Fjölskylduráð

21. mars 2023 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 485

Mætt til fundar

  • Margrét Vala Marteinsdóttir formaður
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1903560 – Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði

      Pálmar Sigurðsson frá Hópbílum kemur til fundar og fer yfir stöðuna á akstursþjónustu aldraðra og fólks með fötlun í Hafnarfirði.

      Frestað.

    • 1804381 – Barnavernd Hafnarfjarðar, beiðni um aukin stöðugildi

      Sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs leggur fram viðauka.

      Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum í bæjarráð.

    • 0809072 – Hjallabraut 33, kosning í húsfélag

      Tekið til umræðu.

    • 2011069 – Félagsleg heimaþjónusta, starfshópur

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:

      Það er yfirlýst stefna Hafnarfjarðar að markmiðið með þjónustu við eldra fólk í Hafnarfirði er að það geti búið sjálfstætt sem lengst. Grundvallarforsenda þess að svo megi verða er að bæjarfélagið bjóði upp á öfluga, örugga og metnaðarfulla heimaþjónustu. Í ljósi þessa leggja fulltrúar Samfylkingarinnar fram eftirfarandi fyrirspurn:

      1. Hefur það verið skoðað að setja á fót starfshóp, sem í sitja fulltrúar kjörnir af fjölskylduráði og fulltrúar Öldungaráðs, sem hefði það hlutverk að yfirfara starfsemi heimaþjónustunnar og koma með tillögur til úrbóta?

      2. Hefur verið fundað með Öldungaráði um málefni heimaþjónustunnar á yfirstandandi kjörtímabili?

      a. Ef svo er þá er óskað eftir upplýsingum um þá fundi.

      3. Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fyrir þetta kjörtímabil segir að unnið verði að samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið.

      a. Hafa einhverjar viðræður átt sér stað við heilbrigðisráðuneytið um þetta atriði á þessu kjörtímabili?

      Ef svo er, þá er óskað eftir upplýsingum um þá fundi sem haldnir hafa verið, hverjir hafa setið þá fundi og leitt viðræðurnar fyrir hönd bæjarins og hver samningsmarkmið bæjarins hafa verið.

    Fundargerðir

Ábendingagátt