Bæjarstjórn

10. júní 2015 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1747

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Kynningarfundur fyrir bæjarfulltrúa hófst kl. 13 þar sem Runólfur Ágústsson kynnti nánari útfærslu á Fluglestinni.

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Kynningarfundur fyrir bæjarfulltrúa hófst kl. 13 þar sem Runólfur Ágústsson kynnti nánari útfærslu á Fluglestinni.

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1505292 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, aðkoma viðbragðsaðila í Vallahverfi, úrbætur

      Forseti kynnti eftirfarandi áskorun vegna mislægra gatnamóta Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar:$line$$line$”Með vísan til erindis bæjarstjóra til innanríkisráðherra, dags. 3. júní 2015, og erindis slökkviliðsstjóra SHS, dags. 18. maí 2015, skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á innanríkisráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og vegamálastjóra að sjá til þess að ekki verði frekari töf á framkvæmdum við mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar og framkvæmdir hefjist nú þegar.$line$ $line$Samkvæmt samgönguáætlun 2007-2010 voru framkvæmdir við mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg áætlaðar á árunum 2008-2009. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á svæðinu og fjölgun íbúa síðustu ár gerir núverandi vegaáætlun hins vegar ekki ráð fyrir að ráðist verði í framkvæmdirnar fyrr en á árunum 2018-2020. $line$Í Vallahverfinu í Hafnarfirði eru um 4.800 íbúar og mun fjölga á næstu misserum. Í hverfinu er stærsti grunnskóli landsins, auk leikskóla, íþróttamannvirkja og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Núverandi vegtenging þjónar ekki lengur hverfinu og leið inn og úr innsta hluta hverfisins er bæði löng og þröng. Dæmi eru um að hverfið hafi lokast tímabundið vegna fannfergis og bílar festst í þröngum götum á milli hringtorga og í hringtorgum. $line$ $line$Núverandi T laga gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar eru helsta samgönguæð inn í iðnaðarhverfið sunnan Reykjanesbrautar. Mikil uppbygging er á iðnaðarsvæðinu, umferð til og frá iðnaðarhverfinu fer í gegnum þessi T laga gatnamót þar sem umferð á Reykjanesbraut er mjög hröð og því mikil slysahætta til staðar.$line$ $line$Óbreytt ástand getur því við ákveðnar aðstæður leitt til þess að hættuástand skapast. Því er mikilvægt að ekki verði frekari tafir á framkvæmdum við mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar, enda munu þau bæta mjög samgöngur á svæðinu og auka öryggi í hverfinu.”$line$

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, síðan Ólafur Ingi Tómasson og Ófeigur Friðriksson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi áskorun með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 3.júní sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 22.maí sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá frá 5.maí sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.júní sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 1.júní sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 5.júní sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 1.júní sl.

      Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 1. jún sl., 2. liðar Leikskóla og daggæslumál,þá Einar Birkir Einarsson vegna sama máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari við ræðu Einars Birkis Einarssonar, Einar Birkir Einarsson svaraði andsvari.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs öðru sinni vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 1. júní liða 2., 3. 4. og 5.$line$$line$Ólafur Ingi Tómasson kvaddi sér hljóð vegna fundargerðar skipulags- og byggingarráðs fá 2. júní sl., 11. liðar Suðunesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi. $line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Ábendingagátt