Bæjarstjórn

4. mars 2020 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1843

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir varamaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Sigrún Sverrisdóttir. Þá vék Helga Ingólfsdóttir af fundi kl. 15:46 og mætti Guðbjörg Oddný í hennar stað og sat út fundinn.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Sigrún Sverrisdóttir. Þá vék Helga Ingólfsdóttir af fundi kl. 15:46 og mætti Guðbjörg Oddný í hennar stað og sat út fundinn.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1811063 – Málefni Víðistaðaskóla í Engidal

      1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 26.febrúar sl.
      Sjálfstæði Engidalsskóla.

      Fræðsluráð vísar samþykkt um sjálfstæði Engidalsskóla til frekara samþykkis í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Fræðsluráðs um að gera Engidalsskóla að sjálfstæðum grunnskóla frá og með næsta hausti.

    • 2002458 – Sorpa bs, tímabundin lántaka

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 27.febrúar sl.
      Lagt fram erindi frá stjórn SORPU bs. dags. 24.febr. sl. um heimild til skammtímalántöku allt að kr. 600 millj. króna.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, Miðflokks og Bæjarlistans í bæjarráði bóka eftirfarandi:

      Sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem eiga og reka Sorpu bs bera endanlega ábyrgð ábyrgð á rekstri byggðasamlagsins. Eðlilegt að bæjarfulltrúar fái að sjá og leggja mat á þær áætlanir sem liggja til grundvallar þeirri lánveitingu sem er til afgreiðslu. Ef bæjarfulltrúar eiga að bera ábyrgð á rekstri Sorpu þá er nauðsynlegt við kringumstæður eins og félagið er í núna að þeir fái að sjá þær áætlanir sem byggt er á.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óðháðra bókar eftirfarandi:

      Stjórn Sorpu boðaði til fundar með öllum bæjarfulltrúum á höfuðborgarsvæðinu, mánudaginn 24. feb. sl., til að kynna stöðu og næstu skref í málefnum byggðasamlagsins. Stjórn byggðasamlagsins, framkvæmdastjóri og fjármálalegur ráðgjafi upplýstu um stöðuna og kynntu gögn þar að lútandi og áform um viðbrögð við lausafjárvanda Sorpu bs. Þar kom m.a. fram að unnið er að áætlun um greiningu á vanda fyrirtækisins og leiðir að úrbótum. Sú úttekt mun liggja fyrir í vor.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Einnig tekur til máls Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

      Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

      Guðlaug Kristjánsdottir tekur þá næst til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig kemur til andsvars Ágúst Bjarni og svarar Guðlaug andsvari. Þá kemur Jón Ingi til andsvars við ræðu Guðlaugar.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

      Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að veita SORPU bs. heimild til skammtímalántöku allt að kr. 600 millj. króna, sbr. fyrirliggjandi erindi. Jón Ingi Hákonarson situr hjá.

      Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurði Þ. Ragnarssyni.
      Sú staða sem upp er komin varðandi Sorpu bs. er grafalvarleg og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framtíðarfjármál sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur fyrir ákvörðun um lántöku uppá 600 milljónir króna. Hafa ber í huga að með vaxandi flokkun munu tekjur fyrirtækisins lækka. Í ljósi þess er mjög alvarlegt að vera auka skuldir á sama tíma. Það er vond blanda að búa við minnkandi tekjur og auka lántökur. Fyrir liggur líka að óvíst er að þessi 600 milljóna króna innspíting í fyrirtækið dugi til að koma því á réttan kjöl. Við blasir því algjört óvissuástand.
      Samhliða þessu liggur fyrir að bygging gas og jarðgerðarstöðvar Sorpu (GAJA) fari langt framúr þeim kostnaðaætlunum sem fyrir lágu í upphafi og nemur umframkeyrslan ríflega 1,5 milljarði króna skv. endurskoðaðri kostanaðaráætlun. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem markað skortir fyrir afurðir GAJA. Strætó bs. gæti gæti hæglega breytt þeirri stöðu með breyttri innkaupastefnu á nýjum vögnum, þannig að keyptir væru vagnar gengju fyrir metani, sem er ein afurð GAJA. Rétt er að minna á að sami eigandi (sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu) eru að Sorpu bs. og Strætó bs. og því ættu að vera hæg heimatökin við að breyta innkaupastefnu Strætó bs. í vagnakaupamálum.
      Borgar- og bæjarfulltrúum er, í þeirri stöðu sem upp er komin, stillt upp við vegg. Fátt annað er í stöðunni en að samþykkja þessar auknu lántökur. Því er gerð sú krafa að dregin verði upp sviðsmynd þar sem fram komi að rekstur Sorpu bs. sé sjálfbær eða geti orðið það.

      Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi
      Sem bæjarfulltrúa get ég ekki samþykkt veðsetningu á framtíðartekjum bæjarins án nauðsýnlegra gagna er varða rekstur Sorpu og endurskoðaðrar rekstrar og fjárfestingaráætlana. Eitt af því sem virðist hafa farið úrskeiðis í málinu er blint traust stjórnar Sorpu á tillögur stjórnenda félagsins. Stjórnin sinnti því lítið sem ekkert sjálfstæðu eftirlitshlutverki sínu. Það er ómögulegt að gera sér grein fyrir því af þeim gögnum sem fylgja málinu hvort verið sé að henda góðum peningum á eftir slæmum. Nýjustu kannanir á samsetningu sorps í gráu tunnunum sem færi í gas og jarðgerðarstöð sýnir að einungis 45% sé nýtanlegt sem þýðir að 55% sorpsins þurfi að enn að urða. Því mun þessi gas og jarðgerðarstöð ekki sinna tilgangi sínum, sem er að minnka urðun um 95% heldur 45% og því er líklegt að önnur eins fjárfesting á sjóndeildarhringnum.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóaðandi bókun:

      Undirrituð gerir kröfu um að verkefnum á vettvangi stjórnar Sorpu og SSH ljúki hið fyrsta með raunverulegum tillögum til úrbóta, bæði hvað varðar hagræðingu í rekstri Sorpu og fyrirkomulag stjórnsýslu byggðasamlagsins. Að öðrum kosti er hér verið að moka sandi í sigti.

    • 1802305 – Skíðasvæðin, framtíðarsýn, samstarfssamningur

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 27.febrúar sl.
      Afgreiðslu frestað á fundi bæjarráðs 13.febr.sl.

      Lögð fram tillaga að breytingu á samkomulagi um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7.maí 2018.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar framlögðum viðauka, við Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018, til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Guðlaug andsvari.

      Þá tekur til máls Sigrún Sverrisdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum fyrirliggjandi breytingu á samkomulagi um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7.maí 2018. Þau Sigurður Þ. Ragnarsson og Guðlaug Kristjánsdóttir greiða atkvæði á móti.

      Sigrún Sverrisdóttir kemur að svohljoðandi bókun:

      Um leið og fulltrúar Samfylkingar fagna því að farið verði í löngu tímabærar viðhalds og uppbyggingar aðgerðir í Bláfjöllum og Skálafelli þá er ljóst að þær tillögur sem við afgreiðum í dag varða bæði tímasetningu og fjármögnun verkefnisins um uppbyggingu þessara svæða. Í ljósi þess hvernig hefur farið með málefni Sorpu á undanförnum mánuðum sem og Strætó á seinasta kjörtímabili, leggja fulltrúar Samfylkingarinnar ríka áherslu á að þar til bærir aðilar rýni áform og áætlanir varðandi uppbygginguna.
      Sigrún Sverrisdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Samningur um framtíðaruppbyggingu Skíðasvæðanna var undirritaður stuttu fyrir kosningar vorið 2018 og fyrst tekinn til formlegrar umfjöllunar í bæjarstjórn í október sama ár, á nýju kjörtímabili.
      Undirrituð greiddi þá atkvæði gegn samkomulaginu með svohljóðandi bókun:

      ,,Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er í fyrsta skipti að ræða þessa stefnumótun skíðasvæðanna með formlegum hætti í dag, en hún kom fyrst til kynningar sl. vor og var undirrituð af þáverandi bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, örstuttu fyrir kosningar. Stuttu fyrir samþykkt stefnunnar var athygli mín vakin á hlut gönguskíðaíþróttarinnar, ef hlut skyldi kalla, í þessum áætlunum. Af rúmlega 6 milljarða króna áætlun eru um 20-30 milljónir ætlaðar til skíðagöngusvæða, eða innan við hálft prósent. Jafnframt var mér bent á að samráð við hagsmunaaðila hefði verið afar lítið, eða einn fundur þar sem verkefnið var kynnt og svo annar til að kynna lokaafurðina. Efnislega hefur verið bent á að fyrirhugaðar framkvæmdir í Kerlingadal gefi tilefni til endurskoðunar, en sá þáttur losar 200 milljónir. Vissulega er rík þörf fyrir endurbætur á skíðasvæðinu almennt, en aðstaða til skíðagöngu hlýtur samt að teljast bjóða upp á mjög mikil tækifæri til úrbóta. Þar er ekki rennandi vatn í skála, ekki salerni og ekki eiginlegur þjónustuskáli, svo eitthvað sé nefnt. Undirrituð reyndi að koma þessum ábendingum áfram á sínum tíma, en ekki verður séð að þær hafi verið teknar til mikillar skoðunar. Stefnumótun og áform um stór fjárútlát rétt fyrir kosningar ætti alltaf að rýna vel, enda oft um talsverðar mannabreytingar að ræða við slík tímamót og ekki víst að allir þekki vel til mála þegar til kastanna kemur. Því kem ég þessu hér með á framfæri í umræðum Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um þetta mál.”
      Nú, rúmu ári síðar, kemur málið aftur til kasta bæjarstjórnar nokkuð breytt bæði hvað varðar upphæðir og tímasetningar. Í þeim breytingum er ekki að sjá að hlutur gönguskíða hafi aukist, nema síður sé, þó svo ýmislegt annað virðist vera komið í skynsamlegra horf. Svo er að sjá að leitast hafi verið við að styrkja umgjörð vekefnisins og auka aðhald, sem hefur þó í öðrum tilfellum líkt og hjá GaJa verkefninu í Sorpu, brugðist með öllu þó svo það líti vel út á blaði.
      Í ljósi ofangreinds mun undirrituð taka afstöðu við afgreiðslu málsins hér í dag með sama hætti og áður, þ.e. greiða atkvæði gegn því.

      Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun frá bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurði Þ. Ragnarssyni.
      Umræddur samningur um uppbyggingu skíðasvæðanna var samþykktur rétt fyrir síðustu kosningar með miklu hraði. Umræða og samráð hefur lítið sem ekkert verið á núverandi kjörtímabili þó hér sé verið að tala um verkefni uppá ríflega 6 milljarða. Að þessu sögðu greiðir fulltrúi Miðflokksins gegn málinu að svo stöddu.

    • 2002206 – Suðurgata 40, lóðarumsókn

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 27.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Kristjáns Ragnars Þorsteinssonar og Kristínar Lindar Steingrímsdóttur um lóðina nr. 40 við Suðurgötu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Suðurgötu 40 verði úthlutað til Kristjáns Ragnars Þorsteinssonar og Kristínar Lindar Steingrímsdóttur.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Suðurgötu 40 verði úthlutað til Kristjáns Ragnars Þorsteinssonar og Kristínar Lindar Steingrímsdóttur

    • 2002402 – Dofrahella 7, umsókn um lóð

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 27.febrúar sl.
      Stjörnustál ehf sækir um atvinnuhúsalóðina nr. 7 við Dofrahellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Dofrahellu 7 verði úthlutað til Stjörnustáls ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Dofrahellu 7 verði úthlutað til Stjörnustáls ehf.

    • 2002459 – Suðurhella 12, lóðarumsókn

      16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 27.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Bjallabóls ehf um atvinnuhúsalóðina nr. 12 við Suðurhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Suðurhellu 12 verði úthlutað til Bjallabóls ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Suðurhellu 12 verði úthlutað til Bjallabóls ehf.

    • 2002403 – Suðurhella 14, umsókn um lóð

      17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 27.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Bjallabóls ehf um atvinnuhúsalóðina nr. 14 við Suðurhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Suðurhellu 14 verði úthlutað til Bjallabóls ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Suðurhellu 14 verði úthlutað til Bjallabóls ehf.

    • 1410199 – Öldugata 49, lóðarleigusamningur

      21.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 27.febrúar sl.
      Lóðarleigusamningur við Veitur ohf í samræmi við deiliskipulag til OR

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi lóðarleigusamningi til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan lóðarleigusamning við Veitur ohf

    • 2002217 – Selhella 1, lóðarleigusamningur

      22.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 27.febrúar sl.
      Endurnýjun lóðarleigusamnings um Selhellu 1 þar sem breyting hefur verið gerð á deiliskipulagi svæðisins.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi lóðarleigusamningi til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lóðarleigusamning um, Selhellu 1.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Á fundi sínum þann 17. desember 2019 samþykkti skipulags- og byggingarráð að fyrirhugaðar breytingar á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallarhverfis yrðu sendar skipulagsstofnun til umsagnar. Gerði stofnunin ekki athugasemdir yrðu skipulagsbreytingarnar auglýstar samhliða líkt og heimild er til skv. skipulagslögum sbr. 2. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Er framangreint lagt fram í bæjarstjórn til staðfestingar.

      Markmið fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytingar er að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Jafnframt þarf að fara fram aðalskipulagsbreyting þar sem fyrirhuguð stofnlögn liggur um hverfisverndað hraun skilgreint sem HVa8 og HVa9 í greinagerð Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1505162 – Blindrafélagið, lögblindir íbúar Hafnarfjarðar, ferðaþjónusta, útfærsla og fyrirkomulag

      5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 28.febrúar sl.
      Drög að þjónustusamningi um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir liggur fyrir fundinum. Auk kostnaðarmats á þjónustunni.

      Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir.
      Samningurinn sendur til staðfestingar í bæjarstjórn

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan þjónustusamning.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

      Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og leggur fram eftirfarandi tillögu að breytingu á fyrirliggjandi þjónustusamning:

      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að ákvæði um tilgang og eðli ferða fatlaðs fólks verði tekin út úr samningum um ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins.
      Ákvæði eins og í fyrirliggjandi samningi, þar sem segir: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að leggja stund á nám, sækja vinnu, heilbrigðisþjónustu, hæfingu og endurhæfingu og taka þátt í tómstundum.”
      Undirrituð leggur til að þessi setning verði tekin út úr plagginu eða mögulega skipt út fyrir texta á borð við: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar.”
      Einnig leggur undirrituð til að sambærilegar setningar af sama meiði rati ekki inn í framtíðarsamninga um ferðafrelsi fatlaðs fólks í sveitarfélaginu.

      Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Guðlaug andsvari.

      Helga Ingólfsdóttir víkur af fundi kl. 15:46 og í hennar stað mætir Gubjórg Oddný Jónasdóttir.

      Forseti ber upp tillögu um að framkominn tillaga ásamt þjónustusamningnum verði vísað til fræðsluráðs til skoðunar. Er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 2003014 – HS veitur hf, aðalfundur 2020

      Lagt fram fundarboð á aðalfund HS veitna miðvikudaginn 11.mars nk.

      1. Tilnefning aðal- og varafulltrúa í stjórn HS veitna hf.

      2. Tilnefning fulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar á aðalfundinn.

      3. Tekin afstaða til fyrirliggjandi tillögu stjórnar HS veitna hf. um kaup á eigin bréfum fyrir 500 m.kr.

      Bæjarstjórn tilnefnir Ólaf Inga Tómasson sem aðalmann og Önnu Karen Svövudóttir. Ólafur Ingi Tómasson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

      Einnig samþykkir bæjarstjórn Ólaf Inga Tómasson sem fulltrúa á aðalfund HS veitna hf. Ólafur Ingi Tómasson situr hjá við atkvæðagreiðsluna

      Þá samþykkir bæjarstjórn með 9 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu stjórnar HS veitna hf. um kaup á eigin bréfum. Guðlaug Kristjánsdóttir Sigurður Þ. Ragnarsson sitja hjá.

    Fundargerðir

    • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.febrúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 26.febrúar sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 19.febrúar sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 27.febrúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 12.febrúar sl.
      b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24.febrúar sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.febrúar sl.
      d. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 30.janúar.,7. og 12.febrúar s.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26.febrúar sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30.janúar sl.
      b. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 30.jan.,7. og 12.febrúar sl.
      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 17. og 28.febrúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 2.mars sl.

      Jón Ingi Hákonarson tekur til máls undir 11. lið úr fundargerð bæjarráðs frá 27. febrúar sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson undir 8. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 28. febrúar sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Sigurður svarar þá andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd.

      Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir sama lið úr fundargerð fjölskylduráðs frá 28. febrúar sl.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls undir sama lið. úr fundargerð fjölskylduráðs frá 28. febrúar sl. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

      Þá tekur Frðþjófur Helgi Karlsson undir 4. lið á dagskrá fræðsluráðs frá 24. febrúar sl.

Ábendingagátt