Bæjarstjórn

18. mars 2015 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1742

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ófeigi Friðrikssyni en í hans stað mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjónaði honum.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ófeigi Friðrikssyni en í hans stað mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjónaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 10023387 – Verndarsvæði, drög að samningum

      2. liður úr fundargerð UMFRAH frá 11.mars sl.$line$Lögð fram drög að samningum um umsjón og rekstur friðlýstra svæða í Hafnarfirði milli Hafnarfjarðarbæjar og Umhverfisstofnunnar.$line$$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir samningana fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.$line$

      Helga Ingólfsdóttir tók til máls, þá Eyrún Ósk Jónsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi samning við Umhverfisstofnun með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      2.liður úr fundargerð BÆJH frá 12.mars sl.$line$Lagður fram samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar og Embætti landlæknis um þróunarverkefnið “Heilsueflandi samfélag” sem undirritað var 4.3. 2015 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.$line$Einnig lagðar fram fundargerðir starfshópsins nóvember 2014 til febrúar 2015.$line$ $line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um þróunarverkefnið “Heilsueflandi samfélag”.$line$

      Rósa Guðbjartsdótir tók til máls, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan til máls og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen þá við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þessu næst til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem Gunnar Axel Axelsson svaraði.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

      5.liður úr fundargerð BÆJH frá 12.mars sl.$line$$line$Tekin fyrir afgreiðsla fjölskylduráðs frá 27. ferúar sl. þess efnis að hækkun á gjaldskrá Strætó bs. taki ekki til ferðaþjónustu fatlaðs fólks.$line$ $line$Bæjaráð vísar afgreiðslu fjölskylduráðs til bæjarstjórnar.$line$$line$Afgreiðsla fjölskylduráðs var eftirfarandi:$line$Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að hækkun gjaldskrár Strætó bs. taki ekki til akstursþjónustu fatlaðs fólks og gjaldið verði áfram miðað við almennt fargjald Strætó eins og það var þann dag sem nýjar reglur um akstursþjónustu fatlaðra voru samþykktar í bæjarstjórn þ. 4. feb. sl.$line$Vísað til bæjarráðs.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti fyrirliggjandi afgreiðslu fjölskylduráðs með 9 samhljóða atkvæðum.

    • 1502087 – Hafnarborg, gjaldskrá

      2. liður úr fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 5.febr. sl.$line$Samþykkt breyting á gjaldskrá sem miðar að því að gjaldskrá fylgi almennt breytingum á gjaldskrá sveitarfélagsins en gjald vegna tónleikahalds hækki ekki og taki mið af seldum miðum. Breytingu vísað til bæjarstjórnar.

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og síðan bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi gjaldskrá með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1403130 – ESB-viðræður, áskorun

      Tillaga að ályktun:$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Í samræmi við gefin fyrirheit verði framhald aðildarviðræðna sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar einnig stuðning sinn við samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2014 þar sem stjórnin hvetur til þess að Alþingi tryggi sveitarfélögunum í landinu svigrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en til breytinga á stöðu aðildarviðræðna kemur. $line$$line$Greinargerð:$line$$line$Eins og fram kemur í greinargerð sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga um áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenska sveitarstjórnarstigið er ljóst að áhrif aðildar á íslensk sveitarfélög yrðu umtalsverð. Þó er ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um heildarávinning sveitarfélaga fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Þá hafa íslensk sveitarfélög, meðal annars Hafnarfjarðarbær, verið í forystu um aukið lýðræði og beina þátttöku kjósenda í stórum og mikilvægum ákvörðunum sem varða samfélagið í heild og hagsmuni þess. Þannig tryggði bæjarstjórn Hafnarfjarðar á sínum tíma íbúum bæjarins beint og milliliðalaust lýðræði með því að setja inn í samþykktir bæjarins heimild til að leggja þýðingarmikil mál í dóm kjósenda. Að baki þeim breytingum lá það grundvallarsjónarmið að undirstaða trausts sambands almennings og stjórnmála væri gagnkvæmni, að forsenda trausts almennings til stjórnmálanna sé að stjórnmálin treysti fólkinu. Telur bæjarstjórn að hér sé um svo stórt hagsmunamál að ræða að eðlilegt sé að þjóðin fái aðkomu að ákvörðun um framhald þess.$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Eyrún Ósk Jónsdóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi ályktun með 6 samhljóð atkvæðum en 5 bæjarfulltrúar sátu hjá.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$”Mikilvægt er að sem breiðust sátt verði um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Ákvörðun og bréf ráðherra til ESB um stöðu aðildarviðræðnanna er hins vegar ekki viðfangsefni sveitarstjórnarstigsins heldur Alþingis og ríkisstjórnar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á og treysta því að kjörnir fulltrúar á þeim vettvangi leiði málið til lykta þannig að sem víðtækust sátt náist um það.”$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 9.mars sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.mars sl.$line$a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 28.jan. sl.$line$b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 4.mars sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 12.mars sl.$line$a. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 5.febr.sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27.febr. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.mars sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.mars sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2.mars sl.

      Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 6. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 12.mars sl., Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari.$line$$line$Ólafur Ingi Tómasson tók einnig til máls vegna sama liðar fundargerðar bæjarráðs frá 12. marssl., Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Ólafs Inga Tómassonar, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þessu næstu til máls vegna sama liðar, þá Helga Ingólfsdóttir og lagði fram eftirfarandi spurningar til bæjarstjóra:$line$”Spurningar til bæjarstjóra:$line$Í fundargerð bæjarráðs frá 12. Mars 2015, liður 6 var lagður fram dómur hæstaréttar varðandi skattlagningu hagnaðar af sölu hlutabréfa í HS Orku.$line$Ennfremur er þar lagt fram minnisblað fjármálastjóra.$line$ $line$Undirrituð spurði ítrekað um þetta mál á síðasta kjörtímabili en nú þegar það er til lykta leitt í hæstarétti er mikilvægt að skoða hver áfallinn kostnaður bæjarins er af þeirri ákvörðun að greiða ekki fjármagnstekjuskattinn á þegar hann féll til. $line$ $line$Því óskast svör við eftirtöldum spurningum? $line$ $line$Hver er útlagður kostnaður bæjarins við málsókn á báðum dómsstigum.$line$Hver er áætlaður fjöldi vinnustunda starfsmanna vegna málsóknar.$line$Hver er áfallinn vaxtakostnaður vegna þess að greiðsla umrædds fjármagnstekjuskatts var ekki ynnt af hendi þegar hann féll til.$line$Hve mörg fordæmi eru fyrir samskonar málssókn að hálfu sveitarfélaga þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fjármagnstekjuskatti.$line$Hvaða áhrif hefur dómurinn á aðlögunaráætlun sem unnið hefur verið eftir með samkomulagi við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.$line$ $line$Óskað er eftir því að svör verði lögð fram á næsta bæjarstjórnarfundi.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér einnig hljóðs vegna sama liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Einar Birki Einarsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdótir kom sömuleiðis að andsvari við upphaflegri ræðu Gunnars Axels Axelssonar og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$Forseti Guðlaug Kristjánsdótir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Rósa Guðbjatsdóttir tók þá til máls vegna sama liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Einar Birki Einarsson kom einnig að andsari við upphaflegri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir kom sömuleiðis að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdótir tók einnig til máls vegna sama liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom einnig að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$Þá kom Guðlaug Kristjánsdóttir að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá einnig til máls vegna sama liðar fundagerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Grunnskóli, stofnun nýs skóla, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Kristinn Andersen kom einnig að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir bar af sér ámæli.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé. $line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson vék af fundi.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:$line$”Hæstiréttur hefur nú kveðið upp þann dóm að Hafnarfjarðarbæ ber að greiða fjármagnstekjuskatt vegna sölu á hlutabréfum í HS Orku miðað við 15% skattþrep en ekki 10% eins og hafði gert ráð fyrir í fyrri fjárhagsáætlunum bæjarsjóðs. Vegna þessa verður rekstrarafkoma ársins 2014 um 330 milljónum króna lakari en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2014, þar sem áður var einungis bókfærður fjármagnstekjuskattur miðað við að greiddur yrði 10% skattur af söluhagnaðinum. Þessi staðreynd og munur hér á upphæðum fellur því nú á bæjarsjóð eins og að ofan er lýst og gerir rekstrarafkomu ársins 2014 og þar með fjárhagsstöðu sveitarfélagsins umtalsvert verri en útlit var fyrir.”$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Það kemur ekki á óvart að meirihlutinn skuli nota hér tækifærið til að reyna að draga upp neikvæða mynd af fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar. Það hefur meirihlutinn augljóslega einsett sér allt frá fyrsta degi í þeim tilgangi að réttlæta niðurskurð í þjónustuþáttum sem ekki falla að pólitískum áherslum flokkanna tveggja. Hið rétta er sem fram kemur í minnisblaði fjármálastjóra að umrædd skuld vegna greiðslu fjármagnstekjuskatts af hagnaði af sölu hlutabréfa í HS orku hefur þegar verið greidd og hefur dómurinn því ekki áhrif á sjóðsstreymi ársins 2015. Dómur í Hæstarétti féll 5. mars sl. og því liggur ekki endanlega fyrir hvort hann muni hafa áhrif á rekstrarniðurstöðu árins 2014 eða hvort áhrif hans verða færð inn á árinu 2015. Meirihlutinn hefur hins vegar lagt mikið kapp á að teikna upp þá mynd að fjárhagsáætlun vegna ársins 2014 gangi ekki eftir og það gefi tilefni til sérstakra aðgerða, niðurskurðar í þjónustu og rekstri. Eðlilegt er að bíða efir ársreiknings áður en slíkar fullyrðingar eru settar fram líkt og gert er hér í bókun meirihlutans.”$line$$line$

Ábendingagátt