Bæjarstjórn

8. janúar 2020 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1839

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Sigrún Sverrisdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Sigrún Sverrisdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.
      Á fundi bæjarstjórnar þann 28.11.2018 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga. Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila liggja nú fyrir. Einnig hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar.
      Erindið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráð þann 13.08.s.l. Breyting var gerð á afmörkun svæðisins. Nú er lagður fram nýr uppdráttur er sýnir tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan breyttan uppdrátt og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Forseti ber upp tillögu um að fresta afgreiðslu málsins og er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 13 ágúst s.l. tillögu að deiliskipulagi lágreistrar byggðar við Hjallabraut. Lögð fram á ný endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi. Um er að ræða færslu á byggingarreitum frá áður samþykktri tillögu. Tillagan var kynnt á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 22.10. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagt deiliskipulag og að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Forseti ber upp tillögu um að fresta afgreiðslu málsins og er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.
      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið hvað varðar breytingu á byggingarreit reiðhallarinnar, fjölgun lóða fyrir minni hesthús við Fluguskeið og Kaplaskeið og breytingar á númerum húsa og lóðastærðum ásamt uppfærðri skilmálatöflu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag fyrir Sörla, hestamannafélag og að málsmeðferð verði í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1605159 – Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.
      Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 21. maí sl. var samþykkt að vinna að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Lýsingin hefur verið kynnt. Skv. ákvæðum skipulagslaga 2.mgr. 30.gr. þarf að kynna tillöguna áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Tillagan var til kynningar á opnu húsi þann 16.12.2019. Lagður fram uppfærður uppdráttur þar sem tillit hefur verið tekið til ábendinga vegna lýsingar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að hún verði auglýst skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breyttra marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 12.12.2019 og hún auglýst í samræmi við 1.mgr. 36.gr. laga 123/2010.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breyttra marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 12.12.2019 og hún auglýst í samræmi við 1.mgr. 36.gr. laga 123/2010.

    • 1903510 – Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.
      Lögð fram tillaga ARKÍS dags. 16.12.2019 að breyttu deiliskipulagi þriðja áfanga Hellnahrauns.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir sitt leyti og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1904072 – Leiðarendi, nýtt deiliskipulag

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 3.12. s.l. kynntu skipulagshöfundar stöðu skipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi dags. 13.12.2019 fyrir Leiðarenda lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag Leiðarenda og að meðferð málsins verði lokið skv. 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag Leiðarenda og að meðferð málsins verði lokið skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.desember sl.

      Lagður fram viðauki nr. VIII.

      Rósa Steingrímsdóttir svisstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

    • 1901368 – Gaflaraleikhúsið, endurnýjun samnings 2019

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.desember sl.
      3. liður úr fundargerð Menningar- og ferðamálanefndar 13. desember sl.
      “Lögð fram drög að samstarfssamningi við Gaflaraleikhúsið
      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir drög að samningi og vísar til bæjarráðs til samþykktar.”

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn við Gaflaraleikhúsið.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning við Gaflaraleikhúsið.

    • 1912241 – Völuskarð 16,umsókn um lóð

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.desember sl.
      Lögð fram lóðarumsókn Reinhards Valgarðssonar og Matthildar Baldursdóttur um íbúðarhúsalóðina nr. 16 Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 16 verði úthlutað til Reinhards Valgarðssonar og Matthildar Baldursdóttur.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Völuskarði 16 verði úthlutað til Reinhards Valgarðssonar og Matthildar Baldursdóttur.

    • 1912016 – Samningur við Rio tinto og ÍBH um íþróttir, 2019

      6.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 18.desember sl.
      Samningur við Rio tinto og ÍBH um styrki til íþróttahreyfingunnar í Hafnarfirð fyrir árið 2020 lagður fram til samþykktar.

      Markmið samningsins er að ýta undir aukið menntunarstig þjálfara og jafna kynjahlutföll þar sem það á við.

      Fræðsluráð samþykkir samninginn og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Friðþjófur Helgi andsvari.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um styrki til íþróttahreyfingarinnar í Hafnarfirði.

    • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

      5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 20.desember sl.
      Lagt fram minnisblað vegna fyrirspurnar Samfylkingarinnar um hækkun húsaleigu í félagslega húsnæðiskerfinu og sérstakan húsnæðisstuðning.

      Lagt fram.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Ljóst er að hækkun á leigu á íbúðum í félagslega íbúðakerfinu og breyting á reglum um sérstakar húsaleigubætur hefur mjög mismunandi áhrif á leigjendur í kerfinu. Hjá stórum hluta mun greiðslubyrði lækka á meðan hún hækkar umtalsvert hjá stórum hópi leigjenda. Hjá rúmlega 32% leigjenda hækkar leigan umfram 2,5% og þar af um 10% eða meira hjá rúmlega 18% leigjenda. Í þessum tilvikum er ljóst að hækkunin mun koma mjög illa við stóran hóp fólks, hóp sem síst er í færum til þess að taka á sig miklar hækkanir. Því er rétt að minna á tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga i tenglsum við gerð lífskjarasamninga um að gjaldskrár hækki ekki umfram 2,5% á næsta ári. Samfylkingin lagðist gegn öllum gjaldskrárhækkunum umfram 2,5% við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson og leggur fram svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingarinnar:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað:
      Fulltrúum Samfylkingarinnar finnst óásættanlegt að framlögð svör varðandi spurningar okkar um þau áhrif sem hækkun á leigu í félagslega húsnæðiskerfinu hefur á leigjendur hafi ekki legið fyrir áður en fjárhagsáætlun fyrir 2020 var samþykkt. Það er ljóst að hækkun á leigu á íbúðum í félagslega íbúðakerfinu um 21% og breyting á reglum um sérstakan húsanæðisstuðning hefur mjög mismunandi áhrif á leigjendur í kerfinu. Hjá hópi leigjenda mun greiðslubyrði lækka á meðan hún hækkar umtalsvert hjá stórum hópi leigjenda. Hjá rúmlega 32% leigjenda hækkar leigan umfram 2,5% og þar af um 10% eða meira hjá rúmlega 18% leigjenda. Það er ljóst að hækkunin mun koma mjög illa við stóran hóp fólks í félagslega húsnæðiskerfinu, hóp sem síst er í færum til þess að taka á sig miklar hækkanir. Við minnum á skýr tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga í tenglsum við gerð lífskjarasamninga um að gjaldskrár hækki ekki umfram 2,5% á árinu 2020 svo að fjármálalegum stöðugleika sé ekki ógnað. Á þeim grunni lögðust fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn alfarið gegn öllum gjaldskrárhækkunum umfram 2,5% við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.

      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Sigrún Sverrisdóttir

      Einnig tekur til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson og svarar Helga andsvari. Friðþjófur Helgi kemur þá til andsvars öðru sinni og þá kemur Helga að stuttri athugasemd. Þá kemur Ágúst Bjarni til andsvars og svarar Friðþjófur Helgi andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ágúst Bjarni og svarar Friðþjófur Helgi andsvari öðru sinni.

      Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur friðþjófur Helgi Karlsson.

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 18.desember sl.
      a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. og 13.desember sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs 20.desember sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 19.desember sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 4.desember sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.desember sl.
      c. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.nóvember sl.
      d. Fundargerð stjórnar SSH frá 2.desember sl.
      e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 6.desember sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 6.janúar sl.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen undir fundargerð hafnarstjórnar frá 4.desember sl.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls undir 5. lið í fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl. Til andsvars kemur Ingi Tómasson.

      Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls undir 11. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 17. desember sl. Til andsvars kemur Ingi Tómasson.

Ábendingagátt