Bæjarstjórn

20. desember 2017 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1797

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
  • Pétur Gautur Svavarsson varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Rósu Guðbjartsdóttur, Unni Láru Bryde og Helgu Ingólfsdóttur, í þeirra stað mæta Skarphéðinn Orri Björnsson, Kristín María Thoroddsen og Pétur Gautur Svavarsson.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Rósu Guðbjartsdóttur, Unni Láru Bryde og Helgu Ingólfsdóttur, í þeirra stað mæta Skarphéðinn Orri Björnsson, Kristín María Thoroddsen og Pétur Gautur Svavarsson.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Forseti ber upp tillögu um breytingu á varamanni í umhverfis- og framkvæmdaráði sem felur í sér að Matthías Feyr Matthíasson til heimilis að Suðurvangi 4 fer út og í hans stað komi inn Guðmundur Björnsson til heimilis að Álfaskeiði 78. Er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.des.sl.

      Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum íbúðarhúsa í 2. áfanga.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi og skilmálum dags. 13. desember 2017 samræmi við 1 mgr. 43 gr. skipulagslaga og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr 41 gr. skipulagslaga 123/2010. Jafnframt verður lóðarhöfum kynnt um breytingu á skilmálum og skipulagi bréfleiðis. Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga og að með málið verði farið skv. 1. mgr. 43 gr skipulagslaga og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. skipulagslaga 123/2010.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga og að með málið verði farið skv. 1. mgr. 43 gr skipulagslaga og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. skipulagslaga 123/2010.

    • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.des.sl.
      Farið yfir stöðu mála. Andri Árnason hrl. mætti til fundarins.

      Tillaga um afturköllun lóðar:

      “Með vísan til vanefnda lóðarhafa, Syðra Langholts ehf., á lóðarleigusamningi, dags. þann 28. mars og 4. apríl 2006, um lóðina Lyngbarð 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), og þar sem lóðarhafi hefur ekki, þrátt fyrir áskoranir Hafnarfjarðarkaupstaðar um að bæta úr þeim vanefndum, og viðræður um aðra lausn málsins hafa ekki skilað árangri, samþykkir Hafnarfjarðarkaupstaður að beita heimild í 18. gr. framangreinds lóðarleigusamnings, og lýsir því hér með yfir að lóðarúthlutun Hafnarfjarðarkaupstaðar til Syðra Langholts ehf. á lóðinni Lyngbarði 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), er hér með afturkölluð.”

      Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu næsta bæjarstjórnarfundar 20. desember nk.

      Margrét Gauja Magnúsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 10 greiddum atkvæðum framlagða tillögu bæjarráðs, þ.e. að með vísan til vanefnda lóðarhafa, Syðra Langholts ehf., á lóðarleigusamningi, dags. þann 28. mars og 4. apríl 2006, um lóðina Lyngbarð 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), og þar sem lóðarhafi hefur ekki, þrátt fyrir áskoranir Hafnarfjarðarkaupstaðar um að bæta úr þeim vanefndum, og viðræður um aðra lausn málsins hafa ekki skilað árangri, samþykkir bæjarstjórn að beita heimild í 18. gr. framangreinds lóðarleigusamnings, og lýsir því hér með yfir að lóðarúthlutun Hafnarfjarðarkaupstaðar til Syðra Langholts ehf. á lóðinni Lyngbarði 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), er hér með afturkölluð.

    • 1711365 – Fjarðargata 13-15, lóðarleigusamningur

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.des.sl.
      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum framlagðan lóðarleigusamning vegna Fjarðargötu 13-15.

    • 1708309 – Glimmerskarð 14, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.desember sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Glimmerskarði 14 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Glimmerskarð 14 til Sandra Freys Gylfasonar og Guðmundar Más Einarssonar verði afturkölluð.

      Bæjarstjórn samþykkir samhlóða með 11 greiddum atkvæðum að úthlutun lóðarinnar Glimmerskarð 14 til Sandra Freys Gylfasonar og Guðmundar Más Einarssonar verði afturkölluð.

    • 1708296 – Móbergsskarð 1, Umsókn um lóð, úthlutun

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.des.sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Móbergsskarði 1 þar sem þau óska eftir að afsala sér 50% í lóðinni Móbergsskarð 1

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarð 1 til Birgis Gunnarssonar og Ásthildar Björnsdóttur verði afturkölluð.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greidduma atkvæðum að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarð 1 til Birgis Gunnarssonar og Ásthildar Björnsdóttur verði afturkölluð.

    • 1712087 – Átakið Í skugga valdsins, erindi

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.des. sl.
      Lögð fram bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24.nóv. sl.

      Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins og kynnti vinnu við gerð uppfærðrar viðbragðsáætlunar vegna eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustöðum.

      Bókun Sambands ísl. sveitarfélaga er vísað til umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og því næst tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Einnig tekur til máls Gunnar Axel Axelsson og því næst Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdótttir.

      Forseti Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Einar Birkir Einarsson og því næst Kristinn Andersen.

      Forseti ber upp tillögu að sameiginlegri ályktun og er hún samþykkt samhljoða með 11 greiddum atkvæðum. Er ályktunin svohljóðandi:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar átakið ,,í skugga valdsins”, #metoo, og fagnar þeirri vakningu sem af því hefur leitt, um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að menning á vettvangi stjórnnmála, vinnumarkaðar og samfélagsins alls breytist á þann veg að ofbeldi af þessu tagi verði ekki liðið.

      Unnið er að uppfærslu á viðbragðsáætlun Hafnarfjarðarbæjar gegn einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustöðum bæjarins og leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að ný áætlun verði vel og ítarlega kynnt fyrir starfsfólki bæjarins, ekki síst hvað varðar leiðir til að vinna gegn og tilkynna ofbeldi ef slíkt kemur upp.

      Bæjarstjórn fagnar því að Samband sveitarfélaga setji málefnið á dagskrá á sínum vettvangi.

      Forsetanefnd er falið að móta reglur og viðbragðsáætlun fyrir kjörna fulltrúa vegna kynferðislegrar áreitni eða kynbundins ofbeldis.”

    • 1710065 – Samningur við ÍBH um eflingu íþróttastarfs fyrir yngri en 18 ára

      6.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 13.des.sl.
      Samningur Hafnarfjarðarbæjar, ÍBH og Rio Tinto á Íslandi um eflingu íþróttastarfs yngri en 18 ára iðkenda íþróttafélaganna í Hafnarfirði lagður fram til afgreiðslu.

      Fræðsluráð samþykkir samninginn með tveimur atkvæðum og tveir sitja hjá. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

      1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdótttir. Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars og Guðlaug Svala svarar andsvari.

      Forseti Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Kristín María Thoroddsen víkur af fundi kl. 18:30.

      Fundarhlé kl. 18.30.

      Fundi framhaldið kl. 19:52.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 10 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi samning og að í samræmi við leiðbeinandi reglur Umboðsmanns barna og Talsmanns neytenda um að vernda eigi börn fyrir auglýsingum og annarri markaðssókn verði óheimilt að semja um merkingar á keppnisstöðum og íþróttabúningum barna og unglinga á grundvelli samningsins.

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 14.des. sl.
      a.Fundargerð hafnarstjórnar frá 8.des. sl.
      b. Fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 24.nóv. sl.
      c. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24.nóv. sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 21.nóv. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.des. sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs frá 21.nóv. sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 12. og 18.des.sl
      Fundargerð fræðsluráðs frá 13.des. sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6.des. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 15.des. sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 18.des. sl.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir 6. lið við fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 18. desember 2017. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómason. Adda María svarar andsvari.

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls undir 6. lið við fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 18. desember 2017. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og Ólafur Ingi svarar andsvari.

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls undir 7. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 18. desember sl.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir 1. lið í fundargerð fræðsluráð frá 13. desember sl.

      1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn og Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdótttir tekur til máls undir 1. lið í fundargerð fræðsluráð frá 13. desember sl. Adda María kemur upp í andsvar.

      Forseti Guðlaug Svana Steinunnar Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Forseti ber upp tillögu leggur til við bæjarstjórn að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir áramót verði 17. janúar 2018 og er tillagan samþykkt samhljóða.

Ábendingagátt