Bæjarstjórn

14. apríl 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1867

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 2011478 – Stöðuleyfi endurskoðun í kjölfar úrskurðar

      12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23. mars sl.
      Lögð fram drög að breytingum á reglum um stöðuleyfi og gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Hafnarfjarðarkaupstað.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu reglna um stöðuleyfi og rekstraráætlun gjaldtöku fyrir gáma og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
      Skipulags- og byggingarráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í fækkun gáma á iðnaðarsvæðum. Frá því að farið var í átak um skráningu á gámum og innheimtu stöðugjalds í sveitarfélaginu hefur þeim fækkað umtalsvert auk þess sem útgefin stöðuleyfi fóru úr 1% í 60% – 70%. Þar sem gámar á iðnaðarsvæðum eru til lítillar prýði er markmiðið enn að lágmarka fjölda þeirra á iðnaðarsvæðum og að eftirlit með staðsetningu þeirra sé markvist þar sem fjöldi og staðsetning gáma inn á lóðum getur valdið brunahættu og tafið störf slökkviliðs.

      Til máls taka Ólafur Ingi Tómasson og Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2103383 – Snókalönd, innviðir og uppbygging

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.apríl sl.
      Tekið fyrir að nýju erindi Basecamp Iceland ehf. um stuðning til frekari uppbyggingar á aðstöðu til norðurljósa- og stjörnuskoðunar við Snókalönd.
      Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 23.3.2021 og fól umhverfis- og skipulagssviði að taka saman umsögn. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags 7. apríl 2021 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa og að unnin verði breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við ofangreint og vísar til samþykktar í bæjarstjórn sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson og svarar Ingi andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.mars sl.
      Lagður fram viðauki I. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

    • 2102098 – Tinnuskarð 18, umsókn um lóð,úthlutun,skil

      18.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.mars sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að lóðinni nr. 18 við Tinnuskarð þar sem óskað er eftir þvi að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir skil á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2103346 – Tinnuskarð 1, umsókn um lóð

      23.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.mars sl.
      Lögð fram umsókn Sigurðar Sveinbjörns Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.

      Alls bárust sjö umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Var umsókn Sigurðar Sveinbjörn Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur dregin út og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra.

      Til vara var dregin út umsókn SSG verktaka ehf. og til þrautavara var dregin út umsókn OFG – Verk ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni verði úthlutað til Sigurðar Sveinbjörn Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur.

    • 2103585 – Borgahella 2, umsókn um lóð

      26.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.mars sl.
      Lögð fram umsókn Almannakórs ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 2 við Borgarhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2 við Borgarhellu verði úthlutað til Almannakórs ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2103344 – Borgahella 4, umsókn um lóð

      27.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.mars sl.
      Lögð fram umsókn Almannakórs ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 4 við Borgarhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 4 við Borgarhellu verði úthlutað til Almannakórs ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 1904277 – Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir

      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.apríl sl.
      30.eigendafundur Strætó bs. frá 1.febrúar sl.

      Í samræmi við niðurstöðu eigendafundar þann 1. febrúar 2021 þar sem eigendavettvagnur Strætó samþykkir að lagt sé fyrir aðildarsveitarfélög beiðni Strætó um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð 300.000.000 kr. hjá viðskiptabanka Strætó, Arionbanka.
      Þetta er til að tryggja í öryggisskyni að nægt fjármagn sé til að tryggja fjárstreymi Strætó út árið 2021.
      Hjálagt fylgir með fjármálagreining KPMG þar sem lýst er stöðu Strætó og áhættu fólgna í því að ekki sé gripið til ráðstafana varðandi fjárstreymi Strætó. Fjármálagreiningin tekjur á áhættugreiningu sem Strætó ber að framkvæma þegar óskað er eftir slíkum lánveitingu sbr. eigendastefnu Strætó
      Óskað er eftir að eigendur heimili Strætó að sækja um þessa yfirdráttarheimild og afli til þessa tilskyldra heimildar hjá aðildarsveitarfélögum.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja beiðni stjórnar Strætó bs. um heimild til að sækja um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild á reikning félagsins hjá Arion banka að fjárhæð kr. 300.000.000. Heimildin er veitt til að tryggja í öryggisskyni nægt fjármagn til fjárstreymis Strætó bs. út árið 2021.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson og til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.apríl sl.
      Gjaldtaka af rafhleðslulstöðvum

      Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að leggja gjald vegna notkunar rafhleðslustöðvar við Fjörð. Gjaldtaka fyrir hraðhleðslu (DC) verður 20kr. fyrir kWh. og 19kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar. Gjaldtaka fyrir hæghleðslu (AC) verður 20kr. fyrir kWh. og 2kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Jón Ingi Hákonarson leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Viðreisnar samþykkir framlagða tillögu um að taka upp gjaldtöku á rafhleðslustöðvum við Fjörð. Viðreisn kallar af þessu tilefni eftir heilstæðri stefnu Hafnarfjarðarbæjar þegar kemur að rafvæðingu bílaflotans.

    • 2103708 – Borgahella 3, umsókn um lóð

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.apríl sl.
      Lögð fram umsókn KB Verks ehf. um lóðina Borgahellu 3.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 3 við Borgahellu verði úthlutað til KB Verks ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2103651 – Borgahella 15 umsókn um lóð

      8. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.apríl sl.
      Lögð fram umsókn Byggingafélagsins Ás ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Borgarhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 15 við Borgahellu verði úthlutað til Byggingafélagsins Ás ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 26.mars og 9.apríl sl.
      Fundargerðir bæjarráðs frá 25.mars og 8.apríl sl.
      a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 10. og 24.mars sl.
      b. Fundargerðir stjórnar Hafnarborgar frá 19. og 22. mars sl.
      c. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.mars sl.
      d. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.mars sl.
      e. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12.mars sl.
      f. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.mars sl.
      g. Fundargerð stjórnar SSH frá 1.mars sl.
      h. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 26.febrúar sl.
      i. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.mars sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 23.mars og 9.apríl sl.
      Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.mars og 7.apríl sl.
      a. Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 3.febrúar og 10.mars sl.
      b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 26.febrúar sl.
      c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.mars sl.
      Fundargerðir fræðsluráðs frá 24.mars og 7.apríl sl.
      a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 16. og 30. mars sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 12.apríl sl.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls undir 4. og 5 lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 9. apríl sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Einnig kemur til andsvars Sigurður Þ. Ragnarsson. Friðþjófur svarar andsvari.

      Þá tekur Helga Ingólfsdóttir til máls undir 5. lið sömu fundargerðar fjölskylduráðs. Friðþjófur Helgi kemur til andsvars. Einnig kemur til andsvars Stefán Már Gunnlaugsson og svarar Helga andsvari.

      Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls undir 10. lið í fundargerð fjölskylduráðs. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi.

      Þá tekur Friðþjófur Helgi einnig til máls undir sama lið í fundargerð fjölskylduráðs.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 2104001 – Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2020, fyrri umræða

      1. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.apríl sl.
      Lagt fram.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Einnig taka til máls Jón Ingi Hákonarson, Guðlaug Kristjánsdóttir, Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningum til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem fram fer miðvikudaginn 28. apríl nk.

Ábendingagátt