Bæjarstjórn

18. janúar 2017 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1778

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Einar Birkir Einarsson og mætir enginn í hans stað. [line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Lögmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Einar Birkir Einarsson og mætir enginn í hans stað. [line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      1.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 6.jan. sl.
      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til bæjarstjórnar. Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir 1.júní 2017.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

      Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.
      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Fyrirliggjandi drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samþykkt með 10 samhljóða atvæðum.

    • 1604024 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur, erindi

      Samstarfssamningur lagður fram til samþykktar í bæjarstjórn.

      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.nóv. sl.
      Á fundi menningar- og ferðamálanefndar 05.11.2016 var eftirfarandi mál tekið fyrir og afgreiðsla þess var:

      1604024 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur, erindi
      Samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Gaflaraleikhússins lagður fram og samþykktur.

      Menningar- og ferðamálanefnd harmar að ekki hafi náðst samkomulag um endurnýjun samstarfssamnings milli Gaflaraleikhúss og Leikfélags Hafnarfjarðar í anda fyrri samnings.

      Bæjarráð staðfestir samstarfssamninginn og felur bæjarstjóra að ræða við Leikfélag Hafnarfjarðar um framhaldið.

      Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagðan samning milli Hafnarfjarðarbæjar og Gaflaraleikhússins.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tillaga frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna liggur fyrir fundinum.

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fara í endurskoðun á Umhverfis og auðlindastefnu Hafnarfjarðar og meta árangur sem náðst hefur af henni frá samþykkt hennar.”

      “Einnig samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að fara í markvissa vinnu í samstarfi við Landvernd og Höfn í Hornafirði við að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 3 % á ári, draga úr matarsóun og minnka umferð plastpoka og plast í sveitarfélaginu.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Við fundarstjórn tekur Adda Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 samhljóða atvæðum að fara í endurskoðun á Umhverfis og auðlindastefnu Hafnarfjarðar og meta árangur sem náðst hefur af henni frá samþykkt hennar. Málinu er vísað til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Þá samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar með 10 samhljóða atkvæðum að vísa til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar tillögu um að fara í markvissa vinnu í samstarfi við Landvernd og Höfn í Hornafirði við að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 3 % á ári, draga úr matarsóun og minnka umferð plastpoka og plast í sveitarfélaginu.

    • 1701094 – Eyrartröð 3, lóðarleigusamningur

      8. liður úr fundargerð bæjarráðs 12. janúar s.l.

      Lagður fram til samþykktar endurnýjun á lóðarleigusamningi um Eyrartröð 3. Lóðarleigusamningur um lóðin rann út 1. maí 2014.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

      Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagðan lóðarleigusamning.

    • 1612286 – Hafravellir 1, umsókn um lóð

      7. liður af fundir bæjarráðs 12. janúar s.l.

      Lögð fram umsókn Skúla Sigvaldasonar um lóðina Hafravellir 1.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Skúla Sigvaldasyni verði úthlutað lóðinni Hafravöllum 1.

      Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að Skúla Sigvaldasyni verði úthlutað lóðinni Hafravöllum 1.

    • 1611442 – Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrá og afsláttur

      1. liður úr fundargerð fræðsluráðs 11. janúar s.l.

      Reglur um niðurgreiðslur til foreldra hjá dagforeldrum í Hafnarfirði.

      Reglunum vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

      Fræðslu- og frístundaþjónustu er jafnframt falið að finna lausn á því að systkini sem ekki eiga sama lögheimil njóti einnig afsláttar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur í andsvar.

      Fundarhlé kl. 16:22. Fundi framhaldið kl. 16:36

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Lögð er fram svohljóðandi breytingartillaga á 8. tl. reglnanna, sem hljóðar svo: “Sérstök niðurgreiðsla mun fylgja innritunar aldri barna á leikskóla og er kr. 10.900 fyrir hverja klukkustund á dag. Ekki er greitt fyrir fleiri en 8 ½ stundir á dag. Greiðslur hefjast næsta mánuð eftir að barnið hefur náð átján mánaða aldri og eru fjárhæðir óháðar tekjum.”

      Breytingartillaga samþykkt með 10 samhljóða atvæðum.

      Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagðar reglur svo breyttar um niðurgreiðslur til foreldra hjá dagforeldrum í Hafnarfirði.

    • 1610397 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      3. liður úr fundargerð bæjarstjórnar 21. desember s.l. málinu var frestað.

      10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.des. sl.
      Tekin til umræðu hugmynd að byggð við Hjallabraut.Fara þarf í aðalskipulagbreytingu sem og deiliskipulagsbreytingu fyrir svæðið vegna hugmynda um þéttingu og uppbyggingu.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
      ‘Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga.’

      Forseti ber upp tillögu að málinu sé frestað er það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum, 1 situr hjá.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur upp til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bjæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Fram er lögð tillaga að breytingu á orðalagi framlagðar tillögu, sem er svohljóðandi: “að skoðaðir verði möguleikar á breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr.”.

      Bjæjarstjórn fellir framkomna breytingartillögu með 6 atkvæðum gegn 4.

      Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga. 4 sitja hjá.

    • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

      Fyrir fundinum liggur frammi eftirfarandi tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

      “Bæjarstjórn samþykkir að afturkalla tímabundna frestun á launabreytingum kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði, en vísar að öðru leyti til starfshóps um starfsumhverfi og kjör bæjarfulltrúa til að vinna áfram og leggja fram tillögur í þeim efnum.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru seinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn 4 að afturkalla tímabundna frestun á launabreytingum kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði, en vísar að öðru leyti til starfshóps um starfsumhverfi og kjör bæjarfulltrúa til að vinna áfram og leggja fram tillögur í þeim efnum. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen gerir grein fyrur atkvæði sínu. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

      Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttur ásamt ásamt bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðarleggur fram svohljóðandi bókun:

      “Nú er ljóst að Alþingi mun ekki breyta ákvörðun kjararáðs frá 1. nóvember 2016 um hækkun á þingfararkaupi. Um árabil hafa kjörnir fulltrúar í Hafnarfirði sjálfir ákvarðað laun sín en það fyrirkomulag verður að teljast mjög óeðlilegt og óheppilegt. Í júní 2016 birti Samband íslenskra sveitarfélaga viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarfélögum landsins þar sem miðað er við þingfararkaup. Í kjölfarið ákvað bæjarráð Hafnarfjarðar að launaþróun kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins skyldi tekin úr höndum þeirra sjálfra, fylgja framvegis þingfararkaupi og um leið verða ákvörðuð af kjararáði eins og víðar er gert í bæjarfélögum. Með vísan til þess að Alþingi hyggst ekki breyta ákvörðun kjararáðs mun bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú fylgja eftir fyrri ákvörðun, að miða laun sín við þingfararkaup og þar með ákvarða ekki sjálf laun sín.
      Síðastliðin átta ár hafa laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði ekki haldið í við almenna launaþróun og dregist jafnt og þétt aftur úr launaþróun starfsmanna sveitarfélaga og munar þar núna um 45%. Full laun fyrir störf í bæjarstjórn eru núna 199 þús. kr. á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs hækka launin því og verða um 286.000 kr. á mánuði.

      Full laun fyrir störf í almennu ráði hjá bæjarfélaginu eru um 90 þús. kr. á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs verða laun fyrir setu þar nú um 129.600 kr. á mánuði.”

      Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir ásamt bæjarfulltrúm Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

      “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað. Þann 1. desember sl. var skipaður starfshópur í bæjarráði, sem í eiga sæti fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samkvæmt erindisbréfi er eitt meginverkefni starfshópsins að endurskoða starfsumhverfi kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ og þar á meðal launakjör. Hópurinn á að skila niðurstöðu 1. febrúar 2017, sem er eftir tæpar 2 vikur. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lýsa furðu yfir því að ekki sé hægt að bíða eftir niðurstöðu starfshópsins.

      Í ljósi fyrri athugasemda okkar gagnvart hækkun Kjaradóms á þingfarakaupi förum við fram á að starfshópurinn fái að ljúka sinni vinnu og endurskoðun á launum kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ.”

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 12. janúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 21.des. sl.
      b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 5. jan.sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 5. des.sl.
      d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs., frá 9.des. og 6. jan.sl.
      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 6. og 13. jan. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11. jan. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10. jan. sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 14. des og 11. jan. sl.
      Fundargerð forsetanefndar 13. jan. sl.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson undir fundargerð bæjarráðs lið 9. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson undir undargerð bæjarráðs lið 9. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir undir fundargerð bæjarráðs lið 9. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar.

Ábendingagátt