Bæjarstjórn

26. október 2016 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1773

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Pétur Gautur Svavarsson varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Ólafur Ingi Tómasson í hans stað mætir Kristín María Thoroddsen, Helga Ingólfsdóttir í hennar stað mætir Pétur Gautur Svavarsson og Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Ólafur Ingi Tómasson í hans stað mætir Kristín María Thoroddsen, Helga Ingólfsdóttir í hennar stað mætir Pétur Gautur Svavarsson og Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      8.liður úr fundargerð SBH frá 18.okt.sl.
      Tekið fyrir á ný erindi Gunnars Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, sem óskaði eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, yrði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
      Jafnframt samþykkti skipulags- og byggingarráð að næsta nágrenni yrði kynnt skipulagstillagan sérstaklega með bréfi. Auglýsingatími er liðinn. Athugasemdir bárust með bréfi dags. 23.09.2016.

      Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna umsögn um athugasemdirnar.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.10.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulgsfulltrúar dags. 17.10. 2016 fyrir sitt leyti með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að henn i verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Stutta athugasemd gerir bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Fundarhlé kl. 14:36. Fundi framhaldið kl. 14:59.

      Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar leggur fram sameiginlega tillögu bæjarstjórnar um að málinu verði frestað til næsta fundar.

      Framlögð tillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1605161 – Kvistavellir 63-65, lóðarumsókn

      16.liður úr fundargerð BÆJH frá 20.okt.sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 4. október sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1605161 – Kvistavellir 63-65, lóðarumsókn

      Bæjarráð óskaði 19.05.2016 eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu. Umsögn skipulagsfulltrúa var lögð fram á fundi bæjarráðs 2.06.2016. Á þeim fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn fjölskylduráðs.

      Fjölskylduráð tók málið fyrir á fundi sínum 20.06.2016:
      Fjölskylduráð gerði ekki athugasemdir.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar væntanlegum lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað sem tekur mið af því að parhúsarlóðin breytist í þriggja íbúða raðhús.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Brynju hússjóði verði úthlutað lóðinni Kvistavöllum 63-65.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að Brynju hússjóði verði úthlutað lóðinni Kvistavöllum 63-65.

    Fundargerðir

    • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 20.okt. sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 17.okt. sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.okt. sl.
      c. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 4.okt. sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14.okt. sl.
      e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7.okt. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 21.okt.sl.
      Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. og 24.okt. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.okt.sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 19.okt. sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 21.okt.

Ábendingagátt