Bæjarstjórn

11. október 2017 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1792

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Guðlaugu Kristjánsdóttur og mætir Borghildur Sturludóttir í hennar stað. [line][line]Jafnframt sat fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.[line][line]1. varaforseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Ritari bæjarstjórnar og lögmaður stjórnsýslusviðs

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Guðlaugu Kristjánsdóttur og mætir Borghildur Sturludóttir í hennar stað. [line][line]Jafnframt sat fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.[line][line]1. varaforseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1708577 – Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4.október sl.
      Pétur Ólafsson ehf átti hæsta tilboð í Víkurskarð 5, Drangsskarð 10, Móbergsskarð 14 og Móbergsskarð 16.

      Óðalhús ehf átti hæsta tilboð í Glimmerskarð 2.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði og úthluta Petri Ólafssyni ehf lóðunum Víkurskarði 5, Drangsskarði 10, Móbergsskarði 14 og Móbergsskarði 16.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði og úthluta Óðalhúsum ehf lóðinni Glimmerskaði 2.

      Bæjarráð samþykkir að tilboðslóðir sem út af standa verði auglýstar að nýju og óskað eftir tilboðum.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að taka tilboði og úthluta Pétri Ólafssyni ehf. lóðunum Víkurskarði 5, Drangsskarði 10, Móbergsskarði 14 og Móbergsskarði 16.

      Einnig samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að taka tilboði og úthluta Óðalhúsum ehf. lóðinni Glimmerskaði 2.

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 4.október sl.
      a.Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.sept. sl.
      b.Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29.sept. sl.
      c.Fundargerð eigendafundar SORPU bs. frá 4.sept. sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22.sept.sl.
      e. Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 4.sept. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4.október sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 6.sept. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.október sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 4.október sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 27.sept. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 6.okt. sl.

      Gunnar Axel Axelsson tekur til máls undir 4. tl fundargerð fjölskylduráðs frá 6. október sl.Helga Ingólfsdóttir kemur upp í andsvar.

Ábendingagátt