Bæjarstjórn

15. september 2021 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1875

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður
  1. Almenn erindi

    • 2106230 – Strandgata 26-30 breyting á deiliskipulag

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.september sl.
      Á fundi bæjarstjórnar þ. 23. júní sl. var afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs frá 15. júní sl. er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Strandgata 26-30 staðfest og að málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga.
      Breytingartillagan gerir ráð breyttu byggingarmagni á lóð ásamt blandaðri starfsemi svo sem íbúðir, verslun, þjónustu og hótelrekstur.
      Tillagan var auglýst frá 02.07. – 16.08.2021. Frestur til að skila inn athugasemdum var framlengdur til 31.8.2021. Ábending barst frá Veitum ohf.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög og að erindinu verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.september sl.
      Lagður fram viðauki III. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka III til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.september sl.
      Lagt fram minnisblað varðandi varðandi tekjuviðmið leikskólagjalda. Guðmundur Sverrisson fjármálasvið mætir til fundarins.

      Vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tekjuviðmið leikskólagjalda.

    • 2108146 – Einhella 1, umsókn um lóð

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.september sl.
      Lögð fram umsókn AGROS Móhella 1 ehf, um lóðina nr. 1 við Einhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 1 við Einhellu verði úthlutað til AGROS Móhella 1 ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2108147 – Álfhella 2, umsókn um lóð

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.september sl.
      Lögð fram umsókn AGROS Móhella 1 ehf., um lóðina nr. 2 við Álfhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2 við Álfhellu verði úthlutað til AGROS Móhella 1 ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2108014 – Fluguskeið 23,umsókn um lóð

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.september sl.
      Lögð fram umsókn Tómasar Bragasonar um hesthúsalóðina nr. 23 við Fluguskeið.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hesthúsalóð nr. 23 við Fluguskeið verði úthlutað til Tómasar Bragasonar.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2108151 – Breiðhella 3 og 5,umsókn um lóð,úthlutun,skil

      16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.september sl.
      Beiðni frá lóðarhafa að Breiðhellu 3 og 5 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni um afsal á lóðum.

    • 2005507 – Hafnarfjarðarkaupstaður, reglur um fjárhagsaðstoð

      3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 10.september sl.
      Lagt fram minnisblað um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.

      Fjölskylduráð samþykkir breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð þar sem fjárhagsaðstoð miðast við mánuðinn þegar umsókn er lögð fram en ekki dagssetningu.

      Breytingu á reglum er vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.september sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8.september sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó frá 13.ágúst sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 8.september sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 10.september sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 9.september sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 25.ágúst sl.
      b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.ágúst sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 2.september sl.
      d. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.ágúst sl.
      e. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 26. og 30.ágúst sl.
      f. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13.ágúst og 3.september sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 13.september sl.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir 19. lið í fundargerð bæjarráðs frá 9. september sl. Til andsvars kemur Kristinn Andersen og tekur Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti við fundarstjórn. Adda María svarar andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kemur einnig til andsvars og Adda María kemur til andsvars. Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars sem Adda María svarar.

      Fundarhlé kl. 14:31. Fundi framhaldið kl. 14:47.

      Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn á ný.

      Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bæjarlistans, Viðreisnar og Miðflokks leggja til að Hafnarfjarðarbær bjóði upp á frían kosningastrætó á kjördag, úr hverfum sem eiga langt að sækja á kjörstað í komandi alþingiskosningum þann 25. september 2021.

      Tillagan er borin upp til atkvæða og er hún felld þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Bæjarlistans, Viðreisnar og Miðflokks greiða atkvæði með tillögunni, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn tillögunni en fulltrúi Framsóknar situr hjá.

      Ágúst Bjarni Garðarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu. Einnig Helga Ingólfsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir, Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Kristinn Andersen ber upp tillögu um að forsetanefnd verði falið að gera tillögur að úrbótum varðandi kjörstaði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2022 eigi síðar en í árslok 2021. Er tillagan samhljóða.

      Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir lið 4 frá fundi fjölskylduráðs þann 10. september sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Friðþjófur andsvari.

      Friðþjófur tekur þá til máls öðru sinni undir 10 lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8. september sl. Einnig tekur Helga Ingólfsdóttir til máls undir sama lið. Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson einnig til máls undir sama lið og kemur Helga til andsvars.

Ábendingagátt