Bæjarstjórn

22. júní 2016 kl. 13:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1768

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson varamaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Pétur Gautur Svavarsson varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfullrúar nema Rósa Guðbjartsdóttir í hennar stað mætir Pétur Gautur Svavarsson, Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen og Margrét Gauja Magnúsdóttir í hennar stað mætir Ófeigur Friðriksson.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var dagskrá tilkynnti forseti að bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir hefði tekið sæti að nýju bæjarstjórn eftir leyfi. [line][line]Forseti bar upp tillögu um að taka mál nr. 8 af dagskrá, 1606191 Strandgata 26-30, lóðarstækkun, umsókn. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.[line][line]Forseti bar upp tillögu um að taka á dagskrá fundarins með afbrigðum mál nr. 1606391 Fasteignaskattur, lækkun, afturköllun, tillaga. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfullrúar nema Rósa Guðbjartsdóttir í hennar stað mætir Pétur Gautur Svavarsson, Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen og Margrét Gauja Magnúsdóttir í hennar stað mætir Ófeigur Friðriksson.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var dagskrá tilkynnti forseti að bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir hefði tekið sæti að nýju bæjarstjórn eftir leyfi. [line][line]Forseti bar upp tillögu um að taka mál nr. 8 af dagskrá, 1606191 Strandgata 26-30, lóðarstækkun, umsókn. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.[line][line]Forseti bar upp tillögu um að taka á dagskrá fundarins með afbrigðum mál nr. 1606391 Fasteignaskattur, lækkun, afturköllun, tillaga. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  1. Almenn erindi

    • 1606259 – Ungmennaráð, aukið aðgengi að smokkum og dömubindum, sjálfssalar

      Tillaga frá ungmennaþingi/ráð.
      Hugmyndin með smokkasjálfsalann væri þá að koma upp vélum inná salernin í unglingadeild skólanna þar sem þú borgar 100 krónur og þá útvegar vélin þér einn smokk. Við gerum okkur grein fyrir því að sumir foreldrar gætu verið á móti þessu og sagt að við séum að ýta undir kynlíf hjá ungmönnum. Við viljum meina að við séum að ýta undir öruggt kynlíf hjá þeim ungmönnum sem kjósa að stunda kynlíf. Þannig komum við í veg fyrir smitun kynsjúkdóma og ótímabærar þungunnar. Okkur í ungmennaráðinu fannst þetta frábær hugmynd einnig vegna þess að sum, en þó ekki öll, ungmenni sem þora ekki að versla sér smokka myndu þá taka sénsinn á því að stunda kynlíf án hans. Ástæða þess að ungmennin hafa komið með þessar tillögur til okkar er vegna þess að þau finna til óþæginda við að fara í verslun og kaupa sér smokka.

      Það voru margar tillögur sem komu frá stelpum með að fá dömubindasjálfsala inná salernin í skólunum sínum. Þegar við ræddum um þessar tillögur á hittingi ungmennaráðs komum við að þeirri niðurstöðu að hafa körfu með dömubindum og túrtöppum inná salernum skólanna eins og er oft séð til á vinnustað. Ástæðan er sú að við viljum að stelpurnar hafi fullan aðgang að þessum nauðsynjum. Við myndum vilja hafa þessar körfur á salernum í bæði miðdeild og unglingadeild þar sem stelpur byrja á mismunandi aldri, sumar byrja í 6.bekk á meðan aðrar byrja í 10.bekk. Stelpurnar hafa komið með þessar tillögur vegna þess að hjúkrunarfræðingur skólans er ekki alltaf viðstaddur og aðrar einfaldlega þora ekki að spyrja hann eða hana um dömubindi. Það eru oft einhverjar stelpur sem eru ávallt með dömubindi eða túrtappa með sér en meiri hlutinn hefur ekki þessa hluti með sér. Við í ungmennaráðinu myndum því vilja að keyptar væru þessar körfur inná salernin og þær yrðu ávallt með dömuhreinlætisvörum. Dömubindin og túrtapparnir sem eru hjá hjúkrunarfræðingi yrðu þá í þessum körfum í stað þess að vera inná hans/hennar stofu. Það yrði þá hluti af starfi hjúkrunarfræðings að fylla á körfurnar á hverjum morgni.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs, samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.

    • 1606260 – Ungmennaráð, aukin kynfræðsla í grunnskóla

      Tillaga frá ungmennaþingi/ráði.
      Á Ungmennaþinginu 2016 fengum við þá tillögu um að auka kynfræðslu í grunnskólum. Kynfræðsla þarf að vera í samræmi við samfélagið. Í dag er mikið um að ungmenni horfi á “fullorðins kvikmyndir? á netinu og hafa því ranghugmyndir um hvernig kynlíf er.Tökum dæmi: Tveir einstaklingar hittast, annar hefur einungis horft á “fullorðins kvikmyndir? en hinn rómantískar gamanmyndir, þessir einstaklingar hafa algjörlega ólíkar hugmyndir um hvernig kynlíf á að vera. Annar einstaklingurinn í fullorðins kvikmyndum er yfirleitt hlutgerður, sem eru ekki skilaboðin sem að við viljum að ungmenni fái. Ungmenni horfa mikið á sjónvarpsþætti og kvikmyndir og fá þar af leiðandi flestar hugmyndir sínar um hvernig kynlíf er út frá því efni. Í sjónvarpinu er kynlíf sýnt eins og það sé alltaf fullkomið og þá sérstaklega í fyrsta skipti, hvort sem það sé í fyrsta skipti með þessum aðila eða í fyrsta skipti yfir höfuð. Ungmenni halda því að kynlíf verði frábær upplifun við fyrsta skipti en það er ekki rétt. Það getur verið vont, vandræðalegt, óþægilegt og ruglandi. Einn hlutur sem er mikilvægur í kynlífi, sérstaklega í fyrsta skipti eru samskipti, Ungmenni gera sér oft ekki grein fyrir þessu því þetta er aldrei sýnt í sjónvarpinu.

      Við myndum vilja að kynfræðsla yrði jafningjafræðsla nokkru sinnum yfir skólaárið. þar sem væri talað um mikilvægi smokksins, samskipta og hvert er hægt að leita ef eitthvað skyldi koma fyrir og margt fleira. Við myndum vilja að kynfræðslan væri kynjaskipt vegna þess að bæði kynin eiga oft auðveldara með að spyrja spurninga sem við koma þeirra kyni hvort sem er um kynlíf, nálgun við hitt kynið eða kynsjúkdóma að ræða þegar þau eru kynjaskipt. þrátt fyrir það þyrfti að ræða sömu málefni við bæði kynin. Einnig myndum við vilja að dreift væri bæklingum til ungmennanna sem innihalda upplýsingar um hvert væri hægt að leita aðstoðar, hvernig á að ræða við foreldra um þessi mál, kynsjúkdóma og margt fleira.

      Eins og Elisabeth Taylor sagði:„Það er nógu slæmt að fólk deyji úr alnæmi, enginn ætti að deyja úr fáfræði“

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs, samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.

    • 1606261 – Ungmennaráð, íþrótta og sundkennsla í grunnskóla

      Tillaga frá ungmennaþingi/ráði
      Á ungmennaþinginu árið 2016 kom mikið fram umræðan um bíb-test í íþróttum og einnig mikið um sundkenslu.
      Bíb-test: Mikið orum við að ræða að bíb-test ýti undir kvíða og ofreynslu. Ég tala frá eigin reynslu þegar ég segi að fólk með astma komi ekki vel út úr þessu prófi. Alltaf eftir bíb-test ligg ég á gólfinu með tárin í augunum og næ ekki andanum en fæ aldrei góða einkun og hugsa með sjálfri mér að ég eigi að geta betur. Mér finnst eins og íþróttir eigi að kynna fyrir börnum og unglingum fjölbreyttar íþróttir til að byggja að heilbrigðum lífstíl en eigi ekki að snúast um tölur á blaði sem eiga að segja þér hvort þú sért góð/ur í íþróttum því það dregur sjálfstraust mikið niður.
      Sundkensla: Mikið var fjallað um sundkenslu bæði á þinginu og einnig í samfélaginu í dag. Sund getur ýtt undir kvíða og einelti. Mörgum finnst mjög erfitt að fara í skólasund því þau hræðast að vera dæmd og að vera strítt og lögð í einelti. Ég tala aftur frá eigin reynslu að þegar fólk sem er lagt í einelti eða með kvíða vakni daginn sem þau þurfa að fara í skólasund með kvíðahnútinn í maganum við að mæta í sund. Lausnin getur verið sú að hætta í skólasundi á unglingastigi svo sem 8, 9, 10 bekk því það eru nú flestir syndir eftir 7 bekk. Einnig væri hægt að hafa stöðupróf eins og er í mörgum skólum að taka próf og ná ákveðni einkun til að hætta í sundi. Eða allavega að hafa kynjaskipt því mörgum finnst óþæginlegt að fara með hinu kyninu. Eða jafnvel að hafa sund sem valfag. Ég vil leggja áheyrslu á það að börnum og unglingum eigi að líða vel í skóla og bíb-test og sunkennsla eigi ekki að hindra það.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs, samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.

    • 1606262 – Ungmennaráð, hæfileikakeppni grunnskóla

      Tillaga frá ungmennaþingi/ráði
      Eins og sum ykkar vitið þá er árlega haldið listakeppni sem ber nafnið Skrekkur, hingað til hefur hún bara verið fyrir Reykjavík. Við vonumst til að komast með í þessa keppni eða þá til að hafa undanúrslit Hafnarfjarðar og tveir bestu skólarnir myndu þá keppa. Okkur finnst mikilvægt að ungmenni eins og við fáum tækifæri til þess að tjá okkur listrænt og ég veit að ef við fáum að keppa þá aukast listrænir og hugrænir hæfileikar ungmenna í Hafnarfirði. Því legg ég til að Eva Rut Reynisdóttir og ég, Breki förum á fund með starfsfólki skrifstofu tómstundamál og skoðum hvort og hvernig megi vinna að þessu.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs, samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.

    • 1606306 – Ungmennaráð, salerni, merkingar

      Tillaga frá ungmennaþingi/ráði
      Tillaga sem kom fram á ungmennaþinginu um að fjarlægja kynjamerkingar á almenningssalernum.
      Eins og við vitum þá eru ekki allir eins. Það er ekki hægt að flokka fólk niður í tvo hópa, karlkyns og kvenkyns. Jú vissulega eru sumir sem passa inní þessa tvo hópa en það eru hinsvegar ekki allir. Sumir fæðast hvorki karlkyns né kvenkyns og sumir skilgreina sig sem hvorugt. Það getur verið rosalega erfitt fyrir þessa einstaklinga að passa inní samfélagið. Í íslenskri tungu er málið voða kynjabundið. Hvernig maður segir viss orð fer eftir því hvort maður sé að tala um kvenkyns einstakling eða karlkyns. En það sem getur líka verið erfitt fyrir þau sem skilgreina sig hvorki sem karlkyn eða kvenkyn að fara til dæmis á almenningsklósett eða fara í sund. Oftast eru þessir staðir merktir með kynjamerkingum, sem sagt að maður eigi að fara á þetta klósett eða þennan klefa ef að maður er kvenkyns en hinn klefann ef maður er karlkyns. Þá getur verið erfitt fyrir manneskju sem skilgreinir sig sem hvorugt af þessu að ákveða sig í hvort það á að fara. Það er nefnilega rosaleg ákvörðun fyrir fólk sem skilgreinir sig sem hvorki karlkyn né kvenkyn að velja hvaða klósett eða klefa það á að fara í. Við spurjum okkur þá hvort þau geti ekki notað fatlaðaklósettin. Jú vissulega væri það mögulegt en þá vakna spurningar af hverju sá einstaklingur sé að nota fatlaðaklósettið. Við ungmennin í bænum viljum þess vegna að það verði eitthvern veginn breytt almenningsklósettum svo að þau séu opin fyrir öllum. Það er hægt að byrja smátt og fjarlægja kynjamerkingar af almenningsklósettum sem er bara fyrir einn. Það er líka fáránlegt ef maður hugsar út í það að það séu kynjamerkingar á einstaklingsklósettum. Við hljótum öll að geta deilt þeim. Við í ungmennaráði viljum að þið takið þessu alvarlega því okkur finnst nauðsynlegt að allir fái að njóta sömu réttinda óháð því hvaða kyn það er.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1511106 – Undirnefndir, aukið samráð

      2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 16.júní sl.
      Tekið fyrir að nýju.

      Tillaga forsetanefndar að verklagi um samráð við ráðgefandi undirnefndir (Ungmennaráð, Öldungaráð, Ráðgjafarráð í málefnum fatlaðs fólks og Fjölmenningarráð):

      Fagráð bæjarins fundi a.m.k. einu sinni á ári með hverju ráðgefandi ráði fyrir sig, gjarnan í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og aðra stefnumótandi áætlanagerð.
      Fagráð bæjarins kalli til sín áheyrnarfulltrúa úr ráðgefandi ráðunum eftir því sem við á þegar málefni sem snerta hvern hóp fyrir sig eru til umfjöllunar.

      Forsetanefnd vísar tillögunni til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Framlögð tillaga borin upp til atkvæða, tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

      5.liður úr fundargerð SBH frá 14.júní sl.
      Lögð fram lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar, kynning á vali hönnunarteymis.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á skipulagsverkefninu hvað varðar aðalskipulagsbreytingu samanber 1.mgr. 30.gr. 123/2010.
      Jafnframt samþykkir ráðið fyrirhugað val á hönnunarteymum.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samnþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu dags. 10.6. 2016 er varðar aðalskipulagsbreytingu fyrir Reykjavíkurveg, rammaskipulag, samanber 1. mgr. 30.gr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1606191 – Strandgata 26-30, lóðarstækkun, umsókn

      15.liður úr fundargerð BÆJH frá 14.júní sl.
      Lögð fram umsókn um stækkun lóðarinnar Strandgötu 26-30 að Fjarðargötu 13-15.

      Bæjarráð samþykkir umsóknina með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Mál tekið af dagskrá.

    • 1606070 – Hnoðravellir 35-39, umsókn um lóð

      17.liður úr fundargerð BÆJH frá 14.júní sl.
      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn Byggingafélagsins X ehf. og vísar til bæjarstjórnar.

      Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. Einn situr hjá.

    • 1602249 – Óseyrarbraut 27B, lóðarumsókn,úthlutun

      1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 8.júni sl.
      Tekin fyrir að nýju bréf frá Sölva Steinarri slf. þar sem óskað er eftir því að lóðaúthlutun lóðarinnar Óseyrarbraut 27b, dagsett 2. mars 2016 verði felld niður. Lögð fram drög að leigusamningi fyrir Óseyrarbraut 27b og jafnframt lagt fram álit bæjarlögmanns.

      Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að afturkalla lóðaúthlutun lóðarinnar Óseyrarbrautar 27b til Sölva Steinars slf frá 2. mars 2016. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn fyrir sitt leyti fyrirliggjandi leigusamning vegna lóðarinnar til sama aðila.

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að afturkalla lóðaúthlutun lóðarinnar Óseyrarbraut 27b til Sölva Steinars slf frá 2. mars 2016.

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

      1.liður úr fundargerð FRÆH frá 8.júní sl.
      Þjónustusamningur lagður fram til afgreiðslu. Fulltrúar Framsýnar mæta til fundarins.

      Fulltrúar Framsýnar mættu á fundinn og veittu upplýsingar um stöðu innritunar, fyrirhugaða starfsemi og áherslur skólans.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fram kom á fundinum að kostnaðarþætti tillögunnar verður mætt að fullu með breytingum sem verða á fjárhagsáætlun. Breytingarnar eru til komnar vegna minna fjárframlags til Barnaskóla Hjallastefnunnar á yfirstandandi fjárhagsári en áætlanir gerðu ráð fyrir, vegna færri nemenda og vegna þess að miðstig skólans hættir. Gerð verður nánari grein fyrir kostnaðarþætti tillögunnar í viðauka við fjárhagsáætlun 2016 sem lagður verður fram síðar í mánuðinum.

      Samþykkt með 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar, en fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar greiddu atkvæði á móti.

      “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna geta ekki samþykkt tillögu um nýjan einkarekinn grunnskóla í Hafnarfirði. Ljóst er að með þjónustusamningi við skólann aukast útgjöld bæjarins um tugi milljóna. Í gögnum er ekki gerð fullnægjandi grein fyrir húsnæðismálum skólans og óljóst hvort þau uppfylli kröfur grunnskólalaga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustað, ekki síst hvað varðar skólalóð. Þá teljum við rekstrarforsendur skólans hæpnar ef miða á við að Hafnarfjarðarbær greiði eingöngu með 45 nemendum þegar forsvarsmenn skólans hafa gert ráð fyrir 120 nemendum til þess að rekstur skólans gangi upp til lengri tíma. Þá má einnig benda á þversagnir í innsendum gögnum varðandi jafnt aðgengi nemenda að skólanum. Eins er augljóst að fyrirhuguð innheimta skólagjalda mun leiða til þess að ekki eigi allir kost á að sækja skólann.
      Að ofansögðu teljum við engar forsendur til að samþykkja þjónustusamning um nýjan grunnskóla við Framsýn-Skólafélag.
      Við ítrekum fyrri bókanir okkar og gerum alvarlegar athugasemdir við þá forgangsröðun sem birtist í þessum gjörningi að kosta tugum milljóna til þess að fjármagna einkaskóla í stað þess að láta umframfjármuni renna til leik- og grunnskóla sem bæjarfélagið rekur sjálft.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson”

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar bóka:
      “Það er ánægjulegt að afgreiða fyrirliggjandi þjónustusamning fyrir hönd fræðsluráðs. Í fyrirliggjandi þjónustusamningi er ýmislegt sem telst nýmæli í samningi sem þessum og má þar nefna þak á skólagjöld, aukið eftirlit með innritun barna, auknar kröfur um mat á þörfum vegna sérkennlu, að hagnaði verði varið í innra starfið en ekki í arðgreiðslur og öflugra ytra mat á skólastarfi. Þá er samningurinn gerður til 2ja ára með endurskoðun að ári liðnu. Skólinn fengið viðurkenningu Menntamálastofnunar og uppfyllir því öll skilyrði hvað varðar skólastarf og húsnæði. Ekki verður nauðsynlegt að auka fjárheimildir á þessu ári vegna skólans, þar sem rými skapast við að miðdeild Barnaskóla Hjallastefnunnar hættir og dekkar allan kostnað bæjarins á árinu. Þess ber að geta að síðastliðin tvö ár hefur inngjöf í hafnfirskt skólastarf verið töluverð, ekki síst vegna þess að kennurum hefur fjölgað um 50 á tímabilinu á meðan nemendum hefur fjölgað um rúmlega 100.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birki Einarsson og leggur fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir framlagðan þjónustusamning við Framsýn – Skólafélag ehf og þar með stofnun grunnskóla Framsýnar og framlög til hans, sbr. 43. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 með síðari breytingum sbr. reglugerð nr. 699/2012 um viðurkenningu grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum og skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

      Til máls tekur öðru sinni Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Til máls öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur að andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.

      Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir gerir stutta athugasemd.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi tillögu: Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að afgreiðslu málsins verði frestað þar til að bæjarstjóri hefur lagt fram svör við þeim spurningum sem lagðar voru fram á síðasta bæjarráðsfundi, svör sem bæjarstjóri hefur boðað og hann hefur staðfest að snerta grundvallatriði í því máli sem hér er lagt fram til afgreiðslu.

      Tillagan er borin undir atkvæði og er felld með 7 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar gegn 4 atkvæðum Samfylkingar og Vinstri grænna.

      Gunnar Axel Axelsson gerir grein fyrir atkvæðu sínu.

      Framkomin tillaga Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar borin undir atkvæði, tillaga er samþykkt með 7 atkvæðum Sjálfstæðtisflokks og Bjartrar framtíðar gegn 4 atkvæðum Samfylkingar og Vinstri grænna.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka fyrri bókanir um stofnun einkaskóla. Við gerum alvarlegar athugasemdir við þá forgangsröðun sem birtist í gjörningi fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að kosta tugum milljóna til þess að fjármagna einkaskóla á meðan skorið hefur verið niður í hafnfirskum leik- og grunnskólum. Við minnum á að tveimur leikskólaúrræðum hefur nú þegar verið lokað í hagræðingarskyni og fyrir dyrum stendur lokun tveggja til viðbótar, þar á meðal einum elsta starfandi leikskóla bæjarins. Á sama tíma hefur þróunarsjóður leik- og grunnskóla verið skorinn niður í tvígang, nú síðast um 60 milljónir króna. Við höfnum því að einkavæðing sé forsenda nýsköpunar og teljum óforsvaranlegt að skorið sé niður í þróunar- og nýsköpunarstarfi í skólum sem reknir eru af bæjarfélaginu á sama tíma og fjármunir eru settir í að greiða fyrir nýsköpun á forræði einkaskóla.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar: „Með samþykkt sinni á fyrirliggjandi þjónustusamningi og stofnun grunnskóla Framsýnar ? Skólafélags ehf hefur bæjarstjórn stigið mikilvægt skref í átt að frekari framþróun grunnskólastarf í Hafnarfirði. Á sama tíma og framlag til grunnskóla bæjarins hefur verið aukið umtalsvert, er með þessu verð að auka enn frekar valmöguleika barna til að stunda nám eftir áhugasviði. Grunnskóli Framsýnar ? Skólafélags ehf verður með áherslur á íþróttir og heilsu. Skólinn hefur hlotið viðurkenningu Menntamálastofnunar um að hann uppfylli faglegar kröfur sem gerðar eru til grunnskóla á Íslandi og hefur sýnt fram á rekstrarlegt hæfi sem uppfyllir kröfur til slíkra skóla. Fyrirliggjandi þjónustusamningur er gerður til tveggja ára með endurskoðun að ári. Í samningnum er tryggt öll börn, óháð andlegu eða líkamlegu atgervi hafi jafna möguleika á að sækja menntun í skólanum. Sett þak á hámark skólagjalda, sem er lægra en almennt gerist í sambærilegum skólum, og skilyrt er að hagnaður af starfseminni fari til frekari innri uppbyggingar í skólanum en verði ekki greiddur út sem arður til eigenda. Skólinn undirgengst allar sömu úttektir á skólastarfi af hálfu skólayfirvalda og framkvæmdar eru í öðrum grunnskólum Hafnarfjarðar. Þá er tryggt að þjónusta við börn sem þurfa sérþjónustu sé sú sama og í öðrum skólum bæjarins.“

    • 1606391 – Fasteignaskattur, hækkun, afturköllun, tillaga

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar frá bæjarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna:
      Bæjarstjórn samþykkir að draga til baka þá fordæmalausu hækkun fasteignaskatta sem samþykkt var í desember sl. og fela bæjarstjóra að útbúa tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun þess efnis.
      Greinargerð:
      Þann 5. desember 2015 samþykkti meirihluti bæjarstjórnar, Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð, fordæmalausa hækkun á fasteignasköttum á íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði um 21,5% fyrir árið 2015. Álagningarstuðull var hækkaður í einu vetfangi úr 0,28% í 0,34%. Aldrei áður í sögu Hafnarfjarðar hafa fasteignaskattar verið hækkaðir jafn mikið á milli ára og raun ber vitni.
      Á sama tíma hefur fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkað jafnt og þétt í Hafnarfirði og nemur hækkunin almennt á milli 15-20% á sl. þremur árum, sem veldur almennt beinni tekjuaukningu hjá sveitarfélögum óháð álagningarprósentunni.
      Raunhækkun fasteignaskatta á eigendur íbúðahúsnæðis er því veruleg og ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði og Björt framtíð hafa með samþykkt sinni skert kaupmátt Hafnfirðinga auk þess sem leigjendur íbúðahúsnæðis hafa tekið við verulegri hækkun á leigu umfram það sem gerst hefur hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, sem almennt hækkuðu ekki skatta með hækkun álagningarprósentu sinni milli ára.
      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja því til að hækkun fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verði afturkölluð og álagningarstofn verði 0,28% líkt og árin tvö þar á undan.
      Fasteignaskattar verði þegar í stað endurreiknaðir og endurálagt á eigendur íbúðarhúsnæðis. Tekjuskerðingu bæjarsjóðs verði mætt með hagræðingu í yfirstjórn og stjórnsýslu. Þá ber að nefna að í nýlegu fasteignamati vegna ársins 2017 má gera ráð fyrir 6-11% hækkun á höfuðborgarsvæðinu. Tekjuaukning bæjarfélagsins er því alla tíð fyrirsjáanleg með hækkun fasteignamatsins.
      Mikilvægt er að á sama tíma og hægt er að ná fram lækkun á þjónustugjöldum Fráveitu og Vatnsveitu vegna minni fjárfestinga eftir mikilvæga uppbyggingar á stofnkerfum á sl. áratug að eigendur fasteigna séu ekki beittir þeim misrétti að njóta ekki að sama skapi þjónustugjaldalækkunar með hækkun á sköttum, sem hafa lögformlega viðmiðun.
      Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Tillagan er borin undir atkvæði. Tillaga er felld með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna.

      Gert fundarhlé kl. 15:45.

      Helga Ingólfsdóttir vék af fundi.

      Fundi framhaldið kl. 19:05

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016, Viðauki

      2.liður úr fundagerð BÆJH frá 14.júní sl.
      Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 lagður fram.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn

      Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemdir við þá forgangsröðun fjármuna sem kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun 2016 og birtist í framlagi til stofnun einkaskóla. Áður hefur verið bókað í fræðsluráði að finnist svigrúm innan fjárheimilda til þess að auka framlög til skólamála teljum við brýnt að forgangsraðað sé í þágu þeirra grunnskóla sem sveitarfélagið rekur sjálft áður en ráðist er í slíkt verkefni.

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Forgangsröðun fjármuna birtist með þeim hætti í viðauka við fjárhagsáætlun, að 29 milljón krónum sem áætlað var að verja í greiðslur til sjálfstætt starfandi skóla er áfram varið til sjálfstætt starfandi skóla.
      Nýting 40 milljón króna aukins svigrúms til kennsluúthlutunar í grunnskólum endurspeglar forgangsröðun til öflugs skólastarfs í bænum.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að þær 40 milljónir sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar nefna hér eru ekki til ráðstöfunar. Það að hætta við niðurskurð tímabundið er ekki það sama og gefa innspýtingu til skólamála. Þetta er villandi framsetning og í besta falli rangtúlkun.

      Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

      Framlagður viðauki er samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum. 4 sitja hjá.

    • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 14.júní sl.
      a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3.júní sl.
      b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 26.maí sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 2.maí sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27.maí sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 20.júní sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.júní sl.
      Fundargerðir fræðsluráðs frá 8. og 15.júní sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 16.júní sl.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson, undir fundargerð bæjarráðs frá 14. júní s.l. lið 3.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson undir sömu fundargerð sama lið.

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Kosið í ráð og nefndir til eins árs:

      Bæjarráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Fjölskylduráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Fræðsluráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Skipulags- og byggingaráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Bláfjallanefnd/Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, einn aðalmaður og einn til vara.
      Íþrótta- og tómstundanefnd, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Menningar- og ferðamálanefnd, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Stjórn Hafnarborgar, tveir menn kosnir í stjórn Hafnarborgar.
      Stjórn Reykjanesfólkvangs, einn maður.
      SORPA bs. Einn aðalmaður og einn til vara og tveir menn í fulltrúaráð.
      Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Einn varamaður.
      Stjórn Strætó bs. Einn aðalmaður og einn til vara.
      Fulltrúaráð SSH, fimm aðalmenn.
      Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, tveir aðalmenn.
      Stjórn GN-eigna ehf, fimm aðalmenn og þrír til vara, formannskjör.
      Forsetanefnd, skipuð forseta og varaforsetum bæjarstjórnar.

      Kosning í ráð og nefndir.

      Bæjarráð:
      Aðalmenn:
      Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4,
      Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38
      Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7
      Sverrir Garðarsson, Hellisgötu 34, áheyrnafulltrúi
      Varamenn:
      Unnu Lára Bryde, Fjóluási 20
      Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9
      Einar Birki Einarsson, Hverfisgötu 42
      Gunnar Axel Axelsson, Selvogsgötu 16a
      Eyrún Ósk Jónsdóttir, Einivöllum 5
      Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 6, varaáheyrnafulltrúi

      Fjölskylduráð:
      Aðalmenn:
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26
      Kristín Thoroddsen, Burknabergi 4
      Árni Rúnar Þorvaldsson, Álfaskeiði 10
      Fjölnir Sæmundsson, Lækjarkinn 10,
      Varamenn:
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Guðrún Jónsdóttir, Suðurgötu 67
      Valdimar Víðisson, Nönnustíg 8
      Helga Þórunn Sigurðardóttir, Stekkjarhvammi 48
      Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 6

      Fræðsluráð:
      Aðalmenn:
      Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7
      Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42
      Hörður Svavarsson, Hólabraut 6
      Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38
      Sverrir Garðarsson, Hellisgötu 34
      Varamenn:
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7
      Algirdas Slapikas, Burknavöllum 21b
      Gestur Svavarsson, Blómvangi 20

      Umhverfis- og framkvæmdaráð:
      Aðalmenn:
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42
      Helga Björg Arnardóttir, Þrastarási 28
      Friðþjófur Helgi Karlsson, Úthlíð 15
      Ómar Ásbjörn Óskarsson, Þrastarási 14
      Birna Ólafsdóttir, Kvistavöllum 29, áheyrnarfulltrúi
      Varamenn:
      Örn Tryggvi Johnsen, Hraunbrún 48
      Lára Janusdóttir, Teigabyggð 8
      Matthías Freyr Matthíasson, Lækjarhvammi 8
      Bára Friðriksdóttir, Arnarhrauni 35
      Sverrir Jörstad Sverrisson, Hamarsbraut 9
      Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, Lækjarkinn 10, varaáheyrnarfulltrúi

      Skipulags- og byggingaráð
      Aðalmenn:
      Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9
      Borghildur Sölvey Sturludóttir, Vesturgötu 12b
      Pétur Óskarsson, Þrastarási 71
      Ófeigur Friðriksson, Berjavöllum 3
      Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 6
      Varamenn:
      Skarphéðinn Orri Björnsson, Norðurbakka 25d
      Sigurður P Sigmundsson, Fjóluhlíð 14
      Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1
      Óskar Steinn Ómarsson, Kirkjuvegi 11b
      Sigurbergur Árnason, Norðurvangi 44

      Bláfjallanefnd/Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
      Aðalmaður:
      Pétur Óskarsson, Þrastarási 71
      Varamaður:
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26

      Íþrótta- og tómstundanefnd:
      Aðalmenn:
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c
      Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Drekavöllum 13
      Varamenn:
      Finnur Sveinsson, Lindarhvammi 2
      Ebba Særún Brynjarsdóttir, Hjallabraut 43
      Ægir Örn Sigurgeirsson, Blikaási 26

      Menningar- og ferðamálanefnd:
      Aðalmenn:
      Unnur Lára Bryde, Fjóluás 20
      Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1
      Jón Grétar Þórsson, Urðarstíg 8
      Varamenn:
      Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4
      Sóley Elíasdóttir, Suðurgötu 15
      Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Engjahlíð 3a

      Stjórn Hafnarborgar (2 menn)
      Pétur Gautur Svavarsson, Arnarhrauni 27
      Sigríður Björk Jónsdóttir, Hverfisgötu 58

      Stjórn Reykjanesfólkvangs (1 maður)
      Finnur Sveinsson, Lindarhvammi 2

      Stjórn Sorpu bs, 1 aðalmaður og 1 til vara, 2 í fulltrúaráð
      Aðalmaður:
      Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7
      Varamaður:
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4

      Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, (1 varamaður)
      Sjálfkjörinn aðalmaður er bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson
      Varamaður:
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4

      Stjórn Strætó, 1 aðalmaður og 1 varamaður
      Aðalmaður:
      Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42
      Varamaður:
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42

      Fulltrúaráð SSH, 5 aðalmenn
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4
      Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26
      Sverrir Garðarsson, Hellisgötu 34
      Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7

      Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, 2 aðalmenn
      Borghildur Sölvey Sturludóttir, Vesturgötu 12b
      Ófeigur Friðriksson, Berjavöllum 3

      Þetta eru jafn margir og kjósa á og eru þeir kosnir með 10 samhljóða atkvæðum og eru því rétt kjörnir.

      Kosning formanna og varaformanna ráða:

      Bæjarráð
      Fram kom tillaga um Rósu Guðbjartsdóttir sem formann og Guðlaugu Kristjánsdóttur sem varaformann.
      Fleiri tillögur komu ekki fram og eru þær kjörnar með 10 samhljóða atkvæðum.

      Fjölskylduráð
      Fram kom tillaga um Guðlaugu Kristjánsdóttur sem formann og Helgu Ingólfsdóttur sem varaformann.
      Fleiri tillögur komu ekki fram og eru þær kjörnar með 10 samhljóða atkvæðum.

      Fræðsluráð
      Fram kom tillaga um Rósu Guðbjartsdóttur sem formann og Einar Birkir Einarsson sem varaformann.
      Fleiri tillögur komu ekki fram og eru þau kjörin með 10 samhljóða atkvæðum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð
      Fram kom tillaga um Helgu Ingólfsdóttur sem formann og Helgu Björgu Arnardóttur sem varaformann.
      Fleiri tillögur koma ekki fram og eru þær kjörnar með 10 samhljóða atkvæðum.

      Skipulags- og byggingaráð
      Fram kom tillaga um Ólaf Inga Tómasson sem formann og Borghildi Sölvey Sturludóttir sem varaformann.
      Fleiri tillögur komu ekki fram og eru þau kjörin með 10 samhljóða atkvæðum.

      Kjörstjórn vegna Alþingis- og sveitastjórnarkosninga:
      Birna Sigurbjörg Benediktsdóttir, Eskivöllum 5 er tilnefnd sem varamaður. Er hún kjörin með 10 samhljóða atkvæðum.

    • 1406220 – Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara, 2014-2018

      Kosning forseta:
      Guðlaug Kristjánsdóttir hlaut 10 atkvæði sem forseti og skoðast hún rétt kjörin.

      Kosning 1. varaforseta:
      Adda María Jóhannsdóttir hlaut 10 atkvæði sem 1. varaforseti og skoðast hún rétt kjörin.

      Kosning 2. varaforseta
      Kristinn Andersen hlaut 10 atkvæði sem 2. varaforseti og skoðast hann rétt kjörinn.

      Kosning skrifara og varaskrifara:
      Einar Birkir Einarsson og Margrét Gauja Magnúsdóttir eru tilnefnd sem skrifarar bæjarstjórnar og Helga Ingólfsdóttir og Sverrir Garðarsson voru tilnefnd sem vararskrifarar bæjarstjórnar. Tilagan samþykkt með 10 samhljóma atkvæði og skoðast þau rétt kjörin.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og þakkar Ófeigi Friðrikssyni bæjarfulltrúa störf í bæjarstjórn.

    • 1604433 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

      6. liður úr fundargerð forsetanefndar frá 16.júní sl.
      Til umræðu

      Málið rætt.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

      “Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar 2016 stendur, sem er frá og með 23. júní til og með 19. ágúst 2016. Fyrsti reglubundni fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður þann 31. ágúst 2016. Ráðsvika skal byrja í viku 34, þ.e. þann 22. ágúst 2016.”

      Með samþykkt þessarar tillögu fellur niður samþykkt bæjarstjórnar frá 27. apríl 2016.

      Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Ábendingagátt