Bæjarstjórn

12. október 2016 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1772

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
  • Ófeigur Friðriksson varamaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen, Helga Ingólfsdóttir í hennar stað mætir Skarphéðinn Orri Björnsson, Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Ófeigur Friðriksson og Margrét Gauja Magnúsdóttir í hennar stað mætir Friðþjófur Helgi Karlsson.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp þá tillögu um að taka á dagskrá fundarins með afbrigðum mál nr. 1609335, Alþingiskosningar 2016, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen, Helga Ingólfsdóttir í hennar stað mætir Skarphéðinn Orri Björnsson, Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Ófeigur Friðriksson og Margrét Gauja Magnúsdóttir í hennar stað mætir Friðþjófur Helgi Karlsson.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp þá tillögu um að taka á dagskrá fundarins með afbrigðum mál nr. 1609335, Alþingiskosningar 2016, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  1. Almenn erindi

    • 1510326 – Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg

      Lögð fram tillaga að bókun:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á lokun Herjólfsbrautar við Garðahraunsveg (gamla Álftarnesveg) eins og fram kemur í auglýsingu um tillögu að breyttu deiliskipulagi Garðahrauns frá 7. sept s.l..
      Fyrirliggjandi tillaga sem gerir ráð fyrir talsverðum breytingum á m.a. umferðartengingum er lögð fram á nokkurs samráðs né úttektar á umferðarmálum svæðisins.
      Nái tillagan fram að ganga mun umferð aukast stórlega í gegnum íbúðahverfi Norðurbæjar og hafa veruleg áhrif á heimilis- og starfsmenn Hrafnistu auk þess sem viðbragðstími sjúkra- og slökkviliðs lengist verulega inn á það svæði og nyrðri hluta Hafnarfjarðar.
      Í fyrirliggjandi tillögu eru t.d. gerðar breytingar á umferðarmannvirkjum sem eiga sér ekki stoð í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á bæjaryfirvöld í Garðabæ að falla frá fyrirhuguðum breytingum.

      Lögð fram eftirfarandi bókun:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á lokun Herjólfsbrautar við Garðahraunsveg (gamla Álftarnesveg) eins og fram kemur í auglýsingu um tillögu að breyttu deiliskipulagi Garðahrauns frá 7. sept s.l..
      Fyrirliggjandi tillaga sem gerir ráð fyrir talsverðum breytingum á m.a. umferðartengingum er lögð fram án nokkurs samráðs né úttektar á umferðarmálum svæðisins.
      Nái tillagan fram að ganga mun umferð aukast stórlega í gegnum íbúðahverfi Norðurbæjar og hafa veruleg áhrif á heimilis- og starfsmenn Hrafnistu auk þess sem viðbragðstími sjúkra- og slökkviliðs lengist verulega inn á það svæði og nyrðri hluta Hafnarfjarðar.
      Í fyrirliggjandi tillögu eru t.d. gerðar breytingar á umferðarmannvirkjum sem eiga sér ekki stoð í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á bæjaryfirvöld í Garðabæ að falla frá fyrirhuguðum breytingum.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Framlögð bókun er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1609092 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis, samstarfssamningur, tillaga

      Frestað á fundi bæjarstjórnar 28.sept.sl.
      5.liður úr fundargerð BÆJH frá 20.sept. sl.
      Lögð fram tillaga að samstarfssamningi um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að samstarfssamningi um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins og vísar til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur til að málinu verði frestað.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Forseti ber upp framkomna tillögu um að málinu verði frestað. Tillagan er það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

      Framlagaður samningur samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

      Lögð fram eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar vill árétta, að með samþykki sínu á samstarfssamningi sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, er það skilningur Hafnarfjarðarbæjar að snjóbrettaíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði eins og öðrum skíðaíþróttum sem stundaðar eru sem afreksíþróttir. Bæjarstjórnin beinir því til stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að taka tillit til þessa í stefnumótun sinni og í áætlanagerð framvegis vegna skíðasvæðanna.“

      Framlögð bókun samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1607487 – Vörðustígur 2, stækkun lóðar

      4.liður úr fundargerð SBH frá 4.okt. sl.
      Magný K Jónsdóttir og Reynir Sigurðsson sækja um stækkun á lóð sinni Vörðustíg 2 um ca 34 m2, sbr meðfl.litað mæliblað.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umbeðna lóðarstækkun fyrir sitt leyti með vísan til minnisblaðs umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 21. sept. 2016 og leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir umbeðna lóðarstækkun í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir umbeðna lóðarstækkun í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa með 10 samhljóða atkvæðum, einn bæjarfulltrúi er fjarverandi.

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 28.sept. sl.
      17.liður úr fundargerð SBH frá 4.okt. sl.
      Deiliskipulag lóðanna við Stapahraun 11-12 í Hafnarfirði.

      Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. 9.6.2016, greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.6.2016 og deiliskipulagsuppdrátt NEXUS arkitekta samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 14.7.2016 að auglýsa tillögu að deililskipulagi Stapahrauns 11 – 12 á ný með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Breytingin felst í því að lóðirnar Stapahraun 11 og 12 verða sameinaðar og götustæði styttist. Nýtingarhlutfall hinnar sameinuðu lóðar verður 0,75. Tillagan var auglýst frá 20.07.2016-31.08.2016. Viðbótarfrestur var veittur til að koma á framfæri athugasemdum. Viðbótarfrestur rann út þann 27. sept s.l. Engar athugasemdir bárust.
      Tillagan hafði verið auglýst áður frá 28.12.2015-08.02.2016.
      Ein athugasemd barst þá.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa frá 4.3.2016, málsmeðferð vegna bréfs Skipulagsstofnunar frá 9.6.2016 og leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að henni verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að henni verði lokið skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1604134 – Selhella 6, lóðarumsókn, úthlutun,afsal

      13.liður úr fundargerð BÆJH frá 6.okt.sl.
      Hákon Örn Ómarsson f.h. Græna Víkingsins afsalar lóðinni með tölvupósti þann 19.9.2016.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Selhellu 6 til Græna Víkingsins ehf. verði afturkölluð.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthlutun lóðarinnar Selhellu 6 til Græna Víkingsins ehf. verði afturkölluð.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      15.liður úr fundargerð BÆJH frá 6.okt. s.l.
      Endurskoðaðir samningar við velferðarráðuneyti lagðir fram.

      Bæjarráð vísar endurskoðuðum samningum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur að stuttri athugasemd. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi kemur að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir gerir stutta athugasemd.

      Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Kristinn Andersen.

      Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir forseti.

      Framlagður samningur er samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar með 11 samhljóða atkvæðum.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma það hvernig fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafa staðið að málum varðandi uppbyggingu á hjúkrunarheimili í Hafnarfirði. Þrátt fyrir margra ára undirbúningsvinnu og umtalsverða fjárfestingu ákvað meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks strax í upphafi þessa kjörtímabils að rjúfa þá þverpólitísku samstöðu sem verið hafði um byggingu hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og þjónustuíbúða fyrir aldraða á Völlum allt frá árinu 2006, og setti þar með verkefnið á byrjunarreit. Ef haldið hefði verið áfram með þau áform hefði það styrkt mjög þjónustu í þessu stóra og mest ört vaxandi hverfi bæjarins. Nú er ekki útlit fyrir að nýtt hjúkrunarheimili opni fyrr en í fyrsta lagi á vormánuðum 2018 og engin áform eru um heilsugæslu eða þjónustuíbúðir á Völlum. Ein meginforsenda fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar varðandi uppbyggingu á Sólvangi var að fara í endurbætur á gamla húsinu og fjölga rýmum. Innanríkisráðuneytið hefur hins vegar hafnað öllum slíkum áformum og ekkert sem bendir til að sú ákvörðun verði endurskoðuð að sinni. Það er sorglegt að horfa upp á þá meðferð sem málið hefur fengið af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Verkefnið hefur tafist fram úr hófi og þjónustuuppbygging á Völlum slegin út af borðinu. Gífurlegir fjármunir hafa tapast og hugmyndum um fjölgun rýma verið hafnað af hálfu ráðuneytis. Þá hafa rými íbúa verið minnkuð um 10 fermetra frá því sem gert var ráð fyrir í eldri samningi. Þrátt fyrir þá forkastanlegu meðferð sem málið hefur fengið er okkur ljóst að þörf Hafnfirðinga fyrir nýtt hjúkrunarheimili er brýn. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafa ekki hug á því að fara í sömu pólitísku skotgrafirnar og fulltrúar meirihlutans hafa gert í þessu máli og draga þannig uppbyggingu á nýju hjúkrunarheimili. Við munum ekki standa í vegi fyrir þessum samningi og greiðum honum atkvæði okkar í þeirri von að málið tefjist ekki lengur en það hefur nú þegar gert.”

      Gert fundarhlé kr. 15:29. Bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson víkur af fundi kl. 15:42. Fundi framhaldið kl. 16:03.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks: “Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins fagna þeim árangri sem náðst hefur við endurskoðun samnings Hafnarfjarðarbæjar og velferðarráðuneytisins um nýtt hjúkrunarheimili. Hann felur meðal annars í sér að fjárhagslegri óvissu bæjarins um reksturinn er eytt, leiguverð er bænum hagstæðara og endanlegur samningur um tækjabúnað liggur fyrir í upphafi. Hönnun hjúkrunarheimilisins er í fullum gangi, frá fyrsta opnunardegi verður öflug stoðþjónusta í næsta nágrenni og sóknarfæri eru falin í því að fjölga hjúkrunarrýmum í Hafnarfirði enn frekar með endurgerð á eldra húsnæði. Bæjarstjóra og embættismönnum er þakkað fyrir að ná þessum mikilvægu úrbótum á samningnum.”

    • 1609319 – Hraunskarð 2, lóðarumsókn

      16.liður úr fundargerð BÆJH frá 6.okt.sl.
      Lagt til að Almenna íbúðafélaginu hses verði úthlutað lóðinni Hraunskarð 2. Jafnframt að Hafnarfjarðarkaupstaður samþykki að veita 12% stofnframlag. Stofnframlagið verði veitt í formi samsvarandi kostnaðar við lóð. Jafnframt samþykkt að komið verði á samstarfshóp vegna verkefnisins og uppbyggingar á komandi árum sbr. viljayfirlýsingu ASÍ og Hafnarfjarðarbæjar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Almenna íbúðafélaginu hses verði úthlutað lóðinni Hraunskarð 2.
      Jafnframt samþykkir bæjarráð að komið verði á samstarfshóp vegna verkefnisins og uppbyggingar á komandi árum sbr. viljayfirlýsingu ASÍ og Hafnarfjarðarbæjar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir svarar fyrirspurn bæjarfulltrúa Sverris Garðarssonar úr sæti sínu.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að Almenna íbúðafélaginu hses verði úthlutað lóðinni Hraunskarði 2, 1 bæjarfulltrúi er fjarverandi.

    • 1609335 – Alþingiskosningar 2016

      Lögð fram tillaga kjörstjórnar Hafnarfjarðar að kjörstöðum og undirkjörstjórnum vegna alþingiskosninganna sem fram fara laugardaginn 29.október nk.
      Kjörstaðir eru 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir eru 13.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til bæjarráðs að farið verði yfir staðsetningar kjörstaða í bænum með tilliti til fjarlægða og almenningssamgangna.

      Framkomin tillaga samþykkt með 9 atkvæðum, 1 situr hjá og 1 er fjarverandi.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu kjörstjórnar að kjörstaðir í Hafnarfirði vegna alþingiskosninga 29. október n.k. verðir 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir verði 13.

      Samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum, 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.

    Fundargerðir

    • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 7.okt.sl.
      Fundargerð umhvefis- og framkvæmdaráðs frá 5.okt sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU frá 21.sept. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.okt. sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 5.okt. sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29.sept.sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 6.okt. sl.
      a. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar – og Kópavogssvæðis frá 26.sept. og 3.okt.sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22.sept. sl.
      c. Fundrgerð stjórnar SORPU bs. frá 21.sept.sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 7.okt. sl.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5. október s.l. lið 2.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir undir fundargerð fjölskylduráðs frá 7. október s.l. lið 1., lið 2. og lið 4.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Ábendingagátt