Bæjarstjórn

27. maí 2015 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1746

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Áður en gengið var til dagskrár minntist forsetiTveggja fyrrverandi bæjarfulltrúa sem létust nýverið þeirra Harðar Zóphaníassonar sem var bæjarfulltrúi 1966 – 1974 og 1978 – 1986 og Jóns Bergssonar sem var bæjarfulltrúi 1978 – 1982.

Bæjarfulltrúar risu úr sætum í minningu þeirra.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Áður en gengið var til dagskrár minntist forsetiTveggja fyrrverandi bæjarfulltrúa sem létust nýverið þeirra Harðar Zóphaníassonar sem var bæjarfulltrúi 1966 – 1974 og 1978 – 1986 og Jóns Bergssonar sem var bæjarfulltrúi 1978 – 1982.

Bæjarfulltrúar risu úr sætum í minningu þeirra.

  1. Almenn erindi

    • 1406220 – Kosning varaforseta og varaskrifara

      Gengið var til kosninga 1. varaforseta og varaskrifara.

      Fram kom tilnefning um Elvu Dögg Ásudóttur Kristinsdóttur sem bæði varaforseta og varaskrifara.$line$$line$Fleiri tilnefningar komu ekki og skoðast hún rétt kjörin.

    • 1104091 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði

      6.liður úr fundargerð SBH frá 19.maí sl.$line$Tekið fyrir að nýju erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var send í auglýsingu og lauk athugasemdarfresti 24. nóvember sl. Athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim. Leiðrétt gögn hafa borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði hljóðskýrslu til umsagnar heilbrigðiseftirlits Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðis, sem gerir ekki athugasemdir við hljóðvistarskýrslu.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að erindinu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. $line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir svæði fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg og að erindinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010″$line$

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1505088 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun 2015-2018

      8.liður úr fundargerð SBH frá 19.maí sl.$line$Tekin til umræðu Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018. Svæðisskipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2015 að senda tillögu sína að fyrri hluta þróunaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2015-2018 til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum og að sveitafélögin taki mið af þróunaráætluninni í sínum aðgerðum í skipulags- og byggingarmálum.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.$line$

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015 – 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1402290 – Hleinar að Langeyrarmölum, breytt mörk

      11.liður úr fundargerð SBH frá 19.maí sl.$line$Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs leggur til að mörkum deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum verði breytt. Deiliskipulagið er sameiginlegt Hafnarfirði og Garðabæ, sem veldur flókinni stjórnsýslu þegar gerðar eru breytingar inni í Hafnarfirði. Lagt er til að mörkin verði færð að Herjólfsgötu frá Hrafnistu út að sjó, og sá hluti sem eftir er innan Hafnarfjarðar verði sérstakt deiliskipulag sem einungis sé á vegum Hafnarfjarðar. Lagðir fram uppdrættir og greinargerðir.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagsbreytingin ásamt framlögðum uppdráttum og greinagerðum verði auglýst skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. $line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að skiptingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum eftir bæjarmörkum sveitarfélaganna verði send í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1412116 – Langeyrarmalir, deiliskipulag

      12.liður úr fundargerð SBH frá 19.maí sl.$line$Lagður fram uppdráttur og greinargerð þess hluta Hleina að Langeyrarmölum sem tilheyrir Hafnarfirði.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagstillagan ásamt greinargerð verði auglýst skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. $line$Skipulags- og byggingarráð gerir tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi Langeyrarmala verði send í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skioulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      15.liður úr fundargerð SBH frá 19.maí sl.$line$Tekið til umræðu á ný deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Áður lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð lagði til að endurskoðað verði markmið um fjölgun íbúða í greinargerð skipulagsins.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að í auglýsingu deiliskipulags fyrir Miðbæ Hraun vestur verði eftirfarandi breyting á markmiðum: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að breyta markmiði deiliskipulags Hraun Miðbær vestur með eftirfarandi hætti: Í stað texta markmiðskafla tillögunar sem hljóðar svo: ekki verði heimilt að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum á deiliskipulagssvæðinu, kemur eftirfarandi texti: Heimilt verður að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum svo framarlega sem þær uppfylli allar kröfur um íbúðir samkvæmt kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi.” $line$$line$Skipulags- og byggingarráð vekur athygli á því að tillagan er í samræmi við texta í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, skipulagsákvæði fyrir miðsvæði.$line$

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      4. liður úr fundargerð BÆJH frá 21.maí sl.$line$Tekin fyrir að nýju drög að samkomulagi við Geymslusvæðið ehf varðandi uppbyggingu á eignarlandi þeirra.$line$ $line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðr samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Geymslusvæðið.”$line$

      Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1412022 – Tjarnarvellir 5 og 7, umsókn um lóð

      15.liður úr fundargerð BÆJH frá 21.maí sl.$line$Tekið fyrir að nýju og lagður fram samningur við Fannborg fasteignafélag ehf um ofangreinda lóð.$line$ $line$Bæjaráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Fannborg fasteignafélagi ofangreindum lóðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfullrúa.”$line$

      Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu um að fresta þessum dagskrárlið og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæða.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      7.liður úr fundargerð SBH frá 19.maí sl.$line$Lögð fram tillaga að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 – 2040 í samræmi við við 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 dags. 22. ágúst 2014 ásamt erindi Hrafnkels Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra dags. 13. apríl 2015. Þá lögð fram fylgiskjölin: Skjal 1b Umhverfisskýrsla með auglýstri tillögu; Skjal 1c Breytingaskjal með auglýstri svæðisskipulagstillögu; Skjal 2 Innkomnar athugasendir og Skjal 3 Umsögn svæðisskipulagsnefndar um innkomnar athugasemdir. Greint frá viðræðum við fulltrúa Garðabæjar ásamt framkvæmdastjóra SSH og svæðisskipulagsstjóra 13.05.15. Lagt fram skjal svæðisskipulagsstjóra “Staða Ofanbyggðarvegar í svæðisskipulaginu”.$line$$line$”Fulltrúar Hafnarfjarðar hafa fundað með fulltrúum SSH og Garðabæjar vegna þess sem kemur fram í bókun skipulags- og byggingarráðs þann 5 maí sl. um tillögu um Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Í þeim viðræðum kom fram að fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting í Garðabæ muni ekki vera samþykkt hjá svæðisskipulaginu og Skipulagsstofnun nema gert verði ráð fyrir ofanbyggðavegi í Garðabæ. Í minnisblaði frá Hrafnkatli Á. Proppé svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dagsett 16. maí 2015 vegna stöðu ofanbyggðavegar í skipulagi, þar sem fram kemur að ofanbyggðavegur er hluti af gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarða, Garðabæjar og Kópavogs og að mögulegar breytingar þar á þurfa að fara í gegnum svæðisskipulag og hljóta umfjöllun og samþykki bæjarstjórna allra hlutaðeigandi sveitarfélaga.$line$$line$Með vísan í ofangreindar viðræður og minnisblað samþykkir skipulags- og byggingarráð fyrir sitt leyti Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 ásamt áðurgreindum fylgiskjölum og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: $line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 ásamt skjali 1b Umhverfisskýrsla með auglýstri tillögu, skjali 1c Breytingaskjal með auglýstri svæðisskipulagstillögu, skjali 2 Innkomnar athugasendir og skjali 3 Umsögn svæðisskipulagsnefndar um innkomnar athugasemdir, á sömu forsendum og kemur fram í bókun skipulags- og byggingarráðs við afgreiðslu málsins.”$line$

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls, gerði grein fyrir breytingu á fyrirliggjandi tillögu og lagði fram svo breytta:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 ásamt skjali 1b Umhverfisskýrsla með auglýstri tillögu, skjali 1c Breytingaskjal með auglýstri svæðisskipulagstillögu, skjali 2 Innkomnar athugasendir og skjali 3 Umsögn svæðisskipulagsnefndar um innkomnar athugasemdir á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 og á sömu forsendum og kemur fram í bókun skipulags- og byggingarráðs við afgreiðslu málsins.”$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti svo breytta tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.maí sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 21.maí sl.$line$a. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.apríl og 18.maí sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.maí sl.$line$c. Fundargerð stjórnar strætó bs. frá 15.maí sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 18.maí sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 22.maí sl.$line$a.Fundargerð íþrótta-og tómstundanefndar frá 18.maí sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20.maí sl.

      Einar Birkir Einarsson kvaddi sér hljóðs vegna 2. liðar fundargerðar fjölskylduráðs frá 22. maí sl., Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, þá tók Gunnar Axel Axelssonar til máls vegna sama máls. $line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan,Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Einar Birkir Einarsson tók til máls öðru sinni og vegna sama máls, Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls öðru sinni vegna sama máls.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls öðru sinni vegna sama máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Kristín María Thoroddsen tók þá til máls einnig vegna sama máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Kristín María Thoroddsen svaraði andsvari.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóð vegna 3. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 21. maí sl., Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. $line$$line$$line$

Ábendingagátt