Bæjarstjórn

28. nóvember 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1816

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Adda María Jóhannsdóttir en í hennar stað mætti Stefán Már Gunnlaugsson. [line][line]Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Adda María Jóhannsdóttir en í hennar stað mætti Stefán Már Gunnlaugsson. [line][line]Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting

      7. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.nóv. sl.
      Tekin fyrir á ný aðalskipulagbreyting vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut. Lögð fram endurskoðuð tillaga frá samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 16.05. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga.”

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 greiddum atkvæðum að unnið verði að breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga. Friðþjófur Helgi Karlsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

    • 1511358 – Stöðuleyfi, reglur

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.nóv.sl.
      Lagðar fram endurskoðaðar reglur um stöðuleyfi og ferla- og vinnulýsing umsóknar um stöðuleyfi dags. 19.11.2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðar reglur um stöðuleyfi dags. 19.11.2018. Jafnframt er þeim vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson og leggur fram tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað og að málinu verði vísað aftur til skipulags- og byggingaráðs til nánari lögfræðilegrar skoðunar.

      Ólafur Ingi Tomasson kemur til andsvars við ræðu Sigurðar Þ. Ragnarssonar sem svarar svo andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni.

      Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Einnig til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Þá kemur Sigurður Þ. Ragnarsson til andsvars öðru sinni.

      Forseti ber upp framkomna tillögu um að fresta afgreiðslu málsins og vísa málinu til nánari lögfræðilegrar skoðunar í skipulafs- og byggingarráði. Er tillagan felld með 8 atkvæðum gegn 1, og tveir bæjarfulltrúar sitja hjá.

      Bæjarstjórn staðfestir með 10 greiddum atkvæðum endurskoðaðar reglur um stöðuleyfi. Sigurður Þ. Ragnarsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

    • 1810411 – Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hafnarfjarðarkaupstað

      3.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.nóvember sl.
      Tekin fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða samþykkt um meðhöndlun úrgangs og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum framlagða samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

    • 1811226 – Útsvarsprósenta við álagningu 2019

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs 22.nóvember sl.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta 2019 verði 14,48%.
      Samþykkt með fjórum atkvæðum.

      Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði gegn tillögunni og leggur fram svohljóðandi bókun:

      Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og mikilvægt að þeim sé sinnt. Þar sem framlögð fjárhagsáætlun sýnir að ekki verði hægt að ráðast í öll þau verkefni sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir hafa fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn lagt fram tillögu um að útsvarshlutfall verði nýtt og fyrirhuguð lækkun á álagningarstofni fasteignaskatta á atvinnueignir verði endurskoðuð. Af þeim sökum samþykkir fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði ekki þessa tillögu.

      Adda María Jóhannsdóttir

      Til máls tekur Stefán Már Gunnlaugsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Þá tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Einnig tekur til máls Rósa Guðbjartsdóttir og kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra telja mikilvægt að álögur á einstaklinga og fyrirtæki hækki ekki og að ástæðulaust sé að halda álagningarhlutföllum í hámarki eins og fulltrúar Samfylkingar hafa lagt til. Bættur rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar gefur tækifæri til að halda álögum og gjöldum í lágmarki á sama tíma og þjónustan er efld á flestum sviðum, leikskólagjöld hækka ekki fimmta árið í röð, systkinaafslættir eru auknir í leikskólum og á fæðisgjöldum grunnskóla svo eitthvað sé nefnt. Umtalsverð lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts sem lögð er til í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019, og fulltrúar Samfylkingar hafa einnig gagnrýnt, er fyrst og fremst til að koma til móts við mikla hækkun á fasteignamati í Hafnarfirði. Það er mat fulltrúa meirihlutans að lægra álagningarhlutfall fasteignaskatts komi íbúum og fyrirtækjum vel, bæti aðstæður fyrirtækjanna og styðji við fjölbreytt atvinnulíf í bæjarfélaginu.

      Fyrirliggjandi tillaga borin upp til atkvæða og bæjarstjórn samþykkir með 8 greiddum atkvæðum gegn 2 tillögu bæjarráðs um að útsvarsprósenta 2019 verði 14,48%. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.nóvember sl.
      Lögð fram til samþykktar Húsnæðisáætlun 2018-2026.

      Valdimar Víðisson formaður starfshóps mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun 2018-2026 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Vert er að fagna útkomu húsnæðisstefnu sem dregur upp mynd af stöðu húsnæðismála í bæjarfélaginu og leggur fram ákveðna sýn um uppbyggingu. Undirrituð leggur þó áherslu á að gætt verði að því að ný byggingarsvæði og þéttingarsvæði verði vel skilgreind í skipulagsskilmálum með tilliti til blandaðrar byggðar sem svari fjölbreyttum þörfum íbúa.

      Adda María Jóhannsdóttir

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdótir.

      Þá tekur til máls Friðjófur Helgi Karlsson. Einnig tekur til máls Stefán Már Gunnlaugsson.

      Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun 2018-2026.

    • 1707176 – Álfhella 5, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.nóvember sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að álfhellu 5 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afsal Dverghamars ehf. á lóðinni Álfhellu 5.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum afsal Dverghamars ehf. á lóðinni Álfhellu 5.

    • 1810279 – Einhella 11, umsókn um lóð

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.nóvember sl.

      Lögð fram umsókn Eignataks ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 11 við Einhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Einhellu 11 verði úthlutað til Eignataks ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Einhellu 11 verði úthlutað til Eignataks ehf.

    • 1811319 – Bjarkavellir 1A, kauptilboð

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.nóvember sl.
      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Bjarkavöllum 1A ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð í íbúð að Bjarkavöllum 1A.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð í íbúð að Bjarkavöllum 1A.

    • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, breyting

      2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 26.nóvember sl.
      Til afgreiðslu

      Forsetanefnd samþykkir að vísa drögum að breytingum á Samþykktum um stjórn sveitarfélagsins til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun varðandi fundartíma bæjarstjórnar sem lagður er til í fyrirliggjandi drögum að samþykktum.

      Starf sveitarstjórnarfulltrúa er ekki talið fullt starf hjá neinu sveitarfélagi nema Reykjavíkurborg. Af þessum sökum eru fundartímar sveitarstjórna almennt utan dagvinnutíma nema í Reykjavík. Viðmiðunarlaunatafla sem gefin var út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga í júní 2016 staðfestir þetta en í henni er lagt til að þóknun til sveitarstjórnarmanna í sveitarfélagi sem hefur íbúafjölda 15.000-50.000 sé á bilinu 24,25%-28,74% af þingfararkaupi. Þar er því ekki gert ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða.
      Það er mikilvægt að sem flestir geti boðið sig fram til setu í sveitarstjórn en geti jafnframt sinnt sinni atvinnu, kjósi þeir svo. Fundartími bæjarstjórnar getur ekki miðast við þá fulltrúa sem hafa ákveðið að segja sig frá öðrum störfum. Við sem einstaklingar getum ekki leyft okkur að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum heldur eigum að hugsa um hagsmuni heildarinnar.
      Við styðjum það að fundartími bæjarstjórnar verði seinnipart, kl. 16 eða 17, eins og starfshópur sem starfaði á seinasta kjörtímabili náði þverpólitískri samstöðu um.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson

      1. varaforseti Guðlaug Kritjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Kristinn Andersen. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Kristinn Andersen tekur aftur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson. Ólafur Ingi svarar andsvari.

      Helga Ingólfsdóttir tekur næst til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu til forsetanefndar, að drögum að Samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar verði breytt þannig milli umræða að fundartími bæjarstjórnar verði kl. 16 í stað kl. 14 líkt og gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum.

      Næst tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Einnig tekur til máls Stefán Már Gunnlaugsson. Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Rósa Guðbjartsdóttir víkur af fundi kl. 19:21 og í hennar stað mætir Lovísa Björg Traustadóttir.

      Helga Ingólfsdottir kemur næst til andsvars við ræðu Sigurðar sem svarar næst andsvari. Helga kemur til andsvars öðru sinni. Þá svarar Sigurður andsvari öðru sinni.

      Næst til máls tekur Kristín Thoroddsen.

      Forseti ber upp tillögu um að vísa málinu til forsetanefndar og svo síðari umræðu og að hún fari fram á fundi bæjarstjórnar þann 12. desember nk. Er tillagan samþykkt með 9 atkvæðum og tveir sátu hjá.

    • 1811390 – Framkvæmdir, verklagsreglur

      Lögð fram eftirfarandi tillaga:

      Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að búa til verklagsreglur til að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni framkvæmda allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út ætlaðan líftíma þeirra. Á þetta við um allar þær framkvæmdir sem Hafnarfjarðarkaupstaður mun ráðast í og gildir þar einu hvort framkvæmdin verði að hluta til eða að öllu leyti í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar.
      Greinargerð
      Hafnarfjarðarkaupstaður notar mikla fjármuni bæjarbúa á ári hverju í hin ýmsu fjárfestingaverkefni. Þar má nefna götur, göngustíga, byggingar, skóla og svo framvegis. Mikilvægt er tryggja að opinberar framkvæmdir standist allar áætlanir. Umræðan um framúrkeyrslu opinberra framkvæmda hefur farið hátt undanfarnar vikur og mánuði. Dæmi eru um að hér á landi fari framkvæmdir jafnvel tugi prósenta fram úr áætlun þegar kemur að kostnaði og á þetta á líka við um framkvæmdatíma sem verður oft lengri en gert var ráð fyrir í upphafi. Hér þurfa bæði sveitarfélög og ríki að styrkja betur stjórnsýsluna í undirbúningi og stjórnun framkvæmda. Sérfræðingar hafa bent á að íslenskt regluverk og vinnubrögð standi talsvert að baki því sem þekkist í öðrum þróuðum ríkjum og greina þurfi betur óvissu og áhættu í öllum áætlunum sem gerðar eru í upphafi. Markmiðið með þessari tillögu er því að tryggja faglega umgjörð og að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir þegar ráðist er í umfangsmikilar og kostnaðarsamar framkvæmdir. Það er því mikilvægt að hér í Hafnarfirði liggi fyrir skýrar verklagsreglur þegar ráðist er í framkvæmdir og gildir þar einu hvort framkvæmdin verði að hluta til eða öllu leyti í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um að umhverfis- og skipulagsþjónustu verði falið að búa til verklagsreglur til að tryggja hagkvæmni og skilvirkni framkvæmda.

    • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

      Lagt er til að bæjarstjórnarfundur sem haldinn verður 12.desember nk. hefjist kl. 14:00 þann dag.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða með 8 atkvæðum, 1 á móti og 2 sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

    Fundargerðir

    • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fræðsluráðs frá 21.nóvember sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.nóv. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 23.nóvember sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 22.nóvember sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.nóv. sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.nóv. sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 5.nóv.sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2.nóv.sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.nóvember sl.
      a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 24.okt.sl.
      b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 25.okt. og 2.nóv. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.nóvember sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 26.nóvember sl.

      Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls undir máli 4 í fundargerð fræðsluráðs frá 21.nóvember sl. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson undir 1. í fundargerð bæjarráðs frá 21. nóvember sl.

Ábendingagátt