrúar Samfylkingar og VG ítreka tillögu sína sem lögð var fram í fjölskylduráði þann 25. júní sl.og fræðsluráði þann 27. júní um að settur verði á stofn þverpólitískur starfshópur fjölskyldu- og fræðsluráðs sem fái það verkefni að endurskoða greiðslufyrirkomulag og greiðsluþátttöku vegna gjalda hjá dagforeldrum, í leikskólum, Tónlistarskóla, frístundaheimilum ogvegna máltíða í grunnskólum. $line$Hópnum verði falið að móta tillögur sem miða að því að lækka heildarþjónustugjöld að teknu tilliti til heimilistekna og setja skilgreint hámarksþak á þjónustugjöld hverrar barnafjölskyldu.$line$$line$Starfshópurinn fái jafnframt það hlutverk að móta tillögur sem miða að því að tryggja jafnan aðgang barna að íþrótta- og tómstundastarfi t.d. með auknum sveigjanleikja í nýtingu niðurgreiðslna þátttökugjalda og/eða útgáfu frístundakorts í stað núverandi fyrirkomulags á niðurgreiðslum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna.”$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, þá tók Guðlaug Kristjánsdóttir til mál og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson koma að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1408323 – Fluguskeið 6, skil á lóð

      10.liður úr fundargerð BÆJH frá 28.ágúst sl.$line$Lagt fram erindi Geirs Magnússonar og Kristins Þórs Geirssonar dags. 23. júlí 2014 þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Fluguskeið 6.$line$Álagt lóðaverð er kr. 3.621.120$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir afsal lóðarinnar Fluguskeið 6. Um endurgreiðslu lóðarverðs gilda ákvæði 9. greinar laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006 en ekki 3. töluliður bráðbirgðaákvæðis sömu laga.”$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögur 11 atkvæðum.

    • 1401851 – Selvogsgata 3, lóðarstækkun

      12.liður úr fundargerð BÆJH frá 28.ágúst sl.$line$Kjartan Freyr Ásmundsson sækir um lóðarstækkun skv. framlögðu lóðarblaði. Stækkunin er 75,4 m2$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið á afgreiðslufundi þann 2.4.2014 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðarstækkun við ofangreinda lóð sem nemur 75,4 m2.”$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 27.ágúst sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 25.ágúst sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 27.ágúst sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 28.ágúst sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 26.ágúst sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.ágúst sl.$line$c. Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 22.ágúst sl.$line$d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 22.ágúst sl.$line$e. Fundargerð stjórnar SSH frá 11.ágúst sl.

      Enginn kvaddi sér hljóðs.

Ábendingagátt