Bæjarráð

5. desember 2022 kl. 14:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3617

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskilinni Sigrúnu Sverrisdóttur en í hennar stað sat fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskilinni Sigrúnu Sverrisdóttur en í hennar stað sat fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2206137 – Ásland 4, úthlutun

      Teknar fyrir umsóknir um einbýlishúsalóðir

      Búið er að yfirfara allar umsóknir um einbýlishúsalóðir. Dregið var um lóðir á aukafundi bæjarráðs 22.11.2022. Umsækjendur völdu sér svo lóð á valfundi sem haldinn var þriðjudaginn 29.11.2022. Umsækjendur völdu í þeirri röð sem þeir voru dregnir.
      Bæjarráð staðfestir umsækjendur um einbýlishúsalóðir og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

      Orri Björnsson víkur af fundi undir þessum lið.

    • 2102607 – Hlíðarbraut 10,12,14 og 16, stofnun lóða og úthlutun

      Lögð fram að nýju tilboð í lóðirnar. Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir að lóðunum Hlíðarbraut 10,12,14 og 16 verði úthlutað til Hvalsness ehf. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 1.desember sl.
      Tekið fyrir breytingar milli umræðna.
      Guðmundur Sverrisson staðgengill sviðsstjóra fjármálasviðs mætir til fundarins.

      11.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 9.nóvember sl.

      Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Ingi Hákonarson og Valdimar Víðisson.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls og leggur fram eftirfarandi tillögur að viðbótum við fjárhagsáætlun:

      Tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2023

      Hlutfall tómstunda og félagsmálafræðinga verði aukið í skólum og félagsmiðstöðvum

      Hækka tómstundastyrkinn sem nemur verðlagsþróun

      Stilla hækkun leikskólagjalda i hóf þar sem helstu kostnaðarliðir við rekstur leikskóla hafa ekki hækkað sem nemur verðbólgu. Laun hafa ekki hækkað, innri húsaleiga er bókhaldslegur kostnaður og hiti og rafmagn hefur ekki hækkað mikið. Viðreisn leggur til 4,5% hækkun á leikskólagjöldum til að byrja með. Endurskoða má það næsta vor eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir.

      Fulltrúi Viðreisnar vill að Hafnarfjarðarbær verði í fararbroddi þegar kemur að menningu og listsköpun. Í bænum er algjört aðstöðuleysi fyrir menningu og listsköpun. Styrkja þarf mun betur undir menningar-tómstundir. Listsköpun, tónlist og fleira. Ein af tillögum ungmennaráðs Hafnarfjarðar árið 2021 var að bæta þurfi “Bæta þarf aðgengi 12 til 16 ára ungmenna í Hafnarfirði að myndlistanámi. Þessi ósk hefur komið ítrekað fram í fræðsluráði síðustu ár og verður háværari með árunum. Fulltrúi Vðreisnar leggur til inn í fjárhagsáætlun að fé verði forgangsraðað til þess að endurskoða Starfsemi Músík og Mótors í þeirri mynd sem hún er í dag, starfsemin fái aukinn styrk til þess að víkka út og bjóða upp á fjölbreyttari skapandi greinar.

      Viðreisn leggur til að fjármagni verði forgangsraðað í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að börn frá 5 ára aldri hafi heimild til þess að nýta sér frístundastyrkinn.

      Viðreisn leggur til að útvíkkaður verði frístundaakstur bæjarins til eldri aldurshópa, unglinga 18 ára og yngri með niðurgreiðslu á árskortum í strætó. Það er bæði ávinningur fyrir strætó sem ýtir undir að framtíðarkynslóðir nýti sér almenningsamgöngur á fullorðinsárum.

      Fulltrú Viðreisnar leggur til að lengdur verði enn frekar opnunartími sundlauga og bókasafnsins.

      Viðreisn leggur til að fé verði forgangsraðað til að straumlínulaga og einfalda vinnu hjá skipulagssviði með það að markmiði að stytta afgreiðslutíma erinda sem þangað berast.

      Viðreisn leggur til að meira fé verði forgangsraðað til göngu og hjólastíga

      Viðreisn leggur til að forgangsraða meira fé til viðhalds skólahúsnæðis.

      Fulltrúi Viðreisnar setur spurningamerki við þá aðferðafræði við lækkun fasteignagjalda þar sem hlutfall fasteignaskatts verður óbreytt en fráveitu og vatnsgjald verður lækkað þannig að heildarhækkun verði 9,5%. Þar sem gjöld b ? hlutafyrirtækja eiga að standa undir veitta þjónustu auk fjárfestinga má gera ráð fyrir því að verið sé að rukka of lágt verð fyrir veitta þjónustu og þar með niðurgreiða skattalækkun. Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að lagt verði fram lögfræðiálit sem staðfesti lögmæti þessarar leiðar.

      Forseti leggur næst til að fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ásamt framlögðum tillögum að viðbótum verði vísað til þeirra ráða og nefnda sem við á. Er það samþykkt samhljóða.

      Einnig leggur forseti til að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram 7. desember nk.

      Lagt fram.

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóvember sl.
      Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 9.11. sl. tillögu nr. 9 frá fulltrúa Viðreisnar í bæjarstjórn var vísað til afgreiðslu skipulags og byggingarráðs.

      9. Viðreisn leggur til að fé verði forgangsraðað til að straumlínulaga og einfalda vinnu hjá skipulagssviði með það að markmiði að stytta afgreiðslutíma erinda sem þangað berast.

      2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 30.nóvember sl.
      Lagðar fram að nýju eftirfarandi tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2023 sem vísað var til fræðsluráðs af fundi bæjarstjórnar 9. nóvember sl.

      Lagðar fram að nýju eftirfarandi tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2023 sem vísað var til fræðsluráðs af fundi bæjarstjórnar 9. nóvember sl.
      1. Hlutfall tómstunda- og félagsmálafræðinga verði aukið í skólum og félagsmiðstöðvum
      Meirihluti fræðsluráðs fellst ekki á tillögu Viðreisnar um að fjölgað verði tómstunda- og félagsfræðingum að svo stöddu. Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á því að samþykkt var að hefja vinnu við að greina starfsemi frístundaheimila á nýju ári, vinnan á einmitt að skila af sér greiningu á þörf á sérfræðingum inn í skólana sem kann að leiða að sér tillögur er lúta að umræddri tillögu.

      2. Hækka tómstundastyrkinn sem nemur verðlagsþróun
      Meirihluti fræðsluráðs synjar tillögu um hækkun á tómstundastyrk.

      3. Stilla hækkun leikskólagjalda i hóf þar sem helstu kostnaðarliðir við rekstur leikskóla hafa ekki hækkað sem nemur verðbólgu. Laun hafa ekki hækkað, innri húsaleiga er bókhaldslegur kostnaður og hiti og rafmagn hefur ekki hækkað mikið. Viðreisn leggur til 4,5% hækkun á leikskólagjöldum til að byrja með. Endurskoða má það næsta vor eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir.

      Meirihluti fræðsluráðs telur að hækkanir þær sem lagðar eru til í fjárhagsáætlun séu stilltar í hóf og séu í takt við verðbólgu, neyslu -og launavísitölu. Í ræðu bæjarstjóra í fyrri umræðu kom fram að gjaldskrárhækkun leikskóla yrði um 7,7% sem er lægri prósentutala en í öðrum gjaldskrárhækkunum sem að meðaltali er um 9,5%. Forráðamenn leikskólabarna greiða nú þegar um 10% af rekstri leikskólanna. Vakin er athygli á því að Hafnarfjarðarbær er með systkinaafslætti sem styrkja og standa með barnmörgum fjölskyldum og tekjutenging launa lækkar greiðslur tekjulágra foreldra.

      4. Fulltrúi Viðreisnar vill að Hafnarfjarðarbær verði í fararbroddi þegar kemur að menningu og listsköpun. Í bænum er algjört aðstöðuleysi fyrir menningu og listsköpun. Styrkja þarf mun betur undir menningar-tómstundir. Listsköpun, tónlist og fleira. Ein af tillögum ungmennaráðs Hafnarfjarðar árið 2021 var að bæta þurfi ?Bæta þarf aðgengi 12 til 16 ára ungmenna í Hafnarfirði að myndlistanámi. Þessi ósk hefur komið ítrekað fram í fræðsluráði síðustu ár og verður háværari með árunum. Fulltrúi Viðreisnar leggur til inn í fjárhagsáætlun að fé verði forgangsraðað til þess að endurskoða Starfsemi Músík og Mótors í þeirri mynd sem hún er í dag, starfsemin fái aukinn styrk til þess að víkka út og bjóða upp á fjölbreyttari skapandi greinar.

      Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á að í tillögum um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var einmitt greint frá því að endurskoðun færi fram á starfsemi Ungmennahúss og Músík og mótor með það í huga að efla enn frekar listsköpun ungs fólks í Hafnarfirði. Það er því von okkar að eftir þá vinnu muni verða hér öflugt menningar og listalíf fyrir ungt fólk. Opnun Nýsköpunar- og tæknisetursins í Menntasetrinu við lækinn sem áætlað er að opni á nýju ári mun einnig styrkja enn frekar við sköpunarkraft ungs fólks í Hafnarfirði.

      5. Viðreisn leggur til að fjármagni verði forgangsraðað í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum

      Meirihluti fræðsluráðs vekur athygli á því að fræðsluráð samþykkti í tillögum sínum fyrir fjárhagsáætlun ársins 2023 að ráða miðlægan kennsluráðgjafa til grunnskólanna.
      Hlutverk kennsluráðgjafa er meðal annars að veita almenna kennsluráðgjöf í grunnskólum Hafnarfjarðar varðandi fjölbreytta kennsluhætti, skipulag kennslu, nýtingu stuðningsúrræða og kennslurýmis ásamt mati á kennslu sem svarar þörfum kennara og skóla með hag nemenda að leiðarljósi. Meirihlutinn bendir á að á síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt að setja fjármagn í iðjuþjálfa en enginn sótti um fjármagn til þess. Aukið fjármagn verður einnig sett í sérfræðiþjónustu á komandi ári og telur meirihluti því ekki ástæðu til að auka að svo stöddu.

      6. Fulltrúi Viðreisnar leggur til að börn frá 5 ára aldri hafi heimild til þess að nýta sér frístundastyrkinn.

      Meirihluti fræðsluráðs bendir á að í samstarfssáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tillaga um að lækka aldur þeirra sem hafa aðgang að frístundastyrk á kjörtímabilinu. Ekki var talið fjárhagslegt svigrúm til lækkunar á næstu fjárhagsáætlun.

      8. Fulltrúi Viðreisnar leggur til að lengdur verði enn frekar opnunartími sundlauga og bókasafnsins.

      Meirihluti fræðsluráðs leggur til að skoðað verði á nýju ári hvort svigrúm sé til að auka opnunartíma sundlauga í samræmi við fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og samþykkir því ekki tillöguna að svo stöddu

      2.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30.nóvember sl.
      Lögð fram að nýju bókun bæjarstjórnar frá 9. nóvember sl.

      Vegna tillögu Viðreisnar um að meira fé verði forgangsraðað til gögnu og hjólastíga er bókað: Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir þessa ábendingu og vill benda á að það er gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum til að efla vistvænar samgöngur og með því er verið að forgangsraða fjármunum beint til þess að styrkja göngu og hjólastíga. Eins er vakin athygli á ný stofnuðum starfshópi sem vinnur að hjólastefnu fyrir Hafnarfjörð. Vonir eru að hægt verði að nýta þá vinnu til að forgangsraða verkefnum bæði í viðhaldi og uppbyggingu hjólastíga.

      Vegna tillögu Viðreisnar um að forgangsraða meira fé til viðhalds skólahúsnæðis er bókað: Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir ábendinguna og vill vekja athygli á því að gert er ráð fyrir að tæpar 550 milljónir verði lagðar til við viðhald fasteigna og 50% af því er áætlað að fara í leik- og grunnskóla. Það er einnig gert ráð fyrir um 300 milljónum í stærri viðhaldsverkefni í fjárfestingaráætlun og að auki er gert ráð fyrir um 30 milljónum í viðhald á skólalóðum. Bent er á skýrslur sem liggja fyrir um viðhald á leik- og grunnskólum á vefsíðu bæjarins. Hækkun á viðhaldsfé er um 10% á milli ára.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fyrri umræðu, ásamt framlögðum tillögum frá fulltrúum Samfylkingar, til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ábendingagátt