Bæjarstjórn

30. ágúst 2017 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1789

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Gunnari Axel Axelssyni en í hans stað sat fundinn Friðþjófur Helgi Karlsson. [line][line]Jafnframt sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir, yfirmaður stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Ritari bæjarstjórnar.

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Gunnari Axel Axelssyni en í hans stað sat fundinn Friðþjófur Helgi Karlsson. [line][line]Jafnframt sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir, yfirmaður stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1708523 – Ungmennaráð, tillaga, aðstaða í skólum

      Tillaga frá ungmennaráði
      Aðstaða í grunnskólum í Hafnarfirði er stórt áhyggjuefni hjá okkur í Ungmennaráðinu. Við fengum fjölda ábendinga um það á ungmennaþinginu að aðstaða fyrir ungmenni í flest öllum grunnskólum Hafnarfjarðar er mjög ábótavant. Mjög algengt er að setið er á gólfinu í frímínútum og þeir fáu sem sitja ekki á gólfinu sitja í gömlum slitnum sófum sem eru við það að detta í sundur. Það getur ekki verið mjög heilbrigt að sitja á hörðu gólfinu með engan stuðning fyrir bakið og svo er það ekki mjög þægilegt. Við skorum á því á ykkur að fara í grunnskólana og skoða hvernig er umhorfs í frímínútum og hádegishléum. Það mun ábyggilega koma ykkur á óvart og gaman er að segja frá því að, starfsmaður ungmennaráðs átti erindi inn í grunnskóla hér í Hafnarfirði og það kom honum mjög á óvart hvernig aðstaðan var. Við óskum því eftir því að þið endurskoðið aðstæður fyrir ungmenni í skólum bæjarins því öllum á að líða vel í skólanum.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs og einnig umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Tillagan er samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1708528 – Ungmennaráð, tillaga, sjálfsvörn

      Tillaga frá ungmennaráði
      Allir hafa gott af því að kunna grunn í sjálfsvörn til að koma í veg fyrir ákveðnar aðstæður og gott væri að setja það inn í íþróttakennslu í öllum skólum bæjarins. Íþróttakennsla í skólum er rosalega einhæf og allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi í íþróttum. Nýlegir atburðir sýnir okkur bara að Ísland er ekki jafn saklaust og margir halda fram. Íslendingar þurfa að fara að átta sig á því að allt getur gerst á okkar litla landi og við getum gert eitthvað í því. Að kenna sjálfsvörn myndi einnig auka öryggi og minnka hræðslu við að labba um götur landsins.
      Margir eru á móti því að kenna sjálfsvörn og segja að þetta muni auka ofbeldi en ég held því fram að það hafi einmitt öfug áhrif, ungmenni munu þá geta varið sig gagnvart ofbeldi. Ekki er ég að tala um að kenna mjög hættulega hluti enn grunnurinn er nauðsynlegur. Íþróttir kenna þér að kasta bolta og hlaupa þar til þú missir andann og krefst ég þess að kennt verði eitthvað sem er gagnlegt og gæti bjargað mannslíf.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs.

      Tillagan er samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1708529 – Ungmennaráð, tillaga, lífsleikni

      Tillaga frá ungmennaráði
      Ein tillaga sem kom fram á Ungmennaþinginu var að hafa fjölbreyttari kennslu í skólanum. Að okkur verði kennt meira af því sem er nauðsynlegt fyrir okkur að vita í framtíðinni.
      Flestir unglingar vinna og fá þar af leiðandi launaseðla. Það er mikilvægt að allir geti lesið á launaseðilinn, vita að við séum að fá rétt borgað. Þá þarf að skilja hvernig kjarasamingar virka og skattkerfið, eins og hvenær við byrjum að borga skatta og hversu mikið. Þetta eru hlutir sem nauðsynlegt er að vita. Ég tala af eigin reynslu þegar maður opnar launaseðilinn og þar eru fullt af liðum sem maður skilur ekki neitt í, t.d. stofn til staðgreiðslu eða persónuafslátt. Einnig er mikilvægt að allir viti réttindin sín, hvað við eigum rétt á, hvað við megum og megum ekki gera. Flest ungmenni upplifa þekkingarleysi ganvart fjármálum, réttindum og skyldum á atvinnumarkaði og því erum við að biðja um meiri fræðslu í skólum um þau mál.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verð vísað til fræðsluráðs.

      Tillagan er samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1708530 – Ungmennaráð, tillaga, flokkun í Hafnarfirði

      Tillaga frá ungmennaráði
      Á Íslandi er nokkur bæjarfélög sem hafa tekið forystu hvað flokkun varðar. 10. bekkur í Öldutúnsskóla hefur áður sett fram á tillögu að plastflokkun aukist í Hafnarfjarðarbæ, þar sem jú plast er afar hættulegt fyrir lífríkið á jörðinni og náttúruna, þar sem plast fyrnist mjög hægt.
      Mengun á jörðinni er mikil og eru margar ástæðurnar fyrir því. Ein ástæðan er að ekki er farið rétt með förgun rusls og efna. Við viljum að Hafnarfjarðarbær setji fram áætlun um hvernig við ungmennin og aðrir íbúar bæjarins getum hjálpað umhverfinu. Betri flokkun rusls væri t.d. góð leið til að byrja það. Hægt væri að byrja rólega t.d. með plastfokkunartunnum við hvert heimili eða í það minnsta grendargáma í hvert hverfi, fín staðsetning fyrir þá væri við skóla þess hverfis. Síðan væri hægt að bæta meira við, t.d. lífrænum úrgangi o.s.fr.
      Ungmenni Hafnarfjarðar hafa talað og við viljum að Hafnarfjarðarbær byrji að flokka ruslið sitt almennilega. Því það er við og okkar börn og barnabörn sem sitjum uppi með jörðina einsog þið skiljið hana eftir. Hafnarfjarðarbær þarf að taka höndum saman og sýna ábyrgð til samfélagsins og jarðarinnar. Við þurfum öll að hjálpast að við að bæta umhverfið og byrja að flokka okkar rusl.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Tillagan er samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1708531 – Ungmennaráð, tillaga, forvarnir og umhverfið

      Tillaga frá ungmennaráði
      Við erum búin að ræða þetta málefni mikið þennan vetur og höfum komist að þeirri niðurstöðu að það vantar enn þá upp á nokkra hluti tengda þessu umræðu efni.
      Fyrsta mál á dagskrá er að það vantar fleiri ruslatunnur í Hafnarfjörð og þær ruslatunnur sem fyrir eru virðast vera auðvelt skotmark fyrir skemmdarverk í hugum ungmenna og því mætti hafa ruslafötur sem standa á jörðinni í stað þeirra sem hanga á staurum.
      Næsta mál eru fríir túrtappar og dömubindi þar sem þetta umræðuefni hefur verið mikið í samfélaginu og okkur finnst að í skólum og á almenningssalernum ættu eða vera frí dömubindi og túrtappar. Einnig hafa komið upp pælingar um fría smokka eða smokka sjálfsala á almenningssalernum. Þar sem ungmenni eru líklegri til að nota smokka ef hægt er að kaupa þá án auglitis annarra og mikillar fyrirhafnar.
      Seinasta málefnir er forvarnarfræðla þar sem hún virðist vera misjöfn milli skóla og í sumum skólum er lítil sem enginn fræðsla um ákveðin málefni svo sem fíkniefni, kynlíf, kvíða og þunglyndi.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1607092 – Óseyrarbraut 27 lóðaumsókn

      1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 15.ágúst sl.
      Lagt fram nýtt lóðablað fyrir Óseyrarbraut 25, 27 og 27b sbr. afgreiðslu á fundi Hafnarstjórnar 7. júní sl. Jafnframt tekin fyrir að nýju bréf frá Köfunarþjónustunni ehf. kt: 431007-1180 dags. 2. júní 2017 þar sem sótt er lóðina Óseyrarbraut 27.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Köfunarþjónustunni ehf. kt: 431007-1180 verði úthlutað lóðinni Óseyrarbraut 27 með nánari skilmálum skipulags-og byggingafulltrúa.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að Köfunarþjónustunni ehf. verði úthlutað lóðinni Óseyrarbraut 27 með nánari skilmálum skipulags-og byggingafulltrúa.

    • 0911239 – Hafnarfjarðarkaupstaður, lóðarleigusamningar

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.ágúst sl.
      Lagður fram lóðarleigusamningur um Hádegisskarð 1, skólalóð, til samþykktar.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi lóðarleigusamningi til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi lóðarleigusamning um Hádegisskarð.

    • 1605391 – Selhella 8 og 10, lóðarumsókn

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.ágúst sl.
      Lögð fram umsókn Vesturkants ehf, kt.541008-0630, um lóðirnar Selhellu 8 og Selhellu 10.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum Selhellu 8 og Selhellu 10 verði úthlutað til Vesturkants ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að lóðunum Selhellu 8 og Selhellu 10 verði úthlutað til Vesturkants ehf.

    • 1707121 – Breiðhella 14, umsókn um lóð

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.ágúst sl.
      Lögð fram umsókn RF-fasteigna ehf, kt. 670612-0150 um lóðina Breiðhellu 14.

      Tvær umsóknir eru um lóðina Breiðhellu 14, umsókn RF-fasteigna ehf. og umsókn Dverghamra ehf. Dregið er á milli umsækjenda. Ritari bæjarráðs dregur að viðstöddum bæjarlögmanni og ráðsmönnum. Nafn umsækjandans RF-fasteigna ehf. er dregið út.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Breiðhellu 14 verði úthlutað til RF-fasteigna ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að lóðinni Breiðhellu 14 verði úthlutað til RF-fasteigna ehf.

    • 1707079 – Álfhella 5, umsókn um lóð

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.ágúst sl.
      Lögð fram umsókn H-Berg ehf, kt. 640707-0110 um lóðina Álfhellu 10.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Álfhellu 10 verði úthlutað til H-Berg ehf.

      Forseti fer yfir að fyrir mistök hafi rangt númer lóðar verið tilgreint í bókun bæjarráðs, en um er að ræða lóðina Álfhellu 5. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Álfhellu 5 verði úthlutað til H-Berg ehf.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir á fundi sínum þann 15.02.2017 tillögu að deiliskipulagi Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands. Tillagan var auglýst frá 06.04. 2017-18.05.2017. Samhliða breytast mörk deiliskipulags fyrir Ásland 3 og Hlíðarþúfur eins og meðfylgjandi uppdrættir sýna.
      Lagðar fram fjórar athugasemdir, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. ágúst 2017, sem bárust en 1 átti við annað deiliskipulag og er því ekki tekin með í þesari umfjöllun.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. ágúst 2017 og deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010”.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kemur að stuttri athugasemd. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir svarar anddsvari.

      Til máls öðru sinni tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Adda María Jóhannsdóttir. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni. Adda María Jóhannsdóttir kemur þá að stuttri athugasemd. Slíkt hið sama gerir Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 8 greiddum atkvæðum deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þrír sitja hjá.

    • 1702315 – Hamarsbraut 5, breyting á deiliskipulagi

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að grenndarkynna nýja tillögu dags. 30.05.2017 að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús og færslu á bílastæðum á lóð.
      Breytt tillaga var grenndarkynnt frá 29.06.2017-10.08.2017. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir ódags. umsögn skipulagsfulltrúa og fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41.gr. laga 123/2010.”

      Forseti ber upp tillögu um að fresta málinu um tvær vikur og er það samþykkt með 10 greiddum atkvæðum og einn situr hjá.

      Margrét Gauja Magnúsdóttir les upp bókun fyrir hönd minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar.

      Fundarhlé kl. 18:13.

      Fundi framhaldið kl. 18:32.

      Fyrri bókun minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar er dregin til baka og kemur Adda María Jóhannsdóttir að eftirfarandi nýrri bókun fyrir hönd minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar:

      “Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir að afgreiðslu máls nr. 12 á dagskrá verði frestað.

      Óskum við eftir að samráð verði haft við íbúa hverfisins í heild enda miklar breytingar fyrirhugaðar á svæðinu í kringum Suðurgötu, og mikilvægt að huga að heildrænu skipulagi hverfisins.

      Við þéttingu byggðar er einnig mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum. Því leggjum við áherslu á að hugað verði að leik- og grunnskólamálum sem og aðgengismálum og umferð í hverfinu áður en frekari þétting byggðar á sér þar stað.”

    • 1705168 – Suðurgata 40-44, breyting á aðalskipulagi

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 24.05. s.l. að unnið yrði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga.
      Tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi kynnt.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytta landnotkun og deiliskipulagi fyrir Suðurgötu 40-44 og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á landnotkun í aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Jafnframt samþykki bæjarstjórn breytt deiliskipulag fyrir Suðugötu 40-44 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vísa til bókunar fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn 24.5. 2017 varðandi þetta mál.

      Forseti gerir tillögu að breytingu á orðalagi þeirrar tillögu sem lögð er fyrir bæjarstjórn, þannig að hún sé í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. En fyrir mistök vantar tilvísun í tillögu skipulags- og byggingarráðs í að lagt sé til að fyrirliggjandi tillögur verði auglýstar. Textinn sem lagður er fyrir bæjarstjórn er því eftirfarandi: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á landnotkun í aðalskipulagi Hafnarfjarðar og að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykki bæjarstjórn breytt deiliskipulag fyrir Suðugötu 40-44 og að auglýsa það í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.

      Adda María Jóhannsdóttir tekur einnig til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur einnig Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum ofangreinda tillögu eins og hún var borin upp með breytingum af forseta.

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 25.ágúst sl.
      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem verður haldinn miðvikudaginn 30.ágúst nk.

      Í samræmi við ákvörðun Bæjarráðs sem tekin var í umboði bæjarstjórnar frá 29. júní sl. vekur Forsetanefnd athygli á breyttum fundartíma bæjarstjórnar sem héðan í frá verður kl. 17 á miðvikudögum í stað kl. 14.

      Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki að fundir bæjarstjórnar hefjist kl. 17 héðan í frá. Jafnframt upplýsir bæjarstjórn að unnið sé að heildstæðum breytingum á samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar sem verða lagðar fram í bæjarstjórn.

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls. Forseti kemur að stuttri athugasemd. Ólafur Ingi Tómasson kemur einnig að stuttri athugasemd.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Ofangreind tillaga forseta er samþykkt með 10 greiddum atkvæðum og einn er á móti.

    • 1708692 – Strætó bs, aukin þjónusta, næturakstur, ofl.

      Til umræðu.

      1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður eindregið tillögur stjórnar Strætó bs. um aukna þjónustu, eins og þeim er lýst í forsendum fjárhagsáætlunar sem samþykktar voru þann 25. ágúst sl. og vísað til umfjöllunar á eigendavettvangi Strætó bs.”

      Er tillagan samþykkt samhljóða.

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 23.ágúst sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 25.ágúst
      Fundargerð bæjarráðs frá 24.ágúst sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 15.ágúst sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 16.ágúst sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16.ágúst sl.
      d. Fundargerðir starfshóps um St. Jósefsspítala frá 12.júlí, 8.,14. og 23.ágúst sl.
      e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7.júlí sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 23.ágúst sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16.ágúst sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 23.júní sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 25.ágúst sl.

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls undir 11. lið í fundargerð bæjarráðs frá 24.ágúst sl. mál nr. 1708628 – Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Knatthús, kaplakriki eignaskiptasamningur, erindi.

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls öðru sinni undir sama lið. Til andsvars kemur Margrét Gauja Magnúsdóttir. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Magrét Gauja Magnúsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni. Magrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Ólafur Ingi Tómasson kemur einnig að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir undir sama lið. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur til andsvars. Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Adda María Jóhannsdóttir kemur í andsvar. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Adda María Jóhannsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kemur einnig að stuttri athugasemd.

      Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls undir liðnum fundarsköp. Rósa Guðbjartsdóttir tekur einnig til máls undir sama lið.

      1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls undir 4. tl. fjölskylduráðs frá 25. ágúst sl. og 10. tl. í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 23. ágúst sl.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Ábendingagátt