Bæjarstjórn

13. maí 2020 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1847

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Helgu Ingólfsdóttur en í hennar stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Helgu Ingólfsdóttur en í hennar stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 2004431 – Hrauntunga 5, deiliskipulag

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.maí sl.
      Halldór Svansson fh. GS Húsa sækir um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða fjölgun íbúða úr 5 í 8 skv. tillögu Sveins Ívarssonar dags. 11.3.2020.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar sbr. skipulagslög 123/2010.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar minnir á að gildandi deiliskipulag fyrir Hrauntungu 5 sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. júní, 2019, var unnin í nánu samráði við íbúa á svæðinu. Það sótti innblástur í húsagerðahefð í Hafnarfirði frá ýmsum tímabilum, samtímis því að vísa til nútímans með það að morkmiði að tengja byggingarnar við staðinn sem þær eru byggðar og um leið styðja við fallega götumynd. Núverandi deiliskipulagstillaga gerir það ekki enda um allt aðra húsagerð að ræða og einnig er verið að verið að fjölga íbúðum og bílastæðum og þá getur breytt húsagerð haft áhrif á skuggavarp. Allt þættir sem íbúar gerðu athugsemdir við á sínum tíma. Því miður er þetta enn eitt dæmið um hringlandann hjá meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarmálum sem bitnar nú einkum á íbúum svæðisins sem þurfa að ganga enn einu sinni í gegnum deiliskipulagsbreytingar á lóðinni.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars sl. var lagt fram erindi ásamt uppdráttum Sveins Ívarssonar arkitekts, þar sem farið er fram á að fjölga íbúðum um þrjár, bílastæðum er fjölgað og nýtingarhlutfall lóðar er óbreytt 0,4. Fulltrúi Samfylkingarinnar, ásamt öðrum fulltrúum ráðsins, tók jákvætt í erindið. Enn og aftur verður stefnubreyting hjá Samfylkingunni á undraskömmum tíma og í stað þess að viðurkenna slíkt og eigin vandræðagang innan sinna raða; er bent á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Slíkur vandræðagangur og vinnubrögð dæma sig sjálf.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar bendir á að hann hefur haft athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu frá því að þær komu fram fyrst en nú liggur fyrir endanlega tillaga í málinu. Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga er enn eitt dæmið um stefnuleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum í Hafnarfirði, en innan við ár er síðan samþykkt var í ráðinu ítarleg tillaga fyrir lóðina, sem núna er að engu haft. Minnt er á að góð sátt náðist við íbúa svæðsins um gildandi deiliskipulag, sem nú er í upplausn. Þetta eru ekki góð vinnubrögð og ekki til þess fallin að skapa traust íbúa til skipulagsmála í Hafnarfirði.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
      Í ljósi afgreiðslu ráðsins og þeirrar samstöðu sem um hana ríkti – meðal annars hjá fulltrúa Samfylkingarinnar – þann 24. mars síðastliðinn, vísum við ásökunum um stefnuleysi í þessu máli og öðrum til föðurhúsanna. Að öðru leyti ítrekum við fyrri bókun meirihlutans hér undir sama lið.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Þá tekur Adda María til mál undir fundarsköpum.

      Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni og svarar Friðjófur Helgi andsvari.

      Til máls tekur Guðlaug Krsitjánsdóttir undir fundarsköpum.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls.

      Þá tekur Ingi Tómasson til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Sigurður andsvari. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

      Bæjarstjórn hafnar samhljóða um fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi.

      Ingi Tómasson leggur fram svohljóðandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:

      “Fyrirspurn og síðar tillaga að breyttu deiliskipulagi Hrauntungu 5 var lögð fyrir skipulags- og byggingarráð, allir fulltrúar í ráðinu tóku jákvætt í fyrirspurnina og samþykktu síðar tillöguna. Þrátt fyrir að tillaga að nýju deiliskipulagi hafi verið samþykkt á síðasta ári eftir víðtækt og gott samráð við íbúa var það mat ráðsins að tillagan væri þess eðlis að vert væri að bera hana undir íbúa. Nú þegar hafa komið fram viðbrögð við tillögunni með skýrum hætti þar sem henni er harðlega mótmælt. Af þeim sökum teljum við ekki ástæðu til að tillagan fari í það ferli sem skipulagslög gera ráð fyrir. Því er lagt til að gildandi deiliskipulag fyrir Hrauntungu 5 standi óbreytt.”

      Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Bæjarlistans, Viðreisnar, Samfylkingar og Miðflokks gera athugasemdir við undirbúning þessa máls, á öllum stigum, þar með talið fyrir fund bæjarstjórnar hér í dag.
      Lítil sem engin gögn eða greiningar fylgdu tillögunni út úr skipulags- og byggingaráði, þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir slíku á fundi forsetanefndar síðastliðinn mánudag.
      Bestu og haldbærustu gögn sem undirrituð hafa fengið fyrir fundinn hér í dag eru komin frá íbúum, sem eiga hrós skilið fyrir skýr og málefnaleg vinnubrögð.
      Gott hefði verið að vita af frávísunartillögu meirihlutans á eigin tillögu fyrir fund bæjarstjórnar, en það er því miður einkenni á þessu máli að upplýsingar til bæjarfulltrúa um eðli þess og aðdraganda eru af skornum skammti.
      Hefði tillagan staðið óbreytt, hefðu undirrituð alltaf greitt atkvæði gegn henni, af þeim ástæðum að þessar breytingar hafa mjög nýlega verið ræddar við íbúa í nærliggjandi húsum og sátt náð um útfærslur með málamiðlun. Tillagan sem skipulags- og byggingarráð samþykkti og lagði fyrir bæjarstjórn gekk gegn þeirri nýgerðu sátt.

      Undir bókunina skrifa:
      Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,
      Jón Ingi Hákonarson,
      Adda María Jóhannsdóttir,
      Friðþjófur Helgi Karlsson,
      Sigurður Þórður Ragnarsson.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.maí sl.
      Uppfærð greinargerð aðalskipulagsbreytingar þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingu lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttri greinargerð aðalskipulags Hamraness í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1907168 – Reykjavíkurvegur 24, umsókn til skipulagsfulltrúa

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.maí sl.
      Jón Bjarni Jónsson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að viðbygging verði innan deiliskipulags. Áætluð stærð eftir stækkun er 197 fermetrar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Reykavíkurvegar 24 í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2004314 – Óseyrarbraut 29, lóðarleigusamningur

      3.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 6.maí sl.
      Lögð fram drög að nýjum lóðaleigusamningi fyrir stækkaða lóð að Óseyrarbraut 29.

      Hafnarstjórn samþykkir lóðaleigusamninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Kristín María Thoroddsen tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Hafnarstjórnar.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 7.maí sl.
      Farið yfir stöðuna.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins ásamt Sigurjóni Ólafssyni sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs og Andri Ómarsson verkefnastjóri.

      1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 29.apríl sl.
      Lagt fram til samþykktar

      Fræðsluráð samþykkir tillögur um aðhald í rekstri og vísar til bæjarráðs til frekari samþykkis. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs er jafnframt falið að vinna að útfærslu á hverri tillögur fyrir sig.

      1.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 28.apríl sl.

      Eftirfarandi tillögur eru lagðar fram til afgreiðslu ráðsins:

      Tillaga 1
      Í dag er jafnaðartaxti fyrir gjaldskrá heimaþjónustu, 757 kr. fyrir klst. Lagt er til að gjaldskrá heimaþjónustu verði tekjutengd með eftirfarandi hætti:
      – Einstaklingur með tekjur undir 326.300 kr. á mánuði borgar 0 kr. fyrir klst.
      – Einstaklingur með tekjur frá 326.300 til 391.560 kr. borgar 515 kr. fyrir klst.
      – Einstaklingur með hærri tekjur en 391.561 kr. borgar 1040 kr. fyrir klst.
      – Hjón með tekjur undir 530.239 kr. borga 0 kr. fyrir klst.
      – Hjón með tekjur frá 530.239 til 636.285 kr. borga 515 kr. fyrir klst.
      – Hjón með hærri tekjur en 636.286 kr. borga 1040 kr. fyrir klst.

      Fulltrúar Framsóknar og óháðra, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar samþykkja þessa tillögu. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá.
      Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun:
      Samfylkingin er í grunninn ekki mótfallin tekjutengingu eins og hér er lagt til. Hins vegar var tillaga Samfylkingarinnar um að draga til baka hækkanir á gjaldskrám síðasta árs ekki tekin til formlegrar umfjöllunar í Öldungaráði en þar hefði hún átt að vera afgreidd formlega eins og aðrar tillögur sem snúa að eldri borgurum. Einnig liggja ekki fyrir nægjanlega góðar upplýsingar um þau áhrif sem þessi breyting mun hafa í för með sér.

      Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
      Þessi breyting á gjaldskrá er til þess að verja viðkvæmustu hópana. Þeir sem hafa lægstu tekjurnar greiða minnst fyrir þjónustuna, þeir sem hafa hærri tekjur borga meira. Þessi breyting er einnig afar kærkomin fyrir hóp þjónustuþega sem eru með tekjur frá 326.300 kr. til 391.560 kr. Þeir borga í dag 757 kr. fyrir þjónustuna en eftir breytingu borga þeir 515 kr. fyrir þjónustuna.

      Tillögunni vísað til bæjarráðs.

      Tillaga 2
      Lagt er til að frístundastyrkur eldri borgara verði tekjutengdur með þeim hætti að einstaklingur með lægri tekjur en 391.560 kr. á mánuði eigi rétt til frístundastyrks en ekki þeir sem hafa hærri tekjur.

      Tillaga tvö er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

      Fulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans leggja áherslu á að ráðamenn bæjarins séu samstíga í þeim aðgerðum sem nú blasa við okkur í ljósi aðstæðna í samfélaginu og eru því samþykkir þessari tillögu. Engu að síður leggjum við áherslu á að málið verði tekið upp aftur og framtíðarfyrirkomulag þess skoðað vel, þegar afleiðingar núverandi ástands liggja ljósari fyrir.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir bókun Viðreisnar- og Bæjarlistans um tillögu tvö.

      Tillögunni vísað til bæjarráðs.

      Tillaga 3
      Í Drafnarhúsi/Strandgötu 75 er rekin dagdvöl fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Þar eru 24 rými. Hafnarfjarðarbær hefur greitt leiguna óháð því hvort þjónustuþegar eru með lögheimili í Hafnarfirði eða ekki. Lagt er til að þau sveitarfélög sem nýta þjónustuna í Drafnarhúsi greiði leigu í hlutfalli við fjölda þjónustuþega.

      Tillaga þrjú er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

      Tillögunni vísað til bæjarráðs.

      Farið yfir stöðu mála á vinnu við að skapa ný störf í bæjarfélaginu sem hægt verði að bjóða hafnfirsku námsfólki og frumkvöðlum í sumar. Bæjarráð samþykkir að fjölga slíkum störfum um allt að 250 í sumar og að undirbúa opnun ,,Nýsköpunarstofu sumarsins? í Menntasetrinu við Lækinn. Þar verði aðstaða fyrir fyrir ungmenni og frumkvöðla í sumar til að sinna nýsköpunarverkefnum eftir auglýsingar Hafnarfjarðarbæjar þar um og úthlutun verkefna.

      Bæjarráð samþykkir tillögu 1 frá fjölskylduráði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá og tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í fjölskylduráði.

      Bæjarráð samþykkir tillögu 2 frá fjölskylduráði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Bæjarlistans og Samfylkingarinnar taka undir bókun fulltrúa Viðreisnar og Bæjarlistans í fjölskylduráði.

      Bæjarráð samþykkir tillögu 3 frá fjölskylduráði og vísar til úrvinnslu á fjármálasviði.

      Bæjarráð samþykki tillögur fræðsluráðs og vísar til viðaukagerðar.

      Bæjarráð samþykkir að farið verði í eftirtalin flýtiframkvæmdaverkefni að tillögu Umhverfis- og framkvæmdaráðs: Flatahraun, ný gatnamót; Flatahraun-hringtorg við Kaplakrika, Álfaberg-lokun á rými, Víðistaðaskóli-gardínur og Suðurbæjarlaug, þak. Um er að ræða kostnað upp á alls 203,5 milljónir króna.
      Málinu vísað til bæjarstjórnar og viðaukagerðar.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig Adda María Jóhannsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir tillögu 1 frá bæjarráði með 9 greiddum atkvæðum. Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur helgi Karlsson sitja hjá.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu 2 frá bæjarráði.

      Bæjarstjórn samþykkir að lokum samhljóða tillögu bæjarráðs um að farið verði í eftirtalin flýtiframkvæmdaverkefni að tillögu Umhverfis- og framkvæmdaráðs: Flatahraun, ný gatnamót; Flatahraun-hringtorg við Kaplakrika, Álfaberg-lokun á rými, Víðistaðaskóli-gardínur og Suðurbæjarlaug, þak. Um er að ræða kostnað upp á alls 203,5 milljónir króna og það fari til viðaukagerðar.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar taka undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í fjölskylduráði varðandi tillögu 1 og sitja hjá við afgreiðsluna.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

    • 2002127 – Geymslusvæðið, vegstæði, Reykjanesbraut

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 7.maí sl.
      Lagt fram samkomulag við Geymslusvæðið.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1711264 – Vistheimili, Ásgarður, samvinna

      4.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 8.maí sl.
      Heimili í sveit-samstarfssamningur Andrastaða hses og sveitarfélaganna Hafnarfjarðarkaupstaðar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

    • 2005011 – Hringhamar 1, umsókn um lóð

      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.maí sl.
      Lögð fram umsókn Byggingarfélags Gylfa og Gunnars um lóðina nr. 1 við Hringhamar

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr.1 við Hringhamar verði úthlutað til byggingarfélags Gylfa og Gunnars.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2005063 – Hringhamar 3, umsókn um lóð

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.maí sl.
      Lögð fram umsókn Fjarðarmóta ehf um lóðina nr. 3 við Hringhamar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr.3 við Hringhamar verði úthlutað til Fjarðarmóta ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2005065 – Hringhamar 7, umsókn um lóð

      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.maí sl.
      Lögð fram umsókn Drauma ehf um lóðina nr. 7 við Hringhamar

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr.7 við Hringhamar verði úthlutað til Drauma ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2005009 – Nónhamar 2, umsókn um lóð

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.maí sl.
      Lögð fram umsókn Byggingarfélags Gylfa og Gunnars um lóðina nr. 2 við Nónhamar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr.2 við Nónhamar verði úthlutað til byggingarfélags Gylfa og Gunnars.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2005007 – Nónhamar 4, umsókn um lóð

      5.liður úr fundargerð bæjarráð frá 11.maí sl.
      Lögð fram umsókn Byggingarfélags Gylfa og Gunnars um lóðina nr. 4 við Nónhamar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr.4 við Nónhamar verði úthlutað til byggingarfélags Gylfa og Gunnars.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2005060 – Nónhamar 8, umsókn um lóð

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.maí sl.
      Lögð fram umsókn Valhúsa ehf um lóðina nr. 8 við Nónhamar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr.8 við Nónhamar verði úthlutað til Valhúsa ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    Fundargerðir

    • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir fræðsluráðs frá 29.apríl og 6.maí sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29.apríl sl.
      Fundargerðir bæjarráðs frá 7. og 11.maí sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 22.apríl sl.
      b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.apríl sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 30.apríl sl.
      d. Fundargerðír stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24. og 29.apríl sl.
      e. Fundargerð stjórnar SSH frá 17.apríl sl.
      f. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 20.apríl sl.
      g. Fundargerð 22. eigendafundar Sorpu bs. frá 6.apríl sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6.maí sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 20.apríl sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17.apríl sl.
      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 28.apríl og 8.maí sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.maí sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 11.maí sl.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 8. maí sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir 2. lið í fundargerð Hafnarstjórnar frá 22. apríl sl. og 1. lið á dagskrá fundargerðar bæjarráðs frá 7. maí sl.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 2004379 – Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2019 og fyrirtækja hans, uppgjör, fyrri umræða

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 7.maí sl.
      Lagður fram ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2019 og fyrirtækja hans.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Forseti ber upp tillögu um að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem fram fer þann 27. maí nk. kl. 14 og er tillagan samþykkt samhljóða.

Ábendingagátt