Bæjarstjórn

13. apríl 2016 kl. 16:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1763

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen 2. varaforseti
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
 • Sverrir Garðarsson aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður

Kynningarfundur um ársreikinga bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2015 var haldinn á undan bæjarstjórnarfundi og hófst kl. 14:30.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir bæjarfulltrúar, nema Ólafur Ingi Tómasson í hans stað mætti Skarphéðinn Orri Björnsson og Unnur Lára Bryde í hennar stað mætti Kristín María Thoroddsen.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Stefáns Gunnlaugsson f.v. bæjarstjóra og bæjarfulltrúa sem lést 23.mars sl.

Ritari

 • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Kynningarfundur um ársreikinga bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2015 var haldinn á undan bæjarstjórnarfundi og hófst kl. 14:30.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir bæjarfulltrúar, nema Ólafur Ingi Tómasson í hans stað mætti Skarphéðinn Orri Björnsson og Unnur Lára Bryde í hennar stað mætti Kristín María Thoroddsen.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Stefáns Gunnlaugsson f.v. bæjarstjóra og bæjarfulltrúa sem lést 23.mars sl.

 1. Almenn erindi

  • 16011457 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 79.gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.

   Lögð fram tillaga um ráðningu sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu.

   Til máls tók bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til eftirfarandi tillögu: “Bæjarstjórn leggur til að Fanney Dóróthe Halldórsdóttir verði ráðin sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar.”

   Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

   Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

  • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

   Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá 17.febr. og 16.mars sl.
   Lögð fram drög að lýsingu á notkun og skipulagi hafnarsvæðisins. Verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir lýsingu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi lýsingu fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum um stækkun svæðisins að Stapagötu og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu að breyttri notkun og skipulagi hafnarsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi gögn.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

   Samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson situr hjá.

  • 1603581 – Fjarðargata 13-15, Fjörður, sala á eignarhluta fastanr. 222-3452

   13. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 30.mars sl.
   Lagður fram kaupsamningur vegna sölu á eignahluta fastanr. 222-3452

   Kristján Sturluson sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning.

   Bæjarstjórn staðfestir samþykkir fyrirliggjandi samþykkt bæjarráðs um sölu Fjarðargötu 13-15, fastanr. 222-3452.

   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1603206 – Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, endurgreiðsluhlutfall

   1.liður úr fundargerð BÆJH frá 7.apríl sl.
   Tekið fyrir að nýju, áður frestað á fundi bæjarráðs 30.mars sl.
   Tekin fyrir tillaga tryggingastærðfræðings um endurgreiðsluhlutfall.
   Gerður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, mætti á fundinn.

   Bæjarráð þakkar kynninguna.

   Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að endurgreiðsluhlutfall verði 66%.”

   Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

  • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

   5.liður úr fundargerð BÆJH frá 7.apríl sl.
   Tekið fyrir að nýju.
   Samningur milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Markaðsstofu Hafnarfjarðar lagður fram til afgreiðslu.

   Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningi milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Markaðsstofu Hafnarfjarðar.”

   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1601182 – Skólaskipan í Suðurbæ

   6.liður úr fundargerð FRÆH frá 6.apríl sl.
   Tekið til umræðu á ný.

   TLögð fram svohljóðandi tillaga ásamt greinargerð:

   “Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að gera kostnaðarúttekt á þeim möguleikum sem nefndir eru í minnisblaði, dagsettu þann 29. febrúar 2016, hvað varðar fjölgun leikskólaplássa í Suðurbæ.”

   Greinargerð:
   Fræðsluráð óskaði eftir því á fundi sínum 13. janúar sl., að gerð yrði úttekt á þörf fyrir leikskólapláss í Suðurbæ og að metnir yrðu þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Minnisblað var lagt fram á fundi ráðsins þann 9. mars sl. þar sem farið var yfir leikskólapláss í bænum og hverfi voru borin saman með tilliti til fjölda barna og leikskólaplássa. Í minnisblaðinu kemur fram að fæst leikskólapláss miðað við fjölda barna eru í Vallahverfinu og í Suðurbæ. Leikskólinn Bjarkalundur verður opnaður í Vallahverfinu á komandi hausti, en þar er alls gert ráð fyrir 100 leikskólabörnum. Auk þess er undirbúningur hafinn að byggingu nýs leik- og grunnskóla í Skarðshlíð sem áætlað er að hefji starfsemi haustið 2017. Í minnisblaðinu kom fram að á deiliskipulagi við Öldugötu er 4-6 deilda leikskóli sem gæti mætt þessari þörf á leikskólaplássum innan hverfis. Að auki eru til teikningar sem gera ráð fyrir að leikskólinn Brekkuhvammur stækki um tvær deildir.
   Tilgangur tillögunnar er að gera fræðsluráði betur kleift að meta þá kosti sem í stöðunni eru, þannig að hægt verði að taka afstöðu til þess hvaða leiðir eru ákjósanlegastar og hvenær mögulegt verði að fara í slíkar framkvæmdir.

   Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
   “Við fögnum því að fulltrúar meirihlutans hafi loks áttað sig á hversu illa Suðurbær er staddur hvað varðar leikskólapláss. Við teljum hins vegar ekki nóg að einungis sé horft til framtíðar heldur einnig mikilvægt að bregaðst við þeim vanda sem blasir við nú. Við leggjum því til eftirfarandi:
   1)Við gerum það að tillögu okkar að starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut verði haldið opinni þar til ný úrræði fyrir hverfið hafa fengist.
   2)Þá óskum við eftir því að skoðaðir verði möguleikar á því að útideild sem starfrækt hefur verið í Kaldársseli á vegum leikskólans Víðivalla verði flutt undir verksvið starfsstöðvarinnar við Hlíðarbraut þannig að það frábæra verkefni verði fram haldið og skapi þannig um leið fleiri pláss í Suðurbæ. Verkefnið var upphaflega sett á laggirnar m.a. til að bregðast við skorti á leikskólaplássum og því ekki úr vegi að það fái nú endurnýjað hlutverk á þeim stað þar sem þörfin er mest.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Sverrir Garðarsson”

   Tillaga 1 frá minnihluta var felld með þremur atkvæðum meirihluta gegn tveimur atkvæðum minnihluta.

   Tillaga 2 frá minnihluta var felld á jöfnu, tveir samþykktu og tveir voru á móti og einn sat hjá.
   Bókun:

   Upphafleg tillaga sem lá fyrir fundinum var samþykkt samhjóða.

   Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohjóðandi bókun. “Með tillögu meirihlutans er fram haldið frekari uppbyggingu á leikskólaþjónustu í bænum, sem er núna betri en áður hefur þekkst.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

   Til máls tekur öðru sinni Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

  • 1603568 – Lóðir í Skarðshlíð

   7.liður úr fundargerð BÆJH frá 7.apríl sl.
   Tekið fyrir að nýju, áður frestað á fundi bæjarráðs 30.mars sl.

   Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
   Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að vinna að stofnun almenns leigufélags, leggja fram nauðsynlegt stofnfé og hefur kallað eftir samstarfi við sveitarfélögin um uppbyggingu leiguhúsnæðis. Markmið félagsins er m.a. að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Ein af forsendum verkefnisins er samþykkt Alþingis á fyrirliggjandi húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra. Langur biðlisti er til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ eftir félagslegum íbúðum en fjöldi þeirra sem er á biðlista eftir íbúð og er skilgreindur í forgangi er um 200 fjölskyldur. Alls eru um 240 félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og fyrirliggjandi er að sérstaklega ungt fólk á í miklum erfiðleikum með að fóta sig á húsnæðismarkaði eins og hann er í dag. Mikilvægt er að leitað sé leiða til þess að breyta því og mæta þeirri þörf sem er til staðar fyrir húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

   Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu og kannað verði hvort samstarfsgrundvöllur sé til staðar með öðrum aðilum, t.d. öðrum frjálsum félagasamtökum og samvinnufélögum um byggingu búseturéttaríbúða. Niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir áður en úthlutun fjölbýlishúsalóða fer fram.

   Fundarhlé gert kl. 10:25.
   Fundi fram haldið kl. 10:43.

   Afgreiðslu málsins er frestað.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

   Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

   Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi og leggur fram eftirfarandi breytingu á fyrirliggjandi tillögu “fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu og kannað verði hvort samstarfsgrundvöllur sé til staðar með öðrum aðilum t.d. öðrum frjálsum félagasasmtökum og samvinnufélögum um byggingu búseturéttaríbúða.” Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi svarar andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi kemur að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi svarar andsvari.

   Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur til að tillaga sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 30. mars s.l. verði samþykkt.

   Til máls tekur Sverrir Garðarsson bæjarfulltrúi. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi kemur að andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari öðru sinni.

   Gert fundarhlé kl. 18:50, fundi framhaldið kl. 19:56

   Til máls tekur í þriðja sinn bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi tillögu: “Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu og kannað verði hvort samstarfsgrundvöllur sé til staðar með öðrum aðilum, t.d. öðrum frjálsum félagasamtökum og samvinnufélögum um byggingu búseturéttaríbúða. Stefnt skuli að því að niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir áður en úthlutun fjölbýlishúsalóða fer fram. Afgreiðslu málsins að öðru leyti frestað.”

   Tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1512005 – Úthlutun lóða, almennar reglur, endurskoðun

   12.liður úr fundargerð BÆJH frá 7.apríl sl.
   Lögð fram drög að endurskoðuðum almennum reglum um lóðaúthlutun.

   Bæjarráð samþykkir breytingar á almennum reglum um sölu byggingalóða og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Samþykkt með með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1604221 – Viðhald á íþrótta- og leikvöllum í Hafnarfirði.

   Tekið til umræðu.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson og leggur fram eftirfarandi spurningar:1)Hvernig er öryggisúttektum háttað á íþrótta-og leikvöllum í eigu Hafnarfjarðarbæjar? 2) Hve miklu fé er áætlað að verja til þess að viðhalda hinum fjölmörgu íþrótta-og leikvöllum í eigu Hafnarfjarðarbæjar sem eru margir hverjir í lamasessi (vantar net í körfur og mörk, holur á völlum sem skapar slysahættur, grindverk brotin við knattspyrnuvelli og svona mætti telja áfram)? 3)Hvenær er áætlað að klára að koma íþrótta-og leikvöllum í eigu Hafnarfjarðarbæjar í viðunandi horfur? 4)Hver sér um verkefnið?

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson og leggur fram viðbótarspurningu, “hver er áætlaður kostnaður við að koma íþrótta- og leikvöllum í eigu Hafnarfjarðarbæjar í viðunandi horf. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari.

   Lagt er til að málinu sé vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.öllum greiddum atkvæðum.

  • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerðir bæjarráðs frá 30.mars og 7.apríl sl.
   a. Fundargerðir heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 7. og 30.mars sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 1.apríl sl.
   c. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 18.mars sl.
   d. Fundargerðir stjórnar SSH frá 8.febr. og 7.mars sl.
   e. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 19.febr. og 11. mars sl.
   Fundargerðir fjölskylduráðs frá 1. og 8.apríl sl.
   Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 22.mars og 5.apríl sl.
   Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 23. og 30.mars. og 6.apríl sl.
   a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 16.mars sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.febr. sl.
   Fundargerðir fræðsluráðs frá 23.mars og 6.apríl sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 1.apríl sl.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir undir fundargerð skipulag- og byggingarráðs frá 5. apríl 2016, lið 5. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.

  • 1604029 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2015, fyrri umræða

   2.liður úr fundargerð BÆJH frá 7.apríl sl.
   Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2015. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstrastjóri, mættu á fundinn.

   Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

   Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

  • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar, síðari umræða

   3.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 11.mars sl.

   Tekið fyrir að nýju.

   Forsetanefnd vísar samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

   Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls.

   Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen tekur til mál. Leggur fram eftirfarandi breytingatillögu á fyrirliggjandi drögum að „Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar”: Í 39. grein, hluta A um kosningar til eins árs, falli niður 6. liður um Hafnarráð og tölusetning liðanna þar á eftir breytist eftir því. Í hluta B um kosningar til fjögurra ára bætist við nýr 3. liður: “Hafnarstjórn. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 10. gr. hafnalaga nr. 61/2003 og grein 2 í hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn nr. 432/2012. Tölusetning liðanna þar á eftir breytist eftir því.”
   Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi. Kristinn Andersen bæjarfulltrúi svarar andsvari.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi kemur að stuttri athugasemd.

   Forseti ber upp til atkvæða breytingatillögu bæjarfulltrúa Kristins Andersen,

   fundarhlé kl. 16:59, fundi framhaldið kl. 17:06.

   Breytingatillaga Kristins samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   Forseti ber upp til atkvæða að vísa málinu til seinni umræðu samþykkt með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna. sitja hjá. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi gerir grein fyrir atkvæði sínu.

   Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum, bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá.

Ábendingagátt