Bæjarstjórn

6. apríl 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1888

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson varamaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Sigurði Þ. Ragnarssyni, Sigrúnu Sverrisdóttur og Inga Tómassyni en í þeirra stað sitja fundinn Gísli Sveinbergsson, Stefán Már Gunnlaugsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar verði tekið inn á dagskrá fundarins. Er það samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Sigurði Þ. Ragnarssyni, Sigrúnu Sverrisdóttur og Inga Tómassyni en í þeirra stað sitja fundinn Gísli Sveinbergsson, Stefán Már Gunnlaugsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar verði tekið inn á dagskrá fundarins. Er það samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 2109411 – Völuskarð 32, breyting á deiliskipulagi

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.janúar sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 19. október sl. var samþykkt að grenndarkynna erindi vegna breytinga á deiliskipulagi í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Breytingin felst í að Völuskarð 32 verði tvíbýli í stað einbýlishús. Stæðum á lóð er fjölgað um tvö og gert er ráð fyrir opnu bílskýli. Að öðru leiti gilda skilmálar deiliskipulagsins. Erindið var grenndarkynnt 7.12-2021-7.1.2022. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda lögð fram.
      Skipulags- og byggingarráð tekur undir framkomnar athugasemdir og hafnar breytingu á deiliskipulagi Völuskarðs 32.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.mars sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 6.10.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vesturbæjar og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 13.10.2021. Tillagan var auglýst 19.10.2021-30.11.2021 og var athugasemdafrestur framlengdur til 9.12.2021. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 14.12.2021 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Uppfærð gögn ásamt umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða uppfærða tillögu að deiliskipulagi vesturbæjar ásamt greinargerð og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2008399 – Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar

      5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.mars sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 21. september sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 18. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 29. september sl. Tillagan var auglýst frá 22.10 – 3.12.2021. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppfærðum uppdrætti.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða uppfærða tillögu að deiliskipulagi Suðurgötu 18 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2111398 – Skarðshlíð 1. áfangi, breytt deiliskipulag

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.mars sl.
      Bæjarstjórn samþykkti 12. janúar sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar dags. 5.01.2022 vegna endastöðvar strætó. Tillagan gerir ráð fyrir biðsýli og aðstöðu fyrir vagnstjóra á Ásvallabraut við Nóntorg. Athugasemdafrestur var frá 25.1-9.3.2022. Athugasemd barst. Lagður fram uppfærður uppdráttur sem tekur tillit til athugasemda Landsnets.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða uppfærða tillögu að deiliskipulagi og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2201385 – Gráhelluhraun, nýtt deiliskipulag

      10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.mars sl.
      Lögð fram lýsing vegna deiliskipulags Gráhelluhrauns.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa lýsingu deiliskipulags Gráhelluhrauns og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2202583 – Reglur um leikskólavist

      1. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 30.mars sl.
      Drög að reglum um leikskólavist lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir drög að reglum um leikskólavist og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2001513 – Listdansskóli Hafnarfjarðar, þjónustusamningur

      5.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 30.mars sl.
      Lögð fram drög að þjónustusamningi.

      Fræðsluráð samþykkir þjónustusamning milli Listdansskóla Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar og vísar til bæjarstjórnar til endanlegs samþykkis.Fræðsluráð fagnar því að í Hafnarfirði sé öflugt listdansfélag og lítur á samning þennan sem tímamótasamning

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi þjónustusamning við Listdansskóla Hafnarfjarðar.

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      1. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31.mars sl.
      Lagðar fram niðurstöður stýrihóps um framtíðarsýn, meginmarkmið og stefnumarkandi áherslur fyrir Hafnarfjörð ásamt innleiðingu heimsmarkmiða.
      Arnar Pálsson ráðgjafi og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri mæta til fundarins.

      Bæjarráð vísar framlagðri framtíðarsýn, meginmarkmiðum og stefnumarkandi áherslum fyrir Hafnarfjörð til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða framtíðarsýn, meginmarkmið og stefnumarkandi áherslum fyrir Hafnarfjörð.

    • 2203319 – Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins, beiðni um stofnframlög, 2022 og 2023

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31. mars sl.
      Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir að Hafnarfjarðarkaupstaður úthluti Brynju, Hússjóði ÖBÍ 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum. Áætlað stofnvirði vegna kaupanna er samkvæmt umsókn 67.442.742 kr. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2203366 – Áshamar 50 (þróunarreitur 6A), umsókn um lóð

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31.mars sl.

      Til afgreiðslu

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi skilmála fyrir Áshamar 50 (þróunarreit 6A). Bæjarráð leggur jafnframt til að þróunarreit 6A verði úthlutað til Þarfaþings hf. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að þróunarreit 6A verði úthlutað til Þarfaþings hf.

    • 2203747 – Straumhella 14 og 16, ósk um vilyrði

      11. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31.mars sl.
      Bílaumboðið Askja sækir um vilyrði fyrir lóðunum Straumhella 14 og 16.

      Bæjarráð samþykkir ósk bílaumboðsins Öskju um lóðarvilyrði fyrir lóðunum Straumhella 14 og 16 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Gísli Sveinbergsson og Agúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Öskju hf. lóðarvilyrði fyrir lóðunum Straumhellu 14 og 16.

    • 2005507 – Hafnarfjarðarkaupstaður, reglur um fjárhagsaðstoð

      3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 1.apríl sl.
      Lögð fram drög að breytingum á fjárhagsaðstoðarreglum.

      Fjölskylduráð samþykkir breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar þeim í bæjarstjórn til staðfestingar.
      Með breytingum á reglum er áætlaður kostnaðarauki 9.215.440 kr. á ári. Gera má ráð fyrir að kostnaðarauki á árinu 2022 verði 6.450.808 kr. Fjölskylduráð óskar eftir að gerður verði viðauki vegna þessa kostnaðarauka.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Helga andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á reglum um fjárhagssaðstoð.

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram breyting á skipan varamanna í kjörstjórn. Annars vegar er lögð til sú breyting á fulltrúa Framsóknar þar sem Guðmundar Fylkisson víkur og í hans stað kemur Kristján Rafn Heiðarsson, Klausturhvammi 15, 220 Hafnarfirði. Hins vegar er lögð til breyting á fulltrú Samfylkingar þar sem Guðjón Karl Arnarson víkur og í hans stað kemur Ágúst Arnar Þráinsson, Laufvangi 12, 220 Hafnarfirði.

    Fundargerðir

    • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 30.mars sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22.mars sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 1.apríl
      Fundargerð bæjarráðs frá 31.mars sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 16.mars sl.
      b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 28. mars sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 24.mars sl.
      d. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.mars sl.
      e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 11. febrúar sl.
      f. Fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 11.mars sl.
      g. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11.mars sl.
      h. Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 11. mars sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.mars sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30.mars sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 11. febrúar sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11.mars sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 4. apríl sl.

Ábendingagátt