Fjölskylduráð

13. desember 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 479

Mætt til fundar

  • Margrét Vala Marteinsdóttir formaður
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Elsa Dóra Ísleifsdóttir varamaður

Einnig sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Til afgreiðslu.

      Fjölskylduráð samþykkir hækkun tímagjalds NPA samninga vegna hagvaxtarauka kjarasamnings NPA miðstöðvarinnar við Eflingu. Hækkunin gildir frá og með 1. apríl 2022.

      Málinu er vísað til viðaukagerðar vegna ársins 2022 og til samþykktar í bæjarráði.

    • 1801074 – Búsetukjarnar

      Hrönn Hilmarsdóttir deildarstjóri mætir til fundar og fer yfir aðgerðaráætlun í búsetumálum.

      Lagt fram.

      Fjölskylduráð þakkar Hrönn Hilmarsdóttur fyrir kynninguna.

      Vel hefur gengið að fjölga heimilum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði og mikilvægt að halda þeirri uppbyggingu áfram. Fjölskylduráð fagnar því að farin sé af stað vinna við aðgerðaráætlun í búsetumálum í Hafnarfirði og mun ráðið fylgja aðgerðaáætuninni vel eftir

    • 2210006 – Akstursþjónusta eldri borgara

      Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri mætir til fundar og fer yfir minnisblað um akstursþjónustu eldri borgara.

      Fjölskyduráð þakkar Sjöfn Guðmundsdóttur deildastjóra fyrir kynninguna.

      Fjölskylduráð vísar minnisblaðinu til umfjöllunar í öldungaráði og óskar jafnframt eftir kostnaðargreiningu ef ferðum yrði fjölgað í 16 á mánuði.

    • 22091114 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138 2011 og 80. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar nr. 240 2021

      Kynnt ráðning nýs sviðsstjóra á fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar.

      Lagt fram

      Fjölskylduráð býður Guðlaugu Ósk Gísladóttir velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins

    • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

      Frestað.

    • 2210439 – Málefni heimilislausra, fyrirspurn

      Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka framlögð svör. Mikilvægt er að taka þessi mál föstum tökum. Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir því að fá kynningu í fjölskylduráði sem fyrst á störfum samstarfshóps á vegum SSH, sem nefndur er í svörunum, um málefni heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.

      Fjölskylduráð tekur undir bókun Samfylkingarinnar.

Ábendingagátt