Bæjarstjórn

12. janúar 2022 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1882

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að málið Fjárhagsáætlun og gjaldskrár 2022, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs – 2201406 yrði tekið inn með afbrigðum. Er það samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að málið Fjárhagsáætlun og gjaldskrár 2022, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs – 2201406 yrði tekið inn með afbrigðum. Er það samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lagður fram tölvupóstur frá Friðþjófi Helga Karlssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi frá og með 1.janúar 2022

      Bæjarstjórn fellst samhljóða á beiðni Friðþjófs Helga Karlssonar um lausn frá störfum.

      Auk þess samþykkir bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi breytingar á skipan ráða og nefnda:

      Bæjarráð
      – Í stað varafulltrúa Friðþjófs Helga Karlssonar tekur sæti Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9
      – Aðalfulltrúi er áfram Adda María Jóhannsdóttir, en breyta þarf heimilisfangi í Vallarbraut 5

      Fræðsluráð
      – Í stað Sigrúnar Sverrisdóttur tekur sæti Sigríður Ólafsdóttir, Háahvammi 11
      (Varamaður verður áfram Steinn Jóhannsson)

      Umhverfis- og framkvæmdaráð
      – Í stað aðalfulltrúa Friðþjófs Helga Karlssonar tekur sæti Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9
      – Í stað varafulltrúa Sverris Jörstad Sverrissonar tekur sæti Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Brekkuhvammi 4

      Íþrótta- og tómstundanefnd
      – Í stað aðalfulltrúa Sigríðar Ólafsdóttur tekur sæti Steinn Jóhannsson, Lindarbergi 84
      (Varamaður verður áfram Vilborg Harðardóttir)
      Menningar- og ferðamálanefnd
      – Leiðrétta þarf heimilisfang aðalfulltrúa Sigurbjargar Önnu Guðnadóttur í Brekkuhvamm 4

      Fulltrúaráð SSH
      – Í stað Friðþjófs Helga Karlsson kemur Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9

    • 2010298 – Heilbrigðiseftirlitssvæði

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.desember sl.
      Lögð fram drög að samþkkt fyrir sameinað Heilbrigðiseftirlit.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir sameinað Heilbrigðiseftirlit og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir sameinað heilbrigðiseftirlit með 10 atkvæðum en Sigurður Þ. Ragnarsson greiðir atkvæði á móti.

      Sigurður kemur jafnframt að svohljóðandi bókun:

      Bókun bæjarfulltrúa Miðflokssins.
      Það er skoðun bæjarfulltrúa Miðflokksins að Heilbrigðiseftirlit eigi að vera nærþjónusta í sveitarfélögum og í litlum einingum til að tryggja skilvirkni og hraða afgreiðslu mála sé þess kostur. Með því að stækka þessa einingu er verið að stofnanavæða heilbrigðiseftirlitið sem er miður. Að framansögðu styður bæjarfulltrúi Miðflokksins ekki sameininguna.

    • 2112176 – Hamranes reitur 27B, deiliskipulag

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.desember sl.
      Jóhanna Helgadóttir fh. lóðarhafa sækir 8.12.2021 um nýtt deiliskipulag að Hamranesi 27b. Tillagan, dagsett 29.10.2021, gerir ráð fyrir að hámarki 5 hæðum og 50 íbúðum auk þess sem heimilt er að vera með verslun og þjónustu á jarðhæð. Tekið var jákvætt í fyrirspurn vegna tillögunnar á fundi ráðsins þann 30. nóvember sl.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2106599 – Hamranes reitur 3.A, deiliskipulag

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.desember sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10. ágúst 2021 fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 3.A og að hún yrði auglýst og vísaði til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfesti þann 12. ágúst 2021 afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst tímabilið 27.8 – 22.10.2021 Auk þess sem tillagan var kynnt á almennum kynningarfundi þann 30. september sl. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 2.11.2021 að ræða við lóðarhafa og svara framkomnum athugasemdum.
      Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.11.2021 ásamt uppfærðri deiliskipulagstillögu reitar 3.A lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2108140 – Hringhamar reitur 25.B, deiliskipulag

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.janúar sl.
      Tekið fyrir að nýju. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 24.8.2021 að auglýsa deiliskipulag reitar 25.B með vísan til tillögu 2. Erindinu var vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkti þann 1.9.2021 samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst tímabilið 10.9 – 22.10.2021 Auk þess sem tillagan var kynnt á almennum kynningarfundi þann 30. september sl. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 2.11.2021 að ræða við lóðarhafa og svara framkomnum athugasemdum. Uppfærð deiliskipulagstillaga dags. 8.12.2021 reitar 25.B lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2111398 – Skarðshlíð 1. áfangi, breytt deiliskipulag

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.janúar sl.
      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar dags. 5.01.2022 vegna endastöðvar strætó.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 1. áfanga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson sem og Helga Ingólfsdóttir. Sigurður Þ. kemur til andsvars. Einnig kemur Sigrún Sverrisdóttir til andsvars sem Helga svarar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1506569 – Samningur, yfirdráttur, lán

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.janúar sl.
      Lagt fram minnisblað.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að framlengja samningi um yfirdráttarlán við Íslandsbanka að fjárhæð 600 milljónir króna. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast samningnum.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi bókun um framlengingu á yfirdráttarláni.

    • 1512005 – Úthlutun lóða, almennar reglur, endurskoðun

      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.janúar sl.
      Lögð fram drög að uppfærðum reglum um úthlutun lóða.

      Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur um úhlutun lóða og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða uppfærðar reglur um úthlutun lóða.

    • 2112264 – Dverghella 5, 7, 9 og 11 og Jötnahella 6, 8, 10 og 12, fyrirspurn

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.janúar sl.
      Lagt fram erindi Smáragarðs ehf. þar sem óskað er eftir vilyrði um úthlutun atvinnumhúsalóða.

      Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson og svarar Sigurður andsvari. Ólafur Ingi kemur þá til andsvars öðru sinni.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindi.

    • 2112517 – Dranghella 3 og 5, Tunguhella 2, 4, 6 og 8, Jötnahella 1, ósk um vilyrði

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.janúar sl.
      Lagt fram erindi Klettagarða 12 ehf. þar sem óskað er eftir vilyrði um úthlutun atvinnuhúsalóða.

      Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindi.

    • 2111548 – Breiðhella 5,umsókn um lóð

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Tæki.is um atvinnuhúsalóðina nr. 5 við Breiðhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 5 við Breiðhellu verði úhlutað til Tæki.is ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til Tæki.is.

    • 1601342 – Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.janúar sl.
      Lagður fram samningur við Vegagerðina.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi samning til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

      Auk þess bókar bæjarstjórn svohljóðandi:

      Líkt og fram kemur í samningi milli Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem undirritaður var með sérstökum fyrirvara og fyrirvara um samþykkt bæjarráðs, kemur fram að Hafnarfjarðarkaupstaður verði nú veghaldari Fjarðarbrautar nr. 470-01 (Reykjavíkurvegur) í samræmi við vegalög nr. 90 frá 2007. Hafnarfjarðarkaupstaður verður því hér eftir veghaldari Fjarðabrautar en í því felst allt veghald, svo sem forræði yfir vegi og vegstæði, þ.m.t. vegagerð, þjónusta og viðhald vega. Bæjarráð vísaði samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Í greinargerð með lögum nr. 14 frá 2015 kemur fram sá vilji löggjafans að „ekki (sé) gert ráð fyrir að í yfirfærslunni felist aukinn kostnaður fyrir sveitarfélögin“ og að „gert er ráð fyrir að það fjármagn sem nú er á hendi Vegagerðarinnar vegna veghalds þessara vega færist yfir til sveitarfélaganna samhliða yfirfærslunni á grundvelli samninga.“ Í samræmi við þetta er ljóst að þjónustuþáttur og viðhald þessa vegar er í reynd ófjármagnaður og bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að þetta verði tekið til skoðunar ásamt öðrum verkefnum og samskiptum milli ríkis og sveitarfélaga, t.a.m. innan Jónsmessunefndar.

    • 2111275 – Sveitarstjórnarkosningar 2022, kjörstaðir

      2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 10.janúar sl.
      Til afgreiðslu

      Forsetanefnd leggur til að við sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði 14. maí 2022 verði starfræktir tveir kjörstaðir, sem henti vel dreifingu íbúðabyggðar í bænum: Lækjarskóli og íþróttamiðstöðin Ásvöllum.

      Forsetanefnd þakkar starfsfólki fyrir góða vinnu við undirbúning málsins.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Um leið og fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að loksins eigi að tryggja kjörstað á Völlunum eru það ákveðin vonbrigði að kjörstöðum hafi ekki verið fjölgað í a.m.k. þrjá.

      Til samanburðar hefur Reykjavíkurborg fjölgað kjörstöðum til muna með það að markmiði að bæta aðgengi kjósenda. Þar hefur það verið óopinbert markmið að kjörstaðir séu í göngufæri og geta um 84% íbúa borgarinnar gengið á kjörstað og heim aftur á 30 mínútum.

      Engu að síður er þessi breyting til mikilla bóta og rétt að fagna því.

      Adda María Jóhannsdóttir

      Jón Ingi Hákonarson tekur við fundarstjórn.

      Til máls taka Kristinn Andersen, Adda María Jóhannsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Sigurður Þ. Ragnarsson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars við ræðu Sigurðar.

      Þá tekur Kristinn Andersen til máls öðru sinni og tekur svo fundarstjórn að nýju.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu Forsetanefndar.

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

      Frá árinu 2016 hafa fulltrúar Samfylkingarinnar ítrekað lagt fram tillögur þess efnis að staðsetning kjörstaða verði endurskoðuð eða þeim fjölgað. Kjördeildir fjölmennra hverfa á Völlum og í Skarðshlíð hafa verið í Norðurbæ og því langt að sækja fyrir íbúa þessara hverfa.
      Því fögnum við tillögu forsetanefndar um að stefnt sé að því að tryggja aðgengi þessara íbúa með kjörstað á Völlum. Á sama tíma eru það vonbrigði að kjörstöðum hafi ekki verið fjölgað. Mestur fjöldi kjósenda er í Norðurbæ-Vesturbæ annars vegar og á Völlum-Skarðshlíð hins vegar. Betri kostur hefði því verið að bæta kjörstað á Völlum við þá tvo sem fyrir hafa verið nýttir.
      Við teljum mikilvægt fyrir lýðræðið að aðgengi kjósenda að kjörfundi sé gott. Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg markvisst stefnt að því að bæta aðgengi kjósenda að kjörfundi. Stór þáttur í því hefur verið fjölgun kjörstaða og er nú einn kjörstaður á hverja 5,500 íbúa, eða þar um bil, og um 84% íbúa geta gengið á kjörstað og heim aftur á 30 mínútum. Til að ná sama markmiði þyrftu kjörstaðir í Hafnarfirði að vera fimm eða sex.
      Við styðjum þá tillögu sem forsetanefnd leggur til en leggjum engu að síður til að hugað verði að fjölgun kjörstaða til framtíðar.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Sigrún Sverrisdóttir

      Einnig kemur Kristinn Andersen að svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihlutans:

      Nýtt fyrirkomulag kjörstaða, í Lækjarskóla og á Ásvöllum, verður almennt til mikilla bóta fyrir kjósendur í Hafnarfirði. Tryggt er að fjarlægð frá heimili á kjörstað sé mest um 2 km, fyrir flesta íbúa verður leiðin mun styttri og aðgengi gott. Miðað við staðsetningu kjörstaðanna skiptist íbúafjöldi milli þeirra nokkurn veginn til helminga. Að Reykjavík undanskilinni hafa kjörstaðir í öðrum sveitarfélögum ekki verið fleiri en tveir og með hliðsjón af íbúadreifingu í Hafnarfirði hefur verið sýnt fram á að það fyrirkomulag sem hér er lagt til hentar mjög vel.

      Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans fagnar því skrefi sem nú er tekið í að staðsetja kjörfund í Vallahverfi og ítrekar að halda þurfi áfram að rýna aðgengi bæjarbúa að kjörstöðum á næstu árum.
      Mikilvægt er að þessari breytingu verði fylgt vel eftir með öflugri kynningu og umfjöllun auk þess sem stutt verði við fyrirkomulag mönnunar og utanumhalds kosninga að öðru leyti.

      Sigurður Þ. Ragnarsson tekur undir bókun meirihlutans.

      Einnig tekur Jón Ingi Hákonarson undir bókun meirihlutans.

    • 2201406 – Fjárhagsáætlun og gjaldskrár 2022, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs

      Gjaldskrár Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs fyrir 2022 lagðar fram til samþykktar.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrár.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 17.desember sl.
      Fundargerðir bæjarráðs frá 16.desember og 6.janúar sl.
      a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 1.og 15. desember sl.
      b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.nóvember sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.desember sl.
      d. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.nóvember og 10.desember sl.
      e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1.nóvember sl.
      f. Fundargerð stjórnar SSH frá 6. og 20. desember sl.
      g. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.desember sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 14.desember og 7.janúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15.desember sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 15.desember sl.
      a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 3. og 7.desember sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 10.janúar sl.

Ábendingagátt