Fjölskylduráð

21. febrúar 2023 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 483

Mætt til fundar

  • Margrét Vala Marteinsdóttir formaður
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1801074 – Búsetukjarnar

      Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri, mætir til fundar og fer yfir minnisblað um kostnað Hafnarfjarðarbæjar um hönnun og byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk.
      Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri mætir einnig á fundinn undir þessum lið.

      Fjölskylduráð þakkar Sigurði Haraldssyni og Hrönn Hilmarsdóttur fyrir kynninguna.

      Fjölskylduráð leggur áherslu á hefja undirbúning á hönnun á íbúakjarna á Smyrlahrauni. Fjölskylduráð felur fjölskyldu- og barnamálasviði að hefja rýmis- og þarfagreiningu í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið.

    • 2209564 – Hringhamar, samfélagsþjónusta

      Lagt fram.

      Fjölskylduráð leggur til að óskað verði eftir tilboðum í uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og mögulega annarri lífsgæðatengdri starfsemi, á lóðinni við Hringhamar 43 í Hamranesi.
      Fjölskylduráð vísar tillögunni til umræðu í Bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka bókun sína frá 20. sept. sl. um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og hjúkrunarheimilis í Hamranesi. Mikilvægt er að sú uppbygging hefjist sem allra fyrst. Miðað við þau gögn sem liggja fyrir fundinum í dag er ljóst að ekki hefur mikil vinna farið fram vegna málsins. Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir upplýsingum um þá fundi sem fulltrúar sveitarfélagsins hafa átt með heilbrigðisráðuneytinu, og eftir atvikum öðrum ráðuneytum, til þess að þrýsta á um aðkomu ríkisins að málinu. Farið er fram á að þessar upplýsingar liggi fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Umræður um fjölgun funda í notendaráðum.

      Fjölskylduráð óskar eftir að reglur um Fjölmenningarráð verði teknar til skoðunar hjá Fjölmenningarráði og á fjölskyldu- og barnamálasviði.

    • 2302545 – Börn með fjölþættan vanda - fyrirspurn

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt