Bæjarstjórn

29. mars 2017 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1783

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir varamaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður

Ungmennaráð Hafnarfjarðar bauð bæjarstjóra og bæjarfulltrúum til teboðs á undan bæjarstjórnarfundi og hófst það kl. 13.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Gunnari Axel Axelssyni, Kristni Andersen, Margréti Gauju Magnúsdóttir og í þeirra stað mæta þau Eyrún Ósk Jónsdóttir, Eva Lín Vilhjálmsdóttir og Kristín María Thoroddsen. Þá tók bæjarfulltrúi Skarphéðinn Orri Björnsson sæti Kristínar Maríu Thoroddsen kl. 15:53.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Ritari bæjarstjórnar

Ungmennaráð Hafnarfjarðar bauð bæjarstjóra og bæjarfulltrúum til teboðs á undan bæjarstjórnarfundi og hófst það kl. 13.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Gunnari Axel Axelssyni, Kristni Andersen, Margréti Gauju Magnúsdóttir og í þeirra stað mæta þau Eyrún Ósk Jónsdóttir, Eva Lín Vilhjálmsdóttir og Kristín María Thoroddsen. Þá tók bæjarfulltrúi Skarphéðinn Orri Björnsson sæti Kristínar Maríu Thoroddsen kl. 15:53.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1611138 – Kvistavellir 63-65, beiðni um deiliskipulagsbreytingu

      3. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.mars sl.
      Tekið fyrir að nýju.
      Gláma – Kím f.h. Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins óskaði með bréfi dags. 10.11.2016 eftir heilmild til að breyta deiliskipulagi ofangeindra lóða.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 13.12.2016 s.l. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr, 43. gr. 123/2010.
      Tillagan var auglýst frá 17.01.2017 – 01.03.2017. Athugasemdir bárust frá 5 aðilum með bréfi dags. 28.02.2017.

      Lögð fram drög að umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13.3.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Kvistavellir 63-65 og að málinu verði lokið skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum ofangreinda tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Kvistavellir 63-65 og að málinu verði lokið skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1703017 – Flugvellir 1, byggingarleyfi

      7.liður úr fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 22.mars sl.
      Sótt er um að byggja viðbygginu vestan við núverandi byggingu. Viðbygging hýsir flugherma og æfingasal. Einnig er sótt um að reisa upplýsingaturn á norðvesturhorni lóðar næst Reykjanesbraut. Samþykki Vegagerðarinnar, dags 7.3 2016, liggur fyrir. Nýjar teikningar bárust 17.03.2017 með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins. Nýjar teikningar og greinagerð um val og hönnun brunavarna bárust 22.03.2017.

      Frestað.
      Erindi varðandi upplýsingaturn vísað til bæjarstjórnar samanber minnisblað skipulagsfulltrúa.

      Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

      Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

      1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir tekur við fundarstjórn. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tekur til máls. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að umsækjanda, Iceeignum ehf., sé heimilt að reisa upplýsingaturn innan byggingarreits á lóðinni Flugvellir 1 í samræmi við efni umsóknar. 4 sitja hjá.

      Sameiginleg bókun bæjarstjórnar: Bæjarstjórn leggur áherslu á að vinnu við endurskoðun skiltareglugerðar verði flýtt.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23.mars sl.
      Lagðir fram samningar við íþróttafélög.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi rekstrar- og þjónustsamningum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með öllum greiddum atkvæðum fyrirliggjandi rekstrar- og þjónustsamninga.

      Sameiginleg bókun bæjarstjórnar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar því að nýir rekstrar- og þjónustusamningar við íþróttafélögin séu nú í höfn. Í kjölfar rekstrarúttektar hófst ítarleg vinna við samræmingu samninga við íþróttafélögin með það að markmiði að gera þá opnari og skýrari. Vert er að þakka starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar fyrir þessa vinnu og fulltrúum íþróttahreyfingarinnar fyrir góða samvinnu.”

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23.mars sl.
      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun.

      Bæjarráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með öllum greiddum atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun.

    • 1703429 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, mál til umsagnar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttur.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

      Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum atkvæðum að leggjastst alfarið gegn samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og tekur undir sjónarmið sem fram koma í umsögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga um áður framlögð frumvörp sama efnis.
      Rökin fyrir lágmarksútsvarshlutfalli eru þau að allir íbúar landsins sem greiða skatt af tekjum sínum á annað borð skuli greiða sinn lágmarkshluta af kostnaði við þá samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir íbúum landsins. Þau rök hafa í engu breyst frá því að lög um lágmarkshlutfall útsvars voru sett árið 1993.
      Með afnámi lágmarksútsvars yrði aukið enn á þann kerfislæga ójöfnuð sem er í núverandi tekjugrunni íslenskra sveitarfélaga og ítrekað hefur verið bent á að þarfnist úrbóta. Ef gera á breytingar á gildandi fyrirkomulagi væri eðlilegra að auka tekjujöfnun milli sveitarfélaga þannig að öllum íbúum landsins sé í reynd tryggð viðunandi og sambærileg grunnþjónusta óháð tekjum íbúanna.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar tekur sömuleiðis undir framkomin sjónarmið, m.a. frá bæjarráði Hveragerðisbæjar, um að með afnámi lágmarksútsvars yrði gengið þvert gegn ofangreindum markmiðum og skapaðar forsendur fyrir innlendum skattaparadísum og tilheyrandi „gervibúsetu” með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Slíkt myndi jafngilda rofi á þeirri sátt sem ríkt hefur í okkar samfélagi um að íbúar landsins fjármagni grunnþjónustuna í sameiningu. Fjórir greiddu atkvæði á móti framangreindri tillögu.

    • 1703430 – Grunnskólar Hafnarfjarðar, sálfræðiþjónusta.

      Í ljósi alvarlegrar stöðu í málefnum geðheilbrigðisþjónustu í landinu og mikillar aukningar andlegra vandamála s.s. aukins kvíða og þunglyndis meðal barna og unglinga á Íslandi leggja fulltrúar Vinstri grænnna og Samfylkingar til að stöðum sálfræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar verði fjölgað, þannig að við hvern grunnskóla í Hafnarfirði starfi að lágmarki einn sálfræðingur í fullri stöðu og tveir sálfræðingar í stærstu skólunum.

      Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
      Borin er upp tillaga að afgreiðslu að samþykkja að vísa framlagðri tillögu til fræðsluráðs.

      Fundarhlé kl. 16:30

      Fundi framhaldið kl. 16:40

      Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls og leggur fram breytta afgreiðslu fyrirlagðar tillögu f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna, sem er svohljóðandi:
      Bæjarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og felur fræðsluráði nánari útfærslu.

      Er tillagan borin upp til atkvæða og felld með 7 atkvæðum gegn 4.

      Fyrirliggjandi tillaga er borin upp til atkvæða og samþykkir bæjarstjórn með samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að samþykkja að vísa framlagðri tillögu til fræðsluráðs.

      Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar:

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vekja athygli á því að í fjárhagsáætlun 2017 var aukið fjármagn sett í sálfræðiþjónustu í grunnskólunum og var fjármununum varið til að vinna á biðlistum eftir greiningum. Sálfræðingar hjá sveitarfélögunum sinna fyrst og fremst greiningu, ráðgjöf og eftirfylgni í málum sem koma upp innan grunnskólanna. Það er síðan á hendi ríkisins að veita börnum í sálrænum vanda meðferðir, en það er einkum gert á vettvangi heilsugæslunnar og BUGL. Mikilvægt er að fjárframlag ríkisins fylgi ætli sveitarfélögin að taka yfir þessa þjónustu að hluta eða öllu leyti. Ennfremur er bent á að eitt af forgangsverkefnum Heilsustefnu Hafnarfjarðar sem nýlega var samþykkt snýr að líðan barna í skólum og eru aðgerðir þar að lútandi í undirbúningi. Samstarfshópur á vegum fræðslu- og frístundaþjónustu og fjölskyldusviðs vinnur einnig að tillögum um hvernig samþætta megi betur þjónustu við börn í skólum og tengja við félagsþjónustuna.

      Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

      Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar hefðu kosið að bæjarstjórn gæti sameinast um tillöguna og sýndi þannig vilja bæjarstjórnar í þessu mikilvæga máli. Reynsla okkar af vísun mála inn í ráð hefur ekki alltaf verið þannig að þau hljóti brautargengi. Okkar markmið er hinsvegar að sjá tillöguna verða að veruleika og leggjumst því ekki gegn vísun hennar til fræðsluráðs. Það er von okkar að þar fái hún skjóta og góða afgreiðslu.

    • 1703431 – Leigufélag, stofnun

      Tillaga um stofnun leigufélags

      Í ljósi alvarlegs skorts á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði á húsnæðismarkaði leggja fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar til að Hafnarfjarðarbær stofni leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni (non profit leigufélag) skv. heimild 38. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.
      Leigufélagið væri húsnæðissjálfseignarstofnun sem sæi um byggingu íbúða sem standa almenningi til boða til leigu án tillits til efnahags eða annarra aðstæðna, gegn viðráðanlegu leigugjaldi sem miðast við afborganir, vexti af lánum, vaxtakosnað, almennann rekstrarkostnaðar og annars kostnaðar af íbúðinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kmeur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir tekur til máls. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar.

      1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir

      Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      Forsetanefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjórnarfundur sem halda skal þann 12. apríl n.k. verði felldur niður þar sem örðugt er með boðun og undirbúning fundarins vegna páska.
      Einnig leggur forsetanefnd til við bæjarstjórn að reglubundinn fundur bæjarstjórnar sem vera átti miðvikudaginn 26.apríl nk. verður færður aftur um einn dag eða til fimmtudagsins 27.apríl og hefjist á breyttum tíma kl. 16:00

      Til viðbótar fyrirliggjandi tillögu er einnig lögð fram eftirfarandi tillaga:

      “Komi til þess að á fundi skipulags- og byggingarráðs, sem haldinn verður þann 4 apríl nk., verði samþykkt að vísa tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar 2 til samþykktar í bæjarstjórn, samþykkir bæjarstjórn samhljóða að veita bæjarráði umboð til að afgreiða málið f.h. bæjarstjórnar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.”

      Tillögurnar samþykktar samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 24.mars sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 23.mars sl.
      a. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 8. og 16.mars sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.mars sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22.mars sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.mars sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.mars sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 22.mars sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 27.mars sl.

Ábendingagátt