Bæjarstjórn

23. febrúar 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1885

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson varamaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
  • Gísli Sveinbergsson varamaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar utan Adda María Jóhannsdóttir, Sigurður Þ. Ragnarsson, Jón Ingi Hákonarson og Sigrún Sverrisdóttir. Í þeirra stað sitja fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson, Gísli Sveinbergsson, Árni Stefán Guðjónsson og Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristin Andersen forseti bæjarstjórnar setti og stýrði fundinum.

Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 1901438-Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, yrði bætt á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar utan Adda María Jóhannsdóttir, Sigurður Þ. Ragnarsson, Jón Ingi Hákonarson og Sigrún Sverrisdóttir. Í þeirra stað sitja fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson, Gísli Sveinbergsson, Árni Stefán Guðjónsson og Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristin Andersen forseti bæjarstjórnar setti og stýrði fundinum.

Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 1901438-Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, yrði bætt á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram tillaga að breytingu á fulltrúa í fræðsluráði og hafnarstjórn.
      Áheyrnarfulltrúi í fræðsluráði verði Hólmfríður Þórisdóttir Eskivöllum 5 og kemur í stað Bjarneyjar Grendal Jóhannesdóttur Miðvangi 107
      Varaáheyrnarfulltrúi verði Arnhildur Ásdís Kolbeins Gauksási 57 og kemur í stað Hólmfríðar Þórisdóttur Eskivöllum 5.
      Varamaður í hafnarstjórn verði Sævar Gíslason Engjavöllum 5 og kemur í stað Bjarneyjar Grendal Jóhannesdóttur Miðvangi 107.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um breytingar á fulltrúum í fræðsluráði og hafnarstjórn.

    • 2201064 – Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.febrúar sl.
      Tekið fyrir að nýju erindið Ásgeirs Ásgeirssonar fh. lóðarhafa dags. 3.1.2022. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi reitar 19.B dags. 22.12.2021. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 4-7 hæða fjölbýlishúsum með allt að 70 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofanjarðar og möguleika á geymslum í kjallara. Skipulags- og byggingarráð óskaði umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs á fundi sínum þann 7.1.2022. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs ásamt uppfærðri tillögu og greinargerð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 19.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs frá 15. febrúar sl.

    • 2202097 – Hamranes, þróunarreitur 30B, deiliskipulag

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.febrúar sl.
      ÞG verktakar sækja 2.2.2022 um nýtt deiliskipulag fyrir Hringahamar 30b. Tillagan gerir ráð fyrir 55 íbúðum 5-6 hæðir og bílakjallari, geymslur og þjónusturými verði neðanjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 19.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs frá 15. febrúar sl.

    • 2111279 – Reykjanesbraut, deiliskipulag

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.febrúar sl.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Reykjanesbraut í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Deiliskipulagið gerir ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar með tengibraut sem mun þjónusta iðnaðarsvæðið í Kapelluhrauni og Hellnahrauni og afmarkast frá afleggjara til Krýsuvíkur að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Voga alls 5.6 km. Deiliskipulagið var auglýst tímabilið 13.12.2021-24.1.2022. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn og uppfærð gögn til samræmis við hana.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn og umsögn skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn í samræmi við skipulagslög.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs frá 15.febrúar sl.

    • 2202180 – Hundahald, reglugerð

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.febrúar sl.
      Lögð fram til afgreiðslu drög að samþykkt um hundahald fyrir Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn staðfestir niðurstöður bæjarráðs samhljóða.

    • 2102340 – Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.febrúar sl.
      4. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.febrúar sl.

      Ishmael David mætir til fundarins og kynnir tillögur starfshóps að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti tillögur um samræmda flokkun við heimili og vísar skýrslunni til afgreiðslu bæjarráðs.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi yfirlýsingu og veitir bæjarstjóra fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar hennar fyrir hönd sveitarfélagsins. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Helga Ingólfsdóttir tekur til máls, einnig Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs samhljóða.

    • 1701261 – Erindisbréf menningar og ferðamálanefndar

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.febrúar sl.
      Lagt fram erindisbréf menningar- og ferðamálanefndar.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs samhljóða.

    • 2202228 – Dofrahella 6-8-10, umsókn um lóð

      21.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn KB Verk ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til KB Verks ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Dofrahellu 6 verði úthlutað til KB Verks ehf.

    • 2202230 – Dofrahella 8, umsókn um lóð

      29.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Flatahrauns 23 hf. um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Flatahrauns hf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Dofrahellu 8 verði úthlutað til Flatahrauns hf.

    • 2202351 – Dofrahella 10,umsókn um lóð

      35.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn AVR ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til AVR ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Dofrahellu 10 verði úthlutað til AVR ehf.

    • 2202350 – Dofrahella 12,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn AVR ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 12 við Dofrahellu.

      Alls bárust átta umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til AVR ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Dofrahellu 12 verði úthlutað til AVR ehf.

    • 2202511 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis, endurskoðun, fjölgun byggingarsvæða, tillaga

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.”

      Greinargerð:
      “Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar.”

      Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.
      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari öðru sinni.
      Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls, þarnæst Ingi Tómasson.
      Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Árni Rúnar Þorvaldsson svarar andsvari. Stefán Már Gunnlaugsson kemur að andsvari. Til andsvars kemur einnig Ingi Tómasson. Árni Rúnar Þorvaldsson svarar andsvari. Ingi Tómasson kemur að andsvari öðru sinni.
      Til máls tekur Gísli Sveinbergsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      Til afgreiðslu.

      Tillaga að bókun bæjarstjórnar:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16. Febrúar varðandi mikilvægi þess að opna Bláfjallaveg syðri og hefja undirbúning að endurbótum á þessum vegkafla.
      Umhverfis og framkvæmdaráð ítrekar beiðni sína um að kostnaðarmat vegna syðri hluta Bláfjallavegar(417-02) Ráðið telur mikilvægt í ljósi umferðaröryggissjónarmiða að leiðin verði opnun. Gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi og það er því áréttað að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna Vegagerðarinnar í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Stefán Már Gunnlaugsson tekur einnig til máls. Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16. febrúar sl.

    Fundargerðir

    • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.febrúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.febrúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 16. febrúar sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 8.febrúar sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 18.febrúar sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 17.febrúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 2.febrúar sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.febrúar sl.
      c. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4.febrúar sl.
      d. Fundargerð stjórnar SSH frá 7.febrúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 21.febrúar sl.

      Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.
      Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls undir 5. lið fundargerðar fræðsluráðs.

Ábendingagátt