Bæjarstjórn

18. febrúar 2015 kl. 14:30

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1740

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1412146 – HS Veitur, hluthafafundur 2014/2015

      5. liður úr fundargerð BÆJH frá 12.febr.sl.$line$Lögð fram tillaga frá hluthafafundi HS Veitna 19. janúar sl. þess efnis að félagið kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum ef hagkvæm fjármögnun fæst.$line$ $line$Bæjarráð vísar eftirarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu hluthafafundar HS Veitna um að kaupa eigin hlutbréf af hluthöfum í samræmi samþykkt hluthafafundar 19. janúar 2015.”$line$

      Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi viðbótartillögu:$line$”Bæjarstjórn samþykkir að upphæðin, eða um 300 milljónir króna, verði notuð til að greiða niður höfuðstól langtímalána hjá sveitarfélaginu.$line$$line$Fjármálastjóra og bæjarstjóra verði falið að skoða hvernig þessi fjárhæð nýtist best með tilliti til vaxtakostnaðar og uppgreiðslugjalda sem eru mismunandi á lánaskuldbindingum sveitarfélagsins og gera tillögu til bæjarráðs um ráðstöfum fjárhæðarinnar.”$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók síðan til máls, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók þessu næst til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Adda María Jóhannsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur.$line$$line$Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með framkominni viðbótartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 15011082 – Öldugata 18, lóðarstækkun, umsókn

      22.liður úr fundargerð BÆJH frá 12.febr. sl.$line$Lögð fram umsókn Rakelar Hermannsdóttur og Hlyns Örvars Einarssonar dags. 25.1.2015 um stækkun við lóð þeirra að Öldugötu 18 í samræmi við gildandi deiliskipulag.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir umbeðna lóðarstækkun við Öldugötu 18 í samræmi við fyirliggjandi gögn og nánari skilmáls skipulags- og byggingarfulltrúa.”$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1502097 – Sérstakar húsaleigubætur 2015

      2.liður úr fundargerð FJÖH frá 13.febr. sl.$line$Til fundarins mættu Atli Þórsson rekstrarstjóri og Guðríður Guðmundsdóttir lögmaður.$line$ $line$Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar dregur til baka að sinni ákvörðun um breytingu á sérstökum húsaleigubótum sem samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 þann 9. desember síðastliðinn.”$line$$line$Fjölskylduráð samþykkir að taka til ítarlegrar endurskoðunar fyrirkomulag á sérstökum húsaleigubótum. $line$Farið verður yfir reglur og fjárhæðir sem um sérstakar húsaleigubætur gilda og hvort tveggja skoðað aftur í tímann, meðal annars hvað það varðar til hverra rétturinn til þessa fjárstuðnings tekur. Við skoðunina verður horft til samanburðar á umgjörð sérstakra húsaleigubóta milli sveitarfélaga, þar sem kjör í Hafnarfirði eru borin saman við sambærileg sveitarfélög.$line$Miða skal við að niðurstaða liggi fyrir þegar rekstrarúttekt á sveitarfélaginu verður kynnt eða eigi síðar en í lok apríl 2015.$line$

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við fyrirliggjandi tillögu:$line$”Bæjarstjórnar áréttar að reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur sem bæjarstjórn staðfesti þann 22. janúar 2014 skuli vera óbreyttar”$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. $line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svarað andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók síðan til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdótir kom að andsvari.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þessu næst til máls öðru sinni, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Gunnars Axels Axelssonar og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir tók þá til máls, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan. $line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þessu næst tl máls.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé og að því loknu var gengið til atkvæðagreiðslur um fyrirliggjandi tillögur.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa sem og Kristinn Andersen, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Gunnar Axel Axelsson. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi breytingartillögu þá sem Gunnar Axel Axelsson lagði fram með 7 atkvæðum gegn 4.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu fjölskylduráð með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson gerði einnig grein fyrir atkvæði sínum og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Upprunalega tillagan sem hér er lögð fram er ekki til þess fallin að skýra þann rétt sem íbúar eiga til sérstakra húsaleigubóta, enda gerir hún ráð fyrir að dregin sé til baka ákvörðun sem erfitt er að sýna fram á að bæjarstjórn hafi í reynd tekið.$line$$line$Um áramót var framkvæmd sérstakra húsaleigubóta breytt hjá Hafnarfjarðarbæ án þess að fyrir lægi skýr samþykkt bæjarstjórnar um breytingar á gildandi reglum þar um. Engin tillaga um breytingar á reglunum hefur heldur verið lögð fram, hvorki í fjölskylduráði né bæjarstjórn. Þær reglur sem fjölskylduráð samþykkti 19. desember 2013 og staðfestar voru af bæjarstjórn 22. janúar 2014 eru því að mati fulltrúa Samfylkingar og VG enn í fullu gildi og eðlilegt að bæjarstjórn árétti að framkvæmdin skuli taka mið af þeim og þeim einstaklingum sem urðu fyrir skerðingu um síðustu mánaðarmót verði endurgreitt í samræmi við þær reglur.”$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir kom að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:$line$”Með tillögu fjölskylduráðs sem hér hefur verið samþykkt er felld úr gildi ákvörðun um breytingu á viðmiðunarfjárhæð sérstakra húsaleigubóta sem tók gildi 1. Janúar 2015$line$Málið verður unnið áfram í sátt við hlutaðeigendur í samræmi við bókun fjölskylduráðs sem samþykkt af fulltrúum allra flokka í ráðinu.”$line$

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir bæjarráðs frá 5.og 12.febr. sl.$line$a.Fundargerðir hafnarstjórnar frá 2.og 4.febr.sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 2.febr. sl.$line$c. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 29.jan. og 4.febr. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.febr. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.febr. sl.$line$a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2.febr. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 9.febr. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.febr. sl.$line$a.Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 6.febr. sl.$line$b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 16. og 23.jan. sl.$line$c. Fundargerð orkusveitarfélaga frá 12.jan. sl.

      Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9.2., Framtíðarsýn fræðsluráðs um inntökualdur barna á leikskóla.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjarráðs frá 12.2. fyrirspurnir sem fram koma í 15., 16., 17. og 18. liðum sem og 20. liðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar.$line$$line$Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjarráðs frá 12.2. 20. liðar, Markaðsstofa Hafnarfjarðar.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs vegna 2. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9.2., Áslandsskóli húsnæðis- og lóðamál.$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók sömuleiðis til máls vegna þessa máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svaraði andsvari, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna 28.liðar fundargerðar bæjarráðs 12.2., fundargerð hafnarstjórnar frá 2.2.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók einnig til máls vegna sama máls.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerð fjölskylduráðs frá 13.2., Aldraðir, málefni og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan og tók Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls að nýju vegna áðurnefndar fundargerðar hafnarstjórnar.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Fulltrúar Samfylkingar og VG gagnrýna vinnubrögð meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í málefnum Áslandsskóla. Við hörmum að ekki hafi verið haft samráð við skólasamfélagið í aðdraganda þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á húsnæðismálum skólans eins og grunnskólalög kveða þó skýrt á um. Við ítrekum einnig fyrri bókanir okkar varðandi eignarhald á skólahúsnæðinu og mikilvægi þess að finna lausnir fyrir skólann til framtíðar.$line$$line$Þá gagnrýna fulltrúar Samfylkingar og VG harðlega þá aðför sem fram kemur í fréttatilkynningu á vef bæjarins og beinist gegn fyrri meirihluta og fyrrverandi formanni fræðsluráðs. Það hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt að heimasíðu bæjarins sé beitt með slíkum hætti á pólitískum vettvangi.”$line$

Ábendingagátt