Bæjarstjórn

20. janúar 2016 kl. 16:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1758

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Auk ofanskráðra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ófeigi Friðrikssyni í hans stað mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir og Unni Láru Bryde í hennar stað mætti Kristín María Thoroddsen.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Bæjarstjórn Hafnarfjarðar minnist Guðríðar Óskar Elíasdóttur, fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem lést nýverið. Guðríður var verkalýðsforkólfur og tók virkan þátt í félagsmálum. Hún var í forystu Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og fyrrverandi varaforseti ASÍ. Hún var máttarstólpi í verkalýðshreyfingunni og gegndi þar margvíslegu hlutverki. Hún var varabæjarfulltrúi frá árinu 1974 og bæjarfulltrúi á árunum 1977-1978 fyrir Alþýðuflokkinn. Guðríður var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 1997 fyrir störf sín að verkalýðsmálum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofanskráðra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ófeigi Friðrikssyni í hans stað mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir og Unni Láru Bryde í hennar stað mætti Kristín María Thoroddsen.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Bæjarstjórn Hafnarfjarðar minnist Guðríðar Óskar Elíasdóttur, fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem lést nýverið. Guðríður var verkalýðsforkólfur og tók virkan þátt í félagsmálum. Hún var í forystu Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og fyrrverandi varaforseti ASÍ. Hún var máttarstólpi í verkalýðshreyfingunni og gegndi þar margvíslegu hlutverki. Hún var varabæjarfulltrúi frá árinu 1974 og bæjarfulltrúi á árunum 1977-1978 fyrir Alþýðuflokkinn. Guðríður var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 1997 fyrir störf sín að verkalýðsmálum.

  1. Almenn erindi

    • 1502191 – Koparhella 1, lóðarumsókn

      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 17.des. sl.

      GT hreinsun ehf sækir um lóðina Koparhella 1.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og leggur til við
      bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Koparhellu 1 til GT hreinsunar ehf. og að gatnagerðargjald verði lækkað í samræmi við samþykkt umboð bæjarráðs frá bæjarstjórn 16. október 2015.”

      Úthlutun lóðar samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1512115 – Hvaleyrarbraut 12, umsókn

      2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 10.des.sl.
      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Hvaleyrarbraut 12.
      Umsækjandi er Sýningarljós slf.
      Dagsetning umsóknar er 4. desember og undirrituð Guðjón Guðnason (framkvæmdastjóri)

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að lóðinni Hvaleyrarbraut 12 verði úthlutað til Sýningarljósa slf. og leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni til Sýningarljósa slf.

      Lóðaúthlutun er samþykkt með 11 samhljóða greiddum atkvæðum.

      Ósk umsækjanda um lækkun gatnagerðargjalda í samræmi við samþykkt umboð bæjarráðs frá bæjarstjórn 16. október 2015 er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1412022 – Tjarnarvellir 5 og 7, umsókn um lóð

      (Afgreiðslu á úthlutun lóðar var frestað á fundi bæjarstjórnar 27.maí 2015.)

      8.liður úr fundargerð BÆJH frá 17.des. sl.
      Tillaga um að afturkalla tillögu til bæjarstjórnar um úthlutun lóðar

      Bæjarráð samþykkir að afturkalla tillögu til bæjarstjórnar um úthlutun lóða að Tjarnarvöllum 5 og 7.

      Til máls tók Gunnar Axel Axelsson. Til máls tók Ólafur Ingi Tómasson. Til andvars kom Gunnar Axel Axelsson.
      Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs um að afturkalla úthlutun lóðarinnar að Tjarnarvöllum 5 og 7 með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1511358 – Stöðuleyfi, reglur

      7.liður úr fundargerð SBH frá 12.jan.sl.
      Tekin fyrir að nýju drög að reglum vegna stöðuleyfa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi reglur um stöðuleyfi.”

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls. Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingu á Reglum um stöðluleyfi:

      í fyrsta málslið 1. gr. þar sem segir „og stór samkomutjöld“ verði „eða stór samkomutjöld“.

      Breytingartillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Reglur um stöðuleyfi með breytingu borin undir atkvæði, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Fundarhlé gert kl. 16:42. Fundur hefst aftur kl. 16:51.

    • 1411192 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      1.liður úr fundargerð FJÖH frá 15.janúar sl.
      Fjölskylduráð samþykkir framkvæmdaáætlunina og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ráðið samþykkir jafnframt að settur verði saman hópur þriggja starfsmanna, eins frá fjölskyldusviði og tveggja frá fræðslu- og frístundasviði, til að fylgja eftir og halda utan um verkefni framkvæmdaáætlunarinnar.

      Kristín María Thoroddsen tók til máls. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Kristín María Thoroddsen kom til andsvars. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars. Til andsvars öðru sinni kemur Kristín María Thoroddsen. Til andsvars öðru sinni kemur Gunnar Axel Axelsson. Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar. Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar. Til máls tekur öðru sinni Kristín María Thoroddsen.

      Framlögð framkvæmdaáætlun samþykkt um 11 samhljóða greiddum atkvæðum.

    • 1510468 – Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu 2016

      7.liður úr fundargerð FRÆH frá 13.janúar sl.
      Á fundi fræðsluráðs 16. desember sl. var lögð fram áskorun frá bókasafns- og upplýsingafræðingum á skólasöfnum grunnskólanna í Hafnarfirði þar sem skorað er á fræðsluyfirvöld að tryggja skólasöfnum meira fjármagn til bókakaupa því það gæti haft úrslitaáhrif á læsi barna í Hafnarfirði.
      Skólastjórar grunnskólanna ítrekuðu þetta á fundi með bæjarstjóra og sviðsstjóra þann 5. janúar sl.
      Á fundi bæjarstjóra og sviðsstjóra með leikskólastjórum þann 6. janúar sl. lýstu leikskólastjórar áhyggjum sínum vegna þess að of lítið fjármagn væri ætlað til kaupa á bókum og föndurefni.
      Fræðsluráð tekur undir þessi sjónarmið og í ljósi verkefnisins um bættan námsárangur í Hafnarfirði þar sem megináhersla er á læsi og stærðfræði er eftirfarandi tillaga lögð fram:
      „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auka fjárveitingar til bókakaupa í leik- og grunnskólum og kaupa á föndurvörum í leikskólum um 50%. Eins að veita fjármagni til bóka- og bíóhátíðar barnanna sem fyrirhuguð er í febrúar. Alls er lagt til að 3.600 þús. kr. verði veitt í þessu skyni og skiptis upphæðin þannig:
      Kaup á bókum og föndurvörum í leikskóla 1.500 þús. kr.
      Kaup á bókum fyrir grunnskóla 1.400 þús. kr.
      Bóka- og bíóhátíð barnanna 700 þús. kr.
      Samtals 3.600 þús. kr.“

      Tillagan verði fjármögnuð með hluta þeirrar hagræðingar sem fékkst umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun með útboðum á ýmsum þjónustuþáttum vegna leik- og grunnskóla.

      Tillagan er samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

      Eyrún Ósk Jónsdóttir tekur til máls undir fundarsköpum og lýsir sig vanhæfa til að meðferðar þessa mál og víkur sæti og yfirgefur fundarsal undir þessum lið.

      Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson. Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

      Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Lögð fram eftirfarandi tillaga:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Hafnarfjarðarbær leysi til sín fasteignirnar Suðurgötu 41 og 44 og felur bæjarstjóra samningaviðræður við Fasteignir ríkisins um kaup bæjarins á eignarhlut ríkisins.

      Greinargerð:
      Undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Fjármálaráðuneytisins um framtíð bygginga St. Jósefsspítala. Á sama tíma hafa fasteignirnar verið auglýstar til sölu af hálfu ríkisins. Á fundi bæjarstjórnar þann 14. október síðastliðinn var samþykkt að óska eftir því við ríkið að skipuð yrði forvalsnefnd sem hefði það verkefni að finna fasteignunum nýtt og viðeigandi hlutverk. Þeirri beiðni var synjað. Í framhaldinu hefur verið farið ítarlega yfir möguleikana í þessari stöðu. Niðurstaða bæjarstjórnar er að óska eftir því að fá að leysa eignirnar til sín svo tryggt sé að bærinn fái forræði yfir framtíðarhlutverki fasteignanna.
      Það er óásættanlegt að húsin standi áfram auð og brýnt að starfsemi komist aftur í þau. Með þessari tillögu vill bæjarstjórn tryggja að bærinn fái forræði yfir framtíðarhlutverki Suðurgötu 41 og 44 og að það verði í þágu nærsamfélagsins.
      Kaupum bæjarins á eignarhlut ríkisins yrði fylgt eftir með stofnun forvalsnefndar um framtíðarnýtingu fasteignanna.

      Eyrún Ósk Jónsdóttur kemur á fundinn að nýju.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar. Til máls tekur Kristinn Andersen.

      Tilagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir bæjarráðs frá 17.des. og 14.jan. sl.
      a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 23.nóv., 10. og 23.des.sl.
      b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 18.des. sl.
      c. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 9.des.sl.
      d. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.des. sl.
      e. Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18.des. sl.
      f. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13. og 16.nóv. og 4. og 18.des. sl.
      g. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 13.nóv. og 14.des. sl.
      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 18.des. og 15.jan. sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 15.des. og 12.jan. sl.
      Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.des. og 13.jan.sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4. og 18.des. sl.
      b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14.des. sl.
      Fundargerðir fræðsluráðs frá 16. og 18. des. og 13.jan.sl.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson um fundargerð fjölskylduráðs frá 15. janúar 2016, 9 lið. Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars öðru sinni kemur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars öðru sinni kemur Gunnar Axel Axelsson. Helga Ingólfsdóttir gerir stutta athugasemd. Gunnar Axel Axelsson gerir stutta athugasemd. Við fundarstjórn tekur Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tekur til máls. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars öðru sinni.

      Gunnar Axel Axelsson tekur til máls um fundarsköp. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur til andsvars. Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls um fundargerð fjölskylduráðs 18. desember 2015, lið 6, og um lið 5 í fundargerð fjölskylduráðs 15. janúar 2016. Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars vegna liðs 5 í fundargerð fjölskylduráðs frá 15. janúar 2016. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls öðru sinni um lið 6 í fundargerð fjölskylduráðs 15. janúar 2016. Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson undir lið 5 í fundargerð fjölskylduráðs frá 15. janúar 2016. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars. Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir undir lið 1 í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13. janúar 2016.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir lið 3 í fundargerð fræðsluráðs frá 13. janúar 2016. Til andsvars kemur Einar Birkir Einarsson. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir um lið 3 í fundargerð fræðsluráðs frá 16. desember 2015 og lið 1 fundargerðar fræðsluráðs frá 18. desember 2015. Til máls tekur Einar Birkir Einarsson um lið 3 í fundargerð fræðsluráðs frá 16. desember 2015 og lið 1 í fundargerð fræðsluráðs frá 18. desember 2015. Einar Birkir Einarsson tekur aftur til máls um sömu fundargerðir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Einar Birkir Einarsson svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars. Einar Birkir Einarsson kemur til andsvars. Til máls tekur Sverrir Garðarsson.

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls undir 8. lið fundargerðar skipulags- og byggingarráðs frá 12. janúar 2016.

Ábendingagátt