Bæjarstjórn

9. nóvember 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1898

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Valdimar Víðisson aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Árna Rúnari Þorvaldssyni en í hans stað sat fundinn Kolbrún Magnúsdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 8 í útsendri dagskrá, Ástundunarreglur í grunnskólum Hafnarfjarðar – 1911025, verði tekið af dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

Var næst gengið til dagskrár.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður og ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Árna Rúnari Þorvaldssyni en í hans stað sat fundinn Kolbrún Magnúsdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 8 í útsendri dagskrá, Ástundunarreglur í grunnskólum Hafnarfjarðar – 1911025, verði tekið af dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

Var næst gengið til dagskrár.

  1. Almenn erindi

    • 2007563 – Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samráðshópur um velferðarmál

      5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 1.nóvember sl.
      Lagt fram minnisblað og drög að nýjum samningi um samráð og samstarf um velferðarmál á höfuðborgarsvæðinu.

      Drög að samingi um samstarf um velferðarmál á höfuðborgarsvæðinu eru lögð fram og kynnt. Samningnum er vísað til bæjarstjórnar og mælt er með að bæjarstjóri fái umboð til undirritunar samningsins.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.nóvember sl.
      Lagt fram að nýju erindisbréf umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2210465 – Áshamar 34H, lóðarumsókn

      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.nóvember sl.
      Lögð fram lóðarumsókn fyrir dreifistöð HS Veitna hf, Áshamar 34H, Hamranesi.

      Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Áshamars 34H til HS Veitna. Gera þarf lóðaleigusamning við fyrirtækið og er sviðsstjóra falið að fylgja því eftir. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2210464 – Baughamar 17H, lóðarumsókn

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.nóvember sl.
      Lögð fram lóðarumsókn fyrir dreifistöð HS Veitna hf., Baughamar 17H, Hamranesi.

      Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Baughamars 17H til HS Veitna. Gera þarf lóðaleigusamning við fyrirtækið og er sviðsstjóra falið að fylgja því eftir. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.nóvember sl.
      Lögð fram lagfærð greinargerð og skilmálatafla þar sem brugðist hefur verið við ábendingum og athugasemdum Skipulagsstofnunar auk minnisblaðs verkefnastjóra dags. 1.11.2022.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn og minnisblað vegna samantektar verkefnastjóra við athugasemdum Skipulagsstofnunar og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 22091182 – Tinhella 11, deiliskipulagsbreyting

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.nóvember sl.
      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa leggur 9.9.2022 inn breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns. Tillagan gerir ráð fyrir færslu á byggingarreit Tinhellu 11 til norðurs. Bílastæði verði færð til suðurs. Nýtingahlutfall hækkar, verður 0,5.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2210556 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna fjölgunar íbúða í Hamranesi. Drög að lýsingu lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Fulltrúi Viðreisnar bókar:
      Sú staða sem komin er upp felur í sér að íbúðir verða um 27% fleiri en gildandi aðalskipulag sagði til um. Minnt er á að skv. lögum á að gera deiliskipulag í samræmi við aðalskipulag en ekki öfugt. Þessi staða bendir til agaleysis í skipulagsmálum og skorts á yfirsýn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld kasta frá sér skipulagsvaldinu í hendur byggingaraðila og umturna þar með þeim grunnhugmyndum sem búið var að samþykkja að vinna eftir.og er skemmst að minnast eyðileggingar á rammaskipulagi Hrauns Vesturs.

      Úr því sem komið er getur verið nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi á Hamranessvæðinu, en hvatt er til þess að þeirri breytingu verði stillt í hóf.

      Auk þess er nauðsynlegt að skoða á þessum tímapunkti hvernig staða verslunar og þjónustu er á svæðinu miðað við þau frávik sem hafa orðið frá upphaflegum skipulagshugmyndum. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar geti sótt helstu þjónustu í nærumhverfi, en það stuðlar bæði að velferð íbúa og almennri umhverfisvernd.

      Til máls tekur Orri Björnsson. Einnig tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls og Orri Björnsson kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar. Orri kemur þá til andsvars öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar einnig öðru sinni. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars sem Guðmundur Árni svarar. Þá kemur Rósa til andsvars öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar öðru sinni.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Orri kemur til andsvars sem Jón Ingi svarar.

      Þá tekur Guðmundur Árni til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Jón Ingi sem Guðmundur Árni svarar. Þá kemur Jón Ingi til andsvars öðru sinni. Einnig kemur Valdimar Víðisson til andsvars sem Guðmundur Árni svarar. Valdimar kemur þá til andsvars öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar öðru sinni. Þá kemur Orri Björnsson til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

      Þá tekur Jón Ingi til máls öðru sinni. Orri kemur til andsvars.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með sex atkvæðum frá fulltrúum meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem greiða atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

    • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

      Til umræðu. Lögð fram beiðni um greinargerð um stöðu máls.

      Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir sem Guðmundur Árni svarar. Rósa kemur þá til andsvars öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar öðru sinni.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls og Rósa kemur til andsvars.

      Þá tekur Guðmundur Árni til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Jón Ingi.

    • 2211186 – Skipulags- og húsnæðismál í Hafnarfirði

      Til umræðu.

      Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls.

      Þá tekur Guðmundur Árni til máls öðru sinni.

    Fundargerðir

    • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 26.október og 1.nóvember sl.
      Fundargerðir bæjarráðs frá 31.október og 3.nóvember sl.
      a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 19. og 26. október sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 26.október sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 21.október sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 14.október sl.
      e. Fundargerð 39.eigendafundar Strætó bs. frá 24.október sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.nóvember sl.
      Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 31.október og 2.nóvember sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 14.október sl.
      Fundargerðir fræðsluráðs frá 26.október og 2.nóvember sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 25.október sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 7.nóvember sl.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026, fyrri umræða.

      1. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31.október sl.

      Lögð fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans fyrir 2023 og langtímaáætlun fyrir 2024 – 2026. Lagðar fram gjaldskrár Hafnarfjarðarkaupstaðar 2023. Guðmundur Sverrisson staðgengill sviðsstjóra fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Ingi Hákonarson og Valdimar Víðisson.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls og leggur fram eftirfarandi tillögur að viðbótum við fjárhagsáætlun:

      Tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2023

      Hlutfall tómstunda og félagsmálafræðinga verði aukið í skólum og félagsmiðstöðvum

      Hækka tómstundastyrkinn sem nemur verðlagsþróun

      Stilla hækkun leikskólagjalda i hóf þar sem helstu kostnaðarliðir við rekstur leikskóla hafa ekki hækkað sem nemur verðbólgu. Laun hafa ekki hækkað, innri húsaleiga er bókhaldslegur kostnaður og hiti og rafmagn hefur ekki hækkað mikið. Viðreisn leggur til 4,5% hækkun á leikskólagjöldum til að byrja með. Endurskoða má það næsta vor eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir.

      Fulltrúi Viðreisnar vill að Hafnarfjarðarbær verði í fararbroddi þegar kemur að menningu og listsköpun. Í bænum er algjört aðstöðuleysi fyrir menningu og listsköpun. Styrkja þarf mun betur undir menningar-tómstundir. Listsköpun, tónlist og fleira. Ein af tillögum ungmennaráðs Hafnarfjarðar árið 2021 var að bæta þurfi “Bæta þarf aðgengi 12 til 16 ára ungmenna í Hafnarfirði að myndlistanámi. Þessi ósk hefur komið ítrekað fram í fræðsluráði síðustu ár og verður háværari með árunum. Fulltrúi Vðreisnar leggur til inn í fjárhagsáætlun að fé verði forgangsraðað til þess að endurskoða Starfsemi Músík og Mótors í þeirri mynd sem hún er í dag, starfsemin fái aukinn styrk til þess að víkka út og bjóða upp á fjölbreyttari skapandi greinar.

      Viðreisn leggur til að fjármagni verði forgangsraðað í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að börn frá 5 ára aldri hafi heimild til þess að nýta sér frístundastyrkinn.

      Viðreisn leggur til að útvíkkaður verði frístundaakstur bæjarins til eldri aldurshópa, unglinga 18 ára og yngri með niðurgreiðslu á árskortum í strætó. Það er bæði ávinningur fyrir strætó sem ýtir undir að framtíðarkynslóðir nýti sér almenningsamgöngur á fullorðinsárum.

      Fulltrú Viðreisnar leggur til að lengdur verði enn frekar opnunartími sundlauga og bókasafnsins.

      Viðreisn leggur til að fé verði forgangsraðað til að straumlínulaga og einfalda vinnu hjá skipulagssviði með það að markmiði að stytta afgreiðslutíma erinda sem þangað berast.

      Viðreisn leggur til að meira fé verði forgangsraðað til göngu og hjólastíga

      Viðreisn leggur til að forgangsraða meira fé til viðhalds skólahúsnæðis.

      Fulltrúi Viðreisnar setur spurningamerki við þá aðferðafræði við lækkun fasteignagjalda þar sem hlutfall fasteignaskatts verður óbreytt en fráveitu og vatnsgjald verður lækkað þannig að heildarhækkun verði 9,5%. Þar sem gjöld b ? hlutafyrirtækja eiga að standa undir veitta þjónustu auk fjárfestinga má gera ráð fyrir því að verið sé að rukka of lágt verð fyrir veitta þjónustu og þar með niðurgreiða skattalækkun. Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að lagt verði fram lögfræðiálit sem staðfesti lögmæti þessarar leiðar.

      Forseti leggur næst til að fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ásamt framlögðum tillögum að viðbótum verði vísað til þeirra ráða og nefnda sem við á. Er það samþykkt samhljóða.

      Einnig leggur forseti til að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram 7. desember nk.

Ábendingagátt