Bæjarstjórn

2. maí 2019 kl. 16:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1825

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen forseti
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ólafi Inga Tómassyni en í hans stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ólafi Inga Tómassyni en í hans stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1712136 – Kaldárselsvegur, lóð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, breyting á deiliskipulagi

   1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.apríl sl.
   Lagður fram uppfærður uppdráttur vegna ábendingar Skipulagsstofnunar um að það vantaði að tilgreina hámarksbyggingarmagn áður en breytingin yrði birt í B-deild stjórnartíðinda.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt og að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

   Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1904147 – Kaldársel, fasteignagjöld, erindi

   5. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.apríl sl.
   Lögð fram beiðni KFUM og K um niðurfellingu fasteignagjalda.

   Með vísan til reglna um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka frá 5. desember 2012, samþykkir bæjarráð erindi frá Sumarbúðum KFUM og K Kaldárseli um niðurfellingu fasteignaskatts af fasteigninni Kaldárselsvegi F2076648 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

   6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.apríl sl.
   Lagt fram samkomulag UNICEF og Hafnarfjarðarbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

   Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og fagnar þeim áfanga sem náð er með fyrirliggjandi samkomulagi UNICEF og Hafnarfjarðarbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vísar samkomulaginu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Jón Ingi Hákonarson leggur fram svohljóðandi bókun:
   Viðreisn fagnar því að Hafnarfjarðarbær hafi undirritað samkomulag við UNICEF um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Innleiðing Barnasáttmálans er og var eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar í Hafnarfirði í kosningunum síðasta vor og því gleðjumst við mikið að sjá þetta mikilvæga mál vera að raungerast. Börnin eiga alltaf að vera í forgangi við stefnumótun og ákvarðanatöku. Barnvænt samfélag er gott samfélag.
   Viðreisn styður þetta mál af heilum hug.

   Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
   Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að samningur um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafi loks verið undirritaður. Það var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 7. desember 2016 sem fulltrúi Samfylkingarinnar flutti tillögu um að óska eftir samstarfi við UNICEF og Akureyrarbæ um að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allt starf, reglur, samþykktir og stefnur sveitarfélagsins með það að markmiði að öðlast vottun sem Barnvænt samfélag. Það er því mikið fagnaðarefni að þessum áfanga hafi loks verið náð. Gert er ráð fyrir að innleiðingarferli taki tvö ár og ef allt gengur að óskum fær Hafnarfjarðarbær viðurkenningu sem barnvænt samfélag haustið 2021.

   Sigurður Þ. Ragnarsson leggur fram svohljóðandi bókun:
   Miðflokkurinn fagnar því að Hafnarfjarðarbær skuli hafa undirritað samkomulag við UNICEF um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

   Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi bókun:
   Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar settu sérstaklega fram í málefnasamningi sínum að lokið yrði við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stefnur og samþykktir bæjarsins. Innleiðing sáttmálans liggur fyrir nú fyrir, strax á fyrsta ári kjörtímabilsins, og því ber að fagna.

   Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig kemur til andsvars Guðlaug Kristjánsdóttir sem og Jón Ingi Hákonarson. Ágúst Bjarni svarar næst andsvari Jóns Inga. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars öðru sinni.

   Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Adda María andsvari. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Adda María andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni og svarar Adda María andsvari jafnframt öðru sinni. Ágúst Bjarni kemur að stuttri athugasemd og sama gerir Adda María.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1902461 – Kapelluhraun -2 áfangi

   3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.apríl sl.
   Á fundi skipulags- og byggingarráðs 12.3.2019 heimilaði ráðið umsækjanda að vinna að breyttu deiliskipulagi að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa.
   Tillaga AOK arkitekta dags. 11.2.2019 að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2 áfanga lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga dags. 11.2.2019 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

   Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1904516 – Sameinuðu þjóðirnar, heimsmarkmið, sjálfbær þróun

   Til umræðu

   Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson.

   Einnig tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls og kemur Ágúst Bjarni til andsvars.

   Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.

   Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Þá tekur Friðjófur Helgi Karlsson til máls.

   1. varaforseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Til máls tekur Kristinn Andersen og tekur jafnframt við fundarstjórn á ný.

   Forseti ber upp svohljóðandi bókun og leggur til að bæjarstjórn samþykki hana samhljóða:

   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður að stefnumótun og starfsemi bæjarfélagsins taki mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og horft sé þar m.a. til vinnu Verkefnastjórnar Heimsmarkmiða SÞ sem skipuð hefur verið að frumkvæði ríkisstjórnar Íslands. Því er beint til bæjarráðs að fylgja þessu eftir með því að greina að hvaða marki nú þegar er unnið að þessum markmiðum, setja áherslur og frekari markmið fyrir bæjarfélagið.”

   Er bókunin samþykkt samhljóða.

  • 1904447 – Frederiksberg kommunalbestyrelse, boð í móttöku

   Lagt fram

  Fundargerðir

  • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð bæjarráðs frá 11.apríl sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 27.mars sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.mars sl.
   c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1.mars sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.apríl sl.
   Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 9. og 16.apríl sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 10.apríl sl.
   a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 27.mars og 3.apríl sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 12.apríl sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 29.apríl sl.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir lið 12. í fundargerð fræðsluráðs frá 10. apríl. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og svarar Adda María andsvari.

  Áætlanir og ársreikningar

  • 1903475 – Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2018 og fyrirtækja hans, uppgjör, síðari umræða

   19.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 3.apríl sl.
   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
   Lagður fram ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018 og fyrirtækja hans. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

   Til máls taka þau Rósa Guðbjartsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Sigurður Þ. Ragnarsson og Guðlaug Kristjánsdóttir

   Forseti ber upp tillögu um að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem fram fer þann 2. maí nk. kl. 16 og er tillagan samþykkt samhljóða.

   Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.

   Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Adda María andsvari. Þá kemur Rósa til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Adda Maria andsvari. Þá kemur til andsvars öðru sinni Ágúst Bjarni sem Adda María svarar. Þá kemur Ágúst Bjarni að stuttri athugasemd sem og Adda María.

   Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Sigurður andsvari. Einnig kemur að andsvari Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Guðaug andsvari.

   Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Þá tekur til máls Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Jón Ingi andsvari.

   Einnig tekur til máls öðru sinni Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans fyrir árið 2018 ásamt ábyrgðar- og skuldbindingayfirliti.

   Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra:

   “Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 ber vott um traustan rekstur sveitarfélagsins og ábyrga fjármálastjórn. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins heldur áfram að styrkjast og ljóst að agi og aðhald í rekstri er að skila góðum árangri.
   Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hefur ekki verið lægra í 25 ár en er nú 112% og rekstur málaflokka var í góðu samræmi við fjárhagsáætlun.
   Heildartekjur ársins voru 3,6% yfir áætlun eða 926 milljónir króna. Veltufé frá rekstri var 3.863 milljónir króna eða 14,4% af heildartekjum. Rekstrarafgangur ársins fyrir A og B hluta bæjarsjóðs nam 1.129 milljónum króna en fjárhagsáætlun 2018 gerði ráð fyrir 799 milljóna króna rekstrarafgangi. Rekstrarniðurstaða fyrir A hluta var jákvæð um 490 milljónir króna meðan áætlun gerði ráð fyrir 213 milljóna króna afgangi. Betri niðurstaða skýrist meðal annars af 236 milljónum króna hærri skatttekjum.
   Fjárfest var fyrir 5.289 milljónir króna í innviðum og þjónustu á árinu. Stærstu framkvæmdirnar voru bygging nýs skóla í Skarðshlíð fyrir 2.061 milljón króna og hjúkrunarheimilis fyrir 850 milljónir króna. Framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja að Ásvöllum, Kaplakrika og við Keili námu alls um 696 milljónum króna. Kaupverð íbúða í félagslegt húsnæðiskerfi sveitarfélagsins nam 457 milljónum króna og endurbætur á St. Jósefsspítala, um 113 milljónum króna. Um einn milljarður króna fóru í framkvæmdir við gatnagerð m.a. við Reykjanesbrautina. Samhliða hefur auknu fjármagni verið veitt til fræðslu- og frístundamála og fjölskylduþjónustu sveitarfélagsins. Tekin voru ný lán á árinu vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð um 2 milljarðar króna og um 1,4 milljarður króna vegna byggingar hjúkrunarheimilis. Auk þess var tekið 500 milljóna króna lán vegna fjárfestinga Húsnæðisskrifstofu á leiguíbúðum í félagslega kerfið. Greiðslur langtímaskulda námu alls 1,6 milljarði króna eða um 200 milljónum króna umfram afborganir samkvæmt lánasamningum.
   Árangur ábyrgrar fjármálastjórnunar undanfarinna ára hefur styrkt sveitarfélagið og gert það betur í stakk búið til að takast á við uppbyggingarverkefnin sem framundan eru og um leið efla og bæta þjónustuna við íbúa og fyrirtæki bæjarins. Starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar eru færðar þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag við að ná þessum árangri. Við horfum bjartsýn fram á veginn.”

   Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

   “Fjárhagsáætlunin sem ársreikningur fyrir árið 2018 byggir á bar þess skýr merki að kosningar væru framundan. Þar var stillt upp gífurlegum fjárfestingum sem ljóst var að myndu binda Hafnarfjarðarbæ til framkvæmda nokkur ár fram í tímann. Ein helsta forsenda þeirra framkvæmda var sala íbúða- og atvinnulóða sem fjárfest var í á árunum fyrir hrun. Við afgreiðslu áætlunarinnar vöruðu fulltrúar Samfylkingarinnar við því að farið yrði of geyst og minntu á mikilvægi þess að lögbundnum verkefnum sveitarfélagsins væri sinnt og forgangsraðað í þágu almannahagsmuna.
   Ársreikningur fyrir árið 2018 sýnir að skuldir eru að aukast. Meginástæða þess að rekstrarniðurstaðan er góð er sú að skatttekjur hafa aukist m.a. vegna meiri útsvarstekna og aukinna framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hlutfall skulda hækkar hins vegar á milli ára vegna aukinnar lántöku. Skuldahlutfallið hefur lækkað jafnt og þétt frá hruni en hækkar nú í fyrsta sinn á milli ára. Þannig hækka heildarskuldir og skuldbindingar um 3 milljarða og handbært fé lækkar mikið á milli ára. Rekstrarniðurstaða ársins 2018 er um 200 m.kr. lægri en árið á undan.
   Gert hafði verið ráð fyrir að tekjur af lóðasölu yrðu töluverðar og á þeim byggðu áætlanir um þær miklu fjárfestingar og framkvæmdir sem lagt var upp með. Því miður hefur ekki gengið nógu vel að koma uppbyggingu af stað í Skarðshlíð og situr Hafnarfjörður því enn eftir hvað varðar íbúðauppbyggingu, þrátt fyrir að Skarðshlíðin hafi verið tilbúin til úthlutunar í um áratug. Þá hefur lítið sést til áætlaðra þéttingarverkefna sem sum hver hafa tafist vegna kæruferla.
   Fyrir réttu ári sýndu talningar frá Samtökum Iðnaðarins að Hafnarfjörður væri eftirbátur margra nágrannasveitarfélaganna þegar kom að íbúðauppbyggingu. Nýjar tölur sýna að staðan hefur síst batnað enda rekur Hafnarfjörður lestina þegar kemur að íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Í nýútkominni skýrslu kemur fram að 150 íbúðir voru í byggingu í bæjarfélaginu í mars í fyrra en nú eru þær einungis 104 og hefur því verulega dregið úr vexti í Hafnarfirði frá árinu 2016, öfugt við önnur sveitarfélög.
   Í þeirri hagsveiflu sem ríkt hefur síðustu misseri hafa fulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýnt forgangsröðun verkefna og teljum við góðærið ekki hafa verið nýtt nægilega vel til innviðauppbygginga og eflingar á grunnþjónustunni. Því má ekki gleyma að sveitarfélagið hefur ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna og mikilvægt er að þeim skyldum sé sinnt áður en farið er í fjárfrekar framkvæmdir á öðrum vettvangi.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Friðþjófur Helgi Karlsson”

   Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

   “Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurði Þ. Ragnarssyni
   Almennt gekk rekstur sveitarfélagsins vel á árinu 2018 og í grófum dráttum í samræmi við fjárhagsáætlun. Þó eru frávik í því sem vert er gefa gaum. Þar má nefna framkvæmdir á borð við:
   a) Skarðshlíðarskóli sem fór 260 milljónir fram úr áætlun
   b) Ásvellir, íþróttasvæði sem fóru 142 milljónir fram úr áætlun
   c) Leiksskólar sem fóru 45 milljónir fram úr áætlun
   Þá var í áætlun fyrir árið 2018 gert ráð fyrir 622 milljónum í kostnað vegna lóða og framkvæmdir við þær en raunin varð 872 millljónir og var það 250 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir.
   Það er því ljóst að við framkvæmdir hjá sveitarfélaginu þarf að hafa gætur til að hindra megi framúrkeyrslur svo sem þær sem fyrr greinir og heimildir eru fyrir í fjárhagsáætlun.”

   Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljoðandi bókun:

   “Ársreikningur ársins 2018 ber skýr merki þess viðsnúnings sem varð í lánameðhöndlun bæjarins á síðasta kjörtímabili, þ.e. að greiða niður lán umfram skylduafborganir og hætta að taka lán fyrir afborgunum lána, en sá siður hafði þá verið við lýði frá því langt fyrir efnahagshrun. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans heitir á núverandi meirihluta bæjarstjórnar að viðhalda þessum árangri, þó svo ekki hafi verið gert ráð fyrir umframafborgunum skulda í fyrstu fjárhagsáætlun nýs meirihluta. Undirrituð væntir þess að það verði leiðrétt og auknum aga og árangri í rekstri bæjarins þannig við haldið til framtíðar.
   Jafnframt hvetur undirrituð til þess að sem fyrst verði byrjað að greiða inn á uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar vegna B deilda lífeyrissjóða, sem ýmis sveitarfélög hafa þegar gert en Hafnarfjörður aldrei.

   Guðlaug S Kristjánsdóttir
   bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ”

Ábendingagátt