Bæjarstjórn

16. september 2015 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1751

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúar sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Unni Láru Bryde en í hennar stað mætti Kristín María Thoroddsen.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarfulltrúar sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Unni Láru Bryde en í hennar stað mætti Kristín María Thoroddsen.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • SB060659 – Kapelluhraun 1.áfangi

      1.liður úr fundargerð SBH frá 1.sept. sl.
      Tekinn fyrir að nýju uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs sem sýnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 10.10.2008. Skoðað verði hvort nokkrar af stærri lóðum hverfisins geti verði með lægra nýtingarhlutfall, t.d. 0,25, og henti þá fyrirtækjum sem þurfa mikið útisvæði og lítið byggingarmagn. Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd barst. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarfulltrúa að svari við innkominni athugasemd.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarfulltrúa og samþykkir deiliskipulagið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið skv. 42. gr sömu laga.
      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 12.12. 2013 og að erindinu verði lokið skv. skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni.
      Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      9.liður úr fundargerð SBH frá 9.sept.sl.
      Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar lagði 04.11.2014 f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014, samþykkt í Skipulags- og byggingarráði. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að auglýsinga tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 4.5.2015 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk. Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust. Áður lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum. Áður lagður fram tölvupóstur lóðarhafa. Áður lögð fram ný tillaga ASK-arkitekta til að koma til móts við athugasemdir. Tillagan var samþykkt á fundi 377, en bæjarsstjórn vísaði henni aftur í Skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð hefur yfirfarið athugasemdir sem hafa borist og vísar í bókun ráðsins þann 25.8.15 og leggur til að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Stekkjarberg 9 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010.”

      Skipulag og byggingarráð leggur til að unnið verði að verklagsreglum skipulagsviðs vegna skipulagsmála og íbúasamráðs. Verklagsreglum er ætlað að taka á þáttum eins og kynningarfundum, samráði og samtali við íbúa og hvernig hægt sé að auka traust bæjarbúa á skipulagsmálum.

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði til að málinu yrði vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs til umfjöllunar.

      Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls, þá Ófeigur Friðriksson, síðan Ólafur Ingi Tómasson, Ófeigur Friðriksson kom að andsvari við ræðu Ólafs Inga Tómassonar, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari.
      Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axel Axelssonar og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan.

      Adda María Jóhannsdóttir tók þessu næst til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari.
      Ófeigur Friðriksson tók þá til máls öðru sinni.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu um að vísa málinu aftur til umfjöllunar í skipulags- og byggingarráði með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1507158 – Fjármálastjóri, ráðning

      5.liður úr fundargerð BÆJH frá 10.sept. sl.
      Lögð fram tillaga um breytingu á stöðu fjármálastjóra í sviðsstjóra fjármálasviðs.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Rósa Steingrímsdóttir fjármálastjóri verði ráðinn sviðsstjóri nýs fjármálasviðs.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls og síðan Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Gunnar Axel Axelsson kom að anndsvari, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri svaraði andsvari.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1509394 – Breytingar í rekstri Hafnarfjarðarbæjar -samráð og lýðræðisleg vinnubrögð

      Tillaga til bæjarstjórnar:
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja til að við umfjöllun og vinnu við skoðun þeirra tillagna rekstrarúttektar sem ekki hafa verið settar í framkvæmd verði horft til aukins samráðs og lýðræðislegra vinnubragða.

      Við leggjum því til að settir verði á samráðshópar á hverju sviði með þátttöku fulltrúa starfsmanna, þjónustunotenda og hagsmunaaðila eftir því sem við á. Öll starfandi fagráð, þ.e. fræðsluráð, fjölskylduráð, skipulags- og byggingaráð og umhverfis -og framkvæmdaráð fái það verkefni að ákvarða hvaða aðilar skuli tilnefna fulltrúa í samráðshópana og gera tillögu um endanlega skipun þeirra til bæjarstjórnar. Hóparnir starfi í framhaldinu undir viðkomandi fagráði og skili greinargerð þangað með umsögn við hverja tillögu. Viðkomandi fagráði verði síðan falið að ljúka yfirferð tillagnanna og ákveða hverjar skuli sendar bæjarstjórn til afgreiðslu eða eftir atvikum forsetanefnd ef þær kalla á breytingar á samþykktum.

      Greinargerð:
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafa verið ósáttir við vinnubrögð þau sem viðhöfð hafa verið við rekstrarúttekt og meðferð meirihlutans á þeim tillögum sem komu frá ráðgjöfum sem hana unnu. Skort hefur á lýðræðislega umræðu og ekkert samráð verið haft, hvorki við sérfræðinga á viðkomandi sviðum, fagráð sveitarfélagsins né bæjarbúa.

      Það er þó enn ráðrúm til að gera bragabót á með því að taka þær tillögur sem ekki hafa enn verið settar í framkvæmd til lýðræðislegrar umfjöllunar. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að hafa aðkomu starfsfólks sviðanna, þjónustunotenda og annarra hagsmunaaðila.

      Adda María Jóhannsdóttir tók til máls, Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari öðru sinni.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

      Rósa Guðbjartsdóttir tók þá til máls og lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs.
      Gunnar Axel Axelsson tók síðan til mál, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Einar Birkir Einarsson kom sömuleiðis að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan til máls öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri aathugasemd.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

      Adda María Jóhannsdóttir tók þessu næst til máls öðru sinni.

      Einar Birkir Einarsson tók þá til máls.

      Gert var fundarhlé kl. 16:37 – 17:12

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 samhljóða atkvæðum sð vísa fyrirliggjandi tillögu til bæjarráðs. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá.

      Gert var fundarhlé kl. 17:16 – 17:32

      Gunnar Axel Axelsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

      “Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG harma að meirihlutinn skuli ekki geta tekið undir framkomna tillögu. Með samþykkt hennar væri komið til móts við auknar og augljósar kröfur almennings um aukið lýðræði, samráð og virkt samtal um mikilvæg mál sem snerta líf og hagsmuni bæjarbúa.

      Með samhljóða samþykkt tillögunnar hefði bæjarstjórn getað tekið jákvætt skref í átt til betri vinnubragða í bæjarstjórn þannig að allir kjörnir fulltrúar gætu unnið saman í þágu bæjarbúa.
      Það er skylda okkar að skapa vettvang fyrir slíkt samtal við bæjarbúa, við fagfólk á ólíkum sviðum, við starfsfólk og stjórnendur og milli kjörinna fulltrúa. Út á það gengur nútíma lýðræði og framlög tillaga.”

      Gert var stutt fundarhlé.

      Rósa Guðbjartsdóttir kom að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

      “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar ítreka það sem komið hefur fram á fundinum að tillögur ráðgjafa vegna rekstrarúttektar séu í faglegri og lýðræðislegri umfjöllun. Það er sá farvegur sem málið er statt í núna.
      Úttektarskýrslurnar voru lagðar fyrir bæjarráð á fundi þann 16. júlí síðastliðinn. Sumar tillögur ráðgjafa eru í vinnslu í stjórnsýslu bæjarins og verður vísað til viðeigandi ráða eftir eftir eðli máls. Bæjarráð mun fara yfir stöðu tillagna á næsta fundi sínum og hvernig útfærslu og þær munu fá á komandi vikum.
      Hvert og eitt ráð eða nefnd getur svo metið hvort víkka þarf út hefðbundinn samráðsvettvang (t.d. ráðgjafaráð í málefnum fatlaðra, áheyrnarfulltrúar foreldra í fræðsluráði, fulltrúar skólasamfélagsins o.s.frv.) í hverju máli fyrir sig.
      Ákveðið var síðastliðið haust að fá utanaðkomandi aðila til að framkvæma rekstrarúttekt fyrir Hafnarfjarðarbæ. Þessi ákvörðun var tekin samhljóða í bæjarstjórn. Minnihluti bæjarstjórnar dró sig úr vinnu við yfirferð tillagna ráðgjafa þegar þær voru lagðar fram og koma nú fram með yfirlýsingar um ólýðræðsleg vinnubrögð sem ekki er fótur fyrir enda var haft fullt samráð við bæjarstjórn á öllum stigum málsins.”

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 1. og 9.sept. sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 9.sept. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 11.sept. sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 10.sept. sl.
      a. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar – og Kópavogssvæðis frá 31.ágúst sl.
      b.Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 25.ágúst sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.sept. sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28.ágúst sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 9.sept. sl.
      Fundargerðir forsetanefndar frá 7. og 14.sept. sl.

      Einar Birkir Einarsson kvaddi sér hljóðs vegna nokkurra mála í fundargerð fræðsluráðs frá 9. september sl. 10. liðar Hagir og líðan nemenda, 11. liðar Tómstundastarf barna í öðrum sveitarfélögum og 13. liðar Frístundaheimili, starfsemi og rekstur.
      Adda María Jóhannsdótti kom að andsvari.

      Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri kvaddi sér hljóðs vegna 16. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. september sl., Brekkuhvammur við Hlíðarhvamm, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri svaraði andsvari.
      Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók aftur til máls, þá Gunnar Axel Axelsson vegna sama máls, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

      Adda María Jóhannsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls, þá Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari við ræðu Haralds L. Haraldsson bæjarstjóri, þá tók Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri til máls aftur.

      Þá tók Gunnar Axel Axelsson einnig til máls vegna sama liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. september sl., Einar Birkir Einarsson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna nokkurra mála í fundargerð fjöslskylduráðs frá 11. september sl., s.s. liða 5, 6 og 7. 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók við stjórn fundarins á meðan.

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar, síðari umræða

      1. liður úr fundargerð FORSETANH frá 31. ágúst sl.
      Breytingar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð teknar til umfjöllunar. Einkum er um að ræða breytingar sem leiða af samþykkt bæjarstjórnar frá 29. júní sl., breytingar á nefndaskipan og tilflutningur verkefna.

      Forsetanefnd vísar með 2 atkvæðum breyttum samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
      Samþykkt um stjórn og fundarsköp eru grunnreglur hvers sveitarfélags sem hver einstök sveitarstjórn setur sér lögum samkvæmt. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vilja að það komi fram að hingað til hafa allar breytingar á Samþykktum Hafnarfjarðarbæjar verið unnar í samstarfi fulltrúa allra flokka. Sá háttur hefur verið hafður á að forsetanefnd undirbýr breytingar og hefur undantekningalaust átt fjölda samráðs- og vinnufunda áður en til breytinga hefur komið. Í samræmi við eðli og tilgang samþykktanna hefur sömuleiðis verið lögð höfuðáhersla á að ná þverpóltísktri sátt um tillögur til bæjarstjórnar að breytingum á þeim. Hér virðist aftur á móti vera viðhaft það einkennilega vinnulag að halda einn fund í Forsetanefnd þar sem fulltrúar meirihluta tilkynnir fulltrúum minnihlutans um breytingar sem meirhluti ætlar að framkvæma og keyra í gegn í bæjarstjórn. Fulltrúar minnihlutans fordæma þessi vinnubrögð og þann augljóslega skort á vilja til eðlilegs samráðs og samvinnu sem í þeim endurspeglast.

      Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
      Fulltrúar meirihluta fagna vilja minnihluta til samráðs og samstarfs í skipulagsbreytingum hjá Hafnarfjarðarbæ. Sá vilji er gagnkvæmur. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar á breyttu skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Verkefni forsetanefndar er að þessu sinni að undirbúa fyrstu umræðu í bæjarstjórn á breytingum í samþykktum bæjarins sem byggja á fyrrgreindri samþykkt bæjarstjórnar.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins undir ræðu hennar.

      Þá tók Gunnar Axel Axelsson til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
      “Í ljósi þess að framlagðar tillögur hafa ekki fengið fullnægjandi umfjöllun, ekki hefur leitað eftir og tekið tillit til umsagna fagaðila á viðkomandi sviðum, ekkert samráð hefur átt sér stað við hagsmunaaðila og forsetanefnd hefur ekki fengið eðlilegt ráðrúm til að leggja mat á tillögurnar og móta þær endanlega, leggjum við til að málinu verði vísað aftur til forsetanefndar sem fái það verkefni að undirbúa málið í samræmi við framkomnar ábendingar og athugasemdir áður en bæjarstjórn fær það til formlegrar afgreiðslu.”

      Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni.
      Helga Ingólfsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Gunnars Axels Axelssonar, einnig Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók síðan til máls og gerði einnig að tillögu sinni að vísa málinu aftur til forsetanefdnar, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 2. varaforseti við stjórn fundarins á meðan, Elva Dögg Ásudóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

      Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við upphaflegri ræðu Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur, Elva Dögg Ásudóttir Kristindóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.

      Adda María Jóhannsdóttir tók þessu næst til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd.
      Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að athugasemd svo og Adda María Jóhannsdóttir.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Unnur Lára Bryde kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelssonar svaraði andsvari.

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók síðan til máls öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdótir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls vegna fundarskapa.

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, Gunnar Ael Axelsson kom að andsvari.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi með 7 atkvæðum gegn 4 að vísa málinu til forsetanefndar.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að vísa breytingum á samþykktun á stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og breytingum á hafnarreglugerð til síðari umræðu.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboð sitja hjá við afgreiðsluna.

      Forseti lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

      Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að forsetanefnd fundi um fyrirliggjandi tillögur um breytingar á samþykktum og fái lögfræðing sambands sveitarfélaga að þeirri umræðu, áður en kemur til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

      Einnig 1. liður úr fundargerð forsetanefndar frá 14. september sl.

      Áheyrnarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:

      Líkt og fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á og fram kemur bæði í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga og nú innanríkisráðuneytis stangast fyrirætlanir meirihlutans um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hafnarfjarðarhafnar á við meginákvæði hafnalaga. Þá er enn óljóst hvaða tilgangi breytingarnar eigi að þjóna.

      Gerum við það að tillögu okkar að hætt verði við allar breytingar á skipulagi hafnarinnar og Hafnarfjarðarhöfn fái að standa sem sjálfstætt B hluta fyrirtæki með sjálfstæða hafnarstjórn og aðskilin fjárhag frá Hafnarfjarðarbæ eins og lög nr. 61/2003 um hafnir kveða á um. Einnig gerum við það að tillögu okkar að Hafnarfjarðarbær færi til fyrra horfs reikningagerð, bókhald, launaútreikninga og launagreiðslur sem færð hafa verið frá höfninni til Hafnarfjarðarbæjar.

      Þá bendir innanríkisráðuneytið á að ekki gangi að samþykkja breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og vísa þar í reglugerð sem ekki hafi hlotið formlega yfirferð og samþykki ráðuneytis. Leggjum við því til að önnur umræða um breytingar á samþykktum fari ekki fram fyrr en staðfesting ráðuneytis á reglugerðinni liggur fyrir.

      Framkomin tillaga felld með 2 atkvæðum gegn 1.

      Fulltrúi Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:

      Leitað hefur verið álits Sambands íslenskra sveitarfélaga og Innanríkisráðuneytisins á fyrirhuguðum breytingum á hafnarreglugerð Hafnarfjarðarhafnar. Tekið er tillit til ábendinga þessara aðila í þeirri tillögu að hafnarreglugerð sem nú liggur fyrir.

      Fulltrúi Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks samþykkja að vísa fyrirliggjandi drögum að samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar og drögum að hafnarreglugerð dags. 14.sept. til annarrar umræðu í bæjarstjórn.
      Fulltrúi Vinstri grænna greiddi atkvæði á móti.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan. Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

      Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls.

      Gert var matarhlé kl. 18:37 til 20:20.

      Kristinn Andersen tók til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.

      Ólafur Ingi Tómasson tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari.

      Einar Birkir Einarsson tók þá til máls.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók þessu næst til máls og tók Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 1. varaforseti við stjórn fundarins á meðan. ´Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

      Adda María Jóhannsdóttir tók síðan til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd sem og Adda María Jóhannsdóttir. Forseti Guðlaug Kkristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

      Gunnar Axel Axelsson tók þessu næsti til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók síðan til máls.

      Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók þá til máls.

      Bæjarstjórn Hafmarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum gegn 4 fyrirliggjandi tillögu að Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

      Bæjarstjórn Hafmarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum gegn 4 fyrirliggjandi tillögu að hafnarreglugerð.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna:

      “Bæjarfulltrúar minnihlutans vilja að fram komi að þeir hafa hafa ítrekað komið með athugasemdir við ákvarðanir meirihlutans, athugasemdir sem einnig koma fram, bæði í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga og nú athugasemdum innanríkisráðuneytis að fyrirætlanir meirihlutans um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hafnarfjarðarhafnar og stöðu hafnarinnar í skipuriti bæjarins stangast á við meginákvæði hafnalaga. Þá er enn óljóst hvaða tilgangi breytingarnar eigi að þjóna.

      Þess vegna gerðum við það að tillögu okkar á fundi forsetanefndar þann 14. september sl. að hætt yrði við allar breytingar á skipulagi hafnarinnar og að Hafnarfjarðarhöfn fengi áfram að standa sem sjálfstætt B hluta fyrirtæki með sjálfstæða hafnarstjórn og aðskilin fjárhag frá Hafnarfjarðarbæ eins og lög nr. 61/2003 um hafnir kveða á um. Einnig gerðum við það að tillögu okkar að Hafnarfjarðarbær færði til fyrra horfs reikningagerð, bókhald, launaútreikninga og launagreiðslur sem færð hafa verið frá höfninni til Hafnarfjarðarbæjar.

      Við bentum einnig á að innanríkisráðuneytið hefði í athugasemdum sínum tekið fram að ekki gangi að samþykkja breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og vísa þar í reglugerð sem ekki hafi hlotið formlega yfirferð og samþykki ráðuneytis. Því lögðum við til að önnur umræða um breytingar á samþykktum færi ekki fram fyrr en staðfesting ráðuneytis á reglugerðinni lægi fyrir.
      Þessar tillögur minnihlutans um vandaða stjórnsýslu og tillögur um að farið væri eftir athugasemdum innanríkisráðuneytisins voru felldar af meirihlultanum.

      Tillögur minnihlutans um að haft yrði samráð við fag- og hagsmunaaðila á sviði frístunda og fræðslumála voru sömuleiðis felldar af fulltrúum meirihlutans.”

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

      “Samþykkt bæjarstjórnar frá 29. júní sl. gerir ráð fyrir því að hafnarstjórn starfi áfram, en málefni hafnarinnar færist inn í skipurit bæjarins. Drög að nýrri reglugerð hafa verið unnin í nánu samráði við lögfræðinga sambands íslenskra sveitarfélaga og jafnframt hefur verið haft samráð við innanríkisráðuneyti. Á grundvelli þess ferlis liggur nú fyrir bæjarstjórn tillaga að reglugerð þar sem tillit hefur verið tekið til ábendinga. Bent er á að hafnir Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eru báðar starfræktar með þeim hætti sem samþykkt var að taka upp með afgreiðslu bæjarstjórnar þann 29. júní sl. Báðar þessar hafir eru stærri í rekstrarlegu tilliti en Hafnarfjarðarhöfn”

Ábendingagátt