Bæjarstjórn

13. september 2017 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1790

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Pétur Óskarsson varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum þeim Einari Birki Einarssyni, Helgu Ingólfsdóttur og Margréti Gauju Magnúsdóttir og í þeirra stað sátu fundinn Pétur Óskarsson, Kristín María Thoroddsen og Eyrún Ósk Jónsdóttir. [line][line]Jafnframt sat fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum þeim Einari Birki Einarssyni, Helgu Ingólfsdóttur og Margréti Gauju Magnúsdóttir og í þeirra stað sátu fundinn Pétur Óskarsson, Kristín María Thoroddsen og Eyrún Ósk Jónsdóttir. [line][line]Jafnframt sat fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1611442 – Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrá og afsláttur

      1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 6.september sl.
      Framlög gjaldskrá lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn

      Fræðsluráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. 2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn og Guðlaug Kristjánsdóttir kemur upp í andsvar.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki breytingu á 6. gr. fyrirliggjandi reglna um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum, sem felur í sér að eftirfarandi texti myndi falla út: “Skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá”.

      Er breytingartillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

      Eru reglurnar bornar svobreyttar undir fundinn til samþykktar og eru reglurnar samþykktar samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

      Fyrirliggjandi gjaldskrá leikskóla er einnig samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

      3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 8.sept.sl.
      Fjölskylduráð lýsir áhyggjum af þróun sérstaks húsnæðisstuðnings í kjölfar breytinga á lögum þar að lútandi um síðustu áramót.
      Miðað við fyrirliggjandi gögn um fjölda þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði virðist ný löggjöf ekki vera að ná tilgangi sínum.

      2. varaforseti Kristinn Anderssen tekur við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls og leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi tillögu að bókun:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir áhyggjur fjölskylduráðs af þróun sérstaks húsnæðisstuðnings í kjölfar breytinga á lögum þar að lútandi um síðustu áramót. Miðað við fyrirliggjandi gögn um fjölda þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði virðist ný löggjöf ekki vera að ná tilgangi sínum. Milli ára fækkar móttakendum sérstaks húsnæðisstuðnings í Hafnarfirði um þriðjung í kjölfar breyttra laga.
      Jafnframt skorar bæjarstjórn á Alþingi að taka til skoðunar grunnfjárhæðir húsnæðisbóta við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2018 eins og lögin kveða á um, þar sem sérstaklega verði rýnd áhrif nýrra skilyrða á fjölda þeirra sem eiga rétt á þessum stuðningi og metið hvort sú þróun samrýmist þeim tilgangi laganna að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda vegna leigu á íbúðahúsnæði.”

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars og 2. varaforseti Kristinn Anderssen tekur við fundarstjórn í hennar stað. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn og ber ofangreinda tillögu að bókun upp til atkvæðagreiðslu. Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum og telst bókunin því ályktun bæjarstjórnar.

    • 1709105 – Íbúafundur um samgöngumál

      Lögð fram tillaga að íbúafundi um samgöngumál.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi tillögu að bókun:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verða rædd. Fundurinn verði haldinn í október og er bæjarstjóra falinn undirbúningur.

      Til fundarins verða boðaðir m.a. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri eða fulltrúar hans, þingmenn kjördæmisins, skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar og aðrir sem málið varðar.”

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Ofangreind tillaga er borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

      Bæjarstjórn samþykkir einnig samhljóða eftirfarandi ályktun:

      “Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir vonbrigðum með að ekki sé gert ráð fyrir fjármögnun brýnna framkvæmda eins og við gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í gær, né annarra stærri verkefna sem tengjast legu Reykjanesbrautar í gegnum sveitarfélagið, s.s. vegna gatnamóta brautarinnar og Fjarðarhrauns.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallar eftir breyttum áherslum hjá núverandi ríkisstjórn og hvetur ráðherra samgöngumála og Alþingi til að taka fyrirliggjandi forgangsröðun til endurskoðunar og tryggja nauðsynlegt fjármagn til þessara verkefna í fjárlögum 2018 og næstu ára”.

      Er ályktunin samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.sept. sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 6.sept. sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 30.ágúst sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 8.sept.sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 7.sept. sl.
      a. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 22.ágúst sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 30.ágúst sl.
      c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18.ágúst sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6.sept.sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18.ágúst sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 8.sept.sl.

Ábendingagátt