Fjölskylduráð

29. nóvember 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 478

Mætt til fundar

  • Margrét Vala Marteinsdóttir formaður
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

  1. Kynning

    • 1609187 – Útlendingastofnun

      Ægir Örn Sigurgeirsson deildarstjóri og Kristrún Sigurjónsdóttir kennslufulltrúi fjölmenningar mæta til fundarins og kynna málaflokkinn.

      Fjölskylduráð þakkar Ægi Erni Sigurgeirssyni og Kristrúnu Sigurjónsdóttir fyrir upplýsandi og góða kynningu.

    Almenn erindi

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Lagt fram erindi frá NPA-miðstöðinni.

      Fjölskylduráð þakkar Hallgrími Bergssyni og Sjöfn Guðmundsdóttir fyrir kynninguna.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi:

      Skoðun Samfylkingarinnar á tímagjaldi NPA samninga hefur ekki breyst frá því samþykkt var í fjölskylduráði þann 23. ágúst sl. að tímagjald taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar sem taka mið af kjarasamningum Eflingar og NPA miðstöðvarinnar.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 19/2022.

      Fjölskylduráð staðfestir niðurstöðu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Lagt fram.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

      Samfylkingin tekur undir orð fjölmenningarráðs í fundargerðinni um skort á íslenskukennslu í Hafnarfirði. Fulltrúar Samfylkingarinnar í fræðsluráði og bæjarstjórn hafa tekið þessi málefni upp og bent á mikilvægi þess að íslenskukennsla í Hafnarfirði verði efld.

    • 1110181 – Fatlaðir, ráðgjafarráð

      Lagt fram.

Ábendingagátt