Bæjarstjórn

9. nóvember 2016 kl. 14:30

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1774

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir varamaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Opin kynning á fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar í umsjón bæjarstjóra og sviðssstjóra sviða fór fram fyrir bæjarstjórnarfund.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Einar Birkir Einarsson í hans stað mætir Borghildur Sölvey Sturludóttir, Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir í hennar stað mætir Eva Lín Vilhjálmsdóttir.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Opin kynning á fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar í umsjón bæjarstjóra og sviðssstjóra sviða fór fram fyrir bæjarstjórnarfund.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Einar Birkir Einarsson í hans stað mætir Borghildur Sölvey Sturludóttir, Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir í hennar stað mætir Eva Lín Vilhjálmsdóttir.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1611076 – Bæjarstjórn, lausn frá störfum

      Lagt fram erindi frá Ófeigi Friðrikssyni þar sem fram kemur að hann biðst lausnar frá bæjarstjórn af persónulegum ástæðum.

      Bæjarstjórn veitir varabæjarfulltrúa Ófeigi Friðrikssyni lausn frá störfum í bæjarstjórn, samþykkt með 10 atkvæðum, einn bæjarfulltrúi er fjarverandi.

      Eva Lín Vilhjálmsdóttir tekur sæti varamanns.

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Kl. 14:38 kemur á fundinn Eva Lín Vilhjálmsdóttir

      Lögð fram tillaga að breytingu á sameignlegum lista Samfylkingar og Vinstri Grænna í skipulags og byggingaráð, Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Engjahlíð 3a verður aðalmaður í stað Ófeigs Friðrikssonar.

      Í stað Ófeigs Friðrikssonar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins kemur Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Engjhlíð 3a.

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      8.liður úr fundargerð SBH frá 18.okt. sl.
      Frestað á fundi bæjarstjórnar 26.okt.sl.
      8.liður úr fundargerð SBH frá 18.okt.sl.
      Tekið fyrir á ný erindi Gunnars Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, sem óskaði eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, yrði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
      Jafnframt samþykkti skipulags- og byggingarráð að næsta nágrenni yrði kynnt skipulagstillagan sérstaklega með bréfi. Auglýsingatími er liðinn. Athugasemdir bárust með bréfi dags. 23.09.2016.

      Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna umsögn um athugasemdirnar.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.10.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulgsfulltrúar dags. 17.10. 2016 fyrir sitt leyti með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að henn i verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Stutta athugasemd gerir bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Fundarhlé kl. 14:36. Fundi framhaldið kl. 14:59.

      Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar leggur fram sameiginlega tillögu bæjarstjórnar um að málinu verði frestað til næsta fundar.

      Framlögð tillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Til máls öðru sinni tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Borghildur Sturludóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Fundarhlé kl. 15:35, fundi framhaldið kl. 15:48

      Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 sbr. fyrirliggjandi tillögu og að henni verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

      3 greiða atkvæði gegn tillögunni. 1 situr hjá.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gagnrýna þá málsmeðferð sem þetta mál hefur fengið undir stjórn núverandi meirihluta. Gengið er þvert gegn nýlegu deiliskipulagi sem búið var að leggja mikla vinnu í og lagt til að yfir 100 ára hús verði rifið til að rýma fyrir nýbyggingum. Verið er að deiliskipuleggja tvær stakar lóðir í hverfi þar sem nýlegt deiliskipulag er í gildi sem hlýtur að teljast fordæmisgefandi. Þá gagnrýnum við að svör við athugasemdum voru ekki birt fyrr en eftir ítrekanir og umsögnin sem afgreiðslan byggir á er ódagsett og skráð í gögn bæjarins tveimur dögum eftir að afgreiðslan fór fram í skipulags- og byggingaráði. Við gerum einnig athugasemd við efnislega framsetningu umsagnarinnar þar sem athugasemdum er ekki öllum fyllilega svarað og ákveðnar staðreyndavillur varðandi nýtingarhlutfall lóðanna. Við gagnrýnum að verið sé að auka nýtingarhlutfall nú, einungis fimm árum eftir að núgildandi deiliskipulag var gert og einungis fyrir þessar tvær lóðir.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Eva Lína Vilhjálmsdóttir
      Eyrún Ósk Jónsdóttir
      Sverrir Garðarsson

      Fundarhlé kl. 15:50, fundi framhaldið kl. 16:00

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar leggja fram efirfarandi bókun:
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árétta að málið hefur verið unnið í þverpólitískri sátt af fulltrúum allra flokka í skipulags- og byggingaráði. Verið er að gera breytingu á deiliskipulagi á tveimur lóðum á deiliskipulögðum reit sem er ekki nýlunda. Meðferð málsins er samkvæmt skipulagslögum.
      Guðlaug Kristjánsdóttir
      Rósa Guðbjartsdóttir
      Kristinn Andersen
      Borghildur Sölvey Sturludóttir
      Unnur Lára Bryde
      Ólafur Ingi Tómasson
      Helga Ingólfsdóttir

      Eyrún Ósk Jónsdóttir víkur af fundi kl. 16:01 og Friðþjófur Helgi Karlsson kemur á fundinn.

    • 1610388 – Sandskeiðslína 1 og Kolviðarhólslína 2, viðræður

      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.nóv. sl.
      Umsókn frá Landsneti um leyfi til að fara um land.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kemur á fundinn.

      Bæjarráð vísar svohljóðandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar heimilar Landsneti að leggja Sandskeiðslínu 1 og Kolviðarhólslínu 2 um land Hafnarfjarðar í samræmi við fyrirliggjandi erindi.”

      Í samræmi við fyrirliggjandi erindi heimilar bæjarstjórn Hafnarfjarðar, með vísan til 21. gr. raforkulaga nr. 65/2003, Landsneti að leggja Sandskeiðslínu 1 og Kolviðarhólslínu 2 um land Hafnarfjarðar.

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1610425 – Skarðshlíð 1. áfangi, reitur 2, 3 og 4

      3.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Nesnúpi ehf. verði úthlutað lóðunum Geislaskarði 2, Bergskarði 1, Apalskarði 2 og Apalskarði 6.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að Nesnúpi ehf. verði úthlutað lóðunum Geislaskarði 2, Bergskarði 1, Apalskarði 2 og Apalskarði 6.

    • 1610426 – Skarðshlíð 1. áfangi, reitur 5 og 6

      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf. verði úthlutað lóðunum Stuðlaskarði 1 og Stuðlaskarði 9.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf. verði úthlutað lóðunum Stuðlaskarði 1 og Stuðlaskarði 9.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      5.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Lögð fram tillaga að viðauka, 70 m.kr. vegna kaupa á félagslegu húsnæði.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til afgreiðslu og samþykktar í bæjarstjórn.

      Framlagður viðauki samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum, einn bæjarfulltrúi er fjarverandi.

    • 1610424 – Suðurbraut 16, íbúð

      6.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Tilboð hefur verið gert í íbúð að Suðurbraut 16 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðið verði samþykkt.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboð í íbúð að Suðurbraut 16 verði samþykkt.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að kaupa íbúð að Suðurbraut 16 sbr. framlagt kauptilboð.

    • 1610442 – Eskivellir 1, íbúð

      7.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Tilboð hefur verið gert í íbúð að Eskivöllum 1 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðið verði samþykkt.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboð í íbúð að Eskivöllum 1 verði samþykkt.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að kaupa íbúð að Eskivöllum 1 sbr. framlagt kauptilboð.

    • 1610268 – Íbúðalánasjóður, stofnframlag

      10.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði 12% stofnframlag til Almenna íbúðafélagsins hses vegna byggingar 32 íbúða á lóðinni Hraunskarð 2. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda.

      Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 1. mgr. 14. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 að veitt verði 12% stofnframlag til Almenna íbúðafélagsins hses vegna 32 íbúða á lóðinni Hraunskarði 2. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. sömu laga er stofnframlagði veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1610268 – Íbúðalánasjóður, stofnframlag

      11.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði 12% stofnframlag til BRYNJU Hússjóðs vegna 3 íbúða á lóðinni Kvistarvellir 63-65. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda.

      Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

      Í ljósi þess alvarlega húsnæðisvanda sem fjöldi bæjarbúa býr við gagnrýnir áheyrnarfulltrúi VG að frekari tilboðum um mótframlög skuli ekki hafa verið tekið. Þetta er ámælisvert í ljósi þess að samkvæmt nýjum lögum um stofnframlög þyrfti bærinn einungis að reiða af hendi 12% af væntanlegu kaupverði félagslegra leiguíbúða og gæti því með slíkri fjárfestingu leyst vanda margfalt fleiri fjöldskyldna en ef greiða þyrfti fullt verð. Með slíku framlagi myndi hver króna áttfaldast og andvirði einnar íbúðar nægja til að leysa vanda átta fjölskyldna eða einstaklinga í bráðri neyð. Þótt ekki væri af öðru en fjárhagslegri hagkvæmni er skorað á Bæjarráð að nýta til fulls það einstæða tækifæri sem bænum er fært í hendur með hinum nýju lögum. Að öðrum kosti er fyrirsjáanlegt að húsnæðisvandinn vaxi enn frekar án þess að 88% mótframlög standi bænum til boða.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðasson svarar andsvari öðru sinni. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

      Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir um fundarsköp.

      Fundarhlé gert kl. 16:52, fundi er framhaldið kl. 17:04.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson um fundarsköp.

      Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 1. mgr. 14. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 að veitt verði 12% stofnframlag til BRYNJU Hússjóðs vegna 3 íbúða á lóðinni Kvistarvellir 63-65. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. sömu laga er stofnframlagði veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Fundarhlé forseta kl. 17:07, fundi framhaldið kl. 17:25

    • 1610260 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 79.gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      15.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Lögð er fram tillaga um að bæjarráð leggi til við bæjarstjórn að Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður verði ráðin sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

      Störf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanns verði sameinuð. Bæjarlögmaður taki yfir sameinuð störf og samhliða verði ráðinn lögfræðingur á stjórnsýslusviðið. Við þessa breytingu færist launadeild og tölvudeild til fjármálasviðs af stjórnsýslusviði.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður verði ráðin sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

      Fulltrúi Samfylkingar greiddi atkvæði á móti tillögunni.

      Fulltrúi Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óska bókað:

      Samkvæmt samþykktum Hafnarfjarðarbæjar ræður bæjarstjórn í æðstu stjórnunarstöður sveitarfélagsins, þ.e. í starf bæjarstjóra og sviðsstjóra. Það er því ekki hlutverk bæjarstjóra að gera tillögu til bæjarstjórnar um ráðningar í slík embætti eins og hér er gert.
      Síðustu ár hefur ríkt samstaða um það í Hafnarfirði að standa faglega að ráðningum í stöður æðstu stjórnenda og í öllum tilvikum verið skipaðir þverpólitískir starfshópar sem hafa sinnt því hlutverki að undirbúa ráðningu sviðsstjóra í samstarfi við viðurkennt ráðningarfyrirtæki. Þannig hefur verið unnið eftir faglegum forsendum og tryggt að fulls jafnræðis sé gætt við ráðningar, allir umsækjendur sitji við sama borð í ráðningarferlinu og allir fái sömu möguleika til að tryggja sér starfið.
      Við teljum miður að hér eigi að víkja frá því faglega ferli sem tíðkast hefur og hverfa til fyrirkomulags sem ætti að tilheyra fortíðinni í opinberri stjórnsýslu og stjórnmálum. Leggjum við til að staðan verði auglýst laus til umsóknar og ráðningarferlið verði með sama hætti og hefur vegna ráðningar sviðsstjóra síðustu ár.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarson

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Kristinn Andersen.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfullrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir gerir stutta athugasemd.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir að ráða Sigríði Kristinsdóttur bæjarlögmann sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, með 7 atkvæðum, 4 greiða atkvæði á móti.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: Við ítrekum bókun okkar úr bæjarráði frá 3. nóvember sl. og gagnrýnum þau vinnubrögð að víkja eigi frá því faglega ferli sem tíðkast hefur við ráðningu sviðsstjóra Hafnarfjarðarbæjar og að æðstu stjórnendastöður séu ekki auglýstar.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Eva Lín Vilhjálmsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Sverrir Garðarsson

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun: Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lýsa vonbrigðum með að bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna skuli ekki styðja framkomna tillögu um að bæjarlögmaður verði ráðinn í sameinað starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanns. Bæjarlögmaður fór í gegnum faglegt og vandað ráðningarferli fyrir um ári síðan sem unnið var í samstarfi við viðurkennt ráðningarfyrirtæki og var metin hæfust umsækjanda og ráðin í kjölfarið. Við núverandi aðstæður eru sterk rök fyrir því að beita heimild í 84. gr. samþykkta bæjarins um tilfærslu í starfi án auglýsingar, eins og áður hefur verið gert, þar sem bærinn hefur innanbúðar hæfan einstakling í starfið. Kostirnir eru augljósir: Hagræðing og skilvirkni auk þess sem mjög hæfur einstaklingur fæst til starfans, sem þekkir vel til stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar.
      Rósa Guðbjartsdóttir,
      Guðlaug Kristjánsdóttir,
      Kristinn Andersen,
      Borghildur Sölvey Sturludóttir,
      Unnur Lára Bryde,
      Ólafur Ingi Tómasson,
      Helga Ingólfsdóttir.

    • 1604298 – GN eignir og Eignasjóður, sameining

      20.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykki með heimild í 2. mgr. 99. gr. einkahlutafélagalaga að sameinast einkahlutafélaginu GN eignum ehf. með því að eignarsjóður Hafnarfjarðarkaupstaðar yfirtaki allar eignir og skuldir félagsins. Samþykktir Hafnarfjarðarkaupstaðar gilda um hið nýja félag. Samruninn miðast við 1. janúar 2016.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gerðu á árunum 1998-2002 verstu einkaframkvæmdasamninga Íslandssögunnar hér í Hafnarfirði. Strax eftir hrun náði þáverandi meirihluti Samfylkingarinnar að kaupa upp úr gjaldþroti Nýsis hf. skóla- og leikskólabyggingar og stofna félag utan um gamlar Nýsiseignir, GN ehf., um leið og samningar náðust við Landsbankann aðalkröfuhafa Nýsis um lánveitingu.
      Skuldsetning bæjarfélagsins jókst enda höfðu skuldbindingar einkaframkvæmdasamninga á þeim tíma legið utan efnahagsreiknings. Ljóst eru að verulegur ábati hefur orðið af yfirtöku samninganna og gæfuskref tekið að leysa þá til sín.
      Við breytingu á GN-eignum og yfirfærslu eignanna sem áður voru einkaframkvæmdir til A-hluta bæjarsjóðs er eðlilegt spyrja um fyrirætlanir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar um núverandi óhagstæðu samninga sem fyrir liggja, en reynt hefur verið árangurslaust á umliðnum árum að semja um upplausn þeirra.
      1. Hefur farið fram einhver vinna og hver þá hjá núverandi meirihluta á árunum 2014-2016 varðandi einkaframkvæmdasamningana?
      2. Hver var boðuð stefna núverandi meirihluta, fyrir síðustu kosningar, varðandi þessa tilteknu einkaframkvæmdasamninga?
      3. Hver er afstaða núverandi meirihluta gagnvart þessum tilteknu einkaframkvæmdarsamningum?
      4. Hvaða hugmyndir hefur núverandi meirihluti um þá stöðu sem skapast í Hafnarfirði þegar leigusamningarnir renna út?
      5. Hver er uppsafnaður leigukostnaður eignanna hvers samnings fyrir sig, sundurliðað, á núvirði.
      6. Hver er gildistími samninganna og áætluð leigufjárhæð hvers samnings fyrir sig, út leigutímann.
      7. Hver er uppsafnaður fjárhagslegur ábati Hafnarfjarðarbæjar af uppkaupum á Nýsiseignunum, samanborið við ef bærinn hefði haldið áfram að greiða samkvæmt fyrri samningi?
      8. Hver eru vænt áhrif af niðurlagningu GN-eigna og yfirfærslu eigna og skulda þess í A-hluta bæjarsjóðs, á helstu fjárhagslegu mælikvarða og kennitölur.
      9. Er vilji til þess hjá núverandi meirihluta að setja af stað þverpólitíska nefnd um uppkaup á samningunum?

      Fyrirliggjandi tillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1610306 – Öldugata 45, lóðarumsókn

      25.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Landssamtökin Þroskahjálp leggja fram umsókn vegna lóðarinnar Öldugötu 45.
      Jafnframt sækir Þroskahjálp um stofnframlag skv. lögum um almennar íbúðir.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Öldugata 45 verði úthlutað til Landssamtakanna Þroskahjálp.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Öldugötu 45 til Landssamtakanna Þroskahjálp.

    • 1611007 – Koparhella 1, umsókn um lóð

      26.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      GT hreinsun ehf. sækir um lóðina Koparhellu 1.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Koparhellu 1 verði úthlutað til GT hreinsun ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Koparhellu 1 til GT hreinsun ehf.

    • 1610118 – Lækjargata 11, endurnýjun lóðarleigusamnings

      13.liður úr fundargerð SBH frá 1.nóv. sl.
      Halldóra Björk Smáradóttir sækir um litilsháttar breytingu á lóðarstærð lóðarinnar Lækjargata 11.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á stærð lóðarinnar Lækjargata 11 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

      Fyrirliggjandi tillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

      22.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að algjör forsendubrestur hafi orðið í samþykkt um launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með úrskurði Kjararáðs. Það var sameiginleg tillaga forsetanefndar þann 30. september sl. og samþykkt af bæjarráði þann 6. október að hlutfall af þingfararkaupi yrði útfært á þann veg að ekki leiddi til launahækkanna. Laun bæjarfulltrúa hafa tekið breytingum í samræmi við almenna launaþróun og óhóflegar hækkanir líkt og Kjararáð hefur nú úrskurðað um getum við ekki gengist undir. Því leggjum við til að bæjarráð staðfesti að launahækkanir samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 1. nóvember muni ekki hafa áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

      Afgreiðslu tillögunnar er frestað til næsta fundar ráðsins.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vg óska eftir að endurflytja eftirfarandi tillögu sem frestað var í bæjarráði – í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja til að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að launahækkanir samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 1. nóvember sl. muni ekki hafa áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og áfram verði miðað við þau launakjör sem í gildi voru fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs.

      Greinargerð:
      Við teljum að algjör forsendubrestur hafi orðið í samþykkt um launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með úrskurði Kjararáðs. Laun bæjarfulltrúa hafa tekið breytingum í samræmi við almenna launaþróun og óhóflegar hækkanir líkt og Kjararáð hefur nú úrskurðað um getum við ekki gengist undir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að fresta afgreiðslu málsins. Frestun málsins er samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram efirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að hafa nú frestað í tvígang tillögu okkar um að launahækkanir samkvæmt úrskurði kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Eva Lín Vilhjálmsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Sverrir Garðarsson

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun: Laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði eiga að vera sambærileg við það sem gerist meðal kjörinna fulltrúa í öðrum sveitarfélögum, fylgja leiðbeinandi tilmælum frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og launaþróun á vinnumarkaði almennt. Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar brýnt að Alþingi endurskoði lög um kjararáð og ákvörðun ráðsins sem um ræðir.
      Rósa Guðbjartsdóttir
      Guðlaug Kristjánsdóttir
      Kristinn Andersen
      Borghildur Sölvey Sturludóttir
      Unnur Lára Bryde
      Ólafur Ingi Tómasson
      Helga Ingólfsdóttir.

    • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir fræðsluráðs frá 24.okt. og 2.nóv.sl.
      Fundargerðir bæjarráðs frá 27., 29. 31. okt. og 3.nóv.sl.
      a. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.okt. sl.
      b. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 28.okt. sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 10.okt. sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21.okt. sl.
      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 26.okt. og 4.nóv. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.nóv. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.nóv.sl.

      Lagt fram.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020, fyrri umræða.

      1.liður úr fundargerð BÆJH frá 31.október sl.
      Tilaga að fjárhagsáætlun lögð fram til afgreiðslu til fyrrri umræðu í bæjarstjórn.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur að athugasemd og óskar að eftir að eftirfarandi verði bókað: Með vísan til málflutnings Öddu Maríu Jóhannsdóttur óska ég að eftirfarandi verði fært til bókar sem er samhljóða tölvupósti sem sendur var viðkomandi bæjarfulltrúum:
      „Gögn fjárhagsáætlunar hafa verið aðgengileg fyrir bæjarfulltrúa frá 28. október s.l. en þá voru gögnin sett undir fundargátt bæjarráðsfundar 31. október s.l. og þar með aðgengileg öllum bæjarfulltrúum. Kynning á fjárhagsáætlun fór fram á aukafundi bæjarráðs fimmtudaginn 27. október. Allir bæjarfulltrúa voru upplýstir um að kynning færi fram þann dag og þeim jafnframt boðið að vera viðstaddir.
      Skv. reglum Kauphallar má ekki gera gögn fjárhagsáætlunar opinber fyrr þau hafa verið birt í Kauphöll. Tilkynning fór á Kauphöll kl. 13:24 og samhliða sendur tölvupóstur til bæjarfulltrúa um að trúnaði hefði verið aflétt. Í kjölfarið var fundargátt opnuð og fundarboð sent til bæjarfulltrúa.
      Kl. 14:04 var fréttatilkynning síðan send fjölmiðlum.“

      Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi kemur að athugasemd.

      Tillaga að fjárhagsáætlun 2017 og 2018 til 2020 er vísað til annarar umræðu í bæjarstjórn. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson undir fundirsköp og leggur fram eftir eftirfarandi bókun: “Bæjarfulltrúi Vinstri Grænna fordæmir harðlega að bæjarfulltrúinn Rósa Guðbjartsdóttir skuli hvorki hafa treyst sér til að rökstyðja né draga til baka þær dylgjur sem hún setti fram á fundinum fyrr í dag um meint vanhæfi bæjarfulltrúa VG.”

Ábendingagátt