Fjölskylduráð

8. febrúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 218

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Guðný Stefánsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Elín Sigríður Óladóttir aðalmaður
  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri

Ritari

  • Margrét L. Jónsdóttir ritari fjölskylduráðs
  1. Kynning

    • 1202015 – Fjölskylduþjónusta, starfsemi

      Ingibjörg Jónsdóttir mætti til fundarins og kynnti ýmsar tölulegar upplýsingar varðandi starfsemina.

    • 1109226 – Atvinnutengd endurhæfing

      Til fundarins mætti Steinhildur Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og gerði grein fyrir stöðu málsins.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

    Almenn erindi

    • 1202054 – Stuðningsfjölskyldur, reglur

      Lagðir fram minnispunktar starfshóps um samræmdar reglur vegna stuðningsfjölskyldna.

      Fjölskylduráð samþykkir fram lögð drög að samræmdum reglum.

    • 1202014 – Málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál

      Velferðarnefnd alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál.

      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að gera umsögn um tillöguna.

    • 1106059 – Fatlaðir, málefni, eignarhald og leiga fasteigna

      Leitað eftir heimild til að auglýsa eftir nýju húsnæði í stað heimilisins í Einibergi.

      Fjölskylduráð felur Umhverfi og framkvæmdum að auglýsa og leita eftir hentugu húsnæði.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 1/2012 og 2/2012.

      Niðurstaða málskotsnefndar staðfest.

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

      Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, svohljóðandi:$line$”Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði leggja til, að í vinnuhópi sem hefur verið skipaður um málefni heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva vegna sameiningar, verði fulltrúar frá minni- og meirihluta í bæjarstjórn.$line$Vinnu hópsins verði lokið 01.06.2012.”$line$Tillaga okkar er sett fram af því að við teljum æskilegt að fleiri sjónarmið komi fram í þeirri úttekt sem fram undan er. Einnig er rétt að árétta að við höfum áhyggjur af því að framkvæmd sameiningar sé ekki að ganga sem skyldi.$line$Geir Jónsson (sign)$line$Elín S. Óladóttir (sign)$line$$line$Tillagan er felld með þremur atkvæðum Samfylkingar og Vinstri grænna.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:$line$ $line$Í tillögu minnihlutans er vísað til ákvörðunar sviðsstjóra Fjölskylduþjónustu að fela starfsmönnum að vinna að framkvæmd skipulagsbreytinga í rekstri frístundastarfsins og leggja drög að samþættri stefnumótun í málaflokknum. $line$Fjölskylduráð hefur ekki skipað starfshóp og engin tillaga hefur verið lögð fram þess efnis í ráðinu. Ef það er hins vegar vilji minnihlutans að ráðið setji á fót starfshóp með skilgreint verkefni, t.d. í tengslum við framkvæmd fyrrgreindra skipulagsbreytinga þá er ekkert sem kemur í veg fyrir tillögu þess efnis. Slík tillaga hefur hins vegar ekki verið lögð fram.$line$Fjölskylduráð getur hvorki né ætlar að hlutast til um ákvarðanir sviðsstjóra um hvernig hann velur að haga skipulagi þess starfs sem fram fer á hans sviði. Í því samhengi er rétt að árétta efni 3. greinar siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ, þar sem fjallað er um valdmörk og mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar virði verkaskiptingu í stjórnkerfi Hafnarfjarðarbæjar.$line$Gunnar Axel Axelsson (sign)$line$Guðný Stefánsdóttir (sign)$line$Birna Ólafsdóttir (sign)$line$$line$Við undirrituð óskum eftir að lögfræðingur bæjarins svari því hvort fram lögð tillaga í fjölskylduráði þ. 8. febrúar sl. stangist á við 3. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ. Óskað er eftir skriflegu svari.$line$$line$Geir Jónsson (sign)$line$Elín S. Óladóttir (sign)$line$

    Fundargerðir

    • 1201020F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 147

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 1. febrúar sl.

      Fjölskylduráð ítrekar tilmæli sín til íþrótta- og tómstundanefndar að láta viðeigandi fylgigögn fylgja fundargerð.$line$Fjölskylduráð frestar staðfestingu fundargerðarinnar.

Ábendingagátt