Bæjarstjórn

11. desember 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1838

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1910114 – Blakfélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarf

      2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 4.desember sl.
      Lögð fram drög að samningi við Blakfélag Hafnarfjarðar til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti þjónustusamning milli Blakfélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Fræðsluráð fagnar því að enn bætist við fjölbreytni til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi þjónustusamning milli Blakfélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

      4. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 14. október sl.

      Fjölskylduráð leggur til breytingu á reglum Hafnarfjarðarkaupstaðar um sérstakan húsnæðisstuðning frá 17. október 2017.
      Felld verði út síðasta málsgrein 1. greinar í reglunum sem er svohljóðandi:
      Ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur í félagslegu húsnæði.
      Sviðstjóra er falið að uppfæra reglurnar í samræmi við bókun ráðsins.

      Málið er lagt fyrir fund bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Guðlaug andsvari.

      Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breyttar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.

      Helga Ingólfsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun fyrir hönd bæjarstjórnar allrar:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfestir hér með breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í Fjölskylduráði þann 14. október sl. Breytingin sem um ræðir er að síðasta málsgrein 1.gr. I kafla í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning dags. 17.10.2017, þ.e. „Ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur í félagslegu húsnæði Hafnarfjarðarkaupstaðar“, er felld út.

      Leigjendur í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði munu þannig eftir þessa breytingu eiga sama rétt til sérstaks húsnæðisstuðnings og aðrir leigjendur, að uppfylltum almennum skilyrðum samkvæmt lögum um húsnæðisstuðning og reglum um sérstakar húsnæðisbætur.

    • 1911765 – Rekstrarsamningur Kaplakrika og afnotasamningur knatthússins Skessunnar

      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.desember sl.
      Lagður fram nýr rekstrarsamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um rekstur Kaplakrika auk afnotasamning um knatthúsið Skessuna.

      Til afgreiðslu.

      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafullrúi mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi rekstrar- og afnotasamning milli Hafnarfjarðarbæjar og FH.

      Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar setur spurningu við að ganga eigi frá rekstrarsamningi sem m.a. kveður á um afnot af íþróttamannvirkjum, þ.m.t. gervigrasvöllum og knatthúsum, án þess að gengið hafi verið frá tímaúthlutun til aðildarfélaga ÍBH. Undirrituð tekur undir bókun íþrótta- og tómstundanefndar frá 27. nóvember sl. varðandi tímaúthlutun gervigrasvalla þar sem því er beint til aðila að semja sem fyrst.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Rósa andsvari.

      Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Adda María andsvari. Þá kemur Rósa til andsvars öðru sinni.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson sem og Ingi Tómasson. Andsvari svarar Friðþjófur Helgi. Ingi kemur að andsvari öðru sinni sem Friðþjófur Helgi svarar einnig öðru sinni.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Ágúst Bjarni kemur til andsvars og svarar Jón Ingi næst andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni.

      Jón Ingi tekur þá til máls öðru sinni og Ágúst Bjarni kemur til andsvars.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi rekstrarsamning við FH með 7 greiddum atkvæðum meirihluta ásamt fulltrúa Miðflokksins en fjórir bæjarfulltrúar sitja hjá.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Rekstrarsamningur sá sem hér liggur til samþykktar kveður m.a. á um afnot af íþróttamannvirkjum, þ.m.t. gervigrasvöllum og knatthúsum. Í 2. gr. samningsins kemur fram að Íþróttabandalag Hafnarfjarðar sjái um að úthluta aðildarfélögum sínum æfingatímum skv. ákvörðun íþrótta- og tómstundanefndar. Með bókun þann 27. nóvember sl. beindi nefndin því til aðila að semja sem fyrst um tímaúthlutun gervigrasvalla. Þar sem tímaúthlutunin er enn ófrágenginn teljum við ótímabært að ganga frá rekstrarsamningi og sitjum því hjá við afgreiðsluna.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu á rekstrarsamningi við Kaplakrika. Ástæðan er sú að bæjarfulltrúi setur spurningamerki við þrjá liði í rekstraráætlun Skessunar.
      1. Launakostnaður vegna stjórnunar kr 4.850.000 kr er óljós. Starfslýsingu vantar
      2. Kostnaður vegna viðhalds gervigrass kr 8.725.000, vantar skýringar á kostnaðarmati.
      3. Liðurinn endurnýjun gervigrass kr 8.950.000 ætti að vera tekinn í gegnum afskriftir en ekki í gegnum sjóðsstreymi. Skýringar á þessari aðferð vantar.
      Hér er um 25 milljónir sem þarfnast nánari skoðunar og því getur bæjarfulltrúi ekki samþykkt þennan samning án nánari skýringa á ofantöldu
      Jón Ingi Hákonarson

    • 1911380 – Malarskarð 2-4, umsókn um lóð

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.desember sl.

      Lögð fram umsókn ESAIT ehf. um lóðina Malarskarð 2-4.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Malarskarði 2-4 verði úthlutað til ESAIT ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Malarskarði 2-4 verði úthlutað til ESAIT ehf.

    • 1912074 – Malarskarð 8-10, umsókn um lóð

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.desember sl.

      Lögð fram umsókn ESAIT ehf. um lóðina Malarskarð 8-10.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Malarskarði 8-10 verði úthlutað til ESAIT ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Malarskarði 8-10 verði úthlutað til ESAIT ehf.

    • 1909116 – Krýsuvík Hamranes, umsókn um lóð

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.desember sl.
      HS Veitur sækja um lóð fyrir færanlega dreifistöð við Krýsuvíkurveg, Hamranes, Hafnarfirði.
      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.

      Ólafur Ingi Tómasson vék af fundi undir þessum lið.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi lóð verði úthlutað til HS Veitna hf.

      Ólafur Ingi Tómasson tók aftur sæti á fundinum.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóð til HS veitna hf. í samræmi við fyrirliggjandi umsókn

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.desember sl.
      Lagður fram viðauki VII.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

    Fundargerðir

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.desember sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 4.desember sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 27.nóvember sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 4.desember sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 5.desember sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 20.nóvember sl.
      b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 2.desember sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.nóvember sl.
      d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 20.september,11.og 28.október og 22.nóvember sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4.desember sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 9.desember sl.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023, síðari umræða.

      5.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 13. nóvember sl.
      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31.október sl. Tillaga að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirækja hans 2020 til 2023 lögð fram. Einnig er lögð fram gjaldskrá 2020. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins og einnig Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs. Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram svohljóðandi tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun: Tillögur Samfylkingarinnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020 Tillaga 1 – Nýting skattstofna Framlögð fjárhagsáætlun sýnir að staða bæjarsjóðs er ekki sterk. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að ákvörðun sem tekin var árið 2016 um lækkun á útsvarshlutfalli sé endurskoðuð. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að sinna þjónustu við íbúana. Því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær nýti leyfilegt útsvarshlutfall til að styrkja stöðu bæjarsjóðs og bæta þjónustu. Tillögunni veðri vísað til bæjarráðs. Tillaga 2 – Gjaldskrár Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að fallið verði frá gjaldskrárhækkunum umfram það sem mælst er til í yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga. Samkvæmt tillögum sem fram koma í fjárhagsáætlun mun heimaþjónusta aldraðra og öryrkja hækka um 24% og ferðaþjónusta aldraðra um rúm 100%. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að gjaldskrárhækkanir á næsta ári styðji við lífskjarasamninga og verði ekki umfram 2,5%. Tillagan verði tekin til umfjöllunar í fjölskylduráði og bæjarráði. Tillaga 3 ? Niðurgreiðsla á strætókortum Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka og endurflytja tillögu um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri. Mikilvægt er að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Með því að niðurgreiða strætókort hvetjum við einnig til aukinnar notkunnar á almenningssamgöngum og styðjum við umhverfissjónarmið. Fyrir liggur kostnaðarmat á tillögunni og því leggjum við til að skoðaðir verði möguleikar á nýtingu og útfærslu hennar. Tillagan verði tekin til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði. Tillaga 4 – Frístundastyrkir eldri borgara Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að frístundastyrkur eldri borgara verði hækkaður til samræmis við frístundastyrk barna og ungmenna eins og samþykkt var í bæjarstjórn þann 17. janúar 2018. Skv. minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem lagt var fram á fundi ráðsins þann 15. febrúar 2019 kemur fram að hækkun frístundastyrks eldri borgara úr 4.000 kr. á mánuði í 4.500 kr. á mánuði kosti tæplega 1,2 milljónir króna á ársgrundvelli. Óskað er eftir að bæjarstjórn taki afstöðu til tillögunnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Tillögunni verði vísað til fjölskylduráðs. Tillaga 5 – Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi Fulltrúar Samfylkingarinnar telja að næstu framkvæmdir við fjölgun leikskólaplássa eigi að vera í Öldutúnsskólahverfi. Við teljum það ekki rétta forgangsröðun að fjölga plássum í Norðurbænum þar sem nú þegar eru of mörg pláss miðað við fjölda barna, á meðan pláss vantar í Öldutúnsskólahverfi. Leikskólaþjónusta á að vera nærþjónusta og styðja þannig við hugmyndir um þéttingu byggðar og umhverfissjónarmið. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja því til að fallið verði frá því að fjölga vistunarplássum á Hjalla og þess í stað hafinn undirbúningur að uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfi. Tillagan verði tekin til umfjöllunar í fræðsluráði. Adda María Jóhannsdóttir Friðþjófur Helgi Karlsson Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun: Tillögur bæjarfulltrúa Miðflokksins við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og 2021-2023 Tillaga 1 Hundasvæði – aðstaða og þrautabrautir Bæjarfulltrúi Miðflokksins gerir þá tillögu að sett verði 1 milljón krónur í uppbyggingu hundasvæðisins við Hamranes. Um er að ræða að setja upp þrautabrautir og æfingaaðstöðu fyrir hafnfirska hunda og eigendur þeirra. Auk þess að bæta aðstöðu með uppsetningu skjólveggs. Með þessu tæki Hafnarfjörður ákveðna forystu sveitarfélagnna á höfuðborgarsvæðinu í aðstöðu sem yrði liður í bættri hundamenningu en hundahald er orðið afar fjölmennt útverusport. Er lagt til að tillagan verði send Umhverfis og framkvæmdaraði til afgreiðslu. Greinargerð: Samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs voru í Hafnarfirði skráðir 735 hundar í upphafi þessa árs 2019 en í samlaginu öllu eru alls 2.135 hundar . Árlegt gjald af einum hundi er 12.800 krónur sem þýðir að tekjur Heilbrigðiseftirlitsins af hundahaldi hafnfirskra hundaaeigenda eru kr. 9.408.000. Einn starfsmaður hjá Heilbrigðiseftirlitinu starfar við hundaeftirlit en gegnir líka öðrum störfum hjá eftirlitinu. Þá sér skrifstofustjóri um innheimtu gjalda og svarar fyrirspurnum vegna hunda og sér um skráningar. Gjaldfærður kostnaður við hundaeftirlit hefur verið um 1,5 stöðugildi á liðnum árum fyrir samlagið allt. Er hlutdeild Hafnfirðinga í áætlaðum heildarkostnaður eftirlitsins sé 8,3 milljónir sem þýðir að gjöld hafnfirskra hundaeigenda skila heilbrigðiseftirlitinu hagnaði uppá 1,1 milljón. Litlum sem engum fjármunum hefur verið varið við viðhald hundasvæðisins við Hamranes síðustu ár og sjást þess merki. Hér er lagt til að á árinu 2020 verði einni miljón króna varið til svæðisins. Með þessu tæki Hafnarfjörður ákveðna forystu í aðstöðu á höfuðborgarsvæðinu en aðeins í Reyjavík er þrautabrautir að finna. Forysta í þessum málaflokki myndi skila sér í bættri hundamenningu, fækkun óskráðra hunda og vinsældir svæðisins myndu aukast til muna og þar með félagsskapur og samheldni hundaeigenda. Tillaga 2 Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur til í ljósi lífskjarasamninganna að fyrirhugaðar hækkanir á félagslegri þjónustu við aldraða og öryrkja verði teknar til baka og að hækkanir þeirra verði ekki meiri en lífskjarasamningarnir segja til um eða 2,5%. Fyrirhugaðar hækkanir eru: Hækkun á leigu í félagslegum íbúðum um 21%, hækkun á heimaþjónstu um 24%, hækkun á ferðaþjónustu aldraðra um 104%, hækkun á tímabundinni stoðþjónustu fólks t.d. vegna slysa hækki um 16,1%. Er lagt til að tillagan verði send fjölskylduráði og umhverfis og framkvæmdaráði til afgreiðslu. Einnig tekur til máls Helga Björg Arnardóttir. Einnig Jón Ingi Hákonarson sem kemur að svohljóðandi tillögum að breytingum á fyrirliggjandi áætlun: Viðreisn gerir sér fullkomlega grein fyrir að ekki er mikið svigrúm til aukinna útgjalda þá viljum við koma eftirfarandi ábendingum að Tillögur Viðreisnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar ? Tökum hækkun/leiðréttingu á leigubílaakstri eldri borgara á lengri tíma (Fjölskylduráð) ? Finnum leiðir til að auka við sálfræðiþjónustu við börn og unglinga um eitt stöðugildi (Fræðsluráð) ? Fjölgum um 1 stöðugildi á Skipulags og byggingarsviði (Skipulags og byggingaráð) ? Ráðning verkefnastjóra til að flýta fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna og Heimsmarkmiðanna (bæjarráð) Forseti ber næst upp tillögu um að framkomnum tillögum að breytingum á fjárhagsáætlun verði vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun í þeim ráðum sem þar er vísað til og þær eiga heima. Er það samþykkt samhljóða. Forseti leggur þá næst til að tillaga að fjárhagsáætlun 2020 og 2021 til 2023 verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn sem fari fram 11. desember nk. Er tillagan samþykkt samhljóða.
      2.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21. nóvember sl.
      Lögð fram erindi sem var vísað til umhverfis- og framkvæmdarráðs frá bæjarstjórn.
      Bókanir sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá bæjarstjórn þann 13.11. sl. við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar lagðar fram. Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: Hækkun á leigu félagslegra íbúða og húsaleigubætur Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun næsta árs hjá Hafnarfjarðarbæ þá mun leiga félagslegra íbúða hjá bænum hækka um 21,5%. Ljóst er að um verulegan útgjaldaauka er að ræða fyrir hópinn sem nýtir þetta úrræði. Í einhverjum tilfellum fá leigjendur húsaleigubætur upp í leiguna. Því er spurt hvort Hafnarfjarðarbær hafi lagt mat á þau áhrif sem þessi hækkun mun hafa á leigjendur og hvort tryggt sé að húsaleigubætur muni vega upp á móti hækkuninni að öllu leyti eða að hluta. Óskað er eftir útreikningum, dæmum og sviðsmyndum um það hvaða áhrif þessi hækkun hefur á leigjendur. Í þessum dæmum er mikilvægt að fram komi samanburður á stöðu leigjenda annars vegar fyrir hækkun og hins vegar eftir hækkun. Til viðbótar við tillögu Miðflokksins um hundagerði í Hafnarfirði þá er ósk fulltrúa Viðreisnar að einnig verði skoðaðir að nýju möguleikar á hundagerði innan bæjarins og að slíkt gerði verði afgirt og að fyrirmynd hundagerðis Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar.
      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.desember sl.
      Tekin til umræðu tillaga fulltrúa Viðreisnar í bæjarstjórn um fjölgun um 1 stöðugildi á skipulags og byggingarsviði sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs frá bæjarstjórn þann 13. nóvember 2019.
      Fulltrúar meirihluta bóka: Niðurstaða stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu og starfsemi Hafnarfjarðarkaupstaðar lá fyrir um mitt ár 2019 og er enn verið að innleiða breytingar samkvæmt úttektinni. Nýtt svið og nýr sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hefur tekið til starfa og hefur m.a. það hlutverk að vinna að og innleiða nýja verkferla í stjórnsýslunni með það að markmiði að gera hana skilvirkari og rafræna. Meðan sú vinna er í gangi telur meirihlutinn rétt að hafna tillögunni að sinni og vísa til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.
      Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað: Í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem meirihlutinn hefur boðað að standi til í bænum þá hefur Viðreisn efasemdir um að rétt sé að slá þessu á frest og áskilur sér rétt til að skoða málið frekar og óska eftir frekari umræðu um málið í tengslum við yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun. Mikilvægt er að tryggja næga afkastagetu til þess að veita góða þjónustu þegar álag á sviðinu eykst.
      1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4. desember sl.
      Teknar fyrir að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri og tillögur fulltrúa Miðflokksins í bæjarstjórn um uppbyggingu hundasvæðis við Hamranes og að fyrirhugaðar hækkanir á félagslegri þjónustu við aldraða og öryrkja verði teknar til baka sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá bæjarstjórn þann 13.11.sl.
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsókn og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun: Í dag er almennt fargjald fyrir börn og ungmenni að 17 ára aldri 235 kr. Með afsláttarkorti og hóflegri notkun eða 30 ferðum á mánuði er gjaldið undir 100 krónum á ferð og því ekki um íþyngjandi gjald að ræða. Þannig að nú þegar er um verulega niðurgreiðslu að ræða á fargjöldum fyrir þennan hóp. Tillögunni er hafnað. Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að skoða möguleika á útfærslu að niðurgreiðslu á strætókortum til barna og ungmenna. Sú aðgerð væri mikilvægt skref í að auka aðgengi að tómstundum ásamt því að stuðla að aukinni notkun á almenningssamgöngum og styðja þar með við umhverfissjónarmið. Það er miður að fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafni jafnvel því að skoða mögulega útfærslu á að taka slíkt verkefni upp í áföngum. Bent er á til samanburðar að í greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 kemur fram að heildarkostnaður við frístundaakstur, sem ætlaður er nemendum í 1.-4. bekk, verði 35 m.kr. á meðan full niðurgreiðsla á strætókortum fyrir öll börn frá 6-17 ára (eða alls 12 árganga) er áætluð tæpar 80 m.kr. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Miðflokksins um bætta aðstöðu á hundasvæði við Hamranes. Fulltrúa Samfylkingarinnar finnst miður að tillaga Miðflokksins um að leiga í félagslega kerfinu muni ekki hækka umfram lífskjarasamninga sé felld hér í ráðinu. Fulltrúinn telur að mikilvægt sé að almennt verði fallið frá gjaldskrárhækkunum umfram það sem mælst er til í yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga. Mikilvægt er að stutt sé við þá samninga og hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins og þar með talin hækkun á leigu í félagslega húsnæðiskerfinu hér í Hafnarfirði verði ekki umfram þau 2,5% sem samþykkt var í tengslum við fyrrnefnda lífskjarasamninga. Þann 14. október sl. samþykkti fjölskylduráð breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning þess efnis að leigjendur í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði eiga sama rétt til sérstaks húsnæðisstuðnings og aðrir leigjendur að uppfylltum almennum skilyrðum samkvæmt lögum um Húsnæðisstuðning og sérstakar húsnæðisbætur. Í framlagðri fjárhagsáætlun vegna ársins 2020 liggur fyrir tillaga um hækkun á leiguverði í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði. Lagt er til að leiguverð hækki um 21% og verði eftir hækkun u.þ.b. 1600 kr.,- pr. fermetra miðað við vísitölu nóvember mánaðar 2019. Forsendur fyrir 21% hækkun á leiguverði eru að leigugreiðslur nái að standa undir rekstrarkostnaði í félagslega húsnæðiskerfinu. Fyrir liggur samkvæmt útreikningum sem lagðir voru fram í Fjölskylduráði að breyttar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning mun lækka húsnæðiskostnað fyrir tekjulægri og að eftir þessar breytingar mun leiguverð í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði verða mun lægra en hjá öðrum óhagnaðardrifnum leigufélögum sem rekin eru á sömu forsendum.
      5.liður úr fundargerð fræðslusráðs 4. desember sl.
      Deildastjóri skólaþjónustu kynnir minnisblað um stöðu mála gagnvart sérfræðiþjónustu og stöðugildi sálfræðinga á sviðinu. Íbúaþróun og staða leikskólamála í Hafnarfirði, kynnt og lögð fram.
      Tillögur Viðreisnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar: Finnum leiðir til að auka við sálfræðiþjónustu við börn og unglinga um eitt stöðugildi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra og Miðflokks leggja fram sameiginlega bókun: Lögð er áhersla á mikilvægi þess að vinna að fjölbreyttum gagnreyndum leiðum fyrir börn og foreldra. Mikil og góð vinna er bæði á mennta- og lýðheilsusviði sem og fjölskyldusviði þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni. Lögð hefur verið áhersla á snemmtæka íhlutun og forvarnir þar sem Brúin skipar stórt hlutverk ásamt þeim úrræðum sem bent er á meðfylgjandi minnisblaði. Undirrituð getum því ekki tekið undir tillögu fulltrúa Viðreisnar um fjölgun á stöðugildum sálfræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar frekar en gert var fyrir ári síðan, heldur lítur til hugmynda fagaðila á þessu sviði, eins og gert var þá einnig, þar sem lögð er áhersla á forvarnir og stuðning við nemendur og foreldra og endurtekur því eftirfarandi: Fjölmörg úrræði eru til staðar nú þegar og leggjum við áherslu á að efla þá vinnu enn frekar. Það sem að framan er talið sem og samvinna heilsugæslunnar þar sem sálfræðingar sinna meðferð fyrir börn teljum við farsælustu leiðina. Deildarstjóri stoðþjónustu leggur áherslu á það í minnisblaði sínu að sálfræðingar einir og sér séu ekki svarið við þeirri þjónustu sem veita þarf inn í skólakerfið heldur þurfi að styrkja foreldra og skólana í snemmtækri nálgun með samvinnu allra sérfræðinga innan kerfisins. Fulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun: Við hörmum þá ákvörðun að ekki hafi verið gert ráð fyrir stöðugildi sálfræðings fyrir hvern skóla Hafnarfjarðar, inn í fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu fyrir fjárhagsárið 2020. Teljum við mikilvægt að tryggt verði aðgengi að geðheilbriðgðisþjónstu innan veggja skólanna til að sinna þeim fjölmörgu og áríðandi verkefnum sem þar þarf að vinna. Felst sú vinna m.a. í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks, stuðningsviðtöl við börn og annarskonar forvarnir. Að mati okkar er það fyrirkomulag að bæta við einum sálfræðing í fullt starf í hvern grunnskóla, ekki of dýrt þegar litið er til þeirra hagsmuna sem þar eru undir. Þurfum við öll að bera ábyrgð á efla allt geðheilbrigði innan skóla Hafnarfjarðarbæjar. Þá fyrst verður hægt að standa við loforð nánast allra flokka um snemmtæka íhlutun. Skorum við því á bæjaryfirvöld að breyta afstöðu sinni í þessu máli. Á fundi bæjarstjórnar þ. 13.nóvember sl. var eftirfarandi tekið fyrir: Tillaga 5 – Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi Fulltrúar Samfylkingarinnar telja að næstu framkvæmdir við fjölgun leikskólaplássa eigi að vera í Öldutúnsskólahverfi. Við teljum það ekki rétta forgangsröðun að fjölga plássum í Norðurbænum þar sem nú þegar eru of mörg pláss miðað við fjölda barna, á meðan pláss vantar í Öldutúnsskólahverfi. Leikskólaþjónusta á að vera nærþjónusta og styðja þannig við hugmyndir um þéttingu byggðar og umhverfissjónarmið. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja því til að fallið verði frá því að fjölga vistunarplássum á Hjalla og þess í stað hafinn undirbúningur að uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfi. Tillagan verði tekin til umfjöllunar í fræðsluráði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra og Miðflokksins fallast ekki á tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að segja upp samning við Hjalla og minna á að fyrir liggur samþykkt um viðbyggingu við Smáralund sem rúmar tvær leikskóladeildir. Síðasta sumar var færanlegri stofu, tímabundið, bætt við Smáralund en hún rúmar 18 – 22 börn. Gerður var samningur við Hjallastefnuna um rekstur einnar deildar á síðasta ári sem verður hluti af samningi við leikskóla Hjallastefnunnar og hefur sá samningur mælst vel fyrir. Með þessum aðgerðum teljum við að verið sé að fram töluverðri samnýtingu á innviðum og þannig hagræðingu.
      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.desember sl.
      Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri mætir til fundarins.
      3. liður úr fundargerð bæjarráðs 21. nóvember sl.
      Tillaga 1 – Nýting skattstofna Framlögð fjárhagsáætlun sýnir að staða bæjarsjóðs er ekki sterk. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að ákvörðun sem tekin var árið 2016 um lækkun á útsvarshlutfalli sé endurskoðuð. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að sinna þjónustu við íbúana. Því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær nýti leyfilegt útsvarshlutfall til að styrkja stöðu bæjarsjóðs og bæta þjónustu. Tillögunni verði vísað til bæjarráðs. Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans samþykkja fyrirliggjandi tillögu 1 en fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra greiða atkvæði á móti tillögunni. Tillagan er því felld. Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að endurskoða útsvarsprósentu til hækkunar á sama tíma og lögð er til hækkun á gjaldskrám fyrir eldri borgara og öryrkja, og leigu í félagslegu húsnæði, langt umfram það sem skýr tilmæli eru um frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga sem eðlilegt er að nýta til að sinna þjónustu við íbúana, ekki síst þá hópa sem umræddar hækkanir varða. Adda María Jóhannsdóttir Meirihluti Sjálftæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Framlögð fjárhagsáætlun sýnir að rekstur Hafnarfjarðarbæjar gengur vel og að fjárhagur bæjarfélagsins er traustur. Auk þess heldur skuldaviðmiðið áfram að lækka. Meirihlutinn hafnar þeirri tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark. Slíkt hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir bæjarbúa eða með öðrum orðum; útborguð laun íbúa bæjarfélagsins lækka. Slíkt er ekki samræmi við stefnu núverandi meirihluta sem hefur það markmið að létta undir með fjölskyldufólki og jafnframt að tryggja að allar gjaldskrár sem snerta viðkvæmustu hópa samfélagsins séu ávallt þær lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Þ. Ragnarsson leggur fram svohljóðandi bókun: Fulltrúi Miðflokksins telur eðlilegt að sveitarfélagið nýti útsvarsskattstofn sinn að fullu þ.e. 14,52% í stað 14,48% eins og nú er. Bæjarfélaginu munar talsvert um þá fjármuni sem fást með þessu meðan kostnaður launþegans er algjörlega óverulegur. Því telur fulltrúi Miðflokksins eðlilegt að nýta útsvarið að fullu. Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun: Fulltrúi Bæjarlistans ítrekar afstöðu sína frá umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2019, þar sem gagnrýnd var sú ákvörðun meirihlutans að auka lántökur og halda til streitu lækkun útsvars og fasteignaskatta og þar með varpa kostnaði af rekstri bæjarins inn í framtíðina. Á síðasta kjörtímabili var áætlað sérstaklega fyrir umframgreiðslum inn á lán og hins vegar áskilið að mögulegar ófyrirséðar umframtekjur færu í sama farveg. Fulltrúi Bæjarlistans saknar slíkrar ráðdeildar í meðferð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra. Það er ekki ábyrgt að afsala sér tekjum í nútíma en varpa þess í stað álögum inn í framtíðina á formi skulda. Ábyrgara væri að fullnýta skattstofna í rauntíma í ljósi núverandi rekstraraðstæðna bæjarsjóðs.
      Tillaga 2 – Gjaldskrár Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að fallið verði frá gjaldskrárhækkunum umfram það sem mælst er til í yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga. Samkvæmt tillögum sem fram koma í fjárhagsáætlun mun heimaþjónusta aldraðra og öryrkja hækka um 24% og ferðaþjónusta aldraðra um rúm 100%. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að gjaldskrárhækkanir á næsta ári styðji við lífskjarasamninga og verði ekki umfram 2,5%. Tillagan verði tekin til umfjöllunar í fjölskylduráði og bæjarráði.
      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi við tillögu 2: Mikilvægt er að halda því til haga að þrátt fyrir þær leiðréttingar sem kynntar hafa verið verður gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar í þessum tveimur liðum, sem tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar fjallar um, áfram sú lægsta þegar horft er til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Akureyrar. Þrátt fyrir að það sé skoðun meirihlutans að mikilvægt sé að ráðast í þær leiðréttingar sem kynntar hafa verið til að viðhalda góðu þjónustustigi til framtíðar, notendum öllum til hagsbóta, teljum við rétt vísa tillögunni til fjölskylduráðs og óska eftir ítarlegri upplýsingum, hvað varðar fjölda notenda, fjölda ferða og fjölda þeirra sem eru undir tekjuviðmiðum. Afgreiðslu tillögunnar er því frestað til næsta fundar.
      Tillaga 3 Niðurgreiðsla á strætókortum Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka og endurflytja tillögu um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri. Mikilvægt er að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Með því að niðurgreiða strætókort hvetjum við einnig til aukinnar notkunnar á almenningssamgöngum og styðjum við umhverfissjónarmið. Fyrir liggur kostnaðarmat á tillögunni og því leggjum við til að skoðaðir verði möguleikar á nýtingu og útfærslu hennar. Tillagan verði tekin til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði
      Afgreiðslu á tillögu 3 er frestað milli funda.
      Tillaga Viðreisnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar: Ráðning verkefnastjóra til að flýta fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna og Heimsmarkmiðanna (bæjarráð)
      Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar vegna fyrirliggjandi tillögu um ráðningu verkefnastjóra til að flýta fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmiðanna.?
      Fyrirspun frá fulltrúa Samfylkingar Öddu Maríu Jóhannsdóttur vegna fasteignagjalda:
      1) Hvaða forsendur og útreikningar liggja að baki þeirri fullyrðingu að “hækkanir séu almennt á bilinu 0,1% – 3,5%”
      2) Hver er meðalbreytingin í einbýli og fjölbýli – skipt eftir matshverfum. Einnig er óskað eftir meðaltali og staðalfráviki fyrir hvert hverfi, flokkað eftir fjölbýli og sérbýli.?
      3) Hversu hátt hlutfall íbúðareigna hækka um meira en 2,5% – skipt eftir fjölbýlum og sérbýlum.
      Lagðar fram tillögur að óverulegum breytingum á fjárhagsáætlun 2020
      1.liður úr fundargerð fjölskylduráðs 4. desember sl.
      Tillögur Samfylkingarinnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020: Tillaga 2 – Gjaldskrár Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að fallið verði frá gjaldskrárhækkunum umfram það sem mælst er til í yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga. Samkvæmt tillögum sem fram koma í fjárhagsáætlun mun heimaþjónusta aldraðra og öryrkja hækka um 24% og ferðaþjónusta aldraðra um rúm 100%. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að gjaldskrárhækkanir á næsta ári styðji við lífskjarasamninga og verði ekki umfram 2,5%. Tillagan verði tekin til umfjöllunar í fjölskylduráði og bæjarráði. Fulltrúi Samfylkingar segja já, fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra segja nei, fulltrúi Viðreisnar situr hjá. Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn einu. Fulltrúar meirihluta, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra, leggja fram eftirfarandi bókun: Við hér í Hafnarfirði erum með lægstu gjaldskrána þegar borin eru saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldskráin er í ellefu liðum. Leiðrétting nær til þriggja liða gjaldskrár: Heimaþjónusta, ellilífeyrisþegar og öryrkjar – hver klst. Í dag er hver klst. Á 610 krónur. Frá 1. janúar 2020 mun hver klst. Kosta 757 krónur. Meðaltal af gjaldskrá Kópavogs, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er 841 króna. Til að tryggja að Hafnarfjörður verður áfram með lægstu gjaldskrána þá er tekið 90% af meðaltalinu og fæst þá 757 krónur hver klst. Heimaþjónusta, aðrir – hver klst. Í dag er hver klst. 800 krónur. Frá 1. janúar 2020 mun hver klst. Kostar 930 krónur. Meðaltal af gjaldskrá Kópavogs, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er 1033 krónur. Til að tryggja að Hafnarfjörður verður áfram með lægstu gjaldskrána er tekið 90% af meðaltalinu og og fæst þá 930 krónur hver klst. Ferðaþjónusta aldraðra – hver ferð. Í dag kostar hver ferð 240 krónur. Frá 1. janúar 2020 mun hver ferð kosta 470 krónur. Viðmiðið er fullt strætógjald. Til samanburðar má geta það að í Kópavogi kostar hver ferð 500 krónur fyrstu 16 ferðirnar og 1000 krónur eftir það. Í Reykjavík kostar hver ferð 1185 krónur. Ef tekið er dæmi um einstakling sem nýtir sér fulla heimaþjónustu, 6 tímar á mánuði, og fulla akstursþjónstu, 8 ferðir á mánuði, þá eykst greiðsluþátttaka hans um 2802 kr. á mánuði. Meirihlutinn leggur á það ríka áherslu að þjónustigið sé hátt á fjölskyldu- og barnamálasviði og kostnaður fyrir notendur sé sá lægsti þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru borin saman. Það heldur sér þrátt fyrir leiðréttingu á gjaldskrá. Vísað í bæjarráð. Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Samfylkingin harmar að fjölskylduráð skuli ekki taka mið af tilmælum Sambands íslenskra sveitarfélaga um að gjaldskrár hækki ekki umfram 2,5% á næsta ári til að leggja sitt af mörkum til lífskjarasamninganna. Samfylkingin styður því ekki tillögur meirihlutans um gjaldskrárhækkanir á heimaþjónustu fyrir aldraða og öryrkja upp á 24,5% og akstursþjónustu upp á rúmlega 100%. Fulltrúi Miðflokksins óskar bókað: Nú liggur fyrir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hefur samþykkt að seilast í vasa þeirra sem minnst hafa. Sem dæmi hækkar dæmigerður einstaklingur sem þarf á þrifum að halda frá félagsþjónustu (aldraður eða öryrki) um tæpar 1000 krónur á mánuði. Það er langt umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir í lífskjarasamningunum. Þessi viðkvæmi þjóðfélagshópur er ekki aflögufær með meiri hækkanir en lífskjarasamningarnir kveða á um.
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
      Hafnarfjörður er með lægstu gjaldskrána þegar borin eru saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldskráin er í ellefu liðum. Leiðrétting nær til þriggja liða gjaldskrár. Meirihlutinn leggur á það ríka áherslu að þjónustustigið sé hátt á fjölskyldu- og barnamálasviði og kostnaður fyrir notendur sé sá lægsti þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru borin saman. Það heldur sér þrátt fyrir leiðréttingar á gjaldskrá sviðsins. Að öðru leyti tekur meirihluti bæjarráðs undir afgreiðslu fjölskylduráðs frá því 4. desember þar sem finna má frekari upplýsingar, dæmi og tölur. Tillögunni hafnað.
      Jón Ingi Hákonarson fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Fulltrúi Viðreisnar harmar þá ákvörðun meirihlutans að vilja ekki leiðrétta gjaldskrá vegna leigubílaaksturs eldri borgara í minni skrefum.
      Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar bókun sem lögð var fram af fulltrúa Samfylkingarinnar í fjölskylduráði þann 4. desember sl. og harmar að fjölskylduráð skuli ekki taka mið af tilmælum Sambands íslenskra sveitarfélaga um að gjaldskrár hækki ekki umfram 2,5% á næsta ári til að leggja sitt af mörkum til lífskjarasamninganna. Samfylkingin styður því ekki tillögur meirihlutans um gjaldskrárhækkanir á heimaþjónustu fyrir aldraða og öryrkja upp á 24,5% og akstursþjónustu upp á rúmlega 100%.
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsókn bóka eftirfarandi:
      Sama tillaga var til umræðu og afgreiðslu á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í gær, þann 4. desember. Meirihluti bæjarráðs tekur undir bókun meirihlutans í ráðinu. Frístundabíllinn hefur nú það hlutverk að jafna aðgengi barna að íþróttum og tómstundum í bæjarfélaginu og er góð reynsla og ánægja af því verkefni, bæði meðal foreldra og barna. Hjá Strætó er almennt fargjald fyrir börn og ungmenni að 17 ára aldri 235 kr. Með afsláttarkorti og hóflegri notkun, eða 30 ferðum á mánuði, er gjaldið undir 100 krónum á ferð og því ekki um íþyngjandi gjald að ræða. Líkt og hér kemur fram að ofan er nú þegar um að ræða verulega niðurgreiðslu á fargjöldum fyrir þennan hóp. Tillögunni er því hafnað.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir og ítrekar bókun sem lögð var fram af fulltrúa Samfylkingarinnar í umhverfis- og framkvæmdaráði og lýsir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að skoða möguleika á útfærslu að niðurgreiðslu á strætókortum til barna og ungmenna. Sú aðgerð væri mikilvægt skref í að auka aðgengi að tómstundum ásamt því að stuðla að aukinni notkun á almenningssamgöngum og styðja þar með við umhverfissjónarmið. Það er miður að fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafni jafnvel því að skoða mögulega útfærslu á að taka slíkt verkefni upp í áföngum. Bent er á til samanburðar að í greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 kemur fram að heildarkostnaður við frístundaakstur, sem ætlaður er nemendum í 1.-4. bekk, verði 35 m.kr. á meðan full niðurgreiðsla á strætókortum fyrir öll börn frá 6-17 ára (eða alls 12 árganga) er áætluð tæpar 80 m.kr.
      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
      Á undanförnum vikum hefur gerð þjónustustefnu og nýrrar menningarstefnu verið undirbúin á þjónustu- og þróunarsviði og er þar verið að skoða hvernig heimsmarkmiðin verði tengd inn í þá stefnumótun. Gert er ráð fyrir utanaðkomandi ráðgjöf við innleiðingu heimsmarkmiðanna inn í stefnur bæjarins. Gerð verður nánari grein fyrir stöðu þessara verkefna á fundi bæjarráðs innan fárra vikna. Sams konar vinna hefur verið í gangi innan fjölskyldu- og barnamálasviðs varðandi innleiðingu Barnasáttmálans þar sem unnið er að því að skilgreina starfshlutfall til verkefnisins innan fjárheimildar sviðsins. Tillögunni um ráðningu sérstaks verkefnastjóra vegna þessa er því hafnað þar sem undirbúningur við kortlagningu og frekari innleiðingu heimsmarkmiðanna er á fullri ferð nú þegar.
      Fulltrúi Viðreisnar fagnar því að vinna við innleiðingu Heimsmarkmiðanna og Barnasáttmálans sé í fullum gangi en hvetur til þess að þessi mál verði sett í enn meiri forgang á nýju ári.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör um fasteignagjöld en lýsir vonbrigðum með að ekki sé hægt að fá betri upplýsingar um áhrif breytts fasteignamats áður en fjárhagsáætlun er samþykkt.
      Bæjarráð vísar tillögu að breytingum á fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Kristín María Thoroddsen og Helga Ingólfsdóttir.

      Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari og Rósa kemur þá til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar öðru sinni. Rósa kemur þá að stuttri athugasemd sem Adda María svarar. Þá kemur Helga Ingólfsdóttir til andsvars við ræðu Öddu Maríu sem Adda María svarar. Þá kemur Helga til andsvars öðru sinni. Adda María svarar þá andsvari öðru sinni. Þá kemur til andsvars Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar öðru sinni. Bæði koma einnig að stuttri athugasemd.

      Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson sem Sigurður svarar. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni sem Sigurður svarar öðru sinni.

      Helga Ingólfsdóttir víkur af fundi kl. 17:09 og í hennar sæti tekur Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

      Þá tekur til máls Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Ingi andsvari.

      Næst tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Friðþjófur Helgi andsvari. Kemur Ágúst Bjarni þá til andsvars öðru sinni. Þá kemur Ingi Tómasson til andsvars við ræðu Friðþjófs Helga. Friðþjófur svarar næst andsvari og kemur Ingi þá næst til andsvars öðru sinni sem Friðþjófur Helgi svarar öðru sinni. Þá kemur Ingi að stuttri athugasemd.

      Næst tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Þá tekur til máls Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Ingi Tómasson sem og Ágúst Bjarni.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 með 6 atkvæðum meirihluta, 5 sitja hjá.

      Forseti bar næst undir næst undir fundinn fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2021-2023 og var hún samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta og 5 sitja hjá.

      Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokks:

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

      Ráðdeild í rekstri, styrkari fjárhagur og uppbygging framundan

      Fjárhagsáætlun ársins 2020 staðfestir að fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar hefur styrkst undanfarin ár og að reksturinn gengur vel. Skuldaviðmið bæjarins lækkar áfram, og er gert ráð fyrir að það verði 105% í lok ársins 2020, samhliða því sem þjónusta sveitarfélagsins er efld. Mikilvægt er að sýna áframhaldandi ráðdeild í rekstri og fjárfestingum og enn verður gert ráð fyrir að fjármagna einungis fyrir eigið fé sveitarfélagsins og innkomu af lóðasölu. Þá er heildarálagning fasteignagjalda lækkuð til að koma til móts við mikla hækkun fasteignamats á bæði íbúða- og atvinnuhúsnæði í bænum. Álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði verður áfram með þeim allra lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður álagningarprósenta útsvars áfram 14,48% eftir að hafa verið lækkuð fyrir tveimur árum.

      Á komandi misserum og árum verður áfram lögð rík áhersla á að tryggja og efla þjónustuna við íbúa og fyrirtæki í bænum, bæta í og hefja ný verkefni sem stuðla eiga að enn betra samfélagi í Hafnarfirði. Markmiðið er að veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum. Sú vegferð er hafin með því að nútímavæða og þróa þjónustu sveitarfélagsins með hagnýtingu upplýsingatækni og skýrari verkferlum. Áhersla er á að halda gjöldum á fjölskyldufólk í lágmarki, meðal annars með auknum systkinaafsláttum í skólakerfinu og hærri frístundastyrkjum. Gjaldskrá á viðkvæmustu hópa samfélagsins verður áfram sú lægsta í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

      Lögð er áhersla á forgangsröðun í grunnþjónustu, svo sem skólamannvirkjum, samgöngum, fráveitumálum og endurnýjun á Sólvangi. Á árinu er áætlað að gera samgönguáætlun fyrir Hafnarfjörð þar sem áhersla verður lögð á umferðaröryggismál og vistvænar samgöngur fyrir íbúa bæjarins. Ásvallabraut milli Skarðshlíðar og Kaldárselsvegar fer í framkvæmd og gert er ráð fyrir að sú framkvæmd taki tvö ár auk þess sem tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi lýkur á árinu. Gert er ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við nýjan leik-, tónlistar- og grunnskóla í Skarðshlíð sem hófust á árinu 2017 og að kostnaður við þessar fræmkvæmdir verði í kringum 800 milljónir króna á árinu. Unnið verður að frágangi á nýbyggingarsvæðum víðsvegar um bæinn sem og gerð nýrra stíga til að stuðla að vistvænni samgöngumátum. Sérstakt fjármagn er ætlað til vinnu að ýmsum verkefnum á sviði umhverfismála auk þess sem áfram verður unnið að undirbúningi á uppbyggingu íþróttamannvirka. Uppbygging í Skarðshlíð er í fullum gangi, fyrstu íbúarnir fluttir inn í hverfið og mikill áhugi er á nýlega auglýstum fjölbýlishúsalóðum í Hamranesi. Áform um uppbyggingu á Hraun-Vestur og á hafnarsvæðinu gefa einnig til kynna að íbúum fjölgi umtalsvert í bænum á komandi árum, en í október síðastliðnum var 30.000sta Hafnfirðingnum fagnað.

      Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2020:
      Kaup á félagslegum íbúðum nema 500 milljónum króna
      Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta er jákvæð um 791 milljóna króna
      Skuldaviðmið verður um 105% í árslok 2020
      Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta 3,6 milljarðar króna eða tæp 12% af heildartekjum
      Útsvarsprósenta óbreytt eða 14,48%
      Heildarálagning fasteignagjalda lækkar með lægri vatns- og fráveitugjöldum, til að koma til móts við hækkun fasteignamats
      Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2020 haldist óbreytt eða hækki í takt við vísitölu. Dvalargjöld á leikskólum verða óbreytt sjöunda árið í röð.
      Áætlun gerir ráð fyrir lóðarsölu að andvirði 1.000 milljónir króna
      Áætlaðar fjárfestingar nema samtals 3,1 milljörðum króna

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun fulltrúa Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar 2020
      Fjárhagsáætlun er pólitísk stefnuyfirlýsing. Í henni birtast stefna og forgangsröðun þeirra flokka sem sitja í meirihluta hverju sinni. Um leið og fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2020 gerir ráð fyrir lakari rekstrarniðurstöðu og samdrætti í framkvæmdum birtist í henni forgangsröðun frjálshyggjunnar þar sem lögð er áhersla á að vernda þá efnameiri umfram hina tekjulægri.
      Lakasta afkoma frá 2017
      Rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs er einungis áætluð um 15 m.kr. en tekjur B-hluta fyrirtækja, hafnarsjóðs, vatns- og fráveitu, hækka heildarniðurstöðuna. Staða bæjarsjóðs hefur farið hríðversnandi frá árinu 2017 þegar rekstrarniðurstaða var um helmingi hærri en áætlanir fyrir árið 2020 gera ráð fyrir. Gjöld hækka umfram tekjur og veltufé frá rekstri lækkar. Við blasir að stórlega verður dregið úr framkvæmdum og lítið sett í umhverfismál.
      Lífskjarasamningar virtir að vettugi
      Um leið og lagt er til að útsvarshlutfall verði óbreytt og sá tekjustofn sveitarfélagsins þar með ekki fullnýttur, á að sækja tekjur til eldri borgara, öryrkja og tekjulágra. Fullyrt er að standa eigi vörð um velferðina en þó er lagt til að heimaþjónusta eldri borgara og öryrkja hækki um 24,5%, akstursþjónusta eldri borgara um rúm 100% og leiga í félagslegu húsnæði um 21%. Með þessum hækkunum gefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lífskjarasamningum langt nef og sendir eldri borgurum, öryrkjum og tekjulágum íbúum sveitarfélagsins kaldar (jóla)kveðjur. Á sama tíma hefur Samband íslenskra sveitarfélaga gefið út skýr tilmæli um að gjaldskrár hækki ekki umfram 2,5% til að styðja við lífskjarasamninga ríkisins, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Þá er einnig ófyrirséð hvaða áhrif hækkun á fasteignamati kemur til með að hafa á hafnfirsk heimili.
      Öllum breytingartillögum Samfylkingarinnar hafnað
      Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingatillögur við fjárhagsáætlun þar sem við meðal annars lögðum til að fallið yrði frá gjaldskrárhækkunum umfram 2,5%. Einnig lögðum við til að útsvarshlutfall yrði fullnýtt, m.a. til að verja þessa hópa sem hækkanirnar taka til. Þá lögðum við til niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn, hækkun á frístundastyrk til eldri borgara og uppbyggingu leikskóla í Öldutúnsskólahverfi. Skemmst er frá því að segja að tillögunum var öllum hafnað.
      Jöfnuður og öflug velferðarþjónusta ? forsendur efnahagslegs stöðugleika
      Velferðarstefna Samfylkingarinnar hvílir á hugmyndum um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Jöfnuður og öflug velferðarþjónusta eru forsenda réttláts samfélags, skapa öryggi og efnahagslegan stöðugleika. Samfylkingin getur því ekki stutt tillögur um að sveitarfélagið afsali sér tekjum með því að fullnýta ekki útsvarshlutfall, sem gagnast best mest sem hæstar tekjurnar hafa, á sama tíma og gjaldskrár á aldraða, öryrkja og tekjulága íbúa eru hækkaðar. Við viljum samfélag jöfnuðar sem styður við alla og einkum þá sem mest þurfa á stuðningi að halda. Á þessum forsendum styðjum við ekki framlagða fjárhagsáætlun.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar

      Fjárhagsáætlun sú sem nú hefur verið samþykkt gerir ráð fyrir að gjaldaliðir A og B hluta bæjarsjóðs hækki mun meira meira en tekjur á móti eða að tekjur hækki um 5,76% en gjöldin 8,55%. Sama niðurstaða fæst þegar aðeins er litið yfir A-hluta bæjarsjóðs. Þar er hækkun tekna 5,6% en gjöld um 8,56%. Þá fjölgar enn stöðugildum hjá Hafarfjarðarbæ og á þessu og síðasta ári hefur stöðugildum fjölgað um 97. Þessi þróun á hækkun gjalda A og B hluta umfram tekjur sem og áframhaldandi fjölgun stöðugilda sýnir að bærinn er ekki á sjálfbærri leið öðruvísi en tekjur verði auknar á móti.
      Tillaga Miðflokksins um að hækka útsvarsstofn úr 14,48% í 14,52% hlaut ekki brautargengi, en kostnaður launþega með 750.000 krónur í laun á mánuði hefði verið 300 krónur. Bænum hefði hins vegar munað um þessar tekjur til að mæta auknum útgjöldum og munar þar tugum milljóna á ári.
      Bæjarfulltrúi Miðflokksins telur á hinn bóginn hækkun á ýmsum gjaldskrárliðum félagslegrar þjónusta hjá öldruðum og öryrkjum sýna ranga áherslu til tekjuaukningar hjá bænum, þ.e. að leita í vasa þeirra sem minnst bera úr býtum.
      Að þessu virtu, þ.e. að teknu tilliti til áðurnefndra þátta situr bæjarfulltrúi Miðflokksins hjá við atkvæðagreiðslu um fjárhagsáætlun 2020.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Í umræðu um fjármál er oft mest talað um smáar stærðir en minna um stóru línurnar.
      Stóru línurnar í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar eru þær að það er samdráttur í rekstrinum og hægir á framkvæmdum. Ef ytri aðstæður breytast ekki okkur í hag og ekkert breytist í uppleggi meirihlutans í fjármálastjórn sinni þá verðum við hér að ári líklega að ræða áætlun sem gerir ráð fyrir hallarekstri. Langtímahugsunin í rekstrinum þarf að stefna að sjálfbærni. Til þess þarf meðal annars að vinna markvisst að lækkun fjármagnsgjalda og lífeyrisskuldbindinga, en slíkar áherslur vantar alveg í fyrirliggjandi áætlun. Það eru verkefni sem erfitt er að markaðssetja í mynd og máli til bæjarbúa, en engu að síður með því besta sem við getum gert.
      Fjárhagsáætlun ársins 2020 gerir ráð fyrir hækkun ýmissa gjalda vegna þjónustu við eldri borgara og fatlað fólk. Þær hækkanir munu skila upphæðum sem skipta litlu máli í stóra samhenginu. Betur hefði farið á því að fresta þessum gjaldskrárbreytingum að sinni, ekki síst í ljósi lífskjarasamninga, og skoða þær í víðara samhengi hvað varðar heildarþjónustu og heildarkostnað við umrædda hópa í bænum.
      Stóru línurnar, grunnurinn að árangri bæjarsjóðs til framtíðar litið, eru samt aðrar. Þær snúa að því hvert reksturinn í heild er að stefna, sem er núna niður á við ár frá ári og A hluti bæjarsjóðs rétt hangir yfir núllinu, en áætlaður afgangur af rekstri hans nemur 0,5% af tekjum bæjarins.
      Sú skattalækkun fyrir hvern einstakling sem skapast með fyrirliggjandi útsvarsprósentu er hverfandi stærð en gerir samanlagt 60 milljónir fyrir bæinn. Undirrituð hefur áður sett þetta í samhengi við lántöku bæjarins, sem hefur aukist á ný eftir stutt hlé á síðasta kjörtímabili. Bær sem afsalar sér tekjum í rauntíma en tekur um leið lán til að fjármagna sig er að færa útgjöld milli kynslóða. Senda börnunum reikninginn. Mig langar frekar að borga 300 krónum meira í útsvar á mánuði svo bærinn geti lækkað lántöku sína um 60 milljónir, eða þá greitt þær inn á lífeyrisskuldbindingar. Slík ráðstöfun bætir nefnilega fjárhag bæjarins til framtíðar, með því að draga úr fjármagnskostnaði frekar en hækka hann. Vaxtagreiðslur af lánum eru án efa lélegasta ráðstöfun á almannafé sem til er.

      Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

      Vandi Hafnarfjarðarbæjar er tekjuvandi, okkur hefur ekki tekist að fjölga íbúum nægjanlega hratt og þar með að auka útsvarstekjur.
      Fjárhagsáætlun meirihlutans sýnist vera góð excel æfing. Bæjarfulltrúi Viðreisnar vonar að meira búi að baki, þ.e. raungreining á væntum breytingun á tekjum og gjöldum með hliðsjón af íbúafjölda, verðlagi ofl. Það er athyglisvert að í áætluninni felst talsvert aðhald. Öll árin eru fjármögnunarhreyfingar í mínus, þ.e. afborganir hærri en tekin làn og stígvaxandi bati er í lausu fé enda er áætluninni stillt þannig af að rekstur skilar meiru en neikvæð samtala fjárfestingar- og fjármögnunarhreyfinga. Bremsuförin sjást en undirritaður efast um hvort þau séu raunhæf. Af þeim ástæðum situr bæjarfulltrúi Viðreisnar hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.

Ábendingagátt