Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sat Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra, fundinn.
Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri mætir til fundar og kynnir minnisblað um fjölgun funda í öldungaráði.
Lagt fram.
Fjölskylduráð þakkar Sjöfn Guðmundsdóttur fyrir kynninguna.
Fjölskylduráð óskar eftir að reglur um Öldungaráð verði teknar til skoðunar hjá Öldungaráði og á fjölskyldu- og barnamálasviði.
Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri mætir til fundar og kynnir minnisblað um fjölgun funda í ráðgjafaráði.
Lagt fram. Fjölskylduráð þakkar Sjöfn Guðmundsdóttur fyrir kynninguna.
Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs mæta til fundar og kynna viðhaldsskýrslu 2022 og viðhaldsáætlun 2023.
Lagt fram
Fjölskylduráð þakkar Helgu Stefánsdóttur, Stefáni Eiríki Stefánssyni og Einari Kr Haraldssyni fyrir góða kynningu á viðhaldi húsnæðis og lóðar 2022 og viðhaldsáætlun 2023.
Helena Unnarsdóttir deildarstjóri leggur fram erindi um aukin stöðugildi í barnavernd.
Fjölskylduráð þakkar Helenu Unnarsdóttur fyrir kynninguna og óskar eftir að fá ítarlega kynningu á starfsemi deildarinnar þar sem margir ráðsmenn eru nýjir og mikilvægt að fara yfir helstu verkefni barnaverndar. Einnig upplýsingar um öll stöðugildi og verkaskiptingu innan deildarinnar og hvernig umbótaáætlun sem gerð var í framhaldi af úttekt á starfsemi sviðsins hefur gengið.
Einnig óskar fjölskylduráð eftir upplýsingum um aðkeypta þjónustu fagaðila síðustu ár.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lýsa yfir áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í barnaverndarmálum í Hafnarfirði. Þrátt fyrir gott starf Brúarinnar er ljóst að tilkynningum til Barnaverndar hefur ekki fækkað og málin eru þyngri en áður. Hér er á ferðinni gríðarlega mikilvæg og viðkvæm þjónusta sem þolir enga óvissu og sleifarlag. Starfsfólk er undir miklu álagi og bregðast verður við stöðunni af festu strax.
Fyrirspurn Samfylkingarinnar um húsnæðismál Félagslegar íbúðir 1. Hvað eru margar félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og hversu margar eru þær á hverja þúsund íbúa bæjarfélagsins? 2. Hversu margir einstaklingar og fjölskyldur eru núna á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ? a. Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði? b. Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði? 3. Hversu margar íbúðir hefur Hafnarfjarðarbær keypt inn í félagslega húsnæðiskerfið á síðustu fimm árum, sundurliðað eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020, 2021 og 2022.
Íbúðir fyrir fatlað fólk 1. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði? a. Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði? b. Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði? 2. Hversu margir einstaklingar eru í búsetuúrræðum í dag sem ekki teljast fullnægjandi, þ.e. svokölluðum herbergjaheimilum? Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að ekki skuli haldið áfram að nýta slíkt búsetuúrræði. 3. Hversu margar íbúðir fyrir fatlað fólk eru á framkvæmdastigi í Hafnarfirði í dag? a. Hversu margar íbúðir fyrir fatlað fólk verða teknar í notkun á yfirstandandi ári? 4. Hversu margar íbúðir fyrir fatlaða fólk voru byggðar í Hafnarfirði á sl. fimm árum? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020, 2021 og 2022.
Almennar íbúðir 1. Hafa einhverjar íbúðir verið byggðar í Hafnarfirði á vegum óhagnaðardrifinna leigu- eða búseturéttarfélaga sl. 5 ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020, 2021 og 2022? 2. Hefur Hafnarfjarðarbær veitt stofnframlög vegna íbúða hjá óhagnaðardrifnum félögum á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir á sama tíma? a. Ef svar við spurningu 2 er já, vegna hversu margra íbúða eru þau stofnframlög og hver er samanlögð fjárhæð nú þegar veittra stofnframlaga? 3. Hversu margar íbúðir eru á framkvæmdastigi innan Hafnarfjarðarbæjar í dag og hvert er hlutfall íbúða á vegum óhagnaðardrifinna félaga? 4. Hversu margar stúdentaíbúðir hafa verið byggðar í Hafnarfirði sl. fimm ár? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020, 2021 og 2022. 5. Hversu margar íbúðir fyrir eldri borgara hafa verið byggðar í Hafnarfirði sl. fimm ár? Óskar er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2018, 2019, 2020, 2021 og 2022.
Frestað.