Bæjarráð

1. desember 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3616

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar.

Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar.

Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 22111195 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur 2023-2025

      2.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23.nóv. sl.
      Lögð fram drög að samstarfssamningi við Gaflaraleikhúsið.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir drög að samningi og vísar til bæjarráðs til samþykktar.

      Sigurjón Ólafsson og Andri Ómarsson mæta til fundarins undir þessum lið.

      Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2212001 – Málefni bókasafns Hafnarfjarðar

      Til umræðu.

      Til umræðu.

      Fulltrúar Samfylkingar koma að svohljóðandi bókun:

      Framtíðarskipan Bókasafns Hafnarfjarðar var tekin á dagskrá af hálfu bæjarráðsmanna Hafnarfjarðar, en fyrir liggur að framkvæmdir eru þegar hafnar við viðbyggingu Fjarðar, þar sem áformað er að starfsemi Bókasafnsins verði hýst á næstu árum, sennilega 2024. Þessu mun fylgja umtalsverður kostnaður, þótt vonir standi til þess að sala á núverandi húsnæði Bókasafnsins komi þar til móts að einverju leyti. Ekki er gerð grein fyrir þessum fjármagnstilflutningum í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarins fyrir komandi ár, 2023, né heldur langtímaáætlun áranna til 2025. Á því þarf að gera bragarbót.

    • 2109732 – Umdæmisráð barnaverndar

      Lagt fram erindi frá SSH um umdæmisráð barnaverndar ásamt drögum að samningi um rekstur umdæmisráðs, viðauka við samninginn sem og tillögu um ráðsmenn.
      Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum, ásamt viðauka við samninginn og tillögu um ráðsmenn. Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra ótakmarkað umboð til undirritunar á framangreindum samningi ásamt viðauka sem og skipunarbréfum ráðsmanna. Framangreindri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Tekið fyrir breytingar milli umræðna.
      Guðmundur Sverrisson staðgengill sviðsstjóra fjármálasviðs mætir til fundarins.

      11.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 9.nóvember sl.

      Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Ingi Hákonarson og Valdimar Víðisson.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls og leggur fram eftirfarandi tillögur að viðbótum við fjárhagsáætlun:

      Tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2023

      Hlutfall tómstunda og félagsmálafræðinga verði aukið í skólum og félagsmiðstöðvum

      Hækka tómstundastyrkinn sem nemur verðlagsþróun

      Stilla hækkun leikskólagjalda i hóf þar sem helstu kostnaðarliðir við rekstur leikskóla hafa ekki hækkað sem nemur verðbólgu. Laun hafa ekki hækkað, innri húsaleiga er bókhaldslegur kostnaður og hiti og rafmagn hefur ekki hækkað mikið. Viðreisn leggur til 4,5% hækkun á leikskólagjöldum til að byrja með. Endurskoða má það næsta vor eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir.

      Fulltrúi Viðreisnar vill að Hafnarfjarðarbær verði í fararbroddi þegar kemur að menningu og listsköpun. Í bænum er algjört aðstöðuleysi fyrir menningu og listsköpun. Styrkja þarf mun betur undir menningar-tómstundir. Listsköpun, tónlist og fleira. Ein af tillögum ungmennaráðs Hafnarfjarðar árið 2021 var að bæta þurfi “Bæta þarf aðgengi 12 til 16 ára ungmenna í Hafnarfirði að myndlistanámi. Þessi ósk hefur komið ítrekað fram í fræðsluráði síðustu ár og verður háværari með árunum. Fulltrúi Vðreisnar leggur til inn í fjárhagsáætlun að fé verði forgangsraðað til þess að endurskoða Starfsemi Músík og Mótors í þeirri mynd sem hún er í dag, starfsemin fái aukinn styrk til þess að víkka út og bjóða upp á fjölbreyttari skapandi greinar.

      Viðreisn leggur til að fjármagni verði forgangsraðað í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að börn frá 5 ára aldri hafi heimild til þess að nýta sér frístundastyrkinn.

      Viðreisn leggur til að útvíkkaður verði frístundaakstur bæjarins til eldri aldurshópa, unglinga 18 ára og yngri með niðurgreiðslu á árskortum í strætó. Það er bæði ávinningur fyrir strætó sem ýtir undir að framtíðarkynslóðir nýti sér almenningsamgöngur á fullorðinsárum.

      Fulltrú Viðreisnar leggur til að lengdur verði enn frekar opnunartími sundlauga og bókasafnsins.

      Viðreisn leggur til að fé verði forgangsraðað til að straumlínulaga og einfalda vinnu hjá skipulagssviði með það að markmiði að stytta afgreiðslutíma erinda sem þangað berast.

      Viðreisn leggur til að meira fé verði forgangsraðað til göngu og hjólastíga

      Viðreisn leggur til að forgangsraða meira fé til viðhalds skólahúsnæðis.

      Fulltrúi Viðreisnar setur spurningamerki við þá aðferðafræði við lækkun fasteignagjalda þar sem hlutfall fasteignaskatts verður óbreytt en fráveitu og vatnsgjald verður lækkað þannig að heildarhækkun verði 9,5%. Þar sem gjöld b ? hlutafyrirtækja eiga að standa undir veitta þjónustu auk fjárfestinga má gera ráð fyrir því að verið sé að rukka of lágt verð fyrir veitta þjónustu og þar með niðurgreiða skattalækkun. Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að lagt verði fram lögfræðiálit sem staðfesti lögmæti þessarar leiðar.

      Forseti leggur næst til að fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ásamt framlögðum tillögum að viðbótum verði vísað til þeirra ráða og nefnda sem við á. Er það samþykkt samhljóða.

      Einnig leggur forseti til að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram 7. desember nk.

      Lagt fram.

    • 22111267 – Brú lífeyrissjóður, réttindasafn eftirlaunasjóðs, endurgreiðsluhlutfall

      Lagt fram bréf frá Brú lífeyrissjóður, dags. 24.nóv. sl. varðandi endurgreiðsluhlutfall.
      Guðmundur Sverrisson staðgengill sviðsstjóra fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir tillögu frá Brú lífeyrissjóði varðandi endurgreiðsluhlutfall og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2206222 – Reykjanesbraut tvöföldun, Krýsuvíkurvegur Hvassahraun, samningur

      9.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.nóvember sl.

      Lagður fram samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar varðandi tvöföldum Reykjanebrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns.

      Lagt fram til kynningar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 22111255 – Þýðing og útfærsla, þekktra barnabóka yfir á íslenskt táknmál

      Lögð fram styrkbeiðni frá Félagi heyrnalausra

      Bæjarráð hefur þegar úthlutað styrkjum á árinu 2022. Styrkbeiðni er því hafnað.

    • 22111328 – Félag eldri borgara í Hafnarfirði, starfsmannamál

      Lagt fram erindi frá Félagi eldri borgara dags. 25.nóvember sl.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið.

      Fulltrúar Samfylkingar bóka að þeir taki jákvætt í erindið.

    Fundargerðir

Ábendingagátt