Bæjarstjórn

29. júní 2015 kl. 09:15

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1749

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson varamaður

Áður en gengið var til dagskrár kynntu fulltrúar Capcent skýrslu sínu:[line]?Úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins, Greiningarhuti?. [line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóir fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum. [line][line]

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Áður en gengið var til dagskrár kynntu fulltrúar Capcent skýrslu sínu:[line]?Úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins, Greiningarhuti?. [line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóir fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum. [line][line]

  1. Almenn erindi

    • 1506546 – Stjórnskipulag, tillaga að breytingum

      Lögð fram skýrsla Capacent „Úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins, Greiningarhuti“.

      Jafnframt eftirfarandi tillögur:

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja eftirfarandi til:

      1) Breyting á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar.
      Hjá bænum verða fjögur þjónustusvið og tvö stoðsvið. Þjónustusviðin snúa einkum að þjónustu við bæjarbúa en verkefni stoðsviðanna miða að því að styðja við framkvæmd verkefna á þjónustusviðunum.
      Stjórnskipulag bæjarins mun eftir breytingarnar skiptast í fjölskylduþjónustu, fræðslu- og frístundaþjónustu, umhverfis- og skipulagsþjónustu og hafnarþjónustu. Stoðsviðin tvö verða stjórnsýslusvið og fjármálasvið.
      Í nýju skipuriti er lögð áhersla á að ná fram betri nýtingu á starfskröftum og á sama tíma staðsetja verkefni betur við hlið annarra þar sem ljóst er að samlegð er fyrir hendi.
      Helstu breytingar við núverandi stjórnskipulag eru að:

      verkefni íþrótta- og æskulýðsmála, frístundaheimila og félagsmiðstöðva eru flutt frá fjölskylduþjónustu til fræðslu- og frístundaþjónustu,
      verkefni skipulags og bygginga eru færð undir svið umhverfis og framkvæmda sem eftir breytingarnar verður umhverfis- og skipulagsþjónusta,
      hafnarþjónusta verði færð undir verksvið bæjarstjóra.

      Auk þessa skal innra skipulag hvers sviðs endurskipulagt til samræmis við breytt stjórnskipulag bæjarins.
      Gildistaka skipulagsins verði í tveimur áföngum þannig að nú þegar flytjist starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva frá fjölskylduþjónustu til fræðslu- og frístundaþjónustu, en mikilvægt er að sá tilflutningur dragist ekki þannig að skólastjórn¬endur geti tekið mið af því í undirbúningi sínum fyrir næsta skólaár. Í seinni áfanga verði önnur starfsemi flutt í samræmi við hið nýja skipulag og skal þeim tilflutningi lokið eigi síðar en 15. september nk.
      Ljóst er að skipulagsbreytingum þessum fylgja tilfærslur og breytingar á mannahaldi. Markmiðið skal vera að breyttar áherslur í rekstri skili aukinni framlegð. Bæjarstjóra er falið að framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að ná fram þeirri virkni sem nýtt stjórnskipulag krefst.

      2) Starf sviðsstjóra skipulags og bygginga verði lagt niður
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að starf sviðsstjóra skipulags og bygginga verði lagt niður.
      Í þeim skipulagsbreytingum sem áður hafa verið samþykktar er gert ráð fyrir því að starfsemi skipulags og bygginga verði samtvinnað sviði umhverfis og framkvæmda sem eftir breytingarnar verður umhverfis- og skipulagsþjónusta. Þar með er starf sviðsstjóra skipulags og bygginga lagt niður. Yfirmaður hins sameinaða sviðs verður núverandi sviðsstjóri umhverfis og framkvæmda. Bæjarstjóra falið að framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru.

      3) Samskiptareglur milli kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa gerð samskiptareglna milli kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins.
      Mikilvægt er að skýrar línur séu á milli þess hvað telja megi hlutverk kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna hins vegar, þannig að starfsmenn og kjörnir fulltrúar þekki valdsvið hvers annars. Samskiptareglur af þessu tagi eru til þess fallnar að skerpa skilin, skýra hlutverk, tryggja faglega afgreiðslu og auka öryggi við og flýta fyrir afgreiðslu mála.

      Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók Kristinn Andersen 1. varaforseti við stjórn fundarins á meðan, Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

      Kristinn Andersen tók þessu næst til máls, þá Einar Birkir Einarsson, síðan Sverrir Garðarsson, þá Gunnar Axel Axelsson.
      Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni.
      Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar og tók 1. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd.

      Adda María Jóhannsdóttir tók þá til máls, síðan Ófeigur Friðriksson, Einar Birkir Einarsson kom að andsvari við ræðu Ófeigs Friðrikssonar, Ófeigur Friðriksson svaraði andsvari.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls og bar af sér ámæli.
      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls öðru sinni og tók 1. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan. Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls öððru sinni og lagði fram eftirfarandi tillögu:

      “Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að tillögunum verði vísað til efnislegrar umfjöllunar í bæjarráði.”

      Gengið var til afgreiðslu um tillögu um að vísa málinu til bæjarráðs.

      Óskað var eftir nafnakalli og varð forseti við því

      Kristín María Thoroddsen segir nei
      Ófeigur Friðriksson segir já
      Ólafur Ingi Tómasson segir nei
      Rósa Guðbjartsdóttir segir nei
      Skarphépinn Orri Björnsson segir nei
      Sverrir Garðarsson segir já
      Adda María Jóhannsdóttir segir já
      Einar Birkir Einarsson segir nei
      Gunnar Axel Axelsson segir já
      Kristinn Andersen segir nei
      Guðlaug Kristjánsdóttir segir nei

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar synjaði þannig tillögunni með 7 atkvæðum gegn 4.

      Þá var gengið til afgreiðslu um fyrirliggjandi tillögu sem borin var upp í þrennu lagi.

      1. liður tillögunnar Breyting á stjórnskipulagi
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögunna með 7 atkvæðum, bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá.

      2. liður tillögunnar Starf sviðsstjóra skipulags og byggingar verði lagt niður.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögunna með 7 atkvæðum, bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá.

      3. liður tillögunnar Samskiptareglur milli kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins.

      Forseti bar fram tillögu þess efnis að þessum hluta yrði vísað til bæjarráðs.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls, Rósa Guðbjartsóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.
      Adda María Jóhannsdóttir tók einnig til máls, Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni. Haraldur L. Haraldsson tók síðan til máls.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu forseta um vísa 3. liðnum til bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:

      “Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG fordæma þau ólýðræðislegu vinnubrögð sem fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa viðhaft í kringum undirbúning og boðun þessa fundar. Óljóst er hvort boðunin stenst ákvæði sveitarstjórnarlaga en hingað til hafa þau ekki verið túlkuð með þeim hætti sem hér er gert. Munum við því fara fram á að innanríkisráðuneytið úrskurði um lögmæti fundarins.

      Teljum við sömuleiðis að tillögur að breytingum á stjórnkerfi bæjarins eigi að fá eðlilega og lýðræðislega málsmeðferð í bæjarráði og í forsetanefnd áður en bæjarstjórn tekur um þær endanlega ákvörðun. Með fyrirvara um lögmæti fundarins leggum við því jafnframt til að framkomnum tillögum verði vísað til efnislegrar umfjöllunar til bæjarráði.”

      Rósa Guðbjartsdóttir tók einnig til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

      “Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggur áherslu á ábyrga langtímahugsun í stefnumótun og stjórn Hafnarfjarðarbæjar. Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar bæjarstjórnar var að ráðast í gerð ítarlegrar úttektar á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins. Undanfarna mánuði hefur umfangsmikil vinna átt sér stað við að greina fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar, möguleika til breytinga og hvernig ná má betri tökum á rekstrinum. Staðfest er að fjárhagsstaðan er alvarleg og brýnt að brugðist verði við.

      Með samþykkt nýs stjórnskipulags Hafnarfjarðarbæjar er mikilvægum áfanga náð í að auka skilvirkni innan stjórnsýslu Hafnarfjarðar. Skipulagsbreytingarnar munu leiða til betri nýtingar á starfskröftum, auka samlegð verkefna og bæta þjónustu við bæjarbúa. Nýstofnað fjármálasvið verður mikilvæg stoð í nýju stjórnskipulagi Hafnarfjarðar og mun gegna lykilhlutverki í að stuðla að hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins. Í þessum breytingum felast mikil tækifæri sem munu verða til hagsbóta fyrir bæjarbúa.
      Skýr markmið, ábyrgð og framtíðarsýn er grunnur þess að vel takist til við umbætur og framfarir í Hafnarfirði. Í dag eru fyrstu skrefin stigin í þá átt.”

      Sverrir Garðarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu
      Ófeigur Friðriksson gerði grein fyrir atkvæðu sínu
      Adda María Jóhannsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu

Ábendingagátt