Bæjarstjórn

28. september 2016 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1771

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Kristján Sturluson, sviðsstjóri stjórnsýslusvið staðgengill bæjarstjóra fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Kristján Sturluson, sviðsstjóri stjórnsýslusvið staðgengill bæjarstjóra fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]

  1. Almenn erindi

    • 1609092 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis, samstarfssamningur, tillaga

      5.liður úr fundargerð BÆJH frá 20.sept. sl.
      Lögð fram tillaga að samstarfssamningi um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að samstarfssamningi um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins og vísar til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur til að málinu verði frestað.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Forseti ber upp framkomna tillögu um að málinu verði frestað. Tillagan er það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1609257 – Undirhlíðanáma, breyting á deiliskipulagi vegna Sandskeiðslínu 1.

      1.liður úr fundarger SBH frá 22.sept.sl.
      Efla verkfræðistofa í umboði Landsnets óskar eftir að breyta deiliskipulagi í Undirhlíðanámu vegna raflína skv. meðfylgjandi gögnum. Matslýsing liggur fyrir skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
      Skipulags- og byggingarfulltrúar vísuðu erindinu í skipulags-og byggingarráð á fundi sínum 14. sept. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð leggur eftirfarandi til við bæjarsjtórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyriliggjandi lýsingu og meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfullrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Framlögð tillaga: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.” borin undir atkvæði. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      2.liður úr fundargerð SBH frá 22.sept. sl.
      Tekin fyrir að nýju tillaga Nexus arkitekta að deiliskipulagi lóðanna 11-12 við Stapahraun.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 03.11.2015, fyrirliggjandi tillögu og heimilaði að hún yrði auglýst skv. 43. grein skipulgaslaga nr. 123/2010.

      Tillagan var auglýst frá 28.12.2015-08.02.2016. Ein athugasemd barst dags. 05.02.2016. Svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum dags 04.03.2016 ásamt uppdrætti var samþykkt á fundi ráðsins þann 08.03.2016.

      Skipulags- og byggignarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa frá 4.3.2016 og leggur eftirfarandi til við bæjarsjtórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyriliggjandi tillögu og henni verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Fundarhlé gert kl. 14:41. Fundi er framhaldið kl. 14:56.

      Forseti leggur til að málinu verði frestað. Tillaga samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.sept.sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9.sept sl.
      b. Fundargerð eigendafundar SORPU bs frá 5.sept. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.sept.sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 21.sept. sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 20.sept. sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.sept. sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 14.sept. sl.
      c. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 5.sept. sl.
      d. Fundargerð stjórnar SSH frá 5.sept. sl.
      e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9.sept. sl.
      f. Fundargerð eigendafundar SORPU bs. frá 5.sept. sl.
      g. Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 5.sept. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 21.sept. sl.
      Fundargerðir forsetanefndar frá 14. og 23. sept. sl.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir undir fundargerð fræðsluráðs frá 21. september s.l. lið 7. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir undir sömu fundargerð sama lið. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson undir sömu fundargerð sama lið. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson kemur að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson undir sömu fundargerð sama lið.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir undir sömu fundargerð sama lið. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir undir sömu fundargerð sama lið. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen undir sömu fundargerð sama lið. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir undir sömu fundargerð lið 9. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur til andsvars. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir undir sömu fundargerð sama lið. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson undir fundargerð bæjarráðs frá 20. september s.l. 8 lið.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur Kristján Sturluson staðgengill bæjarstjóra. Til andsvars kemur bæjarfullrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemda.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson undir fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 22. september s.l. 3 lið.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson undir sömu fundargerð 4 lið.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson undir fundargerð bæjarráðs frá 20. september s.l. 7 lið. Til andsvars kemur Kristján Sturluson staðgengill bæjarstjóra. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson undir sömu fundargerð sama lið. Til andsvars kemur Kristján Sturluson staðgengill bæjarstjóra undir sömu fundargerð sama lið. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir gerir stutta athugasemd.

Ábendingagátt