Bæjarstjórn

3. október 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1812

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður

Mætti eru allir aðalbæjarbæjarfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað mætir Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.[line][line]Kristinn Andersen forseti setti fundinn og stýrði honum.[line][line]Við upphaf fundar óskaði forseti eftir því að málið 1806230 – Kjör og starfsaðstaða kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarkaupstað 2018 yrði tekið inn á dagskrá fundarins með afbigðum og var það samþykkt samhljóða. [line]

Ritari

  • Ívar Bragason Logmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mætti eru allir aðalbæjarbæjarfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað mætir Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.[line][line]Kristinn Andersen forseti setti fundinn og stýrði honum.[line][line]Við upphaf fundar óskaði forseti eftir því að málið 1806230 – Kjör og starfsaðstaða kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarkaupstað 2018 yrði tekið inn á dagskrá fundarins með afbigðum og var það samþykkt samhljóða. [line]

  1. Almenn erindi

    • 1809362 – Sorpa bs., gas- og jarðgerðarstöð, lánveiting

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.september sl.
      Lagt fram erindi frá stjórn SORPU bs., dags.12.sept.sl. þar sem óskað er eftir formlegri samþykkt sveitarstjórna vegna lántöku.

      Bæjarráð samþykkir bókun stjórnar SORPU bs. dags. 12. september 2018 vegna lántöku upp á 750 milljónir hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar og leggur til við bæjarstjórn að “samþykkja lántöku SORPU bs upp á kr. 750 milljónir hjá Lánasjóð sveitarfélaga vegna bygingar gas- og jarðgerðarstöðvar, sbr. bókun stjórnar SORPU bs frá 12.september s.l. sbr. framlagðan lánasamning.”

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lántöku SORPU bs. upp á kr. 750 milljónir hjá Lánasjóð sveitarfélaga vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar, sbr. bókun stjórnar SORPU bs. frá 12.september s.l., sbr. framlagðan lánasamning.

    • 1803100 – Leikskólar, gjaldskrá

      3.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 26.september sl.
      Gjaldskrá lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð leggur til að bæjarstjórn samþykki afslátt til leikskólagjalda og greiðslur til dagforeldra og tekjuviðmið.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur til að svohljóðandi breyting verði gerð á fyririggjandi gjaldskrá:

      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að skilyrðið fyrir niðurgreiðslu kostnaðar vegna dagforeldra, sem lýtur að töku fæðingarorlofs verði fellt brott. Orðin “og hafi lokið hámarks fæðingarorlofi” verði felld brott.

      Rökstuðningur: Taka fæðingarorlofs ætti ekki að vera skilyrði af hálfu Hafnarfjarðarbæjar, enda um að ræða áunnin réttindi á vinnumarkaði og almennt tekjulága einstaklinga.

      Til andsvars við ræðu Guðlaugar kemur Kristín María Thoroddsen. Guðlaug svarar næst andsvari.

      Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og leggur til að málinu verði vísað aftur til fræðsluráðs til frekari skoðunar. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen.

      Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og næst Kristín María Thoroddsen. Þá svarar Guðlaug Kristjánsdóttir andsvari.

      Forseti beri upp framkomna tillögu um að vísa málinu til fræðsluráðs og er tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      15.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 19.september sl.
      Lagt fram svar við fyrirspurn.
      6.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.sept. sl.
      Lagt fram svar við fyrirspurnum.
      3.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl.
      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Gubjartsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur máls og kemur að eftirfarandi fyrirspurnum:

      Sveitarstjórnarlög kveða meðal annars á um ábyrga meðferð bæjarfulltrúa á fjármunum sveitarfélagsins en í 65 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir m.a. eftirfarandi: „Sveitarstjórn skal gæta ábyrgðar við meðferð fjármuna sveitarfélagsins og varðveita fjármuni með ábyrgum hætti…“

      Eitt af þeim húsum á Kaplakrika sem nú er fyrirhugað að kaupa (íþróttahús) er talið hafa verið gefið FH af bæjarstjórn árið 1989. Samkvæmt samkomulagi sem gert var þar um var gert ráð fyrir að ýmis skilyrði yrðu uppfyllt frá og með árinu 2005, sem virðist síðan ekki hafa verið gert. Hinn eiginlegi gjafagjörningur hefur þannig ekki farið fram og er húseignin enn færð sem eign bæjarsjóðs í bókum sveitarfélagsins, að 80% hluta. Ljóst er miðað við það að hinn meinti gjafagjörningur hefur ekki verið gjaldfærður í bókum bæjarins. Komi til þess nú að bærinn kaupi húsnæðið að fullu þarf m.a. að gjaldfæra gjafagjörninginn.

      Gangi ætlan meirihlutans eftir í þessu máli óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta svara við því hvernig ætlunin sé að mæta útgjöldum vegna þessa meinta gjafagjörnings upp á hundruð milljóna króna í ársreikningi sveitarfélagsins 2018 þannig að ekki verði halli á rekstri A hluta bæjarsjóðs. Einnig er óskað svara við því hvernig þessi fyrirhuguðu kaup á eigin eign eru talin samræmast 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna sveitarfélagsins.
      Svara er óskað eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar

      Samkvæmt upplýsingum frá fyrrverandi forseta bæjarstjórnar var utanaðkomandi lögfræðingur að vinna að minnisblaði varðandi framangreint samkomulag við FH í lok síðasta kjörtímabils fyrir sveitarfélagið.

      Með vísan til þess óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir að þetta minnisblað verði lagt fram, eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson
      Sigrún Sverrisdóttir

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Ingi Tómason kemur upp í andsvar við ræðu Guðlaugar. Guðlaug svarar andsvari. Ingi kemur að andsvari öðru sinni. Guðlaug svarar andsvari öðru sinni. Ingi kemur að stuttri athugasemd.

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar gera athugasemd við það svar sem gefið er við framlagðri fyrirspurn sem segir að færslan hafi ekki áhrif á sjóðsstreymi. Fyrirspurnin varðaði rekstur A-hluta bæjarsjóðs enda hlýtur bakfært virði 80% hlutar Hafnarfjarðarbæjar að koma einhvers staðar fram í bókhaldi sveitarfélagsins. Sömuleiðis hlýtur það þá að hafa áhrif rekstrarniðurstöðu ársins. Því ítrekum við fyrirspurn okkar varðandi það hvaða áhrif sá bókhaldsgjörningur að fullnusta gjafagjörning á hlut bæjarins í íþróttahúsi í Kaplakrika hafi á rekstur A hluta bæjarsjóðs.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig Adda María Jóhannsdóttir. Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista lýsa furðu á því að vinnsla svara við fyrirspurnum sem legið hafa fyrir vikum saman í málakerfi bæjarins sé ekki lengra komin en raun ber vitni. Að hluta til er um ítrekun þegar framlagðra spurninga að ræða, að hluta til eftirfylgni við fyrri svör. Hér með er þessi fyrirspurn ítrekuð í þriðja sinn og svara vænst án tafa á næsta fundi bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og kemur að svohljóðandi bókun:

      Undirrituð þakkar fyrir svar fjármálastjóra.
      Um er að ræða 80% eignarhlut í parkethúsi að Kaplakrika sem í bókum bæjarins er metið á 92 milljónir, en fasteignamat er mun hærra.
      Áætluð rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs eru 154 milljónir, sem þýðir að ef eignarmat á eignarhlut bæjarins væri í samræmi við fasteignamat færi A sjóður í mínus. Um það snerist fyrirspurnin í upphafi.

      Einnig ítrekar bæjarfulltrúi Bæjarlistans þá staðreynd að lagalegur vafi leikur á réttmæti gjafagjörnings af þessu tagi, þ.e. hvort bær má gefa húseign úr safni sínu, samanber framlagt minnisblað Andra Árnasonar lögmanns.

      Adda María kemur einnig að svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar:

      Hér liggur loksins fyrir svar við fyrirspurn sem fulltrúar flokka sem skipa minnihluta bæjarstjórnar lögðu fram þann 15. ágúst sl. Með svarinu fæst staðfesting á því að það að gjaldfæra nú gjafagjörning á 80% hluta bæjarins í íþróttahúsi í Kaplakrika hafi neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

      Í framlögðum svörum hefur ítrekað verið vísað í að bókfært virði íþróttahússins sé 92 milljónir króna. Í gögnum er hins vegar að finna verðmat á íþróttahúsinu frá 2017 þar sem söluverð þess er metið yfir 425 milljónir. Í ljósi þess óska fulltrúar Samfylkingar svara við því, eigi síðar en á næsta fundi bæjarstjórnar, hvort ekki eigi að framreikna virði eignarinnar og vinna út frá því við skiptingu eigna í Kaplakrika?

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

    • 1702357 – Reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga

      16.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 19.sept.sl.
      7.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.sept.sl.
      Lagt fram svar við fyrirspurnum.
      4.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl.
      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

      Jón Ingi Hákonarson tekur til máls og leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:

      Eftir því sem næst verður komist var í þeim forsendum sem lágu til grundvallar útreikningi á leiguverði sem bærinn hefur greitt til FH vegna leigu á tímum í Risanum, knatthúsi, á sínum tíma gert ráð fyrir að leigan myndi duga til að greiða rekstrarkostnað vegna knatthússins og afborganir og vexti af lánum sem tekin voru vegna byggingar húsnæðisins, á umsömdum leigutíma.

      Með vísan til þessa er óskað eftir því að endurskoðandi bæjarins verði fenginn til að sannreyna þessar upplýsingar. Reynist þær réttar óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar svara meirihlutans á því hvort hann telji réttlætanlegt og hvort það sé í samræmi við gr. 65 í sveitarstjórnarlögum um ábyrga meðferð fjármuna að greiða nú FH fullt verð fyrir Risann og þá í reynd fjármagna húsið í annað skipti.
      Óskað er eftir að svar við fyrirspurninni verði lagt fram eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

      Með vísan til 65. gr. sveitarstjórnarlaga óska undirritaðir bæjarfulltrúa minnihluta bæjarstjórnar eftir því að endurskoðandi bæjarins verði fenginn til að greina hvernig leigugreiðslum frá bænum vegna Risans hefur verið ráðstafað frá upphafi leigutímans. Í því sambandi verði gerð ítarleg greining á rekstrarreikningum FH-knatthúsa ehf. frá upphafi.

      Óskað er eftir að greiningin liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson
      Sigrún Sverrisdóttir

      Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:

      Í þeim viðræðum sem fram fóru við forsvarsmenn FH á síðasta kjörtímabili varðandi knatthús kom fram að umtalsverðar skuldir hvíla á knatthúsunum sem nú er gert ráð fyrir að kaupa og greiða fyrir að fullu.
      Með vísan til þess óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir nákvæmum upplýsingum um hversu háar þessar skuldir eru samtals og hvernig FH hyggst standa undir greiðslu afborgana og vaxta vegna þeirra. Jafnframt er óskað svara við því hvort gert sé ráð fyrir að bærinn leigi tíma af FH í nýja húsinu. Ef svo er, hvað er gert ráð fyrir að greitt verði mikið fyrir þá tíma?

      Óskað er eftir að upplýsingarnar verði lagðar fram eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

      Á undanförnum árum hefur FH tekið að sér ýmsar framkvæmdir á athafnarsvæði FH fyrir hönd bæjarins. Um er að ræða m.a. flýtiframkvæmdasamning, greiðslu á sl. ári vegna efnistöku af stæði væntanlegs knatthúss ofl. Fyrir þetta hefur bærinn greitt að fullu til FH. Mikilvægt er að áður en gengið verður til frekari samninga við FH liggi fyrir hvort félagið hafi gert upp að fullu við þá verktaka sem unnið hafa vegna framangreinda verka.

      Með vísan til þessa óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir því að endurskoðandi bæjarins verði fenginn til að sannreyna að engar skuldir séu vegna þessara framkvæmda.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson
      Sigrún Sverrisdóttir

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug svarar andsvari. Ingi Tómason kemur næst í andsvar við ræðu Guðlaugar sem svarar svo andsvari.

      Adda María tekur næst til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Ingi Tómason kemur einnig til andsvars við ræðu Öddu Maríu og Adda María svarar andsvari. Ingi Tómason kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Ingi kemur að stuttri athugasemd einnig stutt athugasemd frá Öddu Maríu.

      Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni.

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans:

      Í svar við fyrsta lið fyrirspurnarinnar, um rekstrartölur FH knatthúsa, vantar síðustu tvö ár, 2016 og 2017. Hér með er fyrirspurnin ítrekuð, hvað varðar þessi tvö ár og farið fram á að sambærileg úttekt verði gerð af endurskoðanda fyrir þessi tvö ár eins og árin 2008-15. Varðandi annan lið fyrirspurnarinnar er því ekki svarað hvernig FH hyggist standa skil á fyrirliggjandi skuldum, sem nema alls um 330 milljónum. Ýjað er að því að greiðslur muni byggja á leigugreiðslum frá bænum vegna nýs húss. Óskað er eftir staðfestingu á því, hvort svo sé og hver verði þá nauðsynleg leiguupphæð árlega, þ.e. hver kostnaður bæjarins verði til framtíðar litið vegna þessara skulda. Í þriðja lið var óskað eftir að endurskoðandi bæjarins yrði fenginn til að sannreyna að engar skuldir séu vegna þessara framkvæmda. Átt er við dagsetningu framlagningar fyrirspurnarinnar hvað varðar þessa greiðslustöðu, þ.e. hver staðan var þann 15. ágúst 2018. Ítrekað að þeirri beiðni verði svarað.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdottir og kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista lýsa furðu á því að vinnsla svara við fyrirspurnum sem legið hafa fyrir vikum saman í málakerfi bæjarins sé ekki lengra komin en raun ber vitni. Að hluta til er um ítrekun þegar framlagðra spurninga að ræða, að hluta til eftirfylgni við fyrri svör. Hér með er þessi fyrirspurn ítrekuð í þriðja sinn og svara vænst án tafa á næsta fundi bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri kemur til andsvars.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Adda María svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kemur næst að stuttri athugasemd.

      Til máls öðru sinni kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista gagnrýna harðlega þá vanvirðingu sem störfum þeirra er sýnd með því að opinberum fyrirspurnum sé ekki svarað formlega. Hér með ítrekum við fyrirspurnir okkar undir þessum lið í fjórða sinn.

      Við teljum brýnt að fá upplýsingar um áætlaðar þjónustugreiðslur sem bærinn mun þurfa að inna af hendi vegna aðstöðu í umræddu knatthúsi til næstu ára. Allar líkur eru á að þegar upp er staðið muni bæjarfélagið greiða mun meira en umræddar 790 milljónir vegna viðskipta við FH vegna fjármögnunar á byggingu knatthúss, og jafnvel meira en upphafleg tilboð í framkvæmd bæjarins vegna hússins hljóðuðu upp á. Sú fullyrðing fulltrúa meirihlutans að hagkvæmnissjónarmið hafi ráðið för við þessa stefnubreytingu stendur því mjög veikum fótum.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson

    • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

      17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 19.sept.sl.
      9.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.sept. sl.
      Lagt fram svar við fyrirspurnum.
      6.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl.
      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Jón Ingi svarar andsvari.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls öðru sinni.

      Adda María tekur til máls öðru sinni og ber upp eftirfarandi fyrirspurnir:

      Vegna yfirlýsinga bæjarstjóra í Morgunblaðinu laugardaginn 11. ágúst sl. óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar skýringa á ummælum bæjarstjóra þar sem hún segir það tilviljun að þetta mál væri tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 8. ágúst sl. þegar til hans var einmitt boðað sérstaklega vegna málsins.
      Óskað er eftir að svör við fyrirspurninni liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

      Í ljósi þess hversu skyndilega boðað var til fundar bæjarráðs hinn 8. ágúst sl. með minnsta löglega fyrirvara á grundvelli þess að flýta þyrfti málinu óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir gögnum sem varpað geta ljósi á hina óvæntu framvindu í málinu sem kallaði á slíka flýtimeðferð að ekki mátti bíða þess að ná bæjarstjórn saman.

      Óskað er eftir að gögn liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson
      Sigrún Sverrisdóttir

      Einnig leggur Adda María fram svohljóðandi bókun:

      Ákvörðun um breytt áform varðandi byggingu knatthúss var tekin á skyndifundi sem haldinn var í bæjarráði þann 8. ágúst sl. þar sem einungis 3 af 11 bæjarfulltrúum samþykktu stefnubreytingu í málefnum er varða uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Fulltrúar fengu afar skamman fyrirvara á málinu og skorti verulega á gögn og upplýsingar varðandi forsendur þess.

      Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta bæjarstjórnar draga lögmæti ákvörðunarinnar í efa og hafa leitað álits hjá lögfræðingum Samband íslenskra sveitarfélaga þar að lútandi. Álitið staðfestir þann skilning okkar að ákvörðunin standist ekki sveitarstjórnarlög og því beri að ógilda hana. Í álitinu (sem fylgir málinu) kemur m.a. fram að heimild byggðarráðs til töku fullnaðarákvörðunar eigi einungis við þegar ekki er um að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og að ákvörðunin rúmist innan fjárhagsáætlunar. Í álitinu er áréttað að óheimilt sé að víkja frá formlegu skilyrði sem fram kemur í 1. málsl. 5. mgr. 35. gr. „að ágreiningur má ekki vera innan ráðsins um afgreiðsluna,“ Einnig er í álitinu vísað í dóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands þann 21. mars 2007 þegar ákvörðun bæjarráðs Snæfellsbæjar var talin ólögmæt þar sem ekki hafi verið einhugur um ákvörðunina í bæjarráði.

      Á grundvelli þessa álits fara undirritaðir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar fram á að umrædd ákvörðun bæjarráðs frá 8. ágúst sl. verði ógilt og hún afturkölluð vegna formgalla og ekki aðhafst frekar í málinu þar til spurningum þeim sem lagðar hafa verið fram á fundinum hefur verið svarað. Í kjölfarið getur málið fengið meðferð í samræmi við samþykktir bæjarins og ákvæði sveitarstjórnarlaga.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson
      Sigrún Sverrisdóttir

      Ágúst Bjarni Garðarsson kemur upp í andsvar.

      Fundarhlé kl. 13:08.

      Fundi framhaldið kl. 13:16.

      Ágúst Bjarni tekur til máls og leggur fram svohljóðandi bókun:

      Formaður bæjarráðs óskar eftir að bókað verði að bæjarlögmanni verði falið að kalla eftir áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fulltrúar minnihlutans hafa vitnað hér til á fundi bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Einnig tekur til máls Ingi Tómasson og leggur fram svohljóðandi tillögu: “Bæjarstjórn samþykki að fundir bæjarstjórnar hefjist kl. 14:00 héðan í frá”.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

      Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Ingi Tómasson kemur upp í andsvar. Adda María svarar andsvari. Ingi kemur í andsvar öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni og leggur fram tillögu um að forsetanefnd verði fali að skoða fundartíma bæjarstjórnar og leggja fram tillögu í þeim efnum. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur upp í andsvar.

      Forseti ber upp framkomna tillögu upp um að forsetanefnd skoði á fundartíma bæjarstjórnar og leggi fram tillögu í eim efnum og er hún samþykkt samhljóða.

      Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun sem á við um fyrri hluta umræðu undir þessum dagskrárlið:

      Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar gera alvarlegar athugasemdir við þau svör sem fram koma við fyrirspurnum okkar undir þessum lið. Það var ekki tilviljun að málið kom upp í sumarfríi þannig að boða þyrfti til aukafundar í bæjarráði með minnsta löglega fyrirvara. Það var öllum ljóst að til fundarins var boðað einmitt boðað sérstaklega vegna þessa máls.
      Við ítrekum einnig óskir okkar um gögn sem varpað gætu ljósi á þá framvindu sem kallaði á slíka flýtimeðferð í málinu. Þau gögn liggja ekki fyrir og svar það sem er lagt fram hér í dag gefur engar skýringar á því hvers vegna málið hafi verið keyrt í gegn með svo miklum flýti.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista lýsa furðu á því að vinnsla svara við fyrirspurnum sem legið hafa fyrir vikum saman í málakerfi bæjarins sé ekki lengra komin en raun ber vitni. Að hluta til er um ítrekun þegar framlagðra spurninga að ræða, að hluta til eftirfylgni við fyrri svör. Hér með er þessi fyrirspurn ítrekuð í þriðja sinn og svara vænst án tafa á næsta fundi bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og leggur fram svohljóðandi tillögu: “Bæjarstjórn samþykkir að frá og með 1. nóvember hefjist fundir bæjarstjórnar kl. 14:00”.

      1. varaforseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Kristinn Andersen kemur til andsvars við ræðu Ólafs Inga. Einnig kemur Adda María Jóhannsdóttir til andsvars. Ólafur Ingi svarar andsvari. Adda María svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista gagnrýna harðlega þá vanvirðingu sem störfum þeirra er sýnd með því að opinberum fyrirspurnum sé ekki sarað formlega. Hér með ítrekum við fyrirspurnir okkar undir þessum lið í fjórða sinn.

      Fulltrúar meirihlutans verða að svara þeim fyrirspurnum sem lagðar hafa verið fram. Einungis þannig er hægt að leggja mat á hvort málefnalegar ástæður hafi legið til grundvallar þeirri flýtimeðferð sem málið hefur fengið.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson

      1. varaforseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Kristinn Andersen tekur til máls og leggur til að framkominni tillögu um að fundir bæjarstjórnar verði kl. 14 frá og með 1. nóvember nk. verði vísað til forsetanefndar.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir. Næst tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Næst ber forseti upp tillögu um að framkomin tillaga Ólafs Inga, þ.e. að “Bæjarstjórn samþykkir að frá og með 1. nóvember hefjist fundir bæjarstjórnar kl. 14:00”, verði vísað til forsetanefndar og er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2 atkvæðum og 2 sitja hjá.

    • 1706132 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur

      Tekið fyrir til umræðu.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Adda María Jóhannsdóttir tekur næst til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Adda María svarar andsvari.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir í annað sinn og leggur fram svohljóðandi bókun:

      Það er umtalsverður stefnumunur á reglum sem kveða á um að eignarhlutur bæjarins í nýbyggingum íþróttamannvirkja sem hann kemur að fjármögnun á, “sé almennt 100%” eða “geti orðið allt að 100%”.
      Því er mikilvægt að bæjarstjórn ræði sig niður á niðurstöðu varðandi þessa stefnu, í þágu gegnsæis í nálgun bæjarins við verkefni af þessu tagi. Með því móti vita íþróttafélög sem óska samstarfs um byggingar betur á hverju þau eiga von.

      Sömuleiðis þarf að útbúa skýr viðmið varðandi þau tilvik þar sem eignarhlutur bæjarins getur einhverra hluta vegna ekki orðið 100%, svo málefnaleg rök liggi fyrir sem báðir aðilar þekkja og hafa samþykkt.
      Miðað við þá breytingu sem drög að samstarfssamningi við ÍBH hafa tekið, hvað varðar eignarhlut bæjarins, þykir undirritaðri æskilegt að málið sé rætt efnislega í bæjarstjórn, enda síðasta ályktun bæjarstjórnar á þá leið að hluturinn yrði almennt 100%. Með öðrum orðum, hvort bæjarstjórn þykir orðalag í nýjustu drögum samræmast bókun bæjarstjórnar frá 2017 sem send var til útfærslu hjá Íþrótta- og tómstundanefnd.

      Til andsvars við ræðu Guðlaugar kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug svarar andsvari.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars. Adda María svarar andsvari.

    • 1806230 – Kjör og starfsaðstaða kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarkaupstað 2018

      2. liður frá fundi forsetanefndar frá 1. október sl.
      Lögð fram samantekt forsetanefndar sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 20. júní sl.

      1. varaforseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Kristinn Andersen og tekur svo við fundarstjórn á ný.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Adda María Jóhannsdóttir tekur næst til máls.

    • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.sept. sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 26.sept.sl.
      a. Fundagerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 5. og 19.sept. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 28.sept.sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 25.sept.sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 19.sept. sl.
      b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12.sept. sl.
      c. Fundargerð eigendafundar SORPU bs. frá 3.sept. sl.
      d. Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 3.sept. sl.
      e. Fundargerð stjórnar SSH frá 3.sept.sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26.sept.sl.
      a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 17. og 30.ágúst sl.
      b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12.sept. sl.
      Fundargerðir forsetanefndar frá 24.sept. og 1.okt. sl.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir fundargerð fjölskylduráðs. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri einnig til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

      Næst til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir í annað sinn undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Ábendingagátt