Bæjarstjórn

11. nóvember 2015 kl. 16:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1755

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L.Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum. [line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Ófeigur Friðriksson, í hans stað mætti Gylfi Ingvarsson.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekin yrðu á dagskrá þrjú mál. Kosning í ráð og nefndir málsn. 1406187, málefni aldraðra, umræður, málsn. 1511117 og málefni leik-og grunnskóla, umræður, málsn. 1511118.[line][line]Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti afbrigðin með 11 samhljóma atkvæðum.[line][line]Gunnar Axel Axelsson, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar. Til máls tók bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Úr stól forseta tók til máls forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L.Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum. [line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Ófeigur Friðriksson, í hans stað mætti Gylfi Ingvarsson.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekin yrðu á dagskrá þrjú mál. Kosning í ráð og nefndir málsn. 1406187, málefni aldraðra, umræður, málsn. 1511117 og málefni leik-og grunnskóla, umræður, málsn. 1511118.[line][line]Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti afbrigðin með 11 samhljóma atkvæðum.[line][line]Gunnar Axel Axelsson, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar. Til máls tók bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Úr stól forseta tók til máls forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

  1. Kosningar

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Nýr aðalmaður í fjölskylduráð:
      Árni Rúnar Þorvaldsson, Álfaskeiði 100

      Kemur í stað Ómars Á. Óskarssonar

      Nýr aðalamaður í umhverfis- og framkvæmdaráð
      Ómar Ásbjörn Óskarsson, Þrastarási 14

      Kemur í stað Evu Línar Vilhjálmsdóttur

      Nýr varamaður í umhverfis- og framkvæmdaráð:
      Helga Þórunn Sigurðardóttir, Stekkjahvammi 48

      Kemur í stað Árna Rúnar Þorvaldssonar

      Bæjarstjórn samþykkir framkomnar breytingar undir atkvæði og er samþykkt með 11 samhljóma atkvæðum.

    Almenn erindi

    • 1511118 – Málefni leik- og grunnskóla, umræður

      Áhrif tillagna til fjárhagsáætlunar á starfsemi leik- og grunnskóla í Hafnarfirði.

      Adda María Jóhannsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Kristinn Andersen kom til andsvars. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Kristinn Andersen kom til andsvars öðru sinni. Gunnar Axel Axelson kom til andsvars öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Stutt athugasemd kom frá Gunnari Axel Axelssyni. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir kom til andsvars. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir kom til andsvars öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir kom að stuttri athugasemd. Einar Birkir Einarsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars. Einar Birkir Einarsson svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars öðru sinni. Einar Birkir Einarsson svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir tók til máls. Einar Birkir Einarsson kom til andsvars. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars. 2. varaforseti Kristinn Andersen tók við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir kom í andsvar. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kom til andsvars öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við fundarstjórn að nýju. Adda María Jóhannsdóttir tók til máls öðru sinni Helga Ingólfsdóttir kom til andsvars. Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Til andsvars öðru sinni kom Helga Ingólfsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.

      Gunnar Axel Axelsson óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og VG:

      Fulltrúar minnihlutans hafa gagnrýnt fyrirkomulag vinnu við fjárhagsáætlun og skort á eðlilegri umræðu og umfjöllun. Við höfum lagt áherslu á aðkomu bæjarbúa að umræðunni og mikilvægi þess að horft sé til fleiri þátta en hagrænna áhrifa eingöngu. Teljum við að með því að horfa fram hjá ýmsum þeim áhrifaþáttum sem hér hafa verið til umræðu i dag og bæjarfulltrúar eru sammála um skipti máli, verði ekki tryggt að ákvarðanir bæjarstjórnar verði upplýstar og til þess fallnar að skila bestu mögulegu niðurstöðu.
      Í tillögum til fjárhagsáætlunar er að finna fjölmargar breytingar á starfsemi- og þjónustu leik- og grunnskóla sem varða kjör og aðstæður fjölskyldna í Hafnarfirði. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir fækkun leikskólaplássa, lokun rekstrareininga og niðurskurði í kennsluúthlutun til leik- og grunnskóla.
      Nú liggja fyrir upplýsingar um væntan sparnað af fækkun leikskólaplássa, sem og hagræðingu vegna mögulegrar lokunar reiktrareininga. Við endanlega ákvörðun verður bæjarstjórn að horfa til ólíkra leiða og mismunandi áhrifa þeirra á kjör barna og foreldra í viðkomandi skólahverfum. Auk hins þrönga fjárhagslega sjónarhorns verður að horfa til annarra áhrifaþátta og óáþreifanlegra verðmæta sem felast í starfsemi þeirra leikskóla sem starfandi eru í dag og byggja sumir á ára og áratugalöngu faglegu uppbyggingarstarfi. Horfa verður til þeirra sjónarmiða sem foreldrar hafa vakið athygli bæjarstjórnar á og lagt áherslu á í innsendum erindum, meðal annars um þann mikla mun sem er á framboði leikskólaplássa eftir hverfum. Verður bæjarstjórn þannig að skilgreina markmið sín á breiðari grundvelli og með hagsmuni barna og foreldra í forgrunni.
      Vonumst við til að samstaða geti orðið um það í bæjarstjórn að rýna þær tillögur sem fyrir liggja betur, kalla eftir fleiri sjónarmiðum og tryggja aðkomu foreldra og annarra hagsmunaaðila að mótun endanlegrar áæltunar.

      Rósa Guðbjartsdóttir óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

      Því er vísað á bug að skort hafi á eðlilega umfjöllun um fjárhagsáætlun ársins 2016. Við þennan dagskrárlið hér hefur sérstaklega verið fjallað um fjárhagsáætlun fræðsluráðs og skal bent á að ítrekaðir fundir hafa verið haldnir með kjörnum fulltrúum ráðsins vegna þeirrar vinnu. Þess ber að geta að á fundum fræðsluráðs eiga foreldrar, leik- og grunnskólastjórar og fleiri sína fulltrúa. Á umræddum fundum hafa fulltrúar minnihlutans ekki lagt fram neinar tillögur til hagræðingar í rekstri sviðsins. Vel hefur verið gerð grein fyrir þeim forsendum sem liggja að baki tillögu um lokun þeirrar starfsstöðvar leikskólans Brekkuhvamms sem gengur undir heitinu Kató. Í vetur eru 24 börn í þessari starfsstöð og af þeim munu 10 börn færast upp í grunnskóla næsta vetur. Fyrir þau börn sem annars hefðu farið í þessa starfsstöð er rými í tveimur nálægum leikskólum.
      Áframhaldandi starfræksla starfsstöðvarinnar mundi kosta um 43 milljónir króna á ári og þá er kostnaður við hús, lóð og búnað ekki meðtalinn. Fyrir liggur að þessi kostnaður mundi samsvara hækkun dvalargjalda í bænum um 11%, sem komist verður hjá með fyrirliggjandi aðgerðum.

    • 1511117 – Málefni aldraðra, umræður

      Áhrif tillagna til fjárhagsáætlunr á þjónustu og kjör aldraðra í Hafnarfirði.

      Gylfi Ingvarsson tók til máls. Ólafur Ingi Tómasson kom til andsvars. Gylfi Ingvarsson svaraði andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kom til andsvars öðru sinni. Gylfi Ingvarsson svaraði andsvari öðru sinni. Við fundarstjórn tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Gylfi Ingvarsson kom til andsvars. Guðlaug Kristjánsdóttir tók að nýju við fundarstjórn. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. 1. varaforseti Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir tók við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir kom til andsvars. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir kom til andsvars öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir tók að nýju við fundarstjórn. Helga Ingólfsdóttir tók til máls.

      Gert fundarhlé kl. 19:20, fundi framhaldið kl. 19:48. Forseti leitaði eftir samþykki fundarins til að leggja fram bókanir undir lið 2 sem er lokið. Var það samþykkt með öllum samhljóða atkvæðum.

      Gunnar Axel Axelsson óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og VG undir þessum dagskrárlið (3 lið á dagskrá):

      Í tillögum meirihlutans til fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir breytingum bæði á þjónustu við aldraða og á álagningu ýmissa þjónustugjalda sem litla sem enga umræðu hafa hlotið, hvorki hér í bæjarstjórn né í samfélaginu almennt. Leggjum við áherslu á að þær tillögur verði teknar til ítarlegrar skoðunar og áhrif hverrar og einnar verði greind út frá ólíkum þáttum, bæði hagrænum og félagslegum. Leggjum við jafnframt áherslu á að haft verði aukið samráð við Öldungaráði eins og gert hefur verið ráð fyrir í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar síðustu ár.

      2. varaforseti Kristinn Andersen tók við fundarstjórn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir óskar eftir að leggja fram eftirfanda bókun bæjarfulltrúa Sjálfsstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, undir þessum dagskrárlið (3 lið á dagskrá):
      Á næsta fundi fjölskylduráðs verður fjárhagsáætlun rædd við fulltrúa öldungaráðs. Öldungaráð átti einnig fulltrúa á síðasta fundi ráðsins. Því til viðbótar sat formaður fjölskylduráðs nýverið fund um kjaramál með Félagi eldri borgara þar sem meðal annars var rætt um heimsendan mat, fasteignagjöld og fleira. Bent er á að í tillögum til fjárhagsáætlunar eru atriði til hagsbóta fyrir aldurshópinn, svo sem aukið fjármagn til heimaþjónustu og mögulega lækkun fasteignagjalda með tilfærslu gjalda milli A og B hluta bæjarsjóðs. Fulllur vilji er til aukins samráðs við öldungaráð en verið hefur undanfarin ár, eins og meðal annars má sjá á öðru máli á dagskrá bæjarstjórnar í dag, um samstarf við undirnefndir.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók við fundarstjórn.

    • 1505207 – Erluás , bílar í snúningshaus

      2.liður úr fundargerð BÆJH frá 5.nóv. sl.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins. Til afgreiðslu hvort gera skuli breytingar á lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi breyting verði gerð á lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað: 1. ml.3. mgr. 20. gr. hljóði svo: “Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, snúningshausum í botngötum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum.”

      Rósa Guðbjartsdóttir víkur af fundi í sæti hennar kemur Kristín María Thoroddsen, kl. 19:58.

      Kristinn Andersen tekur til máls. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

    • 1511106 – Undirnefndir, aukið samráð

      Forsetanefnd verði falið að útfæra verklag við samráð milli bæjarstjórnar, fagráða og nefnda bæjarins og fulltrúaráða íbúa, þ.e. öldungaráðs, ungmennaráðs og ráðgjafarráðs í málefnum fatlaðs fólks, auk fjölmenningarráðs þegar það tekur til starfa.

      Greinargerð:
      Innan stjórnkerfis Hafnarfjarðarbæjar eru starfræktar þrjár undirnefndir, þ.e. öldungaráð, ungmennaráð og ráðgjafarráð um málefni fatlaðs fólks sem með einum eða öðrum hætti skulu vera embættismönnum og kjörnum fulltrúum til ráðgjafar, hver á sínu sviði. Nýverið samþykkti bæjarstjórn ennfremur að stofna fjölmenningarráð, sem taka mun til starfa á næstunni.
      Mikilvægt er að efla góð og greið samskipti milli stjórnkerfisins og ofannefndra ráða á öllum sviðum bæjarins. Ráðin falla öll undir málasvið fjölskylduþjónustu, en eiga ekki síður erindi við önnur svið bæjarins.
      Því er lagt til að forsetanefnd skoði og útfæri verklag við samráð innan bæjarkerfisins, sem gæti t.d. verið falið í reglubundnum fundum og/eða með skipun áheyrnarfulltrúa.
      Forsetanefnd skili tillögum til bæjarstjórnar fyrir lok 31.12.2015

      Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Gunnar Axel Axelsson tekur til máls. Guðlaug Kristjánsdóttir kom til andsvars.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók að nýju við fundarstjórn.

      Tillagan er borin upp til atkvæða. Samþykkt með öllum samhljóða atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 4.nóv. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 2.nóv. sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 5.nóv. sl.
      a. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 1. og 26.okt. sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.okt. sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16.okt. sl.
      d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 2. og 16.okt. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.nóv. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4.nóv. sl.
      a. Fundargerð Strætó bs. frá 16.okt. sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 9.nóv. sl.

Ábendingagátt